mánudagur, janúar 31, 2005

Tengo un piso en Espanya, muy cerca de mi faculdad, totalmente amueblado y todo... 200 Euros.

Ég er komin með íbúð á Spáni, mjög nálægt skólanum og öllu, með húsgögnum og öllu og kostar 200 evrur á mánuði. Ég mun búa með Frakka og Þjóðverja, og mér skilst að þau tali spænsku heima hjá sér.. svo ég er í skýjunum!

laugardagur, janúar 29, 2005

Gaman í gær

Í dag borðaði ég hálfan tómat og helling af ís. Drakk vatn. Annað ekki. Eiginlega hefur maginn á mér virkað sem skammtímageymsla fyrir mat og drykk í dag. En það þýðir ekki að ég ætli að hætta að drekka, ónei, þegar ég er á leiðinni til lands sangríunnar...

En það var gaman í gær, ég vil þakka öllum sem kíktu á mig á Gauknum. Bjórmiðarnir í rassvasanum gufuðu upp og fólk varð drukknara í hlutfalli við það.

Nú fer ég undir sæng með góðan Matadorþátt í fartölvunni. Góðar stundir.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Ein úr Tungunum

Í gær þrammaði ég niður í bæ og þræddi hannyrðaverslanir miðbæjarins. Ég keypti mér stóran troðfullan poka af ull (til að þæfa úr) á Skólavörðustígnum og dýrindis garn í sjal í Storkinum. Svo labbaði ég mér niður á Ingólfstorg með poka í jólasveinastærð á bakinu og sem ég stóð og var að ákveða mig inn í hvaða "icelandic wool" "tax free" búð ég ætlaði inn í næst, kom að mér ágætis róni sem spurði mig hvort ég væri villt. Ég sagði það nú ekki vera, en hann trúði því ekki alveg og spurði svo: Ertu kannski ekki Reykvíkingur.?" Ég svaraði staðföst að það væri ég nú víst, ég væri bara að ákveða mig í hvaða búð ég ætti að fara næst.
Þá tók hann í handlegginn á mér og sagði (óþægilega beint ofan í andlitið á mér): "Ó afsakaðu, og gangi þér vel. Þú ert fín" Svo hélt hann sína leið.

Þennan mann hefur greinilega langað til að hjálpa saklausri sveitastelpu að rata í stórborginni Reykjavík þar sem hann er sjálfur öllum hnútum kunnugur. Ég ákvað strax að segja honum ekkert frá því að ég væri nú með lögheimili úti á landi og hefði bara búið í Reykjavík í tæp 6 ár. En ég lái honum ekki að hafa haldið að ég hafi verið sveitalubbi þar sem ég stóð með fullan poka af óþæfrði ull lítandi í kringum mig á Ingólfstorgi. Hann hefur kannski fundið sauðalyktina sem lagði af ullinni. Það er samt svolítið óhugnanlegt að enn sé litið á mig sem sveitastelpu, en kannski geri ég líka óvart eitthvað í því að viðhalda ímyndinni. Það eru nefnilega margir sem halda að það séu bara stelpur utan af landi sem prjóna og sauma sér sjálfar föt. Það er mesta rugl eins og dæmin sanna.

PARTÝ

Föstudaginn 28. jan ætla ég að halda kveðjuhóf þar sem ég er nú að fara að yfirgefa þetta land (vonandi ekki fyrir fullt og allt þó heldur bara fram í júní)

Hófið verður haldið á Gauki á Stöng, efri hæð, þar verður smá bjór í boði en svo er bjór á einungis 350 kr á barnum eftir það. Gamanið hefst klukkan 20 og ég vonast til að sjá sem flesta. Og þó ég hafi ekki hringt í alla þýðir það ekki að þeir séu ekki boðnir, þetta er formlegt boðskort og menn mega alveg tjá sig um það hér fyrir neðan. Æskilegt er þó að ég þekki viðkomandi.

Verið velkomin, Svanhvít sveitalubbi.
En hér er tilkynning fyrir þá sem

mánudagur, janúar 24, 2005

Þetta er fyrsta bloggið úr nýju fartölvunni minni.



Respect

sunnudagur, janúar 09, 2005

Súlu dans-trans

Því þetta er þitt og mitt
Það er mjög sérstakt elskan
Það er mitt og þitt
Það eru staðreyndir
Það hefur verið all svo langt
Þú skiptir öllu máli
Ástin þú og ég
Gátum verið saman villt
og frjáls
Oh, hvar er súlan hér
Svo ég geti sveiflað mér
Út í salinn hér, þá get ég unað mér
Það hefur verið allt svo langt
Þú skiptir öllu máli
Ástin þú og ég,
Gátum verið saman villt og frjáls

Taktu mig inn
í klefann þinn
Sannaðu það, að þú
getir þrykkt honum
í réttan stað
Ég er eldheit nú, þú
ert alltaf graður,
þú færð aldrei nóg,
það eru staðreyndir

Höf: Leoncie



Hvar er súlan hér segi ég nú bara?

laugardagur, janúar 01, 2005

væmna bloggið

Er það ekki furðulegt hversu mikið getur breyst á einu ári? Í byrjun ársins hefði mér ALDREI dottið í hug að ég myndi vera að gera það sem ég er að gera núna. Fyrir ári síðan bjó ég á Ásvallagötu hjá Steina og vissi lítið um hvernig framtíðin myndi verða. Ég bjóst samt ekkert við neinum gríðarlegum breytingum. En síðan hefur ýmislegt gerst, ég hef farið þrisvar sinnum til útlanda á árinu, til fimm landa, búið á þremur stöðum og á engan kærasta lengur. Ég bý nú á Reynimel með Pólverja, Dana og fötluðum strák sem ég vinn við að aðstoða. Ég er búin að missa samband við góðan vin sem ég vona að ég hafi einhvern tímann manndóm og kjark í mér til að reyna að endurheimta en ég kynntist mörgum öðrum í staðinn, aðallega fólki sem ég þekkti svolítið fyrir og kynntist mun betur á árinu, eins og Láru, Sigurrósu, Tótu, Siggu og Björk, og ég er mjög ánægð með það.
Allar þessar breytingar hafa tekið á, og ég er ennþá að vinna í mínum málum. En svona er þetta líf nú bara, og ég sé ekki eftir neinu sem ég gerði á árinu og lít ekki bitur til baka. Í staðinn ætla ég að láta næsta ár verða viðburðaríkt, og efast ekki um að það verði, því núna í febrúar er ég á leiðinni til Spánar þar sem ég verð allavegana fram í júní, það verður ævintýri sem ég hlakka til að lenda í. Þegar ég kem heim aftur veit ég ekkert hvað bíður mín, ég veit ekki einu sinni hvar ég á að búa... En svona er lífið bara hjá mér þessa dagana, og það er bara allt í lagi.

Vonandi verður árið hjá ykkur öllum gott, og betra en síðasta ár.

Alltof væmin kveðja,
Svanhvít