.......................................Ég hef öðlast 6 kyu í Aikido.........................................
Allir sem vilja stuðla að auknum frama mínum í þessari íþrótt mega leggja inn loforð um innborgun á aikido galla hér fyrir neðan. (hæ pabbi og mamma, ég veit þið lesið þetta :)
laugardagur, nóvember 29, 2003
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
FOKKINHEI!
Var búin að blogga fokkin feitan blogg en hann fokkin datt fokkin út!! (hehe, farin að tala eins og þessi ungi maður.
En lítið við því að gera.
Fór á Sjáls Nögu í gær með fríðu föruneyti. Var bara nokkuð sátt, þó leikaravalið hafi ekki alltaf verið mér að skapi, og aðallega er það fast í mér að Gunnar á Hlíðarenda eigi að vera ljóshærður og massaður, en ekki........Hilmir Snær. Það hlýtur að vera einhver annar leikari sem er jafn góður og hann og líkari Gunnari. Njáll ætti að vera eldri, en annars fannst mér Ingvar passa vel í hlutverkið. Hallgerður: góð, Gissur og Geir: frábærir, Skarphéðinn: góður, en of góðlegur. Annars hefur auðvitað hver Íslendingur skoðun á þessum persónum og erfitt að gera öllum til geðs með því að nota einungis leikaraskarann hér á landi.
Bíllinn minn er á leiðinni sjöunda hringinn kringum jörðina núna, já, vinir mínir, í gær varð ég vitni að því að hann keyrði 275.000asta kílómetrann sinn. Það er ekki slæmt... en hann er líka að verða tuttugu ára. Ég og Steini ætlum að halda upp á tvítugsafmælið í janúar, en hann á afmæli þann 19. jan. Þar sem ég á afmæli þann 9. er þá ekki bara tilvalið að skella þeim saman?
Það er kominn nýr ábúandi á Ásvallagötuna. Ég er sigri hrósandi því hann er jafnvel hörundsljósari en ég.... þig getið lesið um hann (og ýmislegt fleira) hér
Síðasti kennsludagur í dag. Fyrsta önnin í háskóla búin. Mér vöknar um augu.....
Bókmenntafræðin var annars ánægjuleg í dag.. lásum leikritið Dómínó eftir Jökul Jakobsson. Það er vægast sagt mjög opið og órætt leikrit. Það var ekkert sagt af viti í öllu leikritinu, hér eru til dæmis tvær persónur að tala um hitann í heitu löndunum:
SOFFÍA: Sest makindalega, kveikir sér í dömuvindli, dreypir á glasinu. Segðu okkur eitthvað frá heitu löndunum.
GESTUR: Það er náttúrulega ýmislegt að segja. Svoleiðislagað. O-jú...
SOFFÍA: Það hlýtur þó að vera óskaplega heitt.
GESTUR: Það getur orðið nokkuð heitt. Sumstaðar.
SOFFÍA: Það hlýtur að vera óskaplegt hvað það er heitt.
GESTUR: Manni finnst það fyrst. Svo venst það.
SOFFÍA: ÉG held ég gæti aldrei vanist því.
(10 línum seinna:....)
SOFFÍA: Það hlýtur að vera alveg óskaplega heitt.
GESTUR: Já, það getur orðið nokkuð heitt.
SOFFÍA: Mig grunaði það! Þetta hef ég alltaf sagt.
GESTUR: Þó var ekki alltaf svo voðalega heitt.
SOFFÍA: En heitt samt.
GESTUR: Já. En heitt samt.
NB. þetta voru þau líka að tala um á undan OG halda áfram að tala um allt leikritið.
Hmmmmm...
Var búin að blogga fokkin feitan blogg en hann fokkin datt fokkin út!! (hehe, farin að tala eins og þessi ungi maður.
En lítið við því að gera.
Fór á Sjáls Nögu í gær með fríðu föruneyti. Var bara nokkuð sátt, þó leikaravalið hafi ekki alltaf verið mér að skapi, og aðallega er það fast í mér að Gunnar á Hlíðarenda eigi að vera ljóshærður og massaður, en ekki........Hilmir Snær. Það hlýtur að vera einhver annar leikari sem er jafn góður og hann og líkari Gunnari. Njáll ætti að vera eldri, en annars fannst mér Ingvar passa vel í hlutverkið. Hallgerður: góð, Gissur og Geir: frábærir, Skarphéðinn: góður, en of góðlegur. Annars hefur auðvitað hver Íslendingur skoðun á þessum persónum og erfitt að gera öllum til geðs með því að nota einungis leikaraskarann hér á landi.
Bíllinn minn er á leiðinni sjöunda hringinn kringum jörðina núna, já, vinir mínir, í gær varð ég vitni að því að hann keyrði 275.000asta kílómetrann sinn. Það er ekki slæmt... en hann er líka að verða tuttugu ára. Ég og Steini ætlum að halda upp á tvítugsafmælið í janúar, en hann á afmæli þann 19. jan. Þar sem ég á afmæli þann 9. er þá ekki bara tilvalið að skella þeim saman?
Það er kominn nýr ábúandi á Ásvallagötuna. Ég er sigri hrósandi því hann er jafnvel hörundsljósari en ég.... þig getið lesið um hann (og ýmislegt fleira) hér
Síðasti kennsludagur í dag. Fyrsta önnin í háskóla búin. Mér vöknar um augu.....
Bókmenntafræðin var annars ánægjuleg í dag.. lásum leikritið Dómínó eftir Jökul Jakobsson. Það er vægast sagt mjög opið og órætt leikrit. Það var ekkert sagt af viti í öllu leikritinu, hér eru til dæmis tvær persónur að tala um hitann í heitu löndunum:
SOFFÍA: Sest makindalega, kveikir sér í dömuvindli, dreypir á glasinu. Segðu okkur eitthvað frá heitu löndunum.
GESTUR: Það er náttúrulega ýmislegt að segja. Svoleiðislagað. O-jú...
SOFFÍA: Það hlýtur þó að vera óskaplega heitt.
GESTUR: Það getur orðið nokkuð heitt. Sumstaðar.
SOFFÍA: Það hlýtur að vera óskaplegt hvað það er heitt.
GESTUR: Manni finnst það fyrst. Svo venst það.
SOFFÍA: ÉG held ég gæti aldrei vanist því.
(10 línum seinna:....)
SOFFÍA: Það hlýtur að vera alveg óskaplega heitt.
GESTUR: Já, það getur orðið nokkuð heitt.
SOFFÍA: Mig grunaði það! Þetta hef ég alltaf sagt.
GESTUR: Þó var ekki alltaf svo voðalega heitt.
SOFFÍA: En heitt samt.
GESTUR: Já. En heitt samt.
NB. þetta voru þau líka að tala um á undan OG halda áfram að tala um allt leikritið.
Hmmmmm...
mánudagur, nóvember 24, 2003
Kraptakeppni Mímis var haldið á laugardagskvöld og fór vel fram. Mín ákvað að skella sér hafandi heyrt að þetta væri hin besta skemmtun. Var töluvert af fólki mætt á svæðið og settist mín á borð með Eyrúnu Vals og fleiri drósum ásamt Aðferða og vinnubragðakennaranum mínum Jóhannesi Gísla. Hann var það staddur til að veita viðtöku Andvarpinu, árlegri farandönd sem varpað er til þess kennara sem þykir skara framúr hverju sinni. Var loftið málfræði blandið, til dæmis slæddurst inn í ræðu verðlaunahafa nokkrar góðar málfræðispurningar og síðar um kvöldið lenti undirrituð í liði með Sigyn og fyrrnefndum kennara í látbragðsleik, þar sem við lékum nokkur málfræðihugtök svo ekki lék vafi á um hvað var á ferðinni. Best tókst okkur þó upp með kjarnafærslu og hljóðan en túlkun okkar á Verners-lögmálinu vafðist eitthvað fyrir áhorfendum.
Karlakór Mímis söng svo af bar og Jón Gestur flutti ávarp nýnema, gegnsýrt af nýafstaðinni skálaferð.
Eftir að formlegri dagskrá lauk leystist samkvæmið upp í almennt fyllerí og dans, þar sem Sigyn og Sigurrós réðu ríkjum. Mín var þó akandi og lét sér nægja að dilla sér hóflega og pent við múzakkinn.
En nú dríf ég mig á aikidoæfingu, næstsíðustu fyrir gráðupróf!
Góðar stundir
Karlakór Mímis söng svo af bar og Jón Gestur flutti ávarp nýnema, gegnsýrt af nýafstaðinni skálaferð.
Eftir að formlegri dagskrá lauk leystist samkvæmið upp í almennt fyllerí og dans, þar sem Sigyn og Sigurrós réðu ríkjum. Mín var þó akandi og lét sér nægja að dilla sér hóflega og pent við múzakkinn.
En nú dríf ég mig á aikidoæfingu, næstsíðustu fyrir gráðupróf!
Góðar stundir
laugardagur, nóvember 22, 2003
Hugarflæði... atburðir liðinna daga:
Hjólaði næstum ofan í opið holræsisop.. (hmm opið op?) en slapp með smá öskur og sjokk. Kláraði fokkin ritgerðina og Steini gaf mér sjeik. (Steini þú rúlar) Bakaði karamellukökuna handa Björk í afmælisgjöf. Nei, ekki Björk Guðmundsdóttur, heldur Björk Ellertsdóttur sem átti líka ammæli í gær. Svo fórum við Steini í kveðjupartí til Mæju... ég trúi ekki að hún sé að fara í heilt ár, það er hræðilegt! Pabbi gerði að engu áætlanir mínar um vinnu í RVK um jólin með því að ráða mig í vinnu hjá sér. Hef verið að stelast til að hlusta á jólalög á meðan enginn heyrir. Stilli svo á aðra stöð um leið og einhver annar kemur inn í herbergið. Ég er laumujólabarn.
En nú kemur Ella Steinasystir með fullt af Grænum kosti.... mmmmmm
Hjólaði næstum ofan í opið holræsisop.. (hmm opið op?) en slapp með smá öskur og sjokk. Kláraði fokkin ritgerðina og Steini gaf mér sjeik. (Steini þú rúlar) Bakaði karamellukökuna handa Björk í afmælisgjöf. Nei, ekki Björk Guðmundsdóttur, heldur Björk Ellertsdóttur sem átti líka ammæli í gær. Svo fórum við Steini í kveðjupartí til Mæju... ég trúi ekki að hún sé að fara í heilt ár, það er hræðilegt! Pabbi gerði að engu áætlanir mínar um vinnu í RVK um jólin með því að ráða mig í vinnu hjá sér. Hef verið að stelast til að hlusta á jólalög á meðan enginn heyrir. Stilli svo á aðra stöð um leið og einhver annar kemur inn í herbergið. Ég er laumujólabarn.
En nú kemur Ella Steinasystir með fullt af Grænum kosti.... mmmmmm
þriðjudagur, nóvember 18, 2003
Gekk milli erkifjendanna Garðheima og Blómavals í vinnuleit. Leist betur á Blómaval, hef unnið þar áður og ekki spillir fyrir að yfirmaðurinn heitir Trausti... hversu traustvekjandi er það? Annars öfunda ég þá ekki sem ráða mig í vinnu: „Ja, sko ég er reyndar að fara í fimm próf, ja, eða eiginlega sex, já og svo get ég ekki unnið á aðfangadag og helst ekki milli jóla og nýárs. Eiginlega get ég næstum ekki unnið neitt. En ég hef samt obboslega mikla reynslu í garðyrkju, sko!“
Annars væri nú ljúft að vinna ekki baun og eyða jólunum í að sauma, prjóna og baka. Ég og Björk eyddum bókmenntafræðitímanum í að slefa yfir gömlum jólauppskriftabæklingi. Lofuðum okkur að baka karamellukökuna úr honum þegar við verðum búnar með skáldsöguritgerðina. Sem minnir mig á að fara að skrifa hana. Núna. Já. Strax.
Annars væri nú ljúft að vinna ekki baun og eyða jólunum í að sauma, prjóna og baka. Ég og Björk eyddum bókmenntafræðitímanum í að slefa yfir gömlum jólauppskriftabæklingi. Lofuðum okkur að baka karamellukökuna úr honum þegar við verðum búnar með skáldsöguritgerðina. Sem minnir mig á að fara að skrifa hana. Núna. Já. Strax.
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Komin úr skálaferð í Árnes... og er það vel. Eða eins og skrifað var í gestabókina: „Komum búklaus, fórum með haus“.
Ég lærði að Will Smith er nýjasta þjóðskáld Íslendinga og að stelpur kúka ekki og ekki páfinn heldur. Allt þetta og meira til hrökk af vörum þessa manns, sem skemmti okkur allan tímann með slíkum fróðleiksmolum.
Ekki meira um það núna.
Sofa.
Bæ.
Ég lærði að Will Smith er nýjasta þjóðskáld Íslendinga og að stelpur kúka ekki og ekki páfinn heldur. Allt þetta og meira til hrökk af vörum þessa manns, sem skemmti okkur allan tímann með slíkum fróðleiksmolum.
Ekki meira um það núna.
Sofa.
Bæ.
föstudagur, nóvember 14, 2003
Undursemdir salatbaranna
Salatbarir eru ein vanmetnasta gjöf matvöruverslana til hins fátæka námsmanns. Þá er ég ekki bara að tala um salatbar sem hádegissnarl með trópà à flösku, heldur à alls kyns matargerð. Það er til dæmis tilvalið að kaupa sér álegg ofan á heimagerða pizzu eða pastarétti à salatbörum... fetaost, túnfisk, tómata (kirsuberjatómata!), papriku, kjúkling (stundum à Nóatúni JL-húsinu), kotasælu (fyrir þá sem ekki eru haldnir „domumfelisfobia“ eða gÃfurlegri hræðslu við kotasælu) og fleira og fleira sem nýtist manni à eldhúsinu. Eitt box af t.d. pizzuáleggi kostar þvà undir 300 krónur, og það er auðvitað margfalt ódýrara en að kaupa allt þetta efni à stórum umbúðum. Bara ein dós af fetaosti kostar yfir 300 kr. Sumum finnst kannski fullhart að fylla heilt box af fetaosti eða kirsuberjatómötum en þegar maður þarf að horfa à eyrinn er það ekki annað en sjálfsagt, og enginn getur sagt neitt þar sem boðið er upp á þetta à búðinni. Ég fagna þvà lÃka að komnir séu „heilsu“nammibarir à 10/11, þvà þar er til dæmis hægt að fylla poka af pistasÃuhnetum og borga 169 kr f. 100 grömm, á meðan maður borgar ca 300 kr fyrir 150 grömm..
Já ég er à sparnaðarhugleiðingum, sem og margir à kringum mig veit ég, og vil þvà miðla þessari vitneskju með öðrum.
ps. þessi mynd er nú soldið „trick of the eye“ það er eins og hún sé ekki alveg hornrétt, en samt er hún það.... úúú.
pps. ég var að leita að latneskri orðabók á google og gerði innsláttarvillu. Auðvitað er búið að nýta sér það....:SJ�!
Salatbarir eru ein vanmetnasta gjöf matvöruverslana til hins fátæka námsmanns. Þá er ég ekki bara að tala um salatbar sem hádegissnarl með trópà à flösku, heldur à alls kyns matargerð. Það er til dæmis tilvalið að kaupa sér álegg ofan á heimagerða pizzu eða pastarétti à salatbörum... fetaost, túnfisk, tómata (kirsuberjatómata!), papriku, kjúkling (stundum à Nóatúni JL-húsinu), kotasælu (fyrir þá sem ekki eru haldnir „domumfelisfobia“ eða gÃfurlegri hræðslu við kotasælu) og fleira og fleira sem nýtist manni à eldhúsinu. Eitt box af t.d. pizzuáleggi kostar þvà undir 300 krónur, og það er auðvitað margfalt ódýrara en að kaupa allt þetta efni à stórum umbúðum. Bara ein dós af fetaosti kostar yfir 300 kr. Sumum finnst kannski fullhart að fylla heilt box af fetaosti eða kirsuberjatómötum en þegar maður þarf að horfa à eyrinn er það ekki annað en sjálfsagt, og enginn getur sagt neitt þar sem boðið er upp á þetta à búðinni. Ég fagna þvà lÃka að komnir séu „heilsu“nammibarir à 10/11, þvà þar er til dæmis hægt að fylla poka af pistasÃuhnetum og borga 169 kr f. 100 grömm, á meðan maður borgar ca 300 kr fyrir 150 grömm..
Já ég er à sparnaðarhugleiðingum, sem og margir à kringum mig veit ég, og vil þvà miðla þessari vitneskju með öðrum.
ps. þessi mynd er nú soldið „trick of the eye“ það er eins og hún sé ekki alveg hornrétt, en samt er hún það.... úúú.
pps. ég var að leita að latneskri orðabók á google og gerði innsláttarvillu. Auðvitað er búið að nýta sér það....:SJ�!
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Jólablogg
mmmmm..... jólin eru að koma... ég var að búa til karamellur og hlusta á jólalög.. hvor dejligt :) Svo ef einhvern langar í karamellur á ég fullan ísskáp... Ég var líka að hlusta á íslensku stöðina og þar byrja jólalögin þann 15. Mér finnst það bara allt í lagi, allavegana getur fólk þá bara hlustað á eitthvað annað vilji það ekki hlusta á jólalögin. Annað mál er með allar milljónirnar af jólaljósunum sem búið var að hlaða utan á Kringluna ílok október. Það finnst mér of mikið. Þetta er líklega gert til að lengja jólavertíðina, en ég kaupi ekkert fleiri jólagjafir þó ég hafi lengri tíma til að kaupa þær... Kannski á maður að kaupa tvö sett af jólagjöfum af því það er svo langt liðið frá því maður keypti þær fyrstu að maður var búinn að gleyma þeim... veidiggi, ekki hef ég ViðskiptaVit.
Spurning dagsins: HVAR er æbleskive-pannan mín??? Hún gæti verið á 2 af 3 heimilum mínum, þ.e. á Kvisthaganum eða á Engi. Hún er ekki ósvipuð þessari hér fyrir neðan, en orðin ævaforn, enda vel notuð gjöf frá danskri ömmu. Allir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um pönnuna eru beðnir að hringja í síma 8682140 eða skrifa hér fyrir neðan.
Hér fylgir uppskrift af eplaskífum: (Ég ábyrgist hana ekki þar sem ég hef ekki prófað hana ÞAR SEM ÉG FINN EKKI PÖNNUNA MÍNA!)
Danskar eplaskífur
u.þ.b. 25 stykki
125 gr nýmjólk
125 gr léttsúrmjólk
2 egg (aðskiljið rauðu frá hvítu)
25 gr sykur
2 tsk lyftiduft
250 gr hveiti
Salt eftir smekk
2 tsk kardimommuduft (ekki nota dropa)
Klípa af ósöltuðu smjör
Setjið nýmjólkina, léttsúrmjólkina, eggjarauðurnar, sykurinn, lyftiduftið, hveitið, saltið og kardimommuduftið í skál og hrærið saman.
Þeytið eggjahvíturnar vel þar til þær eru orðnar stífar og blandið síðan varlega saman við hitt hráefnið.
Hitið eplaskífupönnuna vel. Setjið litla klípu af smjöri í hvert hólf pönnunnar áður en deigið er sett í það. Mikilvægt er að baka eplaskífurnar við meðalhita. Þegar deigið er aðeins farið að stífna neðst við pönnuna er hægt að snúa eplaskífunum við í hverju hólfi. Gætið þess að baka þær ekki of mikið áður en þeim er snúið við í fyrstu umferð, þannig að þær nái að verða hringlaga. Setjið alltaf smáklípu af smjöri í hvert hólf áður en næsta umferð af deigi er sett í þau.
Þegar búið er að baka allar eplaskífurnar stráið þá yfir þær flórsykri rétt áður en þær eru bornar fram. Við mælum með gómsætri sólberjasultu með þeim.
Hver fær ekki vatn í munninn af því að sjá svona eplaskífur?
mmmmm..... jólin eru að koma... ég var að búa til karamellur og hlusta á jólalög.. hvor dejligt :) Svo ef einhvern langar í karamellur á ég fullan ísskáp... Ég var líka að hlusta á íslensku stöðina og þar byrja jólalögin þann 15. Mér finnst það bara allt í lagi, allavegana getur fólk þá bara hlustað á eitthvað annað vilji það ekki hlusta á jólalögin. Annað mál er með allar milljónirnar af jólaljósunum sem búið var að hlaða utan á Kringluna ílok október. Það finnst mér of mikið. Þetta er líklega gert til að lengja jólavertíðina, en ég kaupi ekkert fleiri jólagjafir þó ég hafi lengri tíma til að kaupa þær... Kannski á maður að kaupa tvö sett af jólagjöfum af því það er svo langt liðið frá því maður keypti þær fyrstu að maður var búinn að gleyma þeim... veidiggi, ekki hef ég ViðskiptaVit.
Spurning dagsins: HVAR er æbleskive-pannan mín??? Hún gæti verið á 2 af 3 heimilum mínum, þ.e. á Kvisthaganum eða á Engi. Hún er ekki ósvipuð þessari hér fyrir neðan, en orðin ævaforn, enda vel notuð gjöf frá danskri ömmu. Allir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um pönnuna eru beðnir að hringja í síma 8682140 eða skrifa hér fyrir neðan.
Hér fylgir uppskrift af eplaskífum: (Ég ábyrgist hana ekki þar sem ég hef ekki prófað hana ÞAR SEM ÉG FINN EKKI PÖNNUNA MÍNA!)
Danskar eplaskífur
u.þ.b. 25 stykki
125 gr nýmjólk
125 gr léttsúrmjólk
2 egg (aðskiljið rauðu frá hvítu)
25 gr sykur
2 tsk lyftiduft
250 gr hveiti
Salt eftir smekk
2 tsk kardimommuduft (ekki nota dropa)
Klípa af ósöltuðu smjör
Setjið nýmjólkina, léttsúrmjólkina, eggjarauðurnar, sykurinn, lyftiduftið, hveitið, saltið og kardimommuduftið í skál og hrærið saman.
Þeytið eggjahvíturnar vel þar til þær eru orðnar stífar og blandið síðan varlega saman við hitt hráefnið.
Hitið eplaskífupönnuna vel. Setjið litla klípu af smjöri í hvert hólf pönnunnar áður en deigið er sett í það. Mikilvægt er að baka eplaskífurnar við meðalhita. Þegar deigið er aðeins farið að stífna neðst við pönnuna er hægt að snúa eplaskífunum við í hverju hólfi. Gætið þess að baka þær ekki of mikið áður en þeim er snúið við í fyrstu umferð, þannig að þær nái að verða hringlaga. Setjið alltaf smáklípu af smjöri í hvert hólf áður en næsta umferð af deigi er sett í þau.
Þegar búið er að baka allar eplaskífurnar stráið þá yfir þær flórsykri rétt áður en þær eru bornar fram. Við mælum með gómsætri sólberjasultu með þeim.
Hver fær ekki vatn í munninn af því að sjá svona eplaskífur?
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Fann þessa fínu mynd af yours truly á Mímisvefnum. Þarna er ég að storka örlögunum hjá Reykjane-svita í haustferð Mímis, félags í íslenskum fræðum.
Björk vínkona (þessi með rauðu augun) er reyndar búin að plata mig með í aðra Mímisferð, í Árnes um næstu helgi. Það er mjög heimskulegt af mér (já og henni, og öllum sem eru í bókmenntafræði á annað borð) að fara í þessa ferð því á þriðjudaginn þurfum við að skila 10 blaðsíðna skáldsöguritgerð. En ég hlæ sko framan í hætturnar.
Björk vínkona (þessi með rauðu augun) er reyndar búin að plata mig með í aðra Mímisferð, í Árnes um næstu helgi. Það er mjög heimskulegt af mér (já og henni, og öllum sem eru í bókmenntafræði á annað borð) að fara í þessa ferð því á þriðjudaginn þurfum við að skila 10 blaðsíðna skáldsöguritgerð. En ég hlæ sko framan í hætturnar.
mánudagur, nóvember 10, 2003
Loksins! Loksins hefur fangamark mitt fengið merkingu! Ég var að lesa í málfræðibókinni minni (já, íslenskubækurnar mínar eru á ensku..og reyndar norsku líka) um málstol..
Þar lærði ég að SLI er skammstöfun fyrir Specific Language Impairment. Það er þegar ung börn geta ekki lært að tala, eða eiga í mjög miklum erfiðleikum með það. Þessi börn sýna engin önnur þroskafrávik og eru að öllu öðru leyti fullkomlega eðlileg.
Það er mér mikill léttir að til sé einhver merking á bak við þetta slepjulega fangamark: SLI [sdlI:]. Einhver annar þarf að líða fyrir þessa skammstöfun.. þó viðkomandi geti ekki lesið það af því að hann kann ekki að tala.. (nei, Svanhvít, vond!)
Mér fannst ég bara þurfa að koma þessu til skila.
Þar lærði ég að SLI er skammstöfun fyrir Specific Language Impairment. Það er þegar ung börn geta ekki lært að tala, eða eiga í mjög miklum erfiðleikum með það. Þessi börn sýna engin önnur þroskafrávik og eru að öllu öðru leyti fullkomlega eðlileg.
Það er mér mikill léttir að til sé einhver merking á bak við þetta slepjulega fangamark: SLI [sdlI:]. Einhver annar þarf að líða fyrir þessa skammstöfun.. þó viðkomandi geti ekki lesið það af því að hann kann ekki að tala.. (nei, Svanhvít, vond!)
Mér fannst ég bara þurfa að koma þessu til skila.
sunnudagur, nóvember 09, 2003
Það er of langt liðið síðan ég var með ljóðahorn hér á síðunni. Skal nú bætt úr því.
Þetta er algerlega frumsamið og frumlegt ljóð sem hefur aldrei heyrst fyrr í nokkurri mynd eftir Önnu og Uglu
Bókin sem ég er að lesa (eða sem ég kláraði reyndar í gær því hún er stutt) er Svantes viser, eftir Benny Anderson. Hún er æði, og ég hvet alla sem hafa snefil af dönskukunnáttu og áhuga til að lesa hana.
Þetta lag ættu margir að kannast við... sérstaklega ef þeir hafa einhvern tímann verið í dönsku hjá Guðrúnu "den dejlige" Ragnars:
Svantes lykkelige dag
Tekst og musikk: Benny Andersen
Se, hvilken morgenstund.
Solen er rød og rund.
Nina er gået i bad.
Og jeg spiser ostemad.
Livet er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Blomsterne blomstrer op.
Der går en edderkop.
Fuglene flyver i flok
når de er mange nok. (uppáhalds línan mín)
Lykken er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Græsset er grønt og vådt.
Bierne har det godt.
Lungerne fråser i luft.
Åh, hvilken snerleduft!
Glæden er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Sang under brusebad.
Hun må vist være glad.
Himlen er temmelig blå.
Det kan jeg godt forstå.
Lykken er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Nu kommer Nina ud,
nøgen med fugtig hud,
kysser mig kærligt og går
ind for at re' sit hår.
Livet er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Þetta er algerlega frumsamið og frumlegt ljóð sem hefur aldrei heyrst fyrr í nokkurri mynd eftir Önnu og Uglu
Bókin sem ég er að lesa (eða sem ég kláraði reyndar í gær því hún er stutt) er Svantes viser, eftir Benny Anderson. Hún er æði, og ég hvet alla sem hafa snefil af dönskukunnáttu og áhuga til að lesa hana.
Þetta lag ættu margir að kannast við... sérstaklega ef þeir hafa einhvern tímann verið í dönsku hjá Guðrúnu "den dejlige" Ragnars:
Svantes lykkelige dag
Tekst og musikk: Benny Andersen
Se, hvilken morgenstund.
Solen er rød og rund.
Nina er gået i bad.
Og jeg spiser ostemad.
Livet er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Blomsterne blomstrer op.
Der går en edderkop.
Fuglene flyver i flok
når de er mange nok. (uppáhalds línan mín)
Lykken er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Græsset er grønt og vådt.
Bierne har det godt.
Lungerne fråser i luft.
Åh, hvilken snerleduft!
Glæden er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Sang under brusebad.
Hun må vist være glad.
Himlen er temmelig blå.
Det kan jeg godt forstå.
Lykken er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Nu kommer Nina ud,
nøgen med fugtig hud,
kysser mig kærligt og går
ind for at re' sit hår.
Livet er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
laugardagur, nóvember 08, 2003
„...Í tilefni af því þá er Svanhvít Lilja bloggari dagsins (svona eins og Sandra er mað Bloggara mánaðarins) á þessari síðu. Útllitið Bloggsíðan hennar er einstaklega flott að útliti og þar sem Svanhvít er íslenskunemi og mikill áhugamaður um íslenska tungu þá er síðan skrifuð á einstaklega góðri og fallegri íslensku.
Þannig að ef þig eruð orðin þreytt á öllum heimsku stafsetningarvillunum mínum eftir að hafa lesið bloggið mitt er um að gera að skella sér bloggið hennar og verða vitni af því hvað hún er með gott vald á íslenskunni.“
Þetta reit hann Orri elskulegi og sýnir best hans alúðlegheit og mannelsku. Hann á samt ekkert með að lasta eigin skrifgetu og ég vil ekki heyra að hann hafi ekki nógu góð tök á íslenskunni. Það er bara bull og fásinna.
Annars er ég að fara í leikhús í kvöld. Það var skyndiákvörðun dagsins. ég þarf víst að skrifa leikhúsgagnrýni fyrir bókmenntafræðina en við máttum bara fara á þau leikrit sem kennaranum hafði þóknast að fara á. Þau voru þrjú. Ég valdi Ríkharð þriðja af því hann er svo vondur.
Þannig að ef þig eruð orðin þreytt á öllum heimsku stafsetningarvillunum mínum eftir að hafa lesið bloggið mitt er um að gera að skella sér bloggið hennar og verða vitni af því hvað hún er með gott vald á íslenskunni.“
Þetta reit hann Orri elskulegi og sýnir best hans alúðlegheit og mannelsku. Hann á samt ekkert með að lasta eigin skrifgetu og ég vil ekki heyra að hann hafi ekki nógu góð tök á íslenskunni. Það er bara bull og fásinna.
Annars er ég að fara í leikhús í kvöld. Það var skyndiákvörðun dagsins. ég þarf víst að skrifa leikhúsgagnrýni fyrir bókmenntafræðina en við máttum bara fara á þau leikrit sem kennaranum hafði þóknast að fara á. Þau voru þrjú. Ég valdi Ríkharð þriðja af því hann er svo vondur.
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Ætlaði með betri helmingnum á fyrirlestur Davids Attenborough í Salnum í kvöld. Það var ókeypis inn og byrjaði klukkan 20.30 en húsið opnaði klukkan átta. Því vorum við mætt rétt fyrir átta til að vera svona í fyrra fallinu.. en okkur brá þetta litla þegar við sáum mannsöfnuðinn fyrir utan. Það var röð alla leið frá innganginum í Salinn og meðfram veginum og hálfa leið kringum bókasafnið og varð sífellt lengri og lengri. Við sáum að án drastískra og óheiðarlegra lausna myndum við aldrei ná að komast inn, hvað þá berja kappann augum. Svo við hrökkluðumst í burtu og náðum okkur í eigin skemmtun "á næstu leigu":
Ég var búin að gleyma hvað Fifth Element er góð.
Það er gaman að komast að því að Íslendingar eru svona fróðleiksfúsir. Ég vona að Rut Kebblavíkurmær hafi komist að sjá goðið sitt.
(ps. Sjast stafirnir brengladir hja odrum en mjer??)
Ég var búin að gleyma hvað Fifth Element er góð.
Það er gaman að komast að því að Íslendingar eru svona fróðleiksfúsir. Ég vona að Rut Kebblavíkurmær hafi komist að sjá goðið sitt.
(ps. Sjast stafirnir brengladir hja odrum en mjer??)
Ég veit ekki hvort einhver hefur tekið eftir miklum tilfæringum á síðunni síðasta sólarhring eða svo.
Ég var bara í rólegheitunum í gær að leika mér að feitletra fyrirsögn í templatinu, en þegar ég fer þangað svo aftur, kannast ég ekkert við það. Það voru semsagt komnir einhverjir allt aðrir kóðar inn í mitt template og þess vegna gat fólk á tímabili haldið að ég hefði gengið af göflunum og breyst í víetnömsku/bandarísku þunglyndu unglingsstelpuna sem átti síðuna sem þetta template fylgdi. (sjá fyrri póst)
Þetta tókst þó að laga (Atli hjálparhella) og var það auðveldara en það sýndist, bara að skipta um template. En við það tapaðist líka allt sem ég hafði gert sjálf á síðunni, því var ég að setja inn flesta linkana aftur, og nú þarf ég að koma kommentunum aftur í gang (greit), en segið mér endilega ef ég hef gleymt einhverjum link. (Og ekki láta ykkur bregða þó ég hafi skipt um nafn á sumum, ég man ekki einusinni hvað ég gerði fyrst...
Hér eru samt nokkrar af bloggsíðunum sem þessi stelpa linkaði á ef einhver hefur áhuga á að kynnast ólíkum menningarheimum og ágætis (en soldið væminni) grafík.
http://www.livingincaptivity.blogspot.com
http://piggymoopii.pitas.com/
http://pinkjewels.diaryland.com/
síðan ákvað ég að hafa svona fínan geislasóp á síðunni, og ef mér tekst að koma upp kommentakerfinu aftur, þá hef ég verðlaunagetraun: Hvað heitir geislasópur á latínu?
Ég var bara í rólegheitunum í gær að leika mér að feitletra fyrirsögn í templatinu, en þegar ég fer þangað svo aftur, kannast ég ekkert við það. Það voru semsagt komnir einhverjir allt aðrir kóðar inn í mitt template og þess vegna gat fólk á tímabili haldið að ég hefði gengið af göflunum og breyst í víetnömsku/bandarísku þunglyndu unglingsstelpuna sem átti síðuna sem þetta template fylgdi. (sjá fyrri póst)
Þetta tókst þó að laga (Atli hjálparhella) og var það auðveldara en það sýndist, bara að skipta um template. En við það tapaðist líka allt sem ég hafði gert sjálf á síðunni, því var ég að setja inn flesta linkana aftur, og nú þarf ég að koma kommentunum aftur í gang (greit), en segið mér endilega ef ég hef gleymt einhverjum link. (Og ekki láta ykkur bregða þó ég hafi skipt um nafn á sumum, ég man ekki einusinni hvað ég gerði fyrst...
Hér eru samt nokkrar af bloggsíðunum sem þessi stelpa linkaði á ef einhver hefur áhuga á að kynnast ólíkum menningarheimum og ágætis (en soldið væminni) grafík.
http://www.livingincaptivity.blogspot.com
http://piggymoopii.pitas.com/
http://pinkjewels.diaryland.com/
síðan ákvað ég að hafa svona fínan geislasóp á síðunni, og ef mér tekst að koma upp kommentakerfinu aftur, þá hef ég verðlaunagetraun: Hvað heitir geislasópur á latínu?
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Jæja þetta er skrýtið. Það er komið eitthvað template frá allt annari manneskju inn í Main Template hjá mér... og þar má meðal annars finna þetta:
I hate being left behind. Whenever there's someone I know who's leaving the country, I feel more and more alone. I might look like the usual go-crazy happy person but behind that is a picture of me in a pitch-black room. Alone. I hate being alone because that's where the feeling of death comes in. In the "real" world you are yourself. But at the end of the day and when you look at yourself in the mirror, you are dead. And Death keeps smiling back at you.
Sjálf get ég ekki skoðað eigin síðu og þess vegna getur líklega enginn lesið þetta!
I hate being left behind. Whenever there's someone I know who's leaving the country, I feel more and more alone. I might look like the usual go-crazy happy person but behind that is a picture of me in a pitch-black room. Alone. I hate being alone because that's where the feeling of death comes in. In the "real" world you are yourself. But at the end of the day and when you look at yourself in the mirror, you are dead. And Death keeps smiling back at you.
Sjálf get ég ekki skoðað eigin síðu og þess vegna getur líklega enginn lesið þetta!
MÉR LANGAR Í SONA!! GODJESUS hlýtur að vera miklu betra en annaðhvort God eða Jesus
Mæli með þessari síðu: www.engrish.com
En vissuð þið....
...að japönsk smábörn, eins og öll börn í heiminum, skynja muninn á stöfunum 'L' og 'R' sem foreldrar þeirra gera ekki? Síðar missa þau svo þennan hæfileika og fara að tala eins og foredrarnir: "Would you like a flesh drink and flies?"
Málið er að öll smábörn hafa getu til að læra hvaða mál sem er þangað til þau fara að sérhæfa sig í málinu sem er talað í þeirra málumhverfi! Merkilegt? Mér finnst það...
Mæli með þessari síðu: www.engrish.com
En vissuð þið....
...að japönsk smábörn, eins og öll börn í heiminum, skynja muninn á stöfunum 'L' og 'R' sem foreldrar þeirra gera ekki? Síðar missa þau svo þennan hæfileika og fara að tala eins og foredrarnir: "Would you like a flesh drink and flies?"
Málið er að öll smábörn hafa getu til að læra hvaða mál sem er þangað til þau fara að sérhæfa sig í málinu sem er talað í þeirra málumhverfi! Merkilegt? Mér finnst það...
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Matvæli dagsins: Purusnakk. "Þurrsteikt og krydduð svínapura". Þetta þurfti skömmin hún ég auðvitað að prófa í dag, allt til að svala forvitninni, en þetta var svo brimsalt að nú þarf ég að drekka marga lítra af vatni svo allt saltið í líkamanum hafi eitthvað að gera!
Hvernig datt mér líka í hug að borða saltaða svínafitu....
Lagatexti dagsins:
"Girlfriend in a coma" með "the Smiths"
Girlfriend in a coma, I know
I know - it's serious
Girlfriend in a coma, I know
I know - it's really serious
there were times
when I could
have 'murdered' her
(but, you know, I would hate
anything to happen to her)
NO, I DON'T WANT TO SEE HER
Do you really think
she'll pull through?
Girlfriend in a coma, I know
I know - it's serious
there were times when I could
have 'strangled' her
(but, you know, I would hate
anything to happen to her)
WOULD YOU PLEASE
LET ME SEE HER!
Do you really think
she'll pull through?
Let me whisper my last goodbyes
I know - IT'S SERIOUS
Dagur dagsins: Dagur Íslenskrar tungu, 16. nóvember.
Tónleikar dagsins: Ókind í Kösukjallara í MR í hádegishléinu.
Ármann dagsins: hér
Hvernig datt mér líka í hug að borða saltaða svínafitu....
Lagatexti dagsins:
"Girlfriend in a coma" með "the Smiths"
Girlfriend in a coma, I know
I know - it's serious
Girlfriend in a coma, I know
I know - it's really serious
there were times
when I could
have 'murdered' her
(but, you know, I would hate
anything to happen to her)
NO, I DON'T WANT TO SEE HER
Do you really think
she'll pull through?
Girlfriend in a coma, I know
I know - it's serious
there were times when I could
have 'strangled' her
(but, you know, I would hate
anything to happen to her)
WOULD YOU PLEASE
LET ME SEE HER!
Do you really think
she'll pull through?
Let me whisper my last goodbyes
I know - IT'S SERIOUS
Dagur dagsins: Dagur Íslenskrar tungu, 16. nóvember.
Tónleikar dagsins: Ókind í Kösukjallara í MR í hádegishléinu.
Ármann dagsins: hér
Í kommentin hér fyrir neðan ætla ég að stofna umræðuþráð um bókina LoveStar eftir Andra Snæ Magnason.
Það kemur til af því að ég þarf að skrifa 10 bls ritgerð um þá bók og langar að skapa líflegar og göfgandi umræður um hana. (Nei, þetta er bara afsökun fyrir því að blogga og þykjast læra um leið)
Útgangspunktar:
-Vísun í Pilt og stúlku. Hversu vel er sögunni fylgt?
-Persónusköpun: er hún nógu sterk?
-Samfélagsrýni: Hvaða hliðstæður getum við séð með heiminum í dag og heiminum eins og hann birtist okkru í LoveStar?
-Er Svanhvít að verða hundleiðinleg af því að vera í íslenskunámi í Háskólanum?
Reynum svo að halda þessu málefnalegu krakkar mínir...
Það kemur til af því að ég þarf að skrifa 10 bls ritgerð um þá bók og langar að skapa líflegar og göfgandi umræður um hana. (Nei, þetta er bara afsökun fyrir því að blogga og þykjast læra um leið)
Útgangspunktar:
-Vísun í Pilt og stúlku. Hversu vel er sögunni fylgt?
-Persónusköpun: er hún nógu sterk?
-Samfélagsrýni: Hvaða hliðstæður getum við séð með heiminum í dag og heiminum eins og hann birtist okkru í LoveStar?
-Er Svanhvít að verða hundleiðinleg af því að vera í íslenskunámi í Háskólanum?
Reynum svo að halda þessu málefnalegu krakkar mínir...
mánudagur, nóvember 03, 2003
Got the creeps... er að hlusta á Twisted Nerve úr Kill Bill.. lagið sem "hjúkrunarkonan" flautar...krípí
Fann ógeðslega mikið af heimskulegum kvissum, dæmi:
What Kind of Birth Control Are You?
What Body Part Are You Most Like?
What's Class Should You Teach?
What Vibrator Are You?
What Lesbian Sex Toy Are You?
What Trojan Condom Are You?
What Sex Sound Are You?
Hmm..
En út í allt aðra sálma. Ég þoli ekki þegar ég er að skrifa orðið Ég á tölvu í byrjun setningar, og það kemur út ÉG. ÉG hef oft lent í þessu og e.t.v. ekki fattað fyrren ég er t.d. búin að senda formlegt email.. dæmi: „ÉG heiti Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir. ÉG hef áhuga á samstarfi við ykkur“. Þetta er ömurlegt, eins og maður sé ekkert nema eitt stórt ÉG. Hefur enginn annar lent í þessu?
Fann ógeðslega mikið af heimskulegum kvissum, dæmi:
What Kind of Birth Control Are You?
What Body Part Are You Most Like?
What's Class Should You Teach?
What Vibrator Are You?
What Lesbian Sex Toy Are You?
What Trojan Condom Are You?
What Sex Sound Are You?
Hmm..
En út í allt aðra sálma. Ég þoli ekki þegar ég er að skrifa orðið Ég á tölvu í byrjun setningar, og það kemur út ÉG. ÉG hef oft lent í þessu og e.t.v. ekki fattað fyrren ég er t.d. búin að senda formlegt email.. dæmi: „ÉG heiti Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir. ÉG hef áhuga á samstarfi við ykkur“. Þetta er ömurlegt, eins og maður sé ekkert nema eitt stórt ÉG. Hefur enginn annar lent í þessu?
sunnudagur, nóvember 02, 2003
Eb major - you are warm and kind, always there for
your friends, who are in turn there for you.
You are content with your confortable life and
what you are currently achieving; if you keep
in this state you will go far.
what key signature are you?
brought to you by Quizilla
Ég er greinilega sami hljómur og Sandra:)
En hvernig spurning er þetta annars?
Imagine that your personality and psyche have been reduced to a single stone the size of a ping-pong ball. What colour is it?(leturbreyting mín)
Súkkulaðikakan var FEIT í öllum merkingum orðsins. Og góð..
Hér er uppskriftin ef einhvern vantar heví einfalda uppskrift af góðri súkkulaðiköku:
(ég hef ekki hugsað mér að herma eftir henni en mér fannst þetta bara tilvalið)
Kaka
200 g smjörlík
200 g sykur
200 g hveiti (mjög einfalt, 200 af öllu)
200 egg (nei, bara 3 egg)
slatti af kakó, eftir smekk (more is more)
1 1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
1 tsk matarsóði
smá salt
Vatn... nóg af því
Smjörlík og sikur saman leingi, svo eitt og eitt egg, þurrefni blandað á meðan, hrært rólega útí. Vatn þar til deigið er orðin góð drulla og hellt í tvö smurð form. 12-15 mín v. 180° gr.
Krem:
Flórsykur
smjörlíki (smjör er betra)
kakó (bráðið súkkulaði er auðvitað alltaf betra)
egg ef vill
Ég gef ekki upp neinar tölur í þessu samhengi, og vitna í Leoncie: "Ég ætla ekki að nefna tölur. Ég ræði aldrei tölur í nokkru viðtali. Þær koma ekki að neinu gagni - nema kannski til að vinna í lottó."
Góðar stundir
Hér er uppskriftin ef einhvern vantar heví einfalda uppskrift af góðri súkkulaðiköku:
(ég hef ekki hugsað mér að herma eftir henni en mér fannst þetta bara tilvalið)
Kaka
200 g smjörlík
200 g sykur
200 g hveiti (mjög einfalt, 200 af öllu)
200 egg (nei, bara 3 egg)
slatti af kakó, eftir smekk (more is more)
1 1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
1 tsk matarsóði
smá salt
Vatn... nóg af því
Smjörlík og sikur saman leingi, svo eitt og eitt egg, þurrefni blandað á meðan, hrært rólega útí. Vatn þar til deigið er orðin góð drulla og hellt í tvö smurð form. 12-15 mín v. 180° gr.
Krem:
Flórsykur
smjörlíki (smjör er betra)
kakó (bráðið súkkulaði er auðvitað alltaf betra)
egg ef vill
Ég gef ekki upp neinar tölur í þessu samhengi, og vitna í Leoncie: "Ég ætla ekki að nefna tölur. Ég ræði aldrei tölur í nokkru viðtali. Þær koma ekki að neinu gagni - nema kannski til að vinna í lottó."
Góðar stundir
Mæli með Kill Bill. Ég hefði ekki trúað að ég myndi hafa gaman af stanslausum bardaga í 2 tíma... og allt blóðið maður! En hún er drullugóð. Hvenær kemur næsta mynd??????
Fór líka á furðuskemmtilega fyrirlestra í gær um Hringadróttinssögu... Það sem stóð uppúr var fyrirlestur Terry Gunnels og upplestur Ármanns Jakobs úr bókinni sinni um LOTR. Sú bók er komin á óskalistann!
Nú ætla ég að fara að baka feita súkkulaðiköku og fara með í heimsókn til Gústa. Ég tek sénsinn á .því að hann sé ekki að lesa þetta svo við getum komið honum á óvart!
Fór líka á furðuskemmtilega fyrirlestra í gær um Hringadróttinssögu... Það sem stóð uppúr var fyrirlestur Terry Gunnels og upplestur Ármanns Jakobs úr bókinni sinni um LOTR. Sú bók er komin á óskalistann!
Nú ætla ég að fara að baka feita súkkulaðiköku og fara með í heimsókn til Gústa. Ég tek sénsinn á .því að hann sé ekki að lesa þetta svo við getum komið honum á óvart!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)