Á barmi taugaáfalls í annarlok
Þú ert ljót, Litla ljót, við erum fríðar
dansa útúrflippað...fliflifliflippað
dæ ræ ræ....
ræ
mánudagur, nóvember 28, 2005
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Nú veit ég af hverju þeir kalla þetta stórtónleika
-Bíddu eru þau komin á sviðið?
-Nei, þetta eru rótararnir.
-Af hverju eru allir að klappa núna?
-Af því hann var að fara úr jakkanum.
-Ahh ok.
-Hei, hver er að spila á þetta píanó? Hvað eru þau eiginlega mörg á sviðinu? Bíddu er þetta hann eða hún að syngja?
note to self: stúku næst
-Bíddu eru þau komin á sviðið?
-Nei, þetta eru rótararnir.
-Af hverju eru allir að klappa núna?
-Af því hann var að fara úr jakkanum.
-Ahh ok.
-Hei, hver er að spila á þetta píanó? Hvað eru þau eiginlega mörg á sviðinu? Bíddu er þetta hann eða hún að syngja?
note to self: stúku næst
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
String Emil vinur okkar en ennþá 'i fullu fjöri, mæli með Naturpark seríunni
*helv. Arnagardstolvur, nu eru allir isl. stafir dottnir ut.*
En tad er longu kominn timi a ad baeta inn honum Helga fraenda og sambloggurum hans a listann hja mer
...og henni Nelli saetu..
*helv. Arnagardstolvur, nu eru allir isl. stafir dottnir ut.*
En tad er longu kominn timi a ad baeta inn honum Helga fraenda og sambloggurum hans a listann hja mer
...og henni Nelli saetu..
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
sunnudagur, nóvember 13, 2005
laugardagur, nóvember 12, 2005
Í gær, fimm mánuðum eftir að ég lauk öllum prófum úti á Spáni, barst mér loks bréf með einkunnum, vel stimplað og undirskrifað af henni Mercedes á Erasmus-skrifstofunni í Alcalá. Til að fá þetta bréf þurfti ég að hringja margt símtalið, senda margan póstinn, og var farin að hljóma ansi histerísk undir lokin í þessum skrifum mínum, enda orðið langt síðan ég átti að vera búin að fá námslánin fyrir síðustu önn. Ég vissi svosem að allt svona tæki aðeins lengri tíma þarna suðurfrá heldur en hér í norðrinu, en það sem ég varð mest hissa á var að ég var búin að fá flestar einkunninar viku eftir að ég kláraði hvert próf. (nema í einum kúrs, þar sem kennarinn bar því við að það væri svo heit úti að hann gæti ekki unnið).
En loksins eru þær komnar, einkunnirnar, og skemmtilega fjölbreyttar, allt frá 5 og upp í 10.. en allar saman hjálpa þær mér að fá námslánin mín hin langþráðu.......
En loksins eru þær komnar, einkunnirnar, og skemmtilega fjölbreyttar, allt frá 5 og upp í 10.. en allar saman hjálpa þær mér að fá námslánin mín hin langþráðu.......
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
life imitates art imitates life imitates art
Harpa og Sjöfn > Harpa Sjöfn hf > Flügger litir
Ég býst við að í upphafi hafi Stuðmenn skírt hina frægu persónu sína í höfuðið á málningarverskmiðjunum tveim, og þá var auðvitað tilvalið að sameina fyrirtækin, og ekkert nafn betra í heiminum en Harpa Sjöfn. Þess vegna finnst mér hálf glatað að nú sé eitthvað flugger kompaní úti í heimi búið að kaupa upp Hörpu Sjöfn, svo nú stendur á öllum skiltum: "Harpa Sjöfn heitir nú Flügger litir". Er til leiðinlegra nafn en Flügger litir?
Harpa og Sjöfn > Harpa Sjöfn hf > Flügger litir
Ég býst við að í upphafi hafi Stuðmenn skírt hina frægu persónu sína í höfuðið á málningarverskmiðjunum tveim, og þá var auðvitað tilvalið að sameina fyrirtækin, og ekkert nafn betra í heiminum en Harpa Sjöfn. Þess vegna finnst mér hálf glatað að nú sé eitthvað flugger kompaní úti í heimi búið að kaupa upp Hörpu Sjöfn, svo nú stendur á öllum skiltum: "Harpa Sjöfn heitir nú Flügger litir". Er til leiðinlegra nafn en Flügger litir?
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Skrifborð óskast ókeypis eða gefins
Má vera gamalt, og hafa verið í eigu mikils rithöfundar sem skrifaði á því ódauðleg listaverk. Má gjarnan vera úr gegnheilum dökkum við og ekki verra ef bólstraður leðurstóll í stíl fylgir.
(eða bara eitthvað skrifborð sem stendur á fjórum löppum og hægt er að læra við)
á sama stað óskast hlý vetrarkápa og gleraugu
s. 8682140.
Má vera gamalt, og hafa verið í eigu mikils rithöfundar sem skrifaði á því ódauðleg listaverk. Má gjarnan vera úr gegnheilum dökkum við og ekki verra ef bólstraður leðurstóll í stíl fylgir.
(eða bara eitthvað skrifborð sem stendur á fjórum löppum og hægt er að læra við)
á sama stað óskast hlý vetrarkápa og gleraugu
s. 8682140.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)