laugardagur, október 30, 2004

Dauði og djöfull

Hefur einhver annar en ég verið að keyra og blikkað ljóslausan bíl, en fattað þegar maður er nýbúinn að því að maður var sjálfur ljóslaus?

Það er súper hallærislegt.

miðvikudagur, október 27, 2004

Fólk áttar sig oftast ekki á því hvað maður er að bera líf sitt auðveldlega á borð fyrir allan heiminn að sjá þegar maður er á netinu. Til dæmis gremst það mömmu minni ofboðslega að nú er bein útsending úr hjónaherberginu á Engi daginn út og inn, því að litla systir mín var að fá WebCam og notar það öllum stundum, og heimilistölvan er einmitt staðsett í svefnherberginu hjá pabba og mömmu.
Svo áttar maður sig auðvitað alls ekkert á hvað það eru miklu fleiri en maður heldur sem lesa þetta rugl sem maður skrifar hérna....

Ég fann mér ungverska stelpu til að kenna mér smá ungversku, a.m.k. halda við því litla sem ég kann. Csütörtöken talalkozunk. (=við hittumst á fimmtudaginn) Í staðinn get ég kannski kennt henni smá íslensku.

Sniðugt á Íslandi.

laugardagur, október 23, 2004

Nú er fokið í flest skjól í snörpum vindhviðum haustsins. Á leið í skólann í vikunni sá ég tvö börn sitjandi úti á gangstétt hérna á Reynimelnum, fyrir framan stórar hrúgur af visnum laufblöðum. Ég hélt þau væru kannski að hjálpa til með haustverkin og setja blöðin í poka, en í staðinn voru þau að leika sér að því að TELJA laufblöðin sem lágu á götunni! "48, 49, Ég er kominn með 50!!" Þetta er svona með mest óspennandi leikjum sem ég hef séð. Krakkarnir eiga nú ekki lengur í nein hús að venda, foreldrar löngu orðnir leiðir á að stjana við börnin sín og annara með trölladeigi og kókoskúlubakstri og henda þeim út í rokið að leika sér við laufblöðin. Sama hvað krakkarnir hafa verið ánægðir með að fá frí úr skólanum fyrstu dagana held ég að jafnvel jafnvel þeir lesblindustu og eineltustu séu farnir að grátbiðja um kennarana og bækurnar sínar aftur.

miðvikudagur, október 20, 2004

Ég er kelling!!

Ég er að leita að síðum um helk á internetinu - og það er til fullt af þeim! Ef einhver vill gerast samkelling eru nokkrar hér: http://www.google.com/search?hl=en&ie=ISO-8859-1&q=crochet

Þetta er nú að verða svolítið sorglegt. Ætli ég eigi eftir að daga uppi sem heklandi og prjónandi bitur piparjónka?

föstudagur, október 15, 2004

Hvað er betra en að hygge sig uppi í sófa með vinum sínum úr Matador þáttunum, Herr Schwann, Maude, Frk Friis, Ulrik, Regitze, Agnes og hinum, með malt og appelsín í glasi. Ekki margt, skal ég segja ykkur. Jacob var að koma frá Danmörku og kom með ekki tvo, heldur þrjá DVD diska með Matador!!! Nú á ég fimm af tólf, sem er næstum því helmingurinn. Svo ef einhver hefur löngun í að sjá þessa gömlu góðu þætti eru þeir lúppandi daginn út og inn á Reynimelnum þessa dagana.

fimmtudagur, október 14, 2004

Ísland - farsældar frón.

Það er margt sem minnir mann á Ísland, en þegar maður er á leiðinni heima frá flugvellinum og kemur inn í Garðabæ/Hafnarfj. og sér ofvöxnu Gunnars mayonnaise dolluna, þá ER maður kominn heim. Líka þegar maður heyrir fólk tala um tap í landsleik og heyrir menn í sjónvarpinu segja, "ja, þetta mark sem við skoruðum var nú mjög gott!".

miðvikudagur, október 06, 2004

"...What a healthy day"

Geta dagar verið heilsusamlegir? Ef svo er var dagurinn í dag fullkomið dæmi bæði fyrir líkama og sál. Ég byrjaði á því að útbúa mér skyr-og ávaxta smoothies (er ekki til eitthvað íslenskt og gott nafn fyrir þennan sniðuga drykk? Komið nú nýyrðasmiðir!), og fór svo í ræktina, þar sem ég hljóp og hjólaði og lyfti eins og en galning, síðan í Árnagarð þar sem ég fór í færeyskutíma og bókmenntafræðitíma og prjónaði næstum heilan vettling á meðan. Færeyskutíminn fór eins og venjulega í brandara Höskuldar um íslenskt og færeyskt mál, og bókmenntafræðin í að hlusta á kenningar löngu dauðra kalla sem ákveða hverjir eru hæfir til að lesa bækur og hverjir ekki*. Eftir skólann labbaði ég mér heim og át restina af fiskibollunum sem ég eldaði í gærkvöldi, og rölti niður í Óperu, þar sem Fjóla og Davíð elskurnar buðu mér á generalprufu á Sweeny Todd, splatteróperu. Þaðan var ég að koma núna, og næ mér ekki niður úr skýjunum, það var svo gaman! Ímyndaðu þér rakara sem drepur fólk í rakarastólnum og lætur líkin síga niður op, þar sem konan á neðri hæðinni bútar þau í sundur og eldar bökur úr þeim... ekki erfitt í mynd eftir t.d. Jean-Pierre Jeunet (Delicatessen) en aðeins furðulegra í óperu.... blóð, sprengingar, morð...og sungið um það alltsaman!

Já,

(róaðu þig niður Svanhvít)

En semsagt, dagurinn var nærandi bæði fyrir líkama og sál, og ég vona að ég nái fleiri svona dögum í mánuðinum sem er bara rétt að byrja.

(*Nördainnskot: ég vissi ekki að það væru til svona margar tegundir af lesendum, en það er eins og allir sem búa sér til bókmenntateoríu verði að búa sér til lesanda. Þannig hef ég lært um innbyggða lesandann (það eru reyndar til tveir), víðsýna lesandann (sem er ofboðslega menntaður í bókmenntafræðiteoríum), ofurlesandann (hann skilur öll tákn og myndir í textanum sem hann les, fullkomni lesandinn (vinur ofurlesandans) og svo er það lesandinn af holdi og blóði, s.s. ég, en jafnvel hann klofnar í fleiri en einn lesanda, (þetta skildi ég ekki alveg) lesandinn sem les er ekki sá sami og sá sem leggur frá sér bókina og stendur upp. Vill einhver gáfumaðurinn skýra þetta fyrir mér?(sem minnir mig á það, við ljóskurnar, Sigga, Sigurrós og ég erum víst ekki vel liðnar af bókmenntafræðinemunum sem sitja kúrsinn, því okkur varð það á að spyrja um það sem við skildum ekki, og það hneykslaði víst einhverja.... mér þætti gaman að sjá þá í hljóðkefisfræðitíma))

mánudagur, október 04, 2004

föstudagur, október 01, 2004

Hvað er það sem r´ettlætir það að þeir sem guðirnir elska deyi ungir? Getur einhver sagt m´er hvers konar guð það er sem tekur 17 ´ara str´ak burt fr´a fjölskyldu sinni og vinum? Maður reynir að hugsa j´akvætt en það er bara ekkert hægt að segja, það er ekkert j´akvætt við þetta. Elsku litli br´oðir minn er b´uinn að missa besta vin sinn sem hann hefur þekkt fr´a þv´i þeir voru litlir, þetta er fyrir honum alveg eins og ef Ella hefði d´aið ´i gær fyrir m'er.
Er eitthvað hægt að segja?