mánudagur, janúar 26, 2004

Samkvæmt systur minni er þetta álfanafnið mitt: Fëawen Faelivrin
Og þetta hobbitanafnið mitt: Peony Proudfoot of Standelf.

Flott, ha

Hobbitanafnið hans Steina er þó ennþá flottara: Mungo Chubb ! Og álfanafnið er Finrod Melwasúl

Ég hef ákveðið að starta nýjum dálk á þessari síðu. Hann á að heita sparnaðartippi námsmannsins (tippi dregið af tips, tip=ráð). Endilega komið með tillögur, þær mega alveg vera siðferðilega á mörkunum, eins og að nota 12-18 ára strætómiða fram eftir öllum aldri eða að skipta um verðmiða á flíkum í búðum, en einnig bara hefðbundin sparnaðarráð, þó ekki leiðinleg ráð eins og: hættu að fara í bíó og borðaðu lifur og hrísgrjón í öll mál. Það hjálpar engum. Svo þegar ég er komin með nóg af tippum get ég kannski gefið þau út og selt og grætt og... (hugsar sér gott til glóðarinnar)... já, pening já....... En hér er fyrsta tippið:


Sparnaðartippi námsmannsins #1:
ef þarf að prenta margar blaðsíður af glósum, farið í properties og stillið á booklet, þá prentast út handhægur bæklingur, prentarinn segir manni meira að segja hvar maður á að snúa blöðunum! (amk þessi prentari:) Þar með prentaði ég á 3 blöð í stað 10!

Engin ummæli: