fimmtudagur, júní 30, 2005

húff!

ég var ad enda vid ad senda grein á kennarann minn í Cervantes-kúrsinum, vona ad hún sé ekki stútfull af útlendingamálvillum! Málid er ad lokaprófid fólst í tví ad skýra út "hvernig ég hef unnid á onninni í thessu námskeidi", og thar sem ég hafdi sama sem ekkert gert, vard ég ad skálda upp eitthvad. Á sama tíma var ég ad lesa Reisubók Gudrídar Símonardóttur (Tyrkja-Guddu), og var búin ad laera um ad Cervantes var líka tekinn sem fangi og fluttur til Alsír, svo ég ákvad ad skrifa um `Tyrkja-Guddu á prófinu. Thad kom agaetlega út, ég fékk 8,5, en kennarinn spurdi hvort ég vildi skrifa grein um thessa konu til ad setja á vefsvaedi sem hann og fleiri halda uppi: www.archivodelafrontera.com . Svo ég er búin ad sitja sídustu daga med ordabókina í annari hendi og fartolvuna í kjoltunni og nú er greinin tilbúin, sjáum hvort hann skellir henni á netid!

Sídasti dagurinn minn í Alcalá í dag, mikid ad gera, nú er ég ad fara í hátídlega athofn hjá vinum mínum frá Chile: "Sídasti bjórinn" Their eru á sídasta hálfa ári búnir ad reisa háan turn af bjórdósum í stofunni, og thad eru their sem kynntu mig líka fyrir hinum frekar vidbjódslega drykk viskí í bjór.

úff, verd ad fara, heyrumst í danmorku!!

miðvikudagur, júní 29, 2005



create your own visited country map
or check our Venice travel guide

Nei, thetta er ekki listi yfir lond sem ég hef heimsótt, heldur lond thar sem ég thekki fólk núna! Ég er nú komin med fulla bók af símanúmerum og heimilisfongum og netfongum, svo thad verdur lítid mál ad finna gistingu ef ég skyldi vilja ferdast um evrópu eda sudur-ameríku. Tharna vantar grátlega einhvern frá Afríku, ekki margir Erasmus thadan. Enginn held ég.

úbbs thetta átti ad vera lengra, en nú loka their tolvustofunni!

laugardagur, júní 25, 2005

Carlinhos Brown!!!!

Fór á tónleika med Carlinhos Brown frá Brasilíu, thad var de puta madre!!! (gaman) fór med Ítolum, Spánverjum, brasilískum stelpum og strák frá Colombiu, sem tholdu oll hitann tharna mun betur en ég, allar 40 og eitthvad grádurnar... thad var oft naestum lidid yfir mig, sem hefdi ekki verid gott, tharna var milljón manns. Bókstaflega milljón, ekki bara til ad segja einhverja tolu! Carlonhos Brown er gedveikur, var í 26 metra longum trukk med heila hljómsveit og gógópíur dansandi á pallinum med honum, hann er kúl. Eins og sést á myndinni máludum vid okkur oll í framan vorum oll í hvítu og ég breytti Stenhus Kostkole bolnum mínum í brasilíska fánann.

Thegar ég kem heim aetla ég ad halda Caipirinha partí!

Rétt upp hond sem thekkir dásemdir Caipirinha!

dagarnir lída hjá í saelu og gledi thessa dagana, sundlaug og sól og ís á daginn og djamm og gaman á kvoldin, vakna alltof seint og fer of seint ad sofa, drekk of mikid, borda of mikid og hef thad bara of gott. Fátt naer ad slá ryki í augun á mér núna, en samt er ég ekkert fúl yfir ad vera á leidinni heim, og hlakka rosalega til thess. Ég aetla í svo margar útilegur og fjallgongur og og og ... og vinna eins og hestur.

Nú fer ég ad borda lasagna og tiramisú í ekta ítalskri veislu..

Ciao ciao!

fimmtudagur, júní 23, 2005

Aftur gerist thad, ég missi út fullkomna faerslu, og í thetta sinn ágaetis faerslu, langa og djúsí. Málid er ad ef madur er of lengi ad skrifa thá dettur madur út af blogger, tharf ad skrá sig inn aftur og thá er faerslan farin fjandans til.

Highlights frá faerslu daudans:

*ein fimma, ein 8 og 8,5.
*mexíkóskar sápuóperur - mitt nýja uppáhald
*ekkert ad gera nema fara í kvedjuveislur
*soldid trist ad fara í kvedjuveislur
*CARLINHOS BROWN!!!!
*heiiiiitttt! 43 grádur!
*grill í kvold - og kvedjuveisla
*strákar eru hálfvitar

Ef einhver hefur áhuga má hann reyna ad endurskrifa faersluna eftir eigin gedthótta med tví ad nota thessa punkta. Ekki nenni ég tví!

fimmtudagur, júní 16, 2005

Ef tré fellur í skógi og enginn nálægt til að heyra...

ohooo.... var búin ad skrifa einstaklega fraedilegt blogg og háskólanám á Spáni, en thad glatadist, og enginn recover post takki á thessum gomlu tolvum..

Pósturinn er glatadur ad eilífu, kannski eiga ordin eftir ad sveima um á oldum internetsins um ómunatíd, kannski eru thau einfaldlega horfin, ekkert eftir af theim nema óljós minning mín um hvernig ég hafdi radad theim. Hvernig get ég svosem vitad hvort ég skrifadi eitthvad yfirhofud? Var thad ekki Tolstoj sem skrifadi einu sinni um ad thegar hann vaeri ad thurrka rykid af húsgognunum í herberginu sínu (allir ad ímynda sér herbergi Tolstoj núna)og thegar hann var kominn hringinn mundi hann ekki hvort hann hafdi thurrkad af skrifbordinu eda ekki. Og engin leid fyrir hann ad muna thad, svo hversdagslegur er atburdurinn, og engin voru vitnin. Aldrei mun hann vita hvort hann hafi thurrkad af skrifbordinu eda ekki, aldrei mun ég geta skrifad thessi ord í somu rod, med somu tilfinningu og ádur, thetta eru onnur ord, skrifud á odrum tíma, einnig thessi ord eru ord andartaksins, ord ord ord....

....best ad fara heima ad fá mér síestu

þriðjudagur, júní 07, 2005

Er thad ekki furdulegt ad thegar ég hef tíma til ad kíkja á eina vefsídu og langar í fréttir frá Íslandi, thá fer ég frekar á Baggalút en á mbl.is? Og fae venjulega miklu áhugaverdari fréttir...

sunnudagur, júní 05, 2005

¡Tengo un calor que te cages!

Hitinn hérna og ég erum "ekki alveg ad dansa" eins og madurinn sagdi. Thegar hitamaelirinn sýnir 36-39 grádur á hverjum degi thá fer Svanhvít litla ad eiga bágt med sig. Nú er gott ad eiga blaevaeng, sem ég bregd nú oft á dag thegar ég fer ad svitna ad helvede til.

Reyndar er mesti thurrkur hér á svaedinu í 50 ár, svo mikill ad borgaryfirvold í Alcalá hafa bedid fólk um ad spara vatn, og thad voru birtar leidbeiningar um hvernig madur getur gert thad, t.d. fara frekar í sturtu en bad, thrífa badherbergid allt úr sama vatninu í sérstakri rod, vokva plontur ekki of mikid (erfitt í thurrkinum) og fleira. Íslendingurinn í mér á soldid erfitt med ad spara vatn, ekki von tví, en reyni thó eins og best ég get.

Annars er Alcalá furduleg borg, ég hef sagt mikid frá thessari Cervantes-maníu (um daginn tók ég thátt í ljósmyndamarathoni thar sem themad var Alcalá 400 árum eftir Cervantes, thad var mjog gaman), en um daginn vard ég eiginlega bara hraedd: klukkan var 5 á laugardagsmorgni, ég var steinsofandi og dreymandi eitthvad óskilgreint, thegar alltí einu byrjadi kór fólks ad kyrja í draumnum, Aaaaave María Madre Dios, Santa Marííía... Svo áttadi ég mig á ad mig var ekkert ad dreyma thetta, thá hélt ég án gríns í svona sekúndubrot ad ég vaeri komin til himnaríkis, en nei, ég fattadi ad ég var bara í rúminu mínu og ad songurinn kom inn um gluggann. Svo ég kíkti út og sá fullt af fólki á mjooog haegri gongu, og bíll med hátolurum á thakinu. Bíllinn stoppadi og thá byrjadi lestur úr biblíunni. Á medan stód fólkid og thagdi. Svo fór bíllinn aftur í gang og fólkid fór aftur ad kyrja. Eftir svona hundrad metra ad tví er mér heyrdist stoppadi bíllinn aftur og lesturinn hélt áfram. Og ekkert lágt sko! Svo komst ég ad tví ad thetta er gert á hverjum laugardegi, og thá mundi ég óraett einhverja drauma sem mig hafdi dreymt um furdulega sofnudi kyrjandi helgisongva ,thad voru thá bara Alcala-ellilífeyristhegar í Maríugongunni sinni.

Thad er allt of lítill tími eftir hérna, bara ´taepur mánudur!! ég (og allir hinir erassmussarnir) erum ordin soldid sentimental, ótrúlegt ad thurfa ad segja bara bless vid fólk sem madur er búinn ad vera med á naestum hverjum degi í 5 mánudi!

Á morgun er landafraedipróf, ég er búin ad laera allar hofudborgir í Sudur-Ameríku og langflestar í Midameríku (hver veit annars hvad hofudborgin í Hondúrass heitir). Svo aetla ég bara ad nota kommon sens. Vona ad ég hafi thad, kommon sens thad er ad segja...