sunnudagur, desember 21, 2003

Systir mín er byrjuð að blogga. Hún er tólf ára og heitir María Sól. Bjóðum hana velkomna.

þriðjudagur, desember 16, 2003

Fréttablaðið í dag, myndafyrirsögn:

„Tvær með trúarleg tálkn

Þetta stóð fyrir neðan mynd af tveimur múslimakonum með slæður. Í greininni er verið að tala um trúarleg tákn. Það á kannski að banna þeim að hafa slæður í Frakklandi, og sömuleiðis gyðingum að hafa litlu sætu húfurnar sínar og kristnum (og gothurum) að hafa stóra krossa á sér. Hvað ætla þeir að ganga langt? Verða menn sem eru búddatrúar að hafa hár og bannað að ganga í appissínugulum fötum? Mér finnst þetta asnalegt og brot á mannréttindum.

En allavegana.. þá vorkenni ég sérstaklega konunum á myndinni því þær eru sagðar vera með tálkn. Og þurfa því eðlilega að fela þau með slæðum.
tálkn

(Ætli þessar séu ekki líka með tálkn)


...Annars fór ég í próf í dag blablabla gekk ágætlega blabla fékk útúr 2 prófum og 2 ritgerðum og það gekk voða vel...blabla nennekkaðtalumskólannþaðerbaraeittprófeftirblablabla....

Góðar stundir.

P.s. Af hverju var mynd af Örkinni hans Nóa í kofaskriflinu hans Saddams? Það er mér ráðgáta. Vonandi getur einhver svarað mér því. Ég hélt að þessi fræga örk væri bara í biflíunni og ekki í kóraninum... kannski er hann bara laumukristinn... þorir ekki að segja.

sunnudagur, desember 14, 2003

„Meginreglan er sú að hægri hausinn er „þrengri“ í einhverjum skilningi en sá vinstri. Gæta þarf þess vel að hausar séu réttir og víxlist ekki“

Verðlaunagetraun: Hvað er verið að tala um í ofangreindum texta?


Vissir þú að...

...á japönskum kvennaklósettum er sérstakur „hávaðatakki“ til að ýta á á meðan maður er að pissa. Þetta er tilkomið því að japanskar konur fara svo hjá sér ef einhver heyrir þær pissa að þær sturtuðu alltaf niður í sífellu til að yfirgnæfa hljóðið. Gífurleg vatnseyðsla varð af þessum sökum og því var brugðið á þetta ráð. Og ég hélt að við værum pjattaðar hér á landi!

Stjörnugjöf

Nú er ég búin að fara á þrenna aðventutónleika á síðustu vikum og finnst við hæfi að koma með skriflega útlistun á þeim.

1) Aðventutónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju 6. des kl. 17.00.
Nú hef ég fjórum sinnum farið á nákvæmlega eins tónleika hjá þessum kór, þar sem afi býður okkur elstu badnabödnunum alltaf, og hef alltaf haft gaman að. Í ár var engin undantekning þar á, en ósköp er maður farinn að þekkja prógrammið vel hjá þeim.. Ég held samt að bestu svona tónleikarnir hafi verið í fyrra þegar Jóhann Friðgeir elskan mín söng. Í ár var það söngkonan Elín Ósk sem þandi raddböndin til hins ýtrasta, en henni tókst ekki að heilla mig, of gróf rödd fyrir þessi fínu jólalög. Eitt hef ég út á Hallgrímskirkju að setja, og það eru bölvaðar súlurnar. Einhver myndi segja, „já en þær verða nú að vera til að húsið haldist uppi“ en mér finnst fáránlegt og óskiljanlegt að arkitektinn hafi látið sér detta í hug að blokka sýn helmings tónleika/messugesta með risasteindröngum. Gátu þær ekki allavegana verið gegnsæjar? Því allir vita jú að maður fer í messu og á tónleika einungis til að horfa á flytjendur/guðsmenn.
Bréfaklemmur:

2) Graduale Nobili, Langholtskirkja, 10. des kl. 20.00
Nobili stendur alltaf fyrir sínu, en ég er nú líka grúppía númer eitt og er að plotta hvernig ég get laumað mér inn í kórinn. Planið er að bjóða mig fram sem rótara, pallabera og haldklæðahaldara og whatnot, þá læri ég lögin svona meðfram, stel mér nótu mog æfi heima í einrúmi. Svo þegar einhver kórstúlkan veikist rétt fyrir tónleika af dularfullum ástæðum kem ég askvaðandi og bjarga deginum því ég kann öll lögin. Kóstjórinn heillast af frammistöðu minni og tekur ekki annað í mál en að ég haldi áfram. Já... my demonic plan is almost perfect....
Annars voru tónleikarnir góðir eins og alltaf, og verkið Ceremony of Carols var auðvitað toppurinn, og ekki sakaði frábær einsöngur Láru Bryndísar og ÞÓRUNNAR VÖLU. Best við tónleikana var þó að ég fékk ókeypis inn á þá með því að vera miðasali við innganginn, sem ég var búin að heimta með löngum fyrirvara. (já, þetta er hluti af planinu)
Bréfaklemmur:

3) Skálholtskór, Barna og kammerkór Biskupstungna, Diddú og Bó Halldórs. Skálholtskirkja, 13. des kl. 17.00.
Þessir árlegu aðventutónleikar kóranna í tungunum voru tímamótatónleikar á ýmsan hátt. Í fyrsta lagi var í fyrsta sinn selt inn á tónleika í kirkjunni hafandi fengið leyfi til þess hjá hæstráðandi. Í öðru lagi, og þetta er alveg ótrúlegt, þá leyfði víxlarinn (Sr Sigurður vígslubiskup) að klappað yrði í lokin, þó að auðvitað mætti ekki klappa milli laga. Auðvitað hefur áður verið selt inn í kirkjuna og oft verið klappað, en aldrei áður með leyfi! Tel ég þetta mikla framför og nóg til að gefa tónleikunum a.m.k. 3 bréfaklemmur. Hinar tvær fá kórar og einsöngvarar fyrir frammistöðu sína, og Þórir Baldursson fyrir æðislegar Disney/rjómatertuútsetningar á alþekktum og minna þekktum jólalögum. Mér leið ekki eins og ég væri í Skálholtskirkju, heldur að horfa á Disneymynd um barn með stór augu sem tekur að sér lítið sætt dýr með ennþá stærri augu og leyfir því að vera hjá sér um jólin. (Af hverju hefur svoleiðis mynd ekki verið gerð af Disney?). Mér fannst samt hallærislegt af Bjögga að vera sá eini með mæk, sérstaklega þegar hann var að syngja með kórnum. Skálholtskirkja hefur svo magnaðan hljómburð að það er óþarfi að magna hann eitthvað meira upp. Mamma fær líka plús fyrir að bjóða okkur Steina og pabbi fyrir að skutla okkur. Þess vegna fá tónleikarnir (og dagurinn allur) 7 bréfaklemmur.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Kvóti dagsins: "Leoncie is a like a Fiery Sauce of Ripe Goan Chillies and an Exciting kick of Strong Cashew Feni". Af síðu Icy spicy Leoncie

Kom heim úr prófi, gekk ágætlega, eldaði mér kartöflubuff, mamma kom, fór að sofa klukkan sex og vaknaði klukkan tíu... núna áðan. Hvernig á ég að geta sofnað núna?


Ljóðahornið
Þema dagsins: limra.

There was an old man from Khartoum,
who kept two tame sheep in his room:
"For" he said "they remind me
Of one left behind me
But I cannot remember of whom."

miðvikudagur, desember 10, 2003

Átti alltaf eftir að bæta Gústa og Ingrid inn á linkalistann. Vil svo taka fram að linkarnir eru ekki í NEINNI sérstakri röð.

Annars er ég uppi í skóla núna, búin að læra í 5 tíma samfleytt. Skil ekki af hverju fólk hangir á Bókhlöðunni á prófatíma, ég fer bara upp í Árnagarð, þar er ró og þar er friður, þar er gott að setjast niður... osfrv. En nú get ég ekki meira. Steini farinn á Mjús en ég ákvað að vera gáfuð og fara ekki, farandi í próf á morgun og ekki megandi sjá af 5500 krónum svona rétt fyrir jól, rétt eftir nagladekk. Atli má svo kúka í buxurnar að fá ódýran miða á svörtu.


rass


þriðjudagur, desember 09, 2003

Var að læra nýtt orð: sérstaklingur. Það kemur fyrir í einni skilgreiningunni á textatengslum (sem er reyndar annað orð sem ég var að læra): „sömu sérstaklingar koma fyrir í fleiri en einum hugsanlegum heimi“. Það segir sig svo sem nokkurn veginn sjálft, einhver ákveðinn einstaklingur, t.d. Jesús Kristur, Bjarni Ólafs, Leonardo diCaprio... (hehe, tókst að koma þessum mönnum í eina og sömu setninguna)

Svona er tungumálið okkar skemmtilegt.

mánudagur, desember 08, 2003

Kennararnir í MH eru orðnir miklu netvæddari í seinni tíð. (ehh frá því á síðustu önn). A.m.k. hafa miklu fleiri eknnarar heimasíðu núna Til dæmis er hérna skemmtilegur linkur á verkefni eftir Betty í slangri Hún hefði verið ánægð með mig, ég fékk 10/10.

En af öllum heimasíðum kennara um allan heim held ég að þessi sé með þeim laaangverstu. Sérstaklega er skemmtilegt hvernig myndatextinn smellpassar við myndirnar.
Þessi er aftur á móti sú besta.
En þegar maður er farinn að tala um síður starfsfólks MH er ekki hægt að sleppa þessari
Ég ber töluverða virðingu fyrir þessari vegna bítlakvóts og vinnunnar sem lögð hefur verið í grafíkina.

Þetta var nú meira linkafylleríið.... og ekkert lesið í norksu bókinni ennþá um symbolikk og bildespråk. Tssss.
Kominn tími á það.

Ps. Ég tók pólitíska áttavitaprófið, lenti skuggalega nálægt Gandhi...




sunnudagur, desember 07, 2003

Jæja, fyrsta prófið búið og það næsta ekki fyrr en ellefta. En fyrir það þarf ég líka að lesa helst tvær bókmenntafræðiskruddur á norsku, sem engum hefur dottið í hug að þýða þó þær hafi verið kenndar í ÍSLENSKU núna í örugglega hálfa öld.

Ég setti að gamni inn gátu, þetta er hin skemmtilega spurning: Why is a raven like a writing desk, sem er í Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll. Þar sem svarið við gátunni var ekki gefið upp í bókinni hefur fólk síðan keppst við að finna a.m.k. semilógískt svar, og ég fann nokkur þeirra. Svo má kjósa um hvaða svar er best.

Lísa

miðvikudagur, desember 03, 2003

Lenti í olíumengunarslysi í dag. Opnaði ísskápinn og fann matarolíuflöskuna á hliðinni með tappann af. Hafði ekki olían lekið niður á allt sem fyrir nðan var, hillur og hólf, niður á gólf og það sem verst (ógeðslegast) var: allt grænmetið. Ég hafði hugsað mér gott til glóðarinnar að setjast við skrifborðið og fara að lesa Íslendingabók, en var í staðinn næsta klukkutímann að þrífa olíu úr ísskápnum, gólfinu og öllum hlutunum inní ísskápnum. Þeir sem hafa prófað það vita að það er ekki það auðveldasta, og þó ég hafi gert mitt besta er ísskápurinn allur frekar sleipur og mér finnst ég sjálf vera löðrandi í olíu... ehhhww.

En þessir hata ekki olíuna:


olía




Ég tók próf á femin.is og komst að því að ég er nokkuð tilbúin til að hætta að reykja. Þá verð ég bara að drífa mig að byrja!

Þú ert aðeins farin að spá í að hætta!

Sú staðreynd að þó tókst þetta próf eru frábærar fréttir. Það þýðir að þú ert farin að hugsa um að hætta á endanum. Mundu bara, það er aldrei of seint að hætta reykja. Sérfræðingar sem vinna með fólki sem er að hætta reykja vilja meina að þú ert líklegust til að hætta, ef þú gerir það fyrir sjálfa þig og þína heilsu. Gangi þér vel.

Lenti í olíumengunarslysi í dag. Opnaði ísskápinn og fann matarolíuflöskuna á hliðinni með tappann af. Hafði ekki olían lekið niður á allt sem fyrir nðan var, hillur og hólf, niður á gólf og það sem verst (ógeðslegast) var: allt grænmetið. Ég hafði hugsað mér gott til glóðarinnar að setjast við skrifborðið og fara að lesa Íslendingabók, en var í staðinn næsta klukkutímann að þrífa olíu úr ísskápnum, gólfinu og öllum hlutunum inní ísskápnum. Þeir sem hafa prófað það vita að það er ekki það auðveldasta, og þó ég hafi gert mitt besta er ísskápurinn allur frekar sleipur og mér finnst ég sjálf vera löðrandi í olíu... ehhhww.

Hér eru nokkrir guttar sem hata ekki olíuna:




Ég tók próf á femin.is og komst að því að ég er nokkuð tilbúin til að hætta að reykja. Þá verð ég bara að drífa mig að byrja!

Þú ert aðeins farin að spá í að hætta!

Sú staðreynd að þó tókst þetta próf eru frábærar fréttir. Það þýðir að þú ert farin að hugsa um að hætta á endanum. Mundu bara, það er aldrei of seint að hætta reykja. Sérfræðingar sem vinna með fólki sem er að hætta reykja vilja meina að þú ert líklegust til að hætta, ef þú gerir það fyrir sjálfa þig og þína heilsu. Gangi þér vel.


Maður skilur dróttkvæðin miklu betur þegar maður prófar að semja eitt sjálfur:

Les af blöðum lausum
(langar út að ganga)
„fjarðlinna óð fannir“
finn hvað merkir kenning.
Pæli stíft og púla,
prófi er von á, grófu.
Þykir nú sem þekki
„þunnísunga Gunni“

skýringar á kenningum:fjarðlinnir= fjörður + linnir (ormar) = ormar fjarðarins - fiskar
þunnísunga Gunnur= kona
salatbar


GROUP HUG! Ég er búin með fyrirlesturinn minn um Fridu Kahlo! Hann var á spænsku og átti að vera 15 mín en sæti spænski prófdómarinn var svo áhugasamur um Fridu að ég var í næstum hálftíma!

En nú er bara að hella sér út í dróttkvæðin...



þriðjudagur, desember 02, 2003

Sönglagatexti dagsins:
(flutt á Kraptakvöldi Mímis af samnefndum karlakór)

Spenntur

Soldið skrýtin, soldið þvæld
Samt ekk´ of mikið, ekk´ útpæld
Þó ekkert afleit, einhver fær
Samt ekk´ of mikið komdu nær

Enn ein nóttin engin hér
Ég sit hér einn með sjálfum mér
Finnst allt svo tómlegt, líður hægt
Finn ekkert fyrr en hefur lægt
Það hjálpar helling hvað þú ert sæt

Ég er miklu meir´ en spenntur fyrir þér
Mig langar bar´ að vera einn með þér
Þó vindar blás´ á móti stend ég hér
Ég er miklu meir´ en spenntur fyrir þér

Soldið fríkað soldið svart
Kannsk´ ekkert skrýtið dáldið hart
Það er ótrúlega sárt
Að finna svona mikið fyrir ást
Það hjálpar ekkert hvað þú ert sæt

Ég er miklu meir´ en spenntur fyrir þér
Mig langar bar´ að vera einn með þér
Þó vindar blás´ á móti stend ég hér
Ég er miklu meir´ en spenntur fyrir þér

Oft á tíðum þá sé ég ekki út
Stund og staður binda á mig hnút
Ég er miklu meir´ en spenntur.....

Einar Bárðarson

Já. Eða eins og Atli myndi segja: Nuff said.

mánudagur, desember 01, 2003

Nóatún í gær, síðdegis.
Ungur maður í gamalli úlpu vindur sér upp að mér þar sem ég stend við hraðbankann að taka út pening. Spyr:
„Geturðu ekki lánað mér klink svo ég geti keypt mér kammenbertost og ritskex?“
Ég svara: „Nei, því miður.“ (segi ég og stend með fullar hendur af seðlum)
„Neinei allt í lagi“ segir hann. „En ekkert vera að segja fólki að ég hafi verið að spyrja þig að þessu, fólki er eitthvað svo illa við það. Svona er bara fólk“
„Nei nei, ég geri það ekki“ (geng af stað inn í búðina og hann á eftir)
„Það er svona þegar maður er að hætta, það er erfitt. Fólk trúir því bara ekki hvað það er erfitt. Og pabbi manns og mamma halda að maður sé bara eitthvað..... En ég er kominn með nýjan lækni sem var líka fíkill og hann skrifar upp á hvað sem ég bið hann um!“ (Glottir).
„Nújá, er það“ segi ég.

Meira heyri ég ekki því ég staðnæmist við kjúklingakælinn en hann skundar áfram og tekur ekki einu sinni eftir að ég er ekki lengur við hliðina á honum.

Ég fór að pæla í því eftirá, var ég að misskilja hann - nú þekki ég ekki mikið inn á fíkniefnaheiminn en var þetta með kamenbertostinn kannski bara eitthvað slangur sem ég hef aldrei heyrt, eða var þetta bara svona mikill sælkeri?

Ég myndi nú vilja hafa upp á þessum lækni....

-------------
En jólin eru að koma. Hangikjötslæri var stolið úr geymslu í Vesturbænum (Ketkrókur?) og kona var troðin undir af trylltum lýð á leið á útsölu í Bandaríkjunum. Þetta las ég í Fréttablaðinu í dag. Aftur á móti er ég ekki búin að lesa Guðrúnarhvöt, Hamðismál, Þorláks sögu helga, safn dróttkvæða, Íslendingabók og Landnámu og allt hitt sem ég á að lesa fyrir Bókmenntasögupróf. Það er nú verri sagan.