mánudagur, febrúar 28, 2005

¡Hola chic@s!

Thad er kominn mánudagur og í dag byrjar blessad spaenskunámskeidid fyrir Erasmus-nema. Thad verdur mánudaga til fimmtudaga frá 19.00 til 21.00 naestu fimm vikur. Púff, og thad versta er ad ég er á kóraefingum á sama ´tima tridjudaga og fimmtudaga. Jaeja, sjáum til.

Í dag fór ég í líkamsraektina thar sem er afsláttur f. Erassmusa, en svo gífurlega heppilega vill til ad hún er ekki meira en 100 skref frá húsinu mínu, sem gefur mér enga afsokun fyrir ad fara ekki alltaf thegar ég hef lausa stund. Thar var einkatjálfarinn David sem sýndi mér skrilljón taeki sem ég hef aldrei séd ádur, amk finnast tau ekki í litla salnum í hálskólaleikfiminni..

Ég skrifadi víst sídasta laugardagskvold ad á laugardogum vaeri madur ordinn of treyttur til ad djamma, tja, thad hindradi mig ekki í tví ad fara út klukkan 1 til kl 6.30 eftir ad ég skrifadi thetta, og ég sem hélt ad ég vaeri á leidinni heim ad sofa! Nei aldeilis ekki. En ég skal segja ykkur thad, thad er ekkert grín ad vera ljóshaerdur thegar madur fer á djammid hérna, Spánverjar hafa innbyggda einhverja mynd af ljóshaerdum stelpum, og ef ad their sjá ljóst hár halda their ad stelpan sé til í allt, m.a. ad gefa símanúmer haegri vinstri. Ég hef nú farid ad rádum Bjarkar minnar og passad mig á tví, en í eitt skiptid var thad frekar ómogulegt, thad var á laugardagskvoldid thegar thad hringdi í mig strákur og spurdi mig hvort ég thekkti einhvern Spánverja í Madrid, ég sagdi neei, hvort ég hefdi einhvern tímann verid med einhverjum strák í Madrid, ég sagdi nei, alls ekki, einhverjum strák frá Marocco kannski, sem heitir Dani, ég sagdi nei, alveg pottthétt ekki. Og thá sagdi hann mér ad hann skildi ekki alveg af hverju hann vaeri med númerid mitt inni í símanum hjá sér, hélt vid hefdum kannski einhvern tímann verid saman. Ég sagdi NEI! en thad er ennthá rádga´ta af hverju hann er med númerid mitt. Svo spurdi hann hvort ég vaeri ljóshaerd med blá augu, ég asnadist til ad segja já og honum fannst hann aldeilis hafa dottid í lukkupottinn ad vera fyrir einhverja tilviljun med í símanum sínum númer hjá ljóshaerdri bláeygri stúlku. Vildi endilega hitta mig, ég sagdi nei held ekki. Hann hringdi aftúr í gaer. Ég svaradi ekki.

Svo Spánverjar reyna líka ad hosla ljoshaerdar stelpur í gegnum síma... thad er eitthvad nýtt!

Jaeja, málfraeditími, morfemgreining og gledi.

Kvedjur,

Lilia

laugardagur, febrúar 26, 2005

Ég er alveg búin ad gefast upp á ad heita Svanhvít. Ég var búin ad ákveda ádur en ég kom ad láta fólk kalla mig Svanhvíti, thó thad sé erfitt, en ég sá thad strax ad thad er ekki nokkur leid. Í stadinn heiti ég Lilja, eins og venjulega thegar ég er í útlondum. Ég er meira ad segja farin ad skrifa thad 'Lilia' til haegdarauka. Éger reyndar búin ad heyra svo margar útgáfur af nafninu mínu sídustu 3 vikur ad ég er haett ad telja, Lilia, Lily, Lilian, Liliana, osfrv, og ég fékk email í gaer frá einum sem mundi fyrra nafnid mitt, (sem mér thykir frekar addáunarvert) og skrifadi thad svona: Swanfit.

Hér gengur lífid sinn gang, djamm alla daga vikunnar svo á laugardogum er madur ordinn daudtreyttur og getur ekki djammad.. verd ad koma mér upp tholi. Jaeja, tíminn uppurinn, Kvedja.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Ég hélt ad ég vaeri ordin ruglud thegar ég vaknadi í morgun og leit út um gluggann og sá thetta

Allt hvítt. Ég er sammála Hlíf, ég held ad vid hofum verid sendar á Svalbarda, thetta er mjog dularfullt! Fullt af kennurum og nemendum komust ekki í skólann í dag út af snjónum - sem á okkar maelikvarda er nú ekkert nema smá fonn sem madur skefur af bílnum med annari hendi. Hér er thad soldid annad!

Ég fór á sunnudaginn á tónleika med hljómsveitinni Kilopapa, funk-jazz spiladur af gomlum spaenskum hippum med sítt hár og tverflautu, mjog gaman. Í kvold fara Rassmusarnir út ad borda á Pollo de Alcalá, thar sem adeins er haegt ad fá pollo (kjúkling) Á morgun er víst onnur fiesta á sama stad hjá kórmedlimum, einn gaurinn thar var mjog áhugasamur um ad ég kaemi og fékk hjá mér email og síma, sjáum til.

Annars er thetta ord, fiesta, alveg frabaert. Thad er haegt ad nota thad um allar típur af gledskap, hvort sem thad er gotuhátíd, ball, partí, veisla, matarbod, skrúdganga eda eitthvad annad.

Ég aetla ad fara á margar fiestur naestu mánudi.

Búin ad skrá mig í ferd til Salamanca gomlu gódu, 11-13 mars. thad verdur gaman, ég aetla ad heimsaekja skólann minn, og alla hina stadina, og fá mér ís á Plaza Mayor, sama hvernig vedrar.

Svo er spurningin med Ibiza, thad er ferd thangad í maí. Púff, ekki viss um ad mig langi í thad lastabaeli...

Jaeja, nú aetla ég ad osla snjóinn á leidinni heim til mín. (ps regnhlífar er líka haegt ad nota sem snjóhlífar, thetta fattadi ég fyrst í dag, eitthvad sem á íslandi er frekar ómogulegt)

mánudagur, febrúar 21, 2005

¡Hola!

Ég er komin med nýtt símanúmer (spaenskt)

Thad er 00 34 606695974

Endilega hringid, thá tharf ég ekki ad borga ;)

Annars allt gott.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Haegt og haegt er ég ad breytast í evrópskan háskólastúdent (nei, thad er ekki thad sama og ad vera íslenskur háskólastúdent). Ég drekk kranavatn, elda med gasi, borda mozarella oná baguette, kyssi alltaf tvisvar, geng med kleenex-pakka á mér hvert sem ég fer og er meira ad segja farin ad snýta mér á almannafaeri (ónei, oll vígi fallin!) Brádum fae ég mér gat í nefid og lita hárid á mér í óskilgreindum raudum lit...

En sumt breytist tó ekki, ég fór í gaer í garnbúdina í húsinu vid hlidina og keypti mér garn og prjóna (med látbragdi, nú veit ég ad teir heita ujas) til ad prjóna mér vettlinga. Vettlingarnir voru nefnilega tad sídasta sem ég henti úr ferdatoskunni tegar ég var ad *hm* endurskipuleggja í toskuna mína sem var ordin heldur tung. En neydin kennir naktri konu ad spinna, tad er nefnilega skítkalt hérna, og ég er ekki med neitt of mikid af hlýjum fotum.
Ég er líka byrjud í háskólakórnum, tad er aefing í kvold, og eftir tad fiesta med hinum rassmusunum. Tetta er ágaetis kór, ég hlustadi á tau á sídustu aefingu, og eftir aefinguna komu bókstaflega allir bassarnir og tenórarnir og kysstu mig ad spaenskum sid, mjog gaman. Annars finnast mér allir tessir kossar soldid yfirthyrmandi, madur kyssir alla, líka tá sem madur tekkir ekki neitt, og tad tekur heví langan tíma tegar tad eru kannski 10 manns og allir turfa ad kyssa alla... tad eru, hvad, 100 kossar?

Nú kemst ég á netid úr skólatolvunum, tad er betra en helv. netkaffihúsid sem ég hef farid á hingad til, tetta er eiginlega frekar leikjasalur fyrir smástráka, og ordafordi teirra samanstendur held ég af tveimur ordum, 'joder' og 'coño'. Nú er ég laus vid tad. Ég var í tíma í Linguistica del texto, eda 'Málvísindum textans' og er á leidinni í 'Lengua española'. Ég er líka í kúrs sem heitir El tiempo de Cervantes, hann er mjog spennandi, eins konar stúdía á árunum 1548-1616, mér finnst tad líka eiginlega skylda ad taka kúrs um kallinn, fyrst madur er nú í tessum bae. Og líka af tví ég haetti vid ad taka Literatura española, adallega af tví ad tar tarf ad lesa 30 baekur, margar á fornspaensku, th.á.m Don Quijote, en líka af tví kennarinn býdur ekki af sér gódan thokka, talar á 270 km hrada og borar í eyrad á sér og bordar úr tví á medan hann heldur fyrirlestra. Frekar ógedslegt.

Jaeja, tettar er nóg í bili, hér er adressan mín ef einhver vill senda mér bréf eda kort, til daemis med kollum á naerbuxunum (Thura!)

Travesía del Val nº1, 4A
28804 Alcalá de Henares (Madrid)
España/Spánn

mánudagur, febrúar 14, 2005

Thó ég sé nú ekki lengra frá Íslandi en thetta, thá bloskrar mér oft thegar ég horfi á auglýsingarnar hérna. Mjog daemigerd auglýsing er kona sem er daudtreytt á tví ad skúra, thá kemur eitthvad undraefni fram sem vinnur oll verkin fyrir hana, og sagt er: og thá hefur tú meiri tíma fyrir thad sem tér finnst gaman. Og thá kemur mynd af konunni ad púla í raektinni med odrum konum. Konan er semsagt daudfegin yfir ad hafa tíma til ad gera sig fallega tví hún tarf ekki ad eyda svona miklum tíma í ad trífa. Ég veit ekki, mér finnst tetta svolítid vitlaust. Og svo sá ég lottó í gaer, (Spánverjar eru med lottó á heilanum) og thar voru svona 8 konur, allar gullfallegar, í nákvaemlega eins graenum kjólum, thaer stódu í rod, hver vid sína lottókúluvél, og thegar rodin kom ad teim sogdu thaer númerid á kúlunni sem kom upp: ¡el ocho!, ¡el dos!, osfrv. svo stódu taer og brostu. Tad var teirra verk. Tetta var audvitad ekkert nema kroppasýning...

Jaeja, annars er allt í fína, nema sídan ég kom hingad fyrir viku hefur snjóad meira en nokkru sinni í nágrenni Madrid,(ekki hér thó), bygging verid sprengd í loft upp af hrydjuverkamonnum og ein staersta bygging Madridar brunnin til kaldra kola. Ég vona ad tetta haldi ekki svona áfram!

Bid annars bara ad heilsa ollum, og minni á ad tad er ekki bannad ad senda mér sms= 8682140

föstudagur, febrúar 11, 2005

Já, nú er aldeilis kominn inn dágódur skammtur af bloggi! Ég minni á ad enginn er píndur til ad lesa meira en hann vill, tetta er meira eins og dagbók fyrir mig svo ég muni eitthvad hvad ég geri hérna...

En bestu kvedjur, og....

LIFI ROSKVA!!!

(Ps. tad búa storkar á takinu á háskólanum mínum)
10. febrero.
Ég fór til Madrid í gær, það var ekki mikið mál, og það kostar minna en strætómiði í Reykjavík. Ég var auðvitað bara ein, sem hafði auðvitað bæði með sér kosti og ókosti, ég heimsótti konungshöllina og gekk þar um alla salina. Reyndar hringdi pabbi í´mig þegar ég var á leiðinni í gegnum svaka öryggishlið til að komast inn í höllina, oghann sagði mér að það hefði verið sprenging í Madrid sama dag.. þá var ég bara ánægð með alla öryggisgæsluna þarna í höllinni. Ég fór svo á kebabstað og þar sá ég fre´ttirnar, það var auðvitað ekki talað um annað, og sprengingin var reyndar ekki svo langt frá þar sem ég hafði verið.. Svo hélt ég bara áfram að ganga um og skoða Madrid, hún er ekki jafn hræðileg og allir sögðu þegar ég var í Salamanca. En ég er samt fegin að vera aðeins út úr Madrir, hér í Alcalá. Hér er alveg samfélag og kúltúr út af fyrir sig.

Skólinn á samt eftir að vera erfiður, það er alveg á hreinu. Púff.
8° febrero

Nú er ég búin að ganga um í allan dag og kynnast bænum betur. Þetta er sætasti bær, en ekkert voðalega margt að sjá, kannski. En það er allt í lagi, því að það er stutt í Madrid, og ég er einmitt að hugsa um að fara þangað á morgun og skoða mig um.


Þar sem Alcalá ernú einu sinnifæðingarbær Cerbantes erfólk hérna með hann á heilanum. Það er líka sérstaklega slæmt í ár, því það er eitthvað afmælisár hjá kallinum. Þann 23. apríl á hann nefnilega afmæli, eins og margir aðrir góðir, Shakespeare, Laxness og Magnúsdóttir (Elín Ingibjörg). Þá á ég örugglega eftir að óverdósa alveg á grey Cervantes..sérstaklega ef ég tek kúrsinn sem mér var sagt frá í dag, "el tiempo de Cervantes" sem fjallar um samtíma Cervantes. Kennarinn er víst klikkaður, en hvenær var það eitthvað slæmt? En áfram um Cervantes. Í dag fór ég á myndlistarsýningu í gamalli kapellu á ...jú Plaza de Cervantes, aðaltorginu, og þar var ekkert annað en andlitsmyndir af Cervantes og Don Quijote. Og ég meina svona u.þ.b. 100 myndir af þeim til skiptis, allt málað af sama manninum. Á síðasta ári. Hér er líka allt fullt af götum, torgum og húsum tileinkað Cervantes, og auðvitað alls kyns búðir, til dæmis sá ég í dag "Gleraugnabúð Cervantes". ´

Ætli ég þurfi víst ekki að lesa þessa blessuðu bók áður en önnin er úti...


Svo er auðvitað karnival þessa dagana á Spáni, og í dag sá ég skrúðgöngu alls kyns ellilífeyrisþega í skógardísa, skordýra og mínu músar-búningum, að ógleymdum Don kíkóta með vinum sínum vindmyllunum, Sancho Panza og Dulcineu. Svo kom grenjandi rigning svo að allir búningarnir rennblotnuðu, aðeinsjapönsku geisjurnar voru svo heppnar að hafa með sér pappasólhlífar sem skýldu þeim frá verstu bleytunni. Sumir litu svolítið sorglega út, eins og konurnar sem voru klæddar eins og lampaskermar (hvað var það nú eiginlega?) og Mínurnar, með málninguna klessta út um allt andlit. En þetta var skemmtilegt, og svo voruveitt verðlaun fyrir bestu búningana og bestu atriðin. Það voru gamlar kellingar í maríuhænubúningum sem unnu, og fengu í verðlaun styttu af..... auðvitað Don Quijote.

Ég var að koma úr bíói, fór að sjá franska mynd sem heitir Los chicos del coro. Hún var mjög skemmtileg, en ég elska líka svona myndir þar sem kennari með háleitar hugmyndir kemur inn í skóla þar sem allt er í rugli og hann breytir öllu, helst með kórstarfi, eins og hér. Svona myndir eins og Dangerous Minds, Sister Act II og fleiri.

Ég keypti mér trefil í dag. Og úr. Það er frekar kalt hérna, eins ogég hafði ímyndað mér - hver hlær núna, þið sem gerðuð grín að mér fyrir aðtaka með mér ullarsokka! Ég sé bara eftir að hafa ekki komið með betri yfirhöfn.

Jæja, þetta er nóg í dag, ég ætla að fara að reyna að lesa einhverja af bókunum sem Vicente lánaði mér.
Hér set ég hugleidingar sídustu daga, ég bara hef ekki komist med tetta á netid fyrr:

7. febrero

Fyrsti dagurinn í Alcalá hefur gengiðeins og í sögu. Þegar ég leit út um gluggann í morgun sá ég tvo lögregluþjóna á gangi á götunni fyrir neðan. Ég pældi ekkert meira í því en svo, að ég hugsaði um það að venjulega sér maður ekki lögregluþjóna á vappi á mánudagsmorgni í Reykjavík. En þegar ég hélt af stað í bæinn sá ég fleiri og fleiri löggur, og sá að eitthvað hlaut vera á seyði. Verið var að loka götum og alls staðar voru löggur með talstöðvar. Þegar ég svo loksins fann háskólann (barafimm mínútna labb,mjög þægilegt) áttaði ég mig loksins á því hvað var að gerast. Þar stóðu fyrir framan aðalháskólabygginguna ca 12 svartir bílar og virðulegir menn í jakkafötum að tala í talstöðvar. Og um það bil 100 manns sem stóð og fylgdist með. Allir störðu á innganginn að háskólanum. Til að staðfesta grunsemdir mínar spurði ég gamla manninn við hliðina á mér hver væri hér á ferð:jú, stóð heima, Zapatero, forsætisráðherra Spánar og (man ekki nafnið), forseti Evrópusambandsins voru í háskólanum í heimsókn. Ég mundi þá að ég fékk fyrir nokkrum dögum póst frá skólanum þar sem mér var boðið á einhverja athöfn með Zapatero og félögum, en var svo upptekin við að hafa áhyggjur af ferðinni að ég steingleymdi því.En þarna stóð ég, og komst auðvitað ekki inn í skólann fyrir öllum bílunum og löggunum, svo ég varð bara að bíða eftir mikilmennunum. Það var áhugavert að hlusta á gömlu kallana sem greinilega höfðu mætt þarna sérstaklega til að sjá forsætisráðherrann sinn. Þeir töluðu um hvað hann væri að gera þarna inni, sögðu : "nú er örugglega verið að bjóða honum jamón ibérico de pata negra" (frægustu skinku Spánar, sem er fá þessum slóðum) og við hverja einustu hreyfingu kölluðu þeir,"mira, mira, nú gerist eitthvað". Svo var ein gamla konan sem kallaði á einn lögregluþjóninn, "Hola, policia guapo"(hæ sæta lögga) og blikkaði hann.

Þegar Zapatero (sem í raun þýðir skósmiður) og hinn kallinn komu svo loksins út var búið að færa bílana þeirra næstum INN í skólann, en þeir stoppuðu í smástund og vinkuðu til fagnandi mannfjöldans. Síðan var allt búið og ég komst inn í skólann. Þetta er auðvitað eldgömul bygging og mjög falleg, og þar fann ég Erasmus skrifstofuna þar sem ég skráði mig. Svo fór ég í Champion, sem er svona Hagkaup, og keypti slatta í matinn, þ.á meðal tortillu de patatas! Por fin!! Það var alls ekkert svo ódýrt að kaupa í matinn, og þýska stelpan segir að verðin séu svipuðog í Þýskalandi. Það gerir Evran...

Fólkið sem ég bý með virkar mjög vel, en það var eitthvað dularfullt við stelpuna sem leigði herbergið mitt á undan mér, hún ætlaði að vera fram í júní,en fór á laugardaginn, og enginn veit af hverju! En hin, Vincente frá Frakklandi og Kristine frá Þýskalandi eru mjög fín. Konan sem leigir mér, Regina, og maðurinn hennar Pedro tóku á móti mér, þau eru svona hjón sem eru ekki sammála um neinn skapaðan hlut. Í gær spurðu þau mig eitthvað um tímamismuninn milli íslands og spánar, og fóru svo að rífast um af hverju það væri tímamismunur á milli landa,eitthvað sem ég skildi ekki helminginn af, og heldur ekki hvernig væri á annað borð hægt að rífast um þetta! Annars gengur ágætlega að skilja spænskuna, mesta furða.

Og já, það var nú þrautin þyngri að komast hingað í gærkvöldi. ég tók leigubíl, af því það hafði mér verið ráðlagt, en bílstjórinn rataði alls ekki, og spurði grínlaust um það bil 15 manns til vegar. Það er MIKIÐ! Svo eftir laaangan tíma tók ég af honum kortið og varð að finna götuna sjálf. Svona menn eiga ekki að keyra leigubíl, hann var álíka óratvís og ég og Steini í Barcelona! Og svo þurfti ég að borga MORÐFJÁR fyrir. En ég ætla ekkert að hugsa um það meira, þetta eru bara peningar, og ég er komin á staðinn í heilu lagi með allt dótið mitt.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ég erkomin til Köben. Ég held ég hafi aldrei nokkurn tímann verið svona þreytt, ég svaf ekkert í nótt og lítið nóttina þar áður, og ég er með hita. En hingað er ég komin, sit á Karen Blixen Cafe og borða samloku með hlussu mozarellaoststykki á milli. Í Keflavík þurfti ég auðvitað að borga yfirvigt, 4700 kr., og konan þar hótaði mér að handfarangurinn minn væri alltof stór. Ég komst þó í gegn og svaf (illa,eins og ég geri alltaf í flugvélum) alla leiðina. Þegar ég kom á Kastrup komst ég að því að ég gat tékkað strax inn hjá maersk. Ég fann strax maersk púltið og það var bara einn fyrir framan mig. En það var víst of auðvelt til að vera satt, því konan við það púlt gat með engu móti innritað mig, og hún og önnur stóðu í 10 mínútur að reyna að skilja af hverju ég komst ekki í gegn. Komust að því fyrir rest að maersk er með samning við iberiu, annað flugfélag, svo ég þurfti að fara í terminal 2, þar sem ég er nú. Hér get ég auðvitað ekki tékkað inn strax, svo ég sit hér með ca 45 kíló af eigum mínum og þori ekki að líta af þeim. Ég tími ekki að fara á netið, svo þetta blogg bíður betri tíma og ókeypis nets.
Maðurinn sem afgreiddi mig var mjög imponeraður yfir að e´g talaði dönsku, það hefur hann næstum aldrei séð, sagði hann. Hann var þó miklu meira hrifinn af debetkortinu mínu, hann sagði að það væri eitthvað alveg sérstakt við þessi íslensku kort,þau virka þar sem þau eiga alls ekki að geta virkað.

Þar sem ég na´ði í farangurinn voru nokkur hundruð Sádí-Arabar, allir í kyrtlum og með slæður. Ég hitti Ölmu úr MH, hún sagðist hafa séð stefna í fjölskylduslagsmál út af farangri hjá einhverri fjölskyldunni, svo það þurfti flugmann til að skakka leikinn. Svo þegar ég gekk út með allan farangurinn tóku á móti mér svona 1000 Sádi-Arabar í viðbót, greinilegt að þeir voru annaðhvort að taka á móti ættingjum í heimsókn eða til að flytja til Danmerkur. Það var að minnsta kosti mikið um dýrðir, blómakransar, gleði og gaman.

Nú ætla ég aftur að reyna að innrita mig, sjáum hvað e´g þarf að borga núna í yfirvigt, ég græt bara smá og segist vera fátækur námsmaður á leiðinni í nám (eins og ég gerði í Leifsstöð en tókst ekki). Yfir og út.


[nýjustu upplýsingar]

Nú er ég komin á netið, pungaði út 40 dkr til að finna símanúmerið hjá duenjunni minni henni Reginu. Ég þurfti EKKI að borga yfirvigt,gerði mig bara voðalega aumingjalega og sagðist vera að flytja. Gaurinn aumkaði sig yfir mér og sagði "hvis du ikke siger noget... så.." og svo gerði hann uss-merki.

Af hverju er ég ekki bara að fara að læra dönsku, ég get talað hana ágætlega, ég væri í góðum málum! Það verður svo erfitt að byrja að tala á spænsku, ég er farin að hugsa allt á dönsku þegar ég reyni að hugsa á útlensku. En ég fer nú ekki alltaf auðveldustu leiðina, ég þarf alltaf að gera mér erfitt fyrir.. og nú er ég að hugsa um að fara á ungverskunámskeið í Madrid, svo ég verði í stuði ef ég fer til Ungverjalands aftur að læra þar.

Úff.

Þetta er nú meiri vitleysan.. líklega nennir nú enginn að lesa þetta bull, en ég hef EKKERT betra að gera, ég þarf að hanga hér á Kastrup í 3 tíma.

Ég bið þá bara að heilsa,held ég reyni að leggja mig.

Farvel

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Johnny Depp


Er til fallegri karlmaður en Johnny Depp?