Kvedja frá Finnlandi. ég er ad upplifa baedi típískt og ekki svo típískt Finnland. Í gaer (fyrsta daginn)fórum vid í ekta allsbera saunu, alveg upp í 90 grádur, en thá vard ég líka ad halda fyrir vit mér og thegar ég andadi var thad eins og ad fá eld ofan í lungun. Ég fer örugglega aftur í saunu í kvöld og aetla ad standa mig betur.
I gaer fórum vid líka á mjög furdulegan skemmtistad sem heitir Eatz og er latino/sushi/ástralskur stadur... soldid mikid kitch og furdulegt andrúmsloft, en Niina er mikill salsadansari og thetta er sirka eini stadurinn thar sem haegt er ad dansa salsa vid alvöru latínógaura. Hún blómstradi alveg en vid hinar vorum eins og aular, tví thad er ekkert haegt ad dansa tharna ef madur kann ekki salsa. Svo vid neitudum hverjum sveitta latínófautanum á faetur ödrum um dans og tókum svo naeturstraetó heim, thar var mikid um ölvun, vaegast sagt. Thetta er bara alveg eins og heima, nema allir stadir loka klukkan 3! Thad fannst mér skrítid.
Jaeja, ég er a leidinni a utitonleika med Rasmus og fleirum.. Moi!
laugardagur, ágúst 27, 2005
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Sniðugt í útlöndum:
FINNLAND
Eins og allir vita drekka Finnar mikið. Þeir drekka sterkt áfengi í tunnutali og það sér ekki á þeim fyrr en á ca. sjöundu tunnu. Þá fara þeir að tala sænsku og það er fyndið. Úti á Spáni kynntist ég fjórum Finnum, hverja ég ætla að fara að hitta á fimmtudaginn. Þessir Finnar sögðu mér frá ansi skemmtilegri hefð sem viðhefst í háskólum.
Allir háskólanemar eiga galla. Djammgalla. Og þá meina ég galla, í orðsins fyllstu merkingu , sbr samfesting, álíka og bifvélavirkjar nota við vinnu sína. Þessum göllum klæðast nemarnir þegar þeir fara á djammið, og geta þá drukkið og ælt og hellt niður á sig að vild, OG - sem er eiginlega betra - þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hverju þeir eiga að fara í á djammið. Eru þá oftast bara í joggingbuxum innanundir eða einvherju þægilegu.
Galla þessa skreyta þeir svo með barmmerkjum, bótum, fánum, límmiðum og þess háttar, og er markmiðið skilst mér að vera sem frumlegastur og dónalegastur í þessum merkingum. Hver háskóli hefur sinn lit, og svo þegar skólarnir hittast eru nemendurnir í öllum regnbogans litum.
Þetta finnst mér skemmtileg hefð.
mánudagur, ágúst 22, 2005
Pistillinn Sniðugt í útlöndum eftir Svanhvíti Lilju Ingólfsdóttur
TÉKKLAND
Í Prag er mjög gamalt og skemmtilegt almenningssamgöngukerfi. Maður er frekar lengi að komast á milli staða, og þarf að skipta svona 3 sinnum á leiðinni í gegnum bæinn, og prófa strætó, sporvagn og metro í hverri ferð, en maður þarf aldrei að bíða lengi eftir hverjum vagni. (amk þegar ég fór með tékkneskri vinkonu minni sem kunni mjög vel á kerfið).
Þar eru miðar keyptir í sérstökum sjálfsölum, gulum kössum sem standa víða um bæinn, og þeir eru svolítið skemmtilegir. Þeir hafa persónuleika, eða það halda amk Tékkar, og finnst öruggara að styggja þá ekki, og strjúka þá blíðlega þegar þeir vilja ekki prenta út miðann eða gefa til baka. Þess vegna er gul málningin alveg máð af á stórum parti á kössunum. Ég hélt fyrst að vinkona mín væri að grínast þegar hún sagði mér þetta, en svona er þetta á öllum sjálfsölunum. Mér finnst þetta sæt hefð, miklu betra en að sparka og blóta.
Næst verður fjallað um Finnland og djammhefðir þar.
Almenningssamgöngur í Prag eru mjög fjölbreyttar.
TÉKKLAND
Í Prag er mjög gamalt og skemmtilegt almenningssamgöngukerfi. Maður er frekar lengi að komast á milli staða, og þarf að skipta svona 3 sinnum á leiðinni í gegnum bæinn, og prófa strætó, sporvagn og metro í hverri ferð, en maður þarf aldrei að bíða lengi eftir hverjum vagni. (amk þegar ég fór með tékkneskri vinkonu minni sem kunni mjög vel á kerfið).
Þar eru miðar keyptir í sérstökum sjálfsölum, gulum kössum sem standa víða um bæinn, og þeir eru svolítið skemmtilegir. Þeir hafa persónuleika, eða það halda amk Tékkar, og finnst öruggara að styggja þá ekki, og strjúka þá blíðlega þegar þeir vilja ekki prenta út miðann eða gefa til baka. Þess vegna er gul málningin alveg máð af á stórum parti á kössunum. Ég hélt fyrst að vinkona mín væri að grínast þegar hún sagði mér þetta, en svona er þetta á öllum sjálfsölunum. Mér finnst þetta sæt hefð, miklu betra en að sparka og blóta.
Næst verður fjallað um Finnland og djammhefðir þar.
Almenningssamgöngur í Prag eru mjög fjölbreyttar.
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Ég er greinilega orðin anime teiknimyndahetja - og bloggið ber tímabundið keim af því. Á þessari síðu er að finna ásamt Svanhvit Icebinder þau Gunnr Bryjelfr, Vigdis Brightblade og T'skaia Vorokoshiga'ar Ixtixtaaqitl't'chl'Vraihelt Ishkarat.
Ég er heví kúl svona með klær og vígtennur og vængi og risabrjóst og öll svona blá!
(blái liturinn hefur engar pólitískar skírskotanir)
Ég er heví kúl svona með klær og vígtennur og vængi og risabrjóst og öll svona blá!
(blái liturinn hefur engar pólitískar skírskotanir)
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
Svona á að gera þetta
Ég er að leita að húsgögnum, ísskáp, fataskáp, skrifborði, kommóðu og fleiru, og kíki á hverjum degi á smáauglýsingar á netinu (eins og þessa um málvísindanemann) og þar er ýmislegt sniðugt að finna, ákvað að hjálpa þessum aðeins í að auglýsa, þetta var á gefins.is
"Óska eftir gefins peningum
Mig vantar 1000, 2000 og 5000 króna seðla gefins.
Engar kröfur um að seðlarnir séu í góðu ástandi, svo lengi sem þeir virka.
Tek einnig við millifærslum
Hafðu samband við:
Arnór Heiðar
Sími:869 7252"
Ég er að leita að húsgögnum, ísskáp, fataskáp, skrifborði, kommóðu og fleiru, og kíki á hverjum degi á smáauglýsingar á netinu (eins og þessa um málvísindanemann) og þar er ýmislegt sniðugt að finna, ákvað að hjálpa þessum aðeins í að auglýsa, þetta var á gefins.is
"Óska eftir gefins peningum
Mig vantar 1000, 2000 og 5000 króna seðla gefins.
Engar kröfur um að seðlarnir séu í góðu ástandi, svo lengi sem þeir virka.
Tek einnig við millifærslum
Hafðu samband við:
Arnór Heiðar
Sími:869 7252"
mánudagur, ágúst 15, 2005
Sungið við "Eldgamla Ísafold)
Rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
það er gott að fá.
Rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
það er gott að fá.
Þetta var fyrsta vers
svo kemur annað vers
það er alveg eins.
Rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
það er gott að fá.
Þetta var annað vers
svo kemur þriðja vers
það er alveg eins
Rúgbrauð..osfrv.
Kann einhver fleiri svona "nonsense" lög?
ég man bara eftir einu sem einhverjir sungu í einhverju kórferðalaginu, en man bara byrjunina. Kann það einhver?
This is the song that never ends
it goes on on and on and on....
Koma svo!
Rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
það er gott að fá.
Rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
það er gott að fá.
Þetta var fyrsta vers
svo kemur annað vers
það er alveg eins.
Rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
það er gott að fá.
Þetta var annað vers
svo kemur þriðja vers
það er alveg eins
Rúgbrauð..osfrv.
Kann einhver fleiri svona "nonsense" lög?
ég man bara eftir einu sem einhverjir sungu í einhverju kórferðalaginu, en man bara byrjunina. Kann það einhver?
This is the song that never ends
it goes on on and on and on....
Koma svo!
sunnudagur, ágúst 07, 2005
Við rjúfum þessa útsendingu með fréttaskoti.
Í fréttum er þetta helst:
Frétt 1.
Eftir tæpan mánuð flyt ég í áttunda sinn frá því 1999. Ég held mig við "heimahagana" í Vesturbænum, eftir að hafa búið á Kvisthaganum, Ásvallagötunni og Reynimelnum flyt ég í Faxaskjól þar sem ég og Sigurrós ætlum að búa næsta ár eða svo. Við erum ekkert lítið spenntar, og í gær, eftir undirskrift leigusamninga töluðum við fjálglega með miklu handapati um allt það sem við ætluðum að baka, þæfa, elda, mála, drekka og föndra í litla hreiðrinu okkar. Systur minni fjórtán ára, sem kann ýmislegt fyrir sér í feng shui fræðum, fannst við orðnar heldur æstar og benti okkur á að við yrðum að passa okkur á að láta ekki yang-ið ná yfirhendinni yfir yin-inu, við yrðum að passa jafnvægið. Ég ætla að ráða hana til að innrétta íbúðina, hún getur sagt okkur í hvaða átt rúmin eigi að snúa og hvaða litir henti best fyrir svona skellibjöllur eins og við getum verið saman! en þá býst ég við að allt þurfi að vera grátt og hvítt til að róa okkur niður!!
Frétt 2.
Þeir sem hafa áhyggjur af því að ég hafi ekki ferðast nóg upp á síðkastið geta tekið gleði sína, því núna þann 26. ágúst fer ég í smá ferð til Finnlands, til að hitta vinkonur mínar þar, þær Pepi, Niinu og Kötju.
(Það vaaaar bara svo gott verð á ferðum þangað...ég varrrrð að fara)
Þar mun ég vonandi fara í saunu, fara að djamma eins og Finnum einum er lagið og borða lihapiirakka og pulla og fara á ströndina (já!?) Mér skilst á þessum vinkonum mínum að allir Finnar eigi sumarhús við vatn eða sjó, og þar er undantekningalaust sauna og bryggja og lítill bátur. Ég er boðin í tvö svona hús og ætla sko að þiggja það. En mest langar mig samt í Múmínland.... bíddu hvað er ég eiginlega gömul? Spurning hvort þær nenna nokkuð með mig þangað.
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Þessa dagana hangi ég mikið á visir.is og mbl.is á smáauglýsingasíðunum í leit að íbúð fyrir veturinn, áðan rakst ég á þetta:
"27 ára gömlum málvísindanema vantar stúdíóíbúð/gott herbergi nálægt HÍ."
Ef maðurinn tekur fram sérstaklega að hann sé málvísindanemi hlýtur hann að vera að meina eitthvað með því að segja mér vantar í sömu setningu... eða hvað?
P.s. látið endilega vita ef þið fréttið af 3 herbergja íbúð í RVK sem er til leigu, ég og Sigurrós erum að verða desperaaaat..
"27 ára gömlum málvísindanema vantar stúdíóíbúð/gott herbergi nálægt HÍ."
Ef maðurinn tekur fram sérstaklega að hann sé málvísindanemi hlýtur hann að vera að meina eitthvað með því að segja mér vantar í sömu setningu... eða hvað?
P.s. látið endilega vita ef þið fréttið af 3 herbergja íbúð í RVK sem er til leigu, ég og Sigurrós erum að verða desperaaaat..
mánudagur, ágúst 01, 2005
JEG HAR FUNDET ET NØDSTEDT PINDSVIN - HVAD GØR JEG NU?
Ég var bara að muna eftir tengli sem ég er víst með hérna á síðunni, http://www.pindsvin.dk/ . Þetta er stórskemmtileg síða og fróðleg, frá dönskum broddgaltavinum: Pindsvinevennerne i Danmark.
Og nú eru þeir búnir að auka þjónustuna, fást líka við héraunga! (hárkjúklinga)
"NYT NYT NYT ...... vi hjælper også harekillinger ...... NYT NYT NYT"
vonandi tekur svo enginn eftir hvað ég er sorgleg að vera að blogga á miðnætti á verslunarmannahelgarsunnudegi... um broddgelti! prittí paþettikk!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)