mánudagur, desember 08, 2003

Kennararnir í MH eru orðnir miklu netvæddari í seinni tíð. (ehh frá því á síðustu önn). A.m.k. hafa miklu fleiri eknnarar heimasíðu núna Til dæmis er hérna skemmtilegur linkur á verkefni eftir Betty í slangri Hún hefði verið ánægð með mig, ég fékk 10/10.

En af öllum heimasíðum kennara um allan heim held ég að þessi sé með þeim laaangverstu. Sérstaklega er skemmtilegt hvernig myndatextinn smellpassar við myndirnar.
Þessi er aftur á móti sú besta.
En þegar maður er farinn að tala um síður starfsfólks MH er ekki hægt að sleppa þessari
Ég ber töluverða virðingu fyrir þessari vegna bítlakvóts og vinnunnar sem lögð hefur verið í grafíkina.

Þetta var nú meira linkafylleríið.... og ekkert lesið í norksu bókinni ennþá um symbolikk og bildespråk. Tssss.
Kominn tími á það.

Ps. Ég tók pólitíska áttavitaprófið, lenti skuggalega nálægt Gandhi...




Engin ummæli: