Það deyr enginn af því að skrifa ritgerð. Ég veit að minnsta kosti ekki til þess. Það er reyndar hægt að lifa ýmislegt af, og ég held við mættum hafa þennan hana í huga þegar við erum að kveinka okkur. Hann lifði hauslaus í eitt og hálft ár án þess að kvarta. Og hana nú.
12.295
sunnudagur, apríl 30, 2006
laugardagur, apríl 29, 2006
fimmtudagur, apríl 27, 2006
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Ég hef aldrei verið mikið fyrir tölur, og enn síður háar tölur, en núna ætla ég að halda smá töludagbók, því málið er, að blessað barnið mitt, BA-ritgerðin, hefur stækkað úr hófi fram og nálgast ört tólfþúsund orðin, bara í meginmáli, en má aðeins vera 9-10.000 orð og þá er allt talið... heimildaskrá, efnisyfirlit og allt. Í gærkvöld var hún 10.012 orð, en nú stefnir hún hraðbyri í einhverjar tölur sem ég vissi ekki að væru til, og til að ég hafi einhverja ástæðu til að koma inn á þessa síðu fram að skiladegi, mun ég pósta hingað orðafjölda þegar tækifæri gefst, og þá verður hægt að sjá hver þróunin verður. Þegar ég næ að minnka hana niður í 9.999 gef ég öllum sem skrifa í kommakerfið bjór. Og ég meina það. Og hefst þá talnalesturinn:
------
26. apríl kl 19.14:
11.722 orð
------
26. apríl kl 19.14:
11.722 orð
sunnudagur, apríl 02, 2006
Svandís
Nú er hafið tímabil í lífi mínu þar sem allir kalla mig Svandísi. Ég efast ekki um að það er út af borgarstjóraefni vinstri grænna sem ég fæ alla tölvupósta, símtöl og bréf frá fólki sem ég þekki ekki mjög mikið stíluð á nafnið Svandísi. Ég hef þá kenningu að fólk ráði ekki við nema eitt Svan-nafn í einu, á tímabili var ég alltaf kölluð Svanhildur út af henni Konráðsdóttur. Það er kannski ekki svo skrítið að fólk eigi erfitt með að muna öll þessi svananöfn, en ég hef aðeins einu sinni verið kölluð Svarthvít. Það var fyndið.
Nú er hafið tímabil í lífi mínu þar sem allir kalla mig Svandísi. Ég efast ekki um að það er út af borgarstjóraefni vinstri grænna sem ég fæ alla tölvupósta, símtöl og bréf frá fólki sem ég þekki ekki mjög mikið stíluð á nafnið Svandísi. Ég hef þá kenningu að fólk ráði ekki við nema eitt Svan-nafn í einu, á tímabili var ég alltaf kölluð Svanhildur út af henni Konráðsdóttur. Það er kannski ekki svo skrítið að fólk eigi erfitt með að muna öll þessi svananöfn, en ég hef aðeins einu sinni verið kölluð Svarthvít. Það var fyndið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)