mánudagur, mars 29, 2004

úff. Þetta er farið að verða dúbíus... þriðji í þynnku! nei, það hlýtur að vera eitthvað annað í gangi..

Þessi hindberjabaka er ekki sem verst, ég tók yfir eldhúsið hjá Grími og "skellti í eina" - hún var bara nokkuð góð.

Tannkrem í kvöldmat er skemmtileg síða, soldið Hugleiks-leg.

Í gær sá ég engil. Og í kvöld mun ég aftur sjá engil. Hann er ellefu ára og heitir Ísak. Mig langar að eiga hann.
Hann syngur ekki bara eins og engill- hann er engill. Og þið getið öll fengið að sjá hann, á miðvikudaginn.

Mig dreymdi að ég hefði klesst á. Mig dreymir það reyndar nokkuð oft, og er svo ofboðslega fegin þegar ég vakna og minnist þess ekki að hafa klesst neitt á í alvörunni. En í nótt dreymdi mig semsagt að ég hefði klesst á og var búin að gera tjónaskýrslu og eigandinn að hinum bílnum var brjálaður eins og venjulega þegar mig dreymir svona, en svo vaknaði ég í draumnum og var ofboðslega fegin að þetta var bara draumur, en þá sagði Steini mér "nei, þú klesstir í alvörunni á". Svo þegar ég vaknaði í alvörunni tók það mig auðvitað smástund að átta mig á hvað hafði gerst og hvað ekki. Þetta er nú meira ruglið. Alltaf finnur maður nýjar leiðir til að skelfa sjálfan sig.


Þetta er nú frekar sundurlaus færsla, en ég er það nú líka einhvern veginn sjálf þessa dagana.

mánudagur, mars 22, 2004

Pindsvin (broddgöltur) er fyrsta orðið sem ég lærði í dönsku. Það lærði ég af ömmu minni danskri þegar ég var ennþá nógu lítil til . Nú ákvað ég að gá hvort til væri síðan pindsvin.dk. Og viti menn. hún er til!; PINDSVINEVENNERNE I DANMARK Hér getur maður lært hvað maður skal gera ef maður finnur broddgölt í neyð, hvernig á að veita honum fyrstu hjálp og hvernig á að gera garðinn sinn "pindsvinevenlig"

Mæli með henni

fimmtudagur, mars 18, 2004

"Es war ein wunderlicher Krieg"

Ég bjóst ekki við miklu af þessum degi. Ég vissi að í dag yrði ég tveimur jöxlum og tíuþúsund krónum fátækari. Og vissulega er það satt, og ég er að æfa mig í að mynda hljóð með þessu nýja plássi í munnholinu.. (hliðarhljóðin virðast vera erfiðust). En þegar ég tók að horfa á Gettu betur léttist lundin og mér tókst alveg að gleyma blóðinu sem flæddi úr opnum sárunum í munni mér og ég steig sigurdans þegar MR náði EKKI að svara síðustu spurningunni... litlu frænkur mínar tvær sem ég er að passa héldu að ég væri gengin af göflunum þegar ég hljóp þvoglumælt um fyrir framan sjónvarpið og fagnaði með Borghyltingum! Svo það rættist nú aldeilis úr deginum, og þó ég spýti ennþá blóði er það ekkert miðað við gleðina sem fylgir því að sjá MR detta út úr keppni. Þetta er gleðiblóð.

Litla frænka mín er fyndin. Hún hélt fyrir mig fyrirlestur um hreinleika búddismans. Hún er fimm ára og lærði þetta á leikskólanum. Ekki fékk ég að læra um hreinleika búddismans í leikskóla. Ekki einu sinni í grunnskóla eða menntaskóla og líklega ekki í háskóla heldur. Þetta er einmitt það sem mér finnst að krakkar eigi að læra, um önnur trúarbrögð og aðrar siðmenningar, til að auka umburðarlyndið í heiminum. Gæti komið í staðinn fyrir bölvaða kristinfræðina.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Ég er þreytt og nenni ekki að blogga eða gera neitt.

Maðurinn fyrir framan mig í strætó var með ógeðslega stóra vörtu í hnakkanum.

Góða nótt.

föstudagur, mars 12, 2004

Jæja, þetta kom virklega á óvart...

CWINDOWSDesktopPowerRangeres.jpg
Power Rangers Movie!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

sunnudagur, mars 07, 2004

Heimaverkefni dagsins: Hljóðangreining gómmæltra lokhljóða.

I´m not a fan.

föstudagur, mars 05, 2004

Fór á bókamarkaðinn í Perlunni og lenti í barnabókunum, þar fann ég gullmola eins og Skilaboðaskjóðuna og Láka litla, sem ég keypti, en sá líka fullt af bókum sem ég lét lesa fyrir mig ca tíu sinnum á kvöldi þegar ég var lítil, pabba, mömmu, afa og ömmu til ómældrar ánægju, Tótu tætubusku, Tralla, Stubb, Bláu könnuna, Græna hattinn, "En hvað það var skrýtið" og fleiri góðar. En ekki fann ég Elíasarbækurnar eftir Auði Haralds. Auglýsi eftir þeim, vildi gjarnan kaupa þær, þar sem þær eru einn af hornsteinum barnabókmennta að mínu mati.

En alltaf finnst mér jafn skrýtið að fyrstu hæðina í Perlunni sé ekki hægt að nota undir annað en einhverja markaði, það var nú bragarbót þegar sett var safn í einn tankinn, en það hlýtur eitthvað að vera hægt að gera við þessa aumingjans fyrstu hæð, svona markaðir væru venjulega í einhverri vöruskemmu en ekki í risastóru róterandi glerhúsi með goshver innanhúss sem byggt var fyrir almannafé til að ónefndur maður gæti montað sig við erlenda þjóðhöfðingja.

En ísinn er góður þarna. En dýr.

Fróðleiksmoli dagsins; Af hægðum og viðrekstri
Líkaminn getur ekki melt og tekið upp sumar tegundir kolvetna í smáþörmum vegna skorts á réttum meltingarensímum. Þessi ómelta fæða berst frá smáþörmum í ristilinn. Þar eru náttúrulegar og skaðlausar bakteríur sem sundra fæðunni og mynda um leið lofttegundirnar vetni og koltvíoxíð. Í um þriðjungi manna myndast einnig metan. Þessar lofttegundir berast að lokum út um endaþarmsopið.

Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á hvers vegna sumir mynda metan en aðrir ekki, en þeir sem mynda metan losa ekki endilega meiri vind en aðrir eða hafa önnur einkenni. Hægðir þeirra sem mynda metan fljóta í vatni. (Vísindavefurinn, leturbreyting mín, SLI)

Nú ætla ég að vera með smá könnun, eins og er svo vinsælt, í dag, hverjir mynda metan og hverjir ekki af lesendum? Ég býst nú kannski ekki við súperþátttöku, kannski kærir fólk sig ekkert um að uppfræða heiminn um eðlisfræði hægða sinna, en það má nú reyna..

mánudagur, mars 01, 2004


uff

Einhver ljótur karl reynir við Mínu mús

Það var grímupartý hjá kórnum á laugardaginn, og ég ákvað auðvitað að fara þvert á ráðleggingar annarra sem sögðu þetta vonlaust verkefni, og vera myndlistarkonan mexíkóska
Frida Kahlo. Það tókst ekkert svo illa,að mínu mati þó ég sé vissulega ekki með svart hár, en því má redda með öðrum ráðum, t.d. góðum augabrúnum og yfirvaraskeggi... hér má sjá afraksturinn:


Frida

Það er eitthvað skrítið að gerast, ég var búin að blogga fullt meira, en það datt út og í staðinn kom eitthvað furðulegt, eins og einhver annar hafi verið að blogga á mína síðu. Þetta er of furðulegt fyrir mig, og nú nenni ég ekkert að skrifa allt sem ég var búin að skrifa aftur! Bömmer!

Fer bara að sauma árshátíðarkjólinn...