"Þorláksmessukvöld er hátíð út af fyrir sig/ forleikur að jólunum......"
Jólakveðjur Baggalúts eru í strangri keppni við jólakveðjur Ríkisútvarpsins þetta árið, að mínu mati að minnsta kosti. Hér má hlusta á þær.
Ég óska annars öllum gleðilegrar hátíðar í faðmi fjölskyldunnar.. eða einhvers annars...
fimmtudagur, desember 23, 2004
miðvikudagur, desember 22, 2004
laugardagur, desember 18, 2004
Ég er að fara í próf eftir tæpan klukkutíma. Mér finnst ég þurfa að loka augunum og munninum, setja klemmu á nefið og puttana í eyrun, klemma rassinn og setja plástur á naflann svo lærdómurinn sleppi ekki út! Nei, þarna fór neitandi boðháttur fleirtölu í annari persónu í spænsku beint úr um annað eyrað!!!
Annars fann ég síðu sem sýnir öðrum betur geðveikina sem heltekur grannþjóð okkar í vestri á þessum tíma árs... Uglychristmaslights.com....já, þar eru sýndar myndir af viðbjóðslega ósmekklegum amerískum húsum, þar sem sjá má heilu herina af snjóköllum og jesúbörnum.
Gangi mér svo vel í prófinu!
Annars fann ég síðu sem sýnir öðrum betur geðveikina sem heltekur grannþjóð okkar í vestri á þessum tíma árs... Uglychristmaslights.com....já, þar eru sýndar myndir af viðbjóðslega ósmekklegum amerískum húsum, þar sem sjá má heilu herina af snjóköllum og jesúbörnum.
Gangi mér svo vel í prófinu!
fimmtudagur, desember 16, 2004
Svefngufurnar sem stíga upp úr bókmenntafræðiglósunum og bókunum eru að gera út af við mig, og þær eru búnar að smitast yfir í færeyskuglósurnar og keppast við að halda mér frá öllu sem heitir námsefni. Ég ætla að halda spænsku málfræðinni frá öllum færeysku- og bókmenntafræðibókum þar til fram yfir próf til að gufurnar nái ekki að komast þangað líka. Kannski ætti ég að fara að ganga með gasgrímu...
miðvikudagur, desember 15, 2004
Ég sofna ALLTAF þegar ég byrja að lesa bókmenntafræði!
Þetta er hræðilegt!
Hvað á ég að gera ??
(nei, ég ætla ekki að fara að drekka kaffi, mér finnst það vont)
Eitt er víst, að þessi próf verða ein þau slöppustu hjá mér nokkurn tímann. Afsakið svo leiðinlegt blogg, en ég er að nálgast það að vera orðin of stressuð til að vera skemmtileg :) Próf á föstudag, laugardag og mánudag og 2 afmælisveislur Benna óhaldnar á sama tíma.
.
(þessi mynd lýsir ástandi mínu þessa dagana mjög vel)
Þetta er hræðilegt!
Hvað á ég að gera ??
(nei, ég ætla ekki að fara að drekka kaffi, mér finnst það vont)
Eitt er víst, að þessi próf verða ein þau slöppustu hjá mér nokkurn tímann. Afsakið svo leiðinlegt blogg, en ég er að nálgast það að vera orðin of stressuð til að vera skemmtileg :) Próf á föstudag, laugardag og mánudag og 2 afmælisveislur Benna óhaldnar á sama tíma.
.
(þessi mynd lýsir ástandi mínu þessa dagana mjög vel)
mánudagur, desember 13, 2004
Nú er hægt að sverta hvert einasta orð á síðunni og ýta á D - þá kemur upp gluggi sem sýnir hvað orðið þýðir á mörgum tungumálum og orðsifjar þess og dæmi um myndir fyrirtæki ofl sem innihalda orðið.
Þ.e. ef það er inni í Webster's, sem er alls ekki alltaf... Prófið t.d. OG og HUGMYND og fleiri orð. Það er gaman að þessu... Það er samt þar inni ef það er á ensku. Ég held að málvísindanördar (ég þekki nokkkra) gætu haft gaman að þessu!
Svo er Webster´s orðabókin komin inn líka, en hún er eitthvað skrömbluð í minni tölvu. Er hún það líka annars staðar?
...og svo snúa þeir sér í hring
___
atsjú
Þ.e. ef það er inni í Webster's, sem er alls ekki alltaf... Prófið t.d. OG og HUGMYND og fleiri orð. Það er gaman að þessu... Það er samt þar inni ef það er á ensku. Ég held að málvísindanördar (ég þekki nokkkra) gætu haft gaman að þessu!
Svo er Webster´s orðabókin komin inn líka, en hún er eitthvað skrömbluð í minni tölvu. Er hún það líka annars staðar?
...og svo snúa þeir sér í hring
___
atsjú
laugardagur, desember 11, 2004
föstudagur, desember 10, 2004
Nemini fidas, nisi cum quo prius multos modios salis absumpseris. (Cicero)
eða: Ekki treysta neinum nema þú hafir borðað mikið salt með honum.
Annars vil ég benda á hana Sigríði Geirsdóttur, sem hefur loks hafið vefskrif. Megi þau standa vel og lengi og verða okkur öllum til gleði og ánægju. Enda skyldi enginn efast um annað.
Henni hefur verið bætt hér til hliðar á listann með hinum íslenskunördunum.
Góðar stundir
eða: Ekki treysta neinum nema þú hafir borðað mikið salt með honum.
Annars vil ég benda á hana Sigríði Geirsdóttur, sem hefur loks hafið vefskrif. Megi þau standa vel og lengi og verða okkur öllum til gleði og ánægju. Enda skyldi enginn efast um annað.
Henni hefur verið bætt hér til hliðar á listann með hinum íslenskunördunum.
Góðar stundir
miðvikudagur, desember 08, 2004
Gróðavon...loksins!
Ég var að fá hugmynd lífs míns. Ég stofna lánafyrirtæki einhvers konar og auglýsi 4,2% húsnæðislán á 100% vöxtum! Ég er viss um að einhver myndi bíta á agnið og þá dríf ég mig að láta hann skrifa undir áður en hann fattar svindlið. En af því ég hef gert allt löglegt er ég í góðum málum og get látið aulann borga mér á hundrað prósent vöxtum það sem eftir er..... (ég vil ekki heyra vankantana á þessu plani, fyrir mér er það fullkomið)
.....af hverju fór ég ekki í hagfræði?
Ég var að fá hugmynd lífs míns. Ég stofna lánafyrirtæki einhvers konar og auglýsi 4,2% húsnæðislán á 100% vöxtum! Ég er viss um að einhver myndi bíta á agnið og þá dríf ég mig að láta hann skrifa undir áður en hann fattar svindlið. En af því ég hef gert allt löglegt er ég í góðum málum og get látið aulann borga mér á hundrað prósent vöxtum það sem eftir er..... (ég vil ekki heyra vankantana á þessu plani, fyrir mér er það fullkomið)
.....af hverju fór ég ekki í hagfræði?
þriðjudagur, desember 07, 2004
Nafnið mitt á ungversku væri Hattyufehérke.
'Hattyu' = svanur
'fehér' = hvítt
'ke' = eitthvað kvk viðskeyti
Ég komst að þessu þegar ég heyrði hvað Mjallhvít úr ævintýrinu (einmitt, frænka mín) heitir á ungversku. Hún heitir nefnilega Hófehérke og 'hó' þýðir snjór/mjöll.
Ég bjó til þetta nafn alveg sjálf. Efast samt um að ég myndi nota það í Ungverjalandi, það er kannski full væmið.
'Hattyu' = svanur
'fehér' = hvítt
'ke' = eitthvað kvk viðskeyti
Ég komst að þessu þegar ég heyrði hvað Mjallhvít úr ævintýrinu (einmitt, frænka mín) heitir á ungversku. Hún heitir nefnilega Hófehérke og 'hó' þýðir snjór/mjöll.
Ég bjó til þetta nafn alveg sjálf. Efast samt um að ég myndi nota það í Ungverjalandi, það er kannski full væmið.
sunnudagur, desember 05, 2004
föstudagur, desember 03, 2004
Helvítis skammdegið lætur mann gera ljót hluti. Eða að minnsta kosti næstum því. Ég var að labba heim úr skólanum eftir langa setu á bókhlöðunni og lítil afkost, það var kalt og dimmt, þó klukkan væri rétt rúmlega fimm. Ég gekk eftir Reynimelnum og sá fótbolta á jörðinni sem einhver hafði gleymt. Var í þannig skapi að ég ákvað að sparka eins fast og ég gæti í boltann. Var búin að munda fótinn, tilbúin með sparkið þegar ég sá að kúlan við fæturna á mér hreyfði sig. Þetta var þá ekki bolti heldur köttur sem ég var næstum búin að senda yfir á gangstéttina hinumegin. Ég rétt náði að stoppa mig og bæði kötturinn og ég vorum dauðslifandi fegin, ég að hafa ekki drepið hann og hann að vera á lífi. Ég klappaði honum aðeins í staðinn og skellti upp úr í móðursýkiskasti og hélt mína leið. Hvað varð um köttinn veit ég ekki.
miðvikudagur, desember 01, 2004
Orðræða nútímakonu
"Hugmyndaramma".
Datt einhverjum í hug "amma sem fær hugmynd"?
Það gerði ég.
Þetta orð var í grein sem ég var að lesa, og ég las orðið eitt og sér, úr samhengi. Auðvitað var verið að tala um "ramma utan um hugmynd", ég hef líklega verið þreytt.
Ég lærði líka nýtt orð í greininni: lo. "limhverfur". Það var verið að tala um "limhverfa orðræðu feðraveldisins". (já, greinin var um femínisma). Reyndar er orðið "orðræða" nýorðið hluti af virkum orðaforða mínum (hvað eru mörg "orð" í því?), og orðið "pómó" (sem stytting á póstmódernisma) finnst mér svo hallærislega kúl að ég verð eiginlega að nota það líka!
Er einhver sem hefur tekið eftir nýjum orðum í virkum orðaforða sínum þessa önnina? Ég heyri æ fleiri tala um "viðbótarlífeyrissparnað" og "séreignarlífeyrissjóði" eins og þeir séu gamalgrónir KB-bankamenn, en skilja menn almennilega hvað þeir eru að tala um?
"No, Davíð Oddsson no me gusta nada"
En talandi um orð og skilning, hversu óþolandi er það að vera í munnlegu prófi í spænsku og vera gefið þemað "política" og þurfa að babbla á spænsku barnamáli um kosti og galla kvótakerfisins, inngöngu í Evrópusambandið og Íraksstríðið? En ég fór fyrst í hnút þegar ég þurfti að þýða orðið "afturhaldskommatittsflokkur" á spænsku með litlum árangri. Það er ótrúlegt hvað manni finnst maður stundum vitlaus, þegar maður veit hvað maður ætlar að segja, en hefur ekki orðin yfir það. Þess vegna skil ég ekki af hverju ég er að læra öll þessi tungumál, í staðinn fyrir að einbeita mér að einhverju einu. Þetta er einhver bölvuð þrjóska... de puta madre...
"Hugmyndaramma".
Datt einhverjum í hug "amma sem fær hugmynd"?
Það gerði ég.
Þetta orð var í grein sem ég var að lesa, og ég las orðið eitt og sér, úr samhengi. Auðvitað var verið að tala um "ramma utan um hugmynd", ég hef líklega verið þreytt.
Ég lærði líka nýtt orð í greininni: lo. "limhverfur". Það var verið að tala um "limhverfa orðræðu feðraveldisins". (já, greinin var um femínisma). Reyndar er orðið "orðræða" nýorðið hluti af virkum orðaforða mínum (hvað eru mörg "orð" í því?), og orðið "pómó" (sem stytting á póstmódernisma) finnst mér svo hallærislega kúl að ég verð eiginlega að nota það líka!
Er einhver sem hefur tekið eftir nýjum orðum í virkum orðaforða sínum þessa önnina? Ég heyri æ fleiri tala um "viðbótarlífeyrissparnað" og "séreignarlífeyrissjóði" eins og þeir séu gamalgrónir KB-bankamenn, en skilja menn almennilega hvað þeir eru að tala um?
"No, Davíð Oddsson no me gusta nada"
En talandi um orð og skilning, hversu óþolandi er það að vera í munnlegu prófi í spænsku og vera gefið þemað "política" og þurfa að babbla á spænsku barnamáli um kosti og galla kvótakerfisins, inngöngu í Evrópusambandið og Íraksstríðið? En ég fór fyrst í hnút þegar ég þurfti að þýða orðið "afturhaldskommatittsflokkur" á spænsku með litlum árangri. Það er ótrúlegt hvað manni finnst maður stundum vitlaus, þegar maður veit hvað maður ætlar að segja, en hefur ekki orðin yfir það. Þess vegna skil ég ekki af hverju ég er að læra öll þessi tungumál, í staðinn fyrir að einbeita mér að einhverju einu. Þetta er einhver bölvuð þrjóska... de puta madre...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)