miðvikudagur, september 29, 2004

"Það er bara mjög gaman að ríða honum"

Greinilegt að einhverjir fréttamenn Ríkissjónvarpsins eru orðnir leiðir á að fjalla ekki um annað en kennaraverkfall, ég er að hlusta á fréttirnar í Sjónvarpinu rétt í þessu, og núna er verið að tala við eigendur stærsta hests á Íslandi. Þeir eru að vonum ánægðir með gripinn og lét konan sem á hann m.a. ofangrein ummæli falla. Þessi frétt tók svona 3 mínútur af fréttatímanum. Þetta sér maður held ég ekki í fréttatímum ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í öðrum löndum. En það er gott, það er þá ekki neitt slæmt að gerast á meðan...

p.s. Sá auglýst Low Carb súkkulaðikrem - á hvaða köku? Mér skildist að ef maður væri á low carb diet væru allar kökur á abbsölútt bannlista. Eða er þetta kannski svona eins og að fá sér hamborgara, franskar og kokkteilsósu og friða samviskuna með því að fá sér Diet Coke?

þriðjudagur, september 28, 2004

Klaufalegt
Tveir menn hafa líklega misst andlitið allvel oní kaffibollann ef þeir lásu Fréttablaðið i morgun, en það eru þeir Páll Baldvin Baldvinsson og Ari Páll Kristinsson (málfræðingur). Á bls 20 er þeim, sem og öllum öðrum tilkynnt það að þeir séu látnir, þ.e. nöfn þeirra standa undir dálkinum Andlát. Fyrir neðan kemur þó i ljos að þeir eru langtífrá dauðir, heldur er annar 51 árs i dag og hinn 44 ára. Það hlytur þó að vera svona smá sjokk að lesa nafnið sitt i andlátstilkynningunum, sér i lagi a afmælisdaginn.

Þetta minnir mig a stelpu sem eg þekki sem lenti i því fyrir nokkru að missa afa sinn, og skrifaði um hann minningargrein eins og tíðkast. Greinin birtist aldrei hjá afanum, heldur hja einhverjum allt öðrum gömlum manni! Það var svosem í lagi fyrir hana þegar hun loksins komst að þessu, en ólikt verra fyrir aðstandendur hins gamla mannsins, að sjá grein eftir eitthvað barnabarn sem enginn hefur séð eða heyrt um....! Óþægilegt svona á dánarbeðinu...

föstudagur, september 24, 2004



Bíllausi dagurinn var í gær. Hmm... Ég haf›i ekki snert á bílnum mínum í heila viku, og svo flennan blessa›a dag flurfti ég hann meira en nokkru sinni, til a› skutlast út um allan bæ, ná í systur og flytja kassa... mér lei› eins og glæpamanni flegar ég snigla›ist í kringum fijó›arbókhlö›una í hasti á bensínháknum, leitandi a› stæ›i, vitandi a› ég var a› menga litlu birkihríslurnar kringum Hlö›una og gó›ri lei› me› a› gefa gæsunum lungnakrabba. (ekki fla› a› flær mengi ekki háskólasvæ›i› me› öllum skítnum... sammála?). En fla› lifna›i yfir mér í morgun flegar ég las a› fla› hef›i nú veri› óvenju lítil flátttaka í bíllausa deginum, fla› ger›i mig ekki seka, heldur frekar me›seka, en fla› besta var a› Magda (sú pólska sem ég b‡ me›) keypti sér bíl á bíllausa daginn! fiá lei› mér nú betur, ég var› a› smáglæpamanni í samanbur›i vi› fla›, ég meina hver kaupir bíl á bíllausa daginn? Annars ver› ég a› gefa skít í flessa evrópsku samgönguviku, flví fla› er bara erfitt, lei›inlegt og d‡rt a› fer›ast me› strætó í Reykjavík. Ég vildi a› ég gæti sagst vera á móti einkabílismanum í Reykjavík, en eins og er er kerfi› ekki fla› gott a› hægt sé a› stóla á fla›. Vonum a› fla› n‡ja ver›i betra. A›alástæ›an fyrir flví a› ég er a› fetta fingur út í Strætó akkúrat núna er a› í fyrradag, í mi›ri samgönguviku, voru Benni og Magda a› fara a› taka strætó, og bi›u í sk‡linu hér fyrir utan húsi›, og hann í hjólastól. Strætó kom.... og strætó bruna›i framhjá vi›stö›ulaust! Og konan sem keyr›i var a› tala í símann. Ég hringdi upp í Strætó og fla› var frekar stressa›ur ma›ur sem sag›ist myndu “eiga or›asta› vi› vi›komandi vagnstjóra” en hann var öskurei›ur yfir flví a› hún hafi veri› a› tala í símann. Ég var a›allega öskurei› yfir flví a› hún hafi ekki nennt a› taka hjólastólinn me›. Hennar svar, flegar kallinn tala›i vi› hana, var a› hún hélt a› flau ætlu›u ekki upp í, væru bara á göngu... fla› er skrítin ganga, a› standa kjurr inni í strætósk‡li!
Mér finnst fla› svona grundvallaratri›i fyrir flví a› ma›ur geti teki› strætó a› strætó stoppi fyrir manni, ekki satt?

Ég er gengin í vö›vaklúbbinn. Nú eru öll vígi fallin, flví Svanhvít er farin a› stunda gymmi› (hvernig í xxxx skrifar ma›ur fletta á “íslensku”?). fietta er nú reyndar bara háskólaleikfimishúsi›, engin brjálu› vö›vabúnt flar, sem betur fer, en fletta er samt svolíti› skr‡ti›, fla› eina sem ég veit er a› fla› er gott a› fara í saununa á eftir. Mér er sagt a› fletta sé besta sauna á Íslandi...

fimmtudagur, september 16, 2004

Þegar ég vaknaði í morgun eftir svefnlitla nótt í risherberginu mínu og gekk inn á baðherbergi áttaði ég mig á tveimur hlutum. Að ég hafði gleymt að setja niður klósettsetuna í gær, og að það var komið haust. Oní klósettinu, beint fyrir neðan gluggann var eitt stórt laufblað, af ösp ef mér skjöplast ekki. Herbergið mitt var líka fullt af laufblöðum sem höfðu fokið inn um gluggana. Jakob, sá danski sem deilir með mér risinu gat ekkert sofið í nótt fyrir veðurofsanum. Hann sagði að svona veður í Danmörku væri kallað fellibylur... Ég sagði honum bara að bíða eftir vetrinum, þá fengi hann að sjá alvöru veður.

Annars er búið að vera notalegt að sitja uppí sófa með teppi og te og prjóna lopapeysu svona síðustu daga, og horfa á ALLAN Lansann (Riget) sem Jakob á á DVD. Ekki leiðinlegt, en svo man ég stundum eftir því að ég er í skóla og þarf víst einstöku sinnum að læra líka, en það er nú allt í lágmarki hjá mér eins og er, það er bara svo miklu skemmtilegra að gera ekki neitt, er það ekki?

Nú er ég á leiðinni í grillveislu með fólkinu úr vinnunni í sumar... já, í þessu veðri.. það er kosturinn við að vinna í gróðurhúsi.. þar er hægt að vera í öllum veðrum. Það verður notalegt að naga á kótilettu á meðan regnið bylur á glerveggjunum. Jó étvágyot... bon appetit!

sunnudagur, september 05, 2004

Urrrrrr... Ég er að skrifa á iMac. Ég á eftir að nota þennan iMac í vetur, því hann er eina tölvan í nýja húsinu mínu. iMac er leiðinlegur og leyfir mér ekki að gera at-merki. HRRRMMPPPF. Húsið er ekki leiðinlegt. Húsið er gott. Sá sem vill gefa mér eða selja mér kjölturakka (laptop) ódýrt er líka góður. Benni er góður. Ís er góður. Mig langar í ís. Hjá Óla Frímanns. Óli Frímanns er góður?? Verður bara að vera það.


Skólinn byrjar á morgun. Ef nýja stundataflan mín verður eins og ég vil hafa hana er ég ekkert í skólanum á þriðjudögum og föstudögum... er það ekki eitthvað grunsamlegt...?

Það er gaman í IKEA. Ég mæli með góðum túr í IKEA á rigningardegi. Þar er alltaf hægt að finna eitthvað litríkt og skemmtilegt til að lífga upp á húsið sitt. Ég keypti teppi, handklæði, mæliskeiðar, mottu, rúmföt, geisladiskastand og glös í IKEA. Mest af því var rautt, Magda segir að ég kaupi rauða hluti af því að ég sé full af orku... ætli það sé ekki bara rétt hjá henni, ég er bara ansi orkumikil þessa dagana. Sem er eins gott þegar maður er að læra að skipta um bleyjur og baða og mata í fyrsta sinn einhvern sem er eldri en 2 ára.

Kveðjur af Reynimelnum, og verið velkomin í heimsókn, (nr 58, það stendur Benidikt H. Bjarnason á bjöllunni) ég á glös, og oftast eitthvað í þau líka :)

miðvikudagur, september 01, 2004

Jó napot kívanok. Hogy vagy? Én jó vagyok, köszönöm. Most Islandon vagyok, de vasárnap Budapesten voltok. Esik az esö islandon.

Verið þið sæl, nú er ég komin heim frá landinu unga, og þykist aldeilis hafa forframast. Það var vel tekið á móti mér þegar ég steig út úr flugvélinni, vindurinn feykti mér næstum því út af landganginum, og stelpan frá Kaliforníu sem hafði setið við hliðina á mér í vélinni æpti og öskraði, greyið var í sandölum og stuttermabol, og hafði vísast aldrei lent í öðru eins veðri. Aðeins hlýrri móttökur fékk ég frá mömmu þegar ég komst loksins í gegnum tollinn. Það var frábært að koma heim í sveitina og mamma gerði fiskibollur handa mér, uppáhalds mömmumatinn minn. Í dag liggur leiðin í bæinn, og líklega beint á Reynimelinn, þar sem ég mun búa og starfa næstu 5 mánuðina, með dönskum dreng, pólskri stúlku og íslenskum fötluðum dreng sem heitir Benni og við ætlum að aðstoða í vetur. Fyrir þremur mánuðum hefði ég ekki trúað því hefði einhver sagt mér að eitthvað þessu líkt myndi gerast... en skjótt skipast veður í lofti eins og sagt er, og þess vegna er ég að fara að flytja í dag, í 3 sinn á einu ári.. Kvisthagi, Ásvallagata, Kvisthagi, Reynimelur. (Og ef ég tek Ungverjaland með er það 4 sinnum.)

Ég hlakka til að hitta ykkur öll og djamma með ykkur, ég er laus um næstu helgi ef einhver býður sig fram, en líklega á það eftir að vera erfitt fyrir mig að kaupa bjór fullu verði á bar í Reykjavík, eftir að hafa borgað ca 70 kall fyrir bjór í heilan mánuð. Vinkona mín Iveta frá Slóvakíu er núna örugglega að drekka bjór fyrir 20 kall en það kostar bjórinn á þessum árstíma í bænum hennar.. hún trúði ekki að nokkur maður gæti keypt sér vín á Íslandi, hún sagði að fjölskyldan hennar gæti keypt mat fyrir heila viku fyrir þennan pening..

Ojá, svo byrjar skólinn á mánudaginn, það verður ekki leiðinlegt, því kúrsarnir sem ég ætla í eru allir frekar spennandi, Færeyska og íslenska, Latína f. byrjendur, Spænsk málnotkun og spænsk málfræði og Straumar og stefnur í bókmenntafræði (sem er samt víst kúrs dauðans). Svo verð ég að finna mér nýjan kór, ég þarf að kanna fleiri áður en ég kem mér fyrir, hvernig væri að prófa Langholtið núna?

En ekki hika við að hafa samband ef ÞÚ vilt hitta mig um helgina, ég er til....