þriðjudagur, júní 27, 2006

Vanræksla

Ef þetta blogg væri barn væri Barnaverndarnefnd löngu búin að taka það af mér. En því er ekki að heilsa, sem betur fer, og ég get haldið vanrækslunni áfram eins lengi og mér sýnist. Ég nenni ekki að laga þetta leturrugl, en get þó bent þeim sem vilja lesa á að FARA I VIEW -> ENCODING -> UNICODE (UTF-8) TIL AD LESA.


Og svo sjáum við til hvort ég nenni að gera eitthvað meira.


Annað er það helst að frétta að ég er nú orðin listapiparsveinn í íslensku (eins og Ella orðaði það) (Baccalaurius artium í íslensku) og hef "öðlast lögfarsleg réttindi til að víta fólk fyrir málfarslegar ambögur". Ég hyggst þó ekki ganga hart að fólki í þeim efnum, og hætti reyndar algerlega að leiðrétta fólk eftir að ég byrjaði í náminu - enda uppsker maður ekkert nema leiðindi með því.

(Nema hér í vinnunni þar sem ég fæ borgað fyrir það!)

Yfr ok út

fimmtudagur, júní 15, 2006

Ansvitans stafarugl a thessum blogger.

Hvernig get eg fengid okkar fogru islensku stafi til ad virka a thessu annars fina formati?? og haloscan?

miðvikudagur, júní 14, 2006

Ég held þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur...