Nostalgía II (sjá hér f. I)
Loksins fær maður að leika sér eins og Tommi og Jenni!
sunnudagur, mars 25, 2007
fimmtudagur, mars 22, 2007
<3>
Jæja, mikið var að einhver sá ljósið ... loksins heitir hljómsveit í höfuðið á mér:
Soðin skinka og <3 Svanhvít! komast áfram í Músíktilraunum
Veit samt ekki með "minna en" táknið og þristinn þarna á undan. Þar sem ég er svo ófróð í slíkri óhefðbundinni notkun á vélritunartáknum hafði ég samband við konu sem er útskrifuð á þessu sviði sem fræddi mig um að þetta er hjarta á hlið. Svo er eitthvað upphrópunarmerki á eftir en ég veit ekki hvort það er fyrir áhrif frá Reykjavík! eða til að undirstrika fegurð nafnsins. Hallast þó að því síðarnefnda.
Ég veit með hverjum ég held í Músíktilraunum.
Jæja, mikið var að einhver sá ljósið ... loksins heitir hljómsveit í höfuðið á mér:
Soðin skinka og <3 Svanhvít! komast áfram í Músíktilraunum
Veit samt ekki með "minna en" táknið og þristinn þarna á undan. Þar sem ég er svo ófróð í slíkri óhefðbundinni notkun á vélritunartáknum hafði ég samband við konu sem er útskrifuð á þessu sviði sem fræddi mig um að þetta er hjarta á hlið. Svo er eitthvað upphrópunarmerki á eftir en ég veit ekki hvort það er fyrir áhrif frá Reykjavík! eða til að undirstrika fegurð nafnsins. Hallast þó að því síðarnefnda.
Ég veit með hverjum ég held í Músíktilraunum.
föstudagur, mars 16, 2007
þriðjudagur, mars 13, 2007
Sól
Eitt af námskeiðunum mínum þetta misseri er rannsóknarverkefni þar sem ég skrifa ritgerð sem ég fæ metna til eininga. Þessi ritgerð er um sól og mána og hvernig þau eru kyngerð, annars vegar hér á norðurslóðum og hins vegar þar sem heitara er, á Spáni og Rómönsku Ameríku. Hér er sólin kvenkyns og ljúf og góð en í spænsku er hún karlkyns og stingur og brennur. Fyrir okkur er máninn karlkyns og við tölum um karlinn í tunglinu en í spænsku er hann kvenkyns og minnir á tíðahring kvenna og tunglgyðjur. Þetta er allt mjög spennandi og skemmtilegt en verður til þess að ég ræð varla við mig lengur í sólarleysinu og inniverunni hérna á Íslandi. Ef sólin er lífgjafi, erum við þá ekki minna lifandi hér en þeir sem sunnar búa? Að minnsta kosti er ég að fölna upp og orðin kríthvít í framan. Meira að segja fílabeinslitaða meikið mitt gerir mig appelsínugula í framan eins og ég hafi stungið andlitinu oní rófustöppu.
Ég þarf sól til að hafa þetta af fram að vori!
Eitt af námskeiðunum mínum þetta misseri er rannsóknarverkefni þar sem ég skrifa ritgerð sem ég fæ metna til eininga. Þessi ritgerð er um sól og mána og hvernig þau eru kyngerð, annars vegar hér á norðurslóðum og hins vegar þar sem heitara er, á Spáni og Rómönsku Ameríku. Hér er sólin kvenkyns og ljúf og góð en í spænsku er hún karlkyns og stingur og brennur. Fyrir okkur er máninn karlkyns og við tölum um karlinn í tunglinu en í spænsku er hann kvenkyns og minnir á tíðahring kvenna og tunglgyðjur. Þetta er allt mjög spennandi og skemmtilegt en verður til þess að ég ræð varla við mig lengur í sólarleysinu og inniverunni hérna á Íslandi. Ef sólin er lífgjafi, erum við þá ekki minna lifandi hér en þeir sem sunnar búa? Að minnsta kosti er ég að fölna upp og orðin kríthvít í framan. Meira að segja fílabeinslitaða meikið mitt gerir mig appelsínugula í framan eins og ég hafi stungið andlitinu oní rófustöppu.
Ég þarf sól til að hafa þetta af fram að vori!
laugardagur, mars 03, 2007
Umhrasanir
Internetið er undursamlegt. Ég segi það í fúlustu alvöru að ég skil ekki hvernig fólk fór að fyrir tíma þess. Stundum fæ ég þó, og býst við að þetta eigi um fleiri, það sem ég kalla internet-eitrun, sem lýsir sér í því að eftir langan dag fyrir framan tölvuna hellist yfir mig skyndileg ógleði og ég finn hjá mér þörf til þess að ganga á Esjuna eða fara í ísklifur eða sjóbað eða eitthvað annað óhugnanlega kalt og karlmannlegt. Aldrei verður það þó úr að ég geri neitt af þessu, og það er svo undarlegt, að þrátt fyrir skýr sjúkdómseinkenni hætti ég ekki einu sinni í tölvunni! Það er einmitt það sem er svo ávanabindandi við internetið, það er alltaf eitthvað meira að sjá og öppdeita og skoða... er einhver búinn að kommenta á þessa síðu sem ég kommentaði á fyrir tveimur tímum? Er þessi búinn að hlaða inn nýjum myndum? Er ég búin að fá nýjan póst frá því fyrir 10 mínútum? Og það sorglega er að oft er það raunin, því alltaf er eitthvað nýtt að gerast einhvers staðar. Þess vegna getur maður aldrei farið, kúplað sig alveg út, maður er gersamlega háður. Þó finnst manni stundum að ekkert mjakist, enginn bloggi og öllum þarna úti sé sama um mann.
Þá er Stumble Upon ágætis tímamorðingi. Svona gadget (vantar gott íslenskt orð... tól?) sem er stika í vafranum hjá manni og ef maður ýtir á takkann Stumble fer maður á einhverja síðu sem tengist áhugasviði manns og sem aðrir sem nota tólið hafa mælt með. Sjálfur mælir maður svo með síðum sem manni þykja góðar. Ég gerði þetta áðan í smástund og hver einasta síða var áhugaverð, skemmtileg eða fræðandi. Hérna eru þær, og nota bene, engri er sleppt úr:
Hérna má sjá argentínska fjölskyldu sem hefur frá 1976 tekið myndir af sér hvern einasta 17. júní til að sjá breytingarnar. Það er gaman að fylgjast með heilli fjölskyldu og ímynda sér allt sem hún hefur gengið í gegnum á þessum tíma.
Hérna lærir maður að teikna andlit.
Þessu var ég búin að gleyma... gamla trikkið.
Hér er ritgerð eftir Einstein, þar sem hann segir meðal annars:
"This topic brings me to that worst outcrop of herd life, the military system, which I abhor... This plague-spot of civilization ought to be abolished with all possible speed. Heroism on command, senseless violence, and all the loathsome nonsense that goes by the name of patriotism -- how passionately I hate them!"
Þetta gæti tekið tíma.
Þetta er ógeðslega skemmtilegt þegar maður hefur ekkert að gera: Búðu til þinn eigin sjónauka!
Japanarnir klikka ekki. Hér kenna þeir okkur nýja leið við að brjóta saman föt.
Þetta er bara of svalt. Síðasta myndin er kreisí.
...Þegar Sókrates hitti Jesú.
Síðan www.whatshallireadnext.com segir manni hvað maður á að lesa næst.
Rauðhnakkar!
Þessi síða er samt langsniðugust: Musicovery.com. Ótrúlegt að ég hafi ekki vitað af henni fyrr. (og er örugglega sú síðasta til að heyra um hana eins og venjulega...) Hún skýrir sig nú sjálf, útlitið er bara svo flott og framsetningin myndræn - og fullt af frábærri tónlist.
Jæja, þetta áttu nú aldrei að vera svona margir hlekkir. Nú er ég hætt, time to hit the hay.
Internetið er undursamlegt. Ég segi það í fúlustu alvöru að ég skil ekki hvernig fólk fór að fyrir tíma þess. Stundum fæ ég þó, og býst við að þetta eigi um fleiri, það sem ég kalla internet-eitrun, sem lýsir sér í því að eftir langan dag fyrir framan tölvuna hellist yfir mig skyndileg ógleði og ég finn hjá mér þörf til þess að ganga á Esjuna eða fara í ísklifur eða sjóbað eða eitthvað annað óhugnanlega kalt og karlmannlegt. Aldrei verður það þó úr að ég geri neitt af þessu, og það er svo undarlegt, að þrátt fyrir skýr sjúkdómseinkenni hætti ég ekki einu sinni í tölvunni! Það er einmitt það sem er svo ávanabindandi við internetið, það er alltaf eitthvað meira að sjá og öppdeita og skoða... er einhver búinn að kommenta á þessa síðu sem ég kommentaði á fyrir tveimur tímum? Er þessi búinn að hlaða inn nýjum myndum? Er ég búin að fá nýjan póst frá því fyrir 10 mínútum? Og það sorglega er að oft er það raunin, því alltaf er eitthvað nýtt að gerast einhvers staðar. Þess vegna getur maður aldrei farið, kúplað sig alveg út, maður er gersamlega háður. Þó finnst manni stundum að ekkert mjakist, enginn bloggi og öllum þarna úti sé sama um mann.
Þá er Stumble Upon ágætis tímamorðingi. Svona gadget (vantar gott íslenskt orð... tól?) sem er stika í vafranum hjá manni og ef maður ýtir á takkann Stumble fer maður á einhverja síðu sem tengist áhugasviði manns og sem aðrir sem nota tólið hafa mælt með. Sjálfur mælir maður svo með síðum sem manni þykja góðar. Ég gerði þetta áðan í smástund og hver einasta síða var áhugaverð, skemmtileg eða fræðandi. Hérna eru þær, og nota bene, engri er sleppt úr:
Hérna má sjá argentínska fjölskyldu sem hefur frá 1976 tekið myndir af sér hvern einasta 17. júní til að sjá breytingarnar. Það er gaman að fylgjast með heilli fjölskyldu og ímynda sér allt sem hún hefur gengið í gegnum á þessum tíma.
Hérna lærir maður að teikna andlit.
Þessu var ég búin að gleyma... gamla trikkið.
Hér er ritgerð eftir Einstein, þar sem hann segir meðal annars:
"This topic brings me to that worst outcrop of herd life, the military system, which I abhor... This plague-spot of civilization ought to be abolished with all possible speed. Heroism on command, senseless violence, and all the loathsome nonsense that goes by the name of patriotism -- how passionately I hate them!"
Þetta gæti tekið tíma.
Þetta er ógeðslega skemmtilegt þegar maður hefur ekkert að gera: Búðu til þinn eigin sjónauka!
Japanarnir klikka ekki. Hér kenna þeir okkur nýja leið við að brjóta saman föt.
Þetta er bara of svalt. Síðasta myndin er kreisí.
...Þegar Sókrates hitti Jesú.
Síðan www.whatshallireadnext.com segir manni hvað maður á að lesa næst.
Rauðhnakkar!
Þessi síða er samt langsniðugust: Musicovery.com. Ótrúlegt að ég hafi ekki vitað af henni fyrr. (og er örugglega sú síðasta til að heyra um hana eins og venjulega...) Hún skýrir sig nú sjálf, útlitið er bara svo flott og framsetningin myndræn - og fullt af frábærri tónlist.
Jæja, þetta áttu nú aldrei að vera svona margir hlekkir. Nú er ég hætt, time to hit the hay.
föstudagur, mars 02, 2007
Færsla númer 365
Fór í Bónus í gær í tilefni af lækkun, enda orðið tómlegt í skápum í Faxaskjólinu eftir veikindi. Keypti tvo fulla poka af mat, kostaði mig 3.664 kr. Eftir að hafa skoðað strimilinn reiknaðist mér svo að ég hefði þarna sparað 145 krónur. Er það ekki rétt hjá mér að þá hafi verðið á matarkörfunni minni lækkað um 3,8 prósent? (hef ekki þurft að reikna prósent síðan í stæ 202) Var ekki talað um tíu prósenta lækkun einhvern tímann? Jæja, maður á víst ekki að kvarta þegar dúsunni er stungið upp í mann, kannski á maður eftir að finna betur fyrir þessu með tímanum, rétt áður en allt verður komið í sama farið aftur. Ég hefði til dæmis getað keypt annan poka af eplum fyrir þessar 145 krónur!
Svo ég segi, eins og í heilsíðuauglýsingu frá Skífunni í Fréttablaðinu í dag: Til hamingju neitendur!
Fór í Bónus í gær í tilefni af lækkun, enda orðið tómlegt í skápum í Faxaskjólinu eftir veikindi. Keypti tvo fulla poka af mat, kostaði mig 3.664 kr. Eftir að hafa skoðað strimilinn reiknaðist mér svo að ég hefði þarna sparað 145 krónur. Er það ekki rétt hjá mér að þá hafi verðið á matarkörfunni minni lækkað um 3,8 prósent? (hef ekki þurft að reikna prósent síðan í stæ 202) Var ekki talað um tíu prósenta lækkun einhvern tímann? Jæja, maður á víst ekki að kvarta þegar dúsunni er stungið upp í mann, kannski á maður eftir að finna betur fyrir þessu með tímanum, rétt áður en allt verður komið í sama farið aftur. Ég hefði til dæmis getað keypt annan poka af eplum fyrir þessar 145 krónur!
Svo ég segi, eins og í heilsíðuauglýsingu frá Skífunni í Fréttablaðinu í dag: Til hamingju neitendur!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)