fimmtudagur, apríl 29, 2004

Svanhvít: Ofurljóska í einn dag

(Svanhvít fer til ljósmyndara til að láta taka af sér passamyndir. Konan þarf að taka tvisvar myndir, því Svanhvíti tókst að blikka á annarri. Þegar Svanhvít fær myndirnar í hendurnar sér hún að konan gerir sig tilbúna að henda aukamyndunum tveimur. Hún hugsar að hún gæti nú spurt hvort hún mætti ekki eiga þær, þó þær væru nú ekkert ofboðslega góðar.)
Svanhvít Ofurljóska: Má ég kannski eiga þessar myndir?
Ljósmyndarakona: Ja, við erum nú vön að selja þær.
Svanhvít Ofurljóska: Ha? Til hvers?
Ljósmyndarakona (hissa): Ja... bara til að halda fyrirtækinu gangandi.....þetta eru dýrar filmur og svona...
Svanhvít Ofurljóska: Já en, ég meina, hvað á fólk eiginlega að gera við myndirnar?
Ljósmyndarakona (enn meira hissa): Ha??
Svanhvít Ofurljóska: Já, hver vill svosem kaupa einhverja lélega mynd af mér??
Ljósmyndarakona: Já nei, þú myndir þá kaupa hana....
Svanhvít Ofurljóska: (sekkur í gegnum gólfið af aulaskap sínum)

Ég var í stutta stund farin að ímynda mér menn sem koma og kaupa gamlar passamyndir af fólki og hengir þær upp á vegg í litlu herbergi... Nei Svanhvít, ekki vera svona glær!

Ég held þá bara áfram að blogga eftir fínar hvatningar í síðustu kommentum.. hvort sem ég hef eitthvað um að tala eða ekki..... og hvort sem ég fell á prófunum eða ekki!!!

P.s. ég stytti buxurnar kvöldið fyrir fíluprófið. Ég GAT bara ekki horft á þær svona hræðilega óstyttar. Síðan skammaðist ég mín allt kvöldið fyrir að hafa gert það :) En fílan fór vel, að ég held, "nú þarf ég aldrei aftur að vera í fílu"... eh.. ofnotaður brandari síðasta sólarhringinn..

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Einhver hefur kannski tekið eftir að ég blogga óvenju mikið þessa dagana, á meðan allir aðrir eru svo að segja í bloggpásu. En það er nú bara svo auðvelt að teygja sig í tölvuna og skrifa smá þegar maður á að vera að lesa um gagnrýna hugsun og spillingu tungumálsins. Þetta verður ekki svona slæmt í næstu prófum (ég er lítill heimspekingur), þegar ég byrja að takast á við beygingar-og orðmyndunarfræðina - namminamm. Það er svo ótalmargt sem mig langar að gera núna annað ena að lesa heimspeki, til dæmis að stytta nýju buxurnar mínar, finna flug í Búdapest fyrstu nóttina (fann loksins flug) og klára f**ing lopapeysuna hans Steina. Ég var að skoða síðuna sem ég pantaði flugið á núna áðan, og sá að ég má greinilega ekki prjóna í flugvélinni, hvað þá fá flís! (ég braut þetta nú þegar við fulgum á Roskilde 2002, þar prjónaði ég eins og óð í háloftunum)

En þetta er merkilegur listi:

At the airport – hand luggage

Airport security has increased and there are certain precautions we advise you take to ensure you comply with revised rules and regulations. It is important that you don't pack any of the following items in your hand luggage under any circumstances:s

Toy/replica guns (metal or plastic)

Catapults

Household cutlery

Knives with blades of any length

Razor blade

Tools

Scissors

Tweezers

Hypodermic needles (unless required for medical reasons)

Knitting needles

Darts

Sporting bats

Billboards or pool cues
Á morgun er próf hjá mér í fílunni. Fílan er ævafornt námskeið í heimspekideild sem hefur verið kennt lengur en elstu menn muna og það heitir upprunalega því virðulega nafni Heimspekileg forspjallsvísindi. Nú á ég að vera að læra fyrir fíluna. En í staðinn setti ég orðið "fílan" inn á google og komst að því að fílan er ekki bara fílan, fílan er líka Westlife-meðlimur... og ekki óhuggulegur:

fílan
Shane Filan er mikið gæðablóð. Í frítíma sínumfinnst honum gaman að bjarga munaðarlausum krákuungum og lesa heimspeki.

mánudagur, apríl 26, 2004

Þar sem ég er nú að fara að ferðast til 5 landa í sumar, ætla ég að reyna að setja eigið met í bloggi í öðrum löndum. Hingað til hef ég bara bloggað á Íslandi, þ.e. í Reykjavík og í Biskupstungum, en í sumar ætla ég að reyna að „taka aðeins í tölvu“ í London, Feneyjum, Ljubljana, Kaupmannahöfn, Roskilde, London aftur, Budapest og Szeged. Eða a.m.k. í sem flestum af þessum borgum. Eru einhverjar óskir um blogg til dæmis í Ljubljana? Eða London? Það gæti orðið gaman...

(Ég er að hugsa um að læra ekkert undir próf heldur horfa bara á þetta þar til 13. maí. => badgerbadgerbadger.com)

sunnudagur, apríl 25, 2004

Ég á svo ljóta vini! Að maður tali nú ekki um ljótan kærasta

Mér finnst að öll partí ættu að vera ljótufatapartí! Ragnheiður á þó heiðurinn í að hafa verið í ógeðslega MIKIÐ af ÓGEÐSLEGA ljótum fötum.

Gíslisæti
Gísli Marteinn sýndi enga viðleitni og mætti nakinn í ljótufatapartíið.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Er einhver sem getur reddað mér fari til Ungverjalands í byrjun ágúst? Og aftur til baka í lok ágúst? Köszönöm! (Takk á ungversku) Nei baara, það er svolítið erfitt að finna flug.. en ég kvarta ekki, þetta er það eina sem ég þarf að borga í ferðinni, styrkurinn sér víst um hitt, m.a.s. strætókort!

Ég vinn eins og maur á spítti þessa dagana í Storð (sem ég get ekki linkað á því það er ekki komin heimasíða ennþá. Svei því) Þess vegna er ég öll lurkum lamin og nenni ekki í strætó á aikidoæfingu þegar ég er nýkomin úr 50 mínútna strætóferð.



Ungverskuhornið:
Hér eru nokkur mikilvæg orð í ungversku

magas = hávaxinn szép = fallegur beteg = veikur
fiatal = ungur kedves = næs okos = smart

Vagyok = ég er

Svona er hægt að setja saman setningar, t.d. ég er hávaxin/n : Magas vagyok.
Njótið vel.


Sæl að sinni.

Ps.:BOGI SPILAR Á MANDÓLÍN (Þetta er nú möst)

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Líf eftir bíl. 1. þáttur.

Ég fékk mér strætókortið hið gula í gær. Það er stórt skref. Þar með er ég búin að játa það að bíllinn er farinn og kemur ekki aftur

(reyndar er hann núna líklega orðinn að litlum járnkubbi sem pabbi segir að sé sendur með skipi til Nýja-Sjálands eða whatnot. En ég vil helst ekki hugsa um það).

Eitt get ég þó ekki gert ennþá, og það er að taka bíllykilinn af lyklakippunni. Það er laaangt í það.

(ég tók 7 strætóa í gær og 6 í dag. Á einhver bíl til að gefa mér?)

En ég fæ ekkert voðalega mikla vorkunn því ég yrði ekki mikið á landinu í sumar til að keyra bíl hvort eð er hefði ég einn slíkan!

Og já, þetta er skólinn sem ég ætla verð víst í allan ágústmánuð. Hann er í borginni Szeged sem ég kann ekki einu sinni að bera fram.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Óráðsíublogg

"Az adatokat folyamatosan töltjük fel, az esetleges hibák, hiányosságok megszűntetéséig szíves türelmüket kérjük!" - eftir sumarið get ég kannski sagt ykkur hvað þetta þýðir!

Hver hefði trúað þessu! Svanhvít er á leiðinni til UNGVERJALANDS

Tja, ég var bara að kíkja á póstinn minn áðan og sá þennan líka fína póst:

"Stirkir til Ungversku í Ungverjalandi.

Okkur í Félagi Ísland Ungverjaland höfum mikla ánægju af að tilkynna þér að þú hefur
verið valin úr hópi umsækjanda sem styrkþegi sumarið 2004 til að fara til
Ungverjalands."


Það borgar sig að lesa moggann... þar er alltaf verið að auglýsa eftir umsækjendum um styrki, maður sækir um, og svo fær maður styrk eða maður fær hann ekki... og í þetta skipti fékk ég hann! Nú er bara að finna skóla og ákveða hvort ég ætla að vera í 2 eða 4 vikur (all expenses paid+vasapeningur, ég þarf að borga flug). hvað á ég að gera. Ef ég fer í 4 vikur missi ég af brúðkaupinu hennar Fjólu, sem er hræðilegt, en ef ég er í 2 vikur læri ég nú ekki neitt voðalega mikið. Hjálpið mér nú!

En eitt er á hreinu, ég ætla að fara, og enginn getur stoppað mig.

Áfangastaðir mínir utanlands í sumar eru ss:

Slóvenía 19.-26.maí
Danmörk 28. júní -5 júlí
Ungverjaland x. ágúst -x- ágúst

=(Engir peningar í lok sumars + mögnuð lífsreynsla)

Stundum er gaman að lifa.






fimmtudagur, apríl 08, 2004

Ég vil þakka öllum hlý orð í garð Toyotunnar. Ég fékk kökk í hálsinn og táraðist við lesturinn. Þessa dagana er helst í fréttum að ég er á leiðinni á hátíð sem kennd er við Hróarskeldu. Með í för verður minn ektamaki, Grumpy old men og Þura. Skiljið eftir ykkur línu ef þið eruð fleiri þarna úti sem ætlið!!

[reiðiblogg hefst]
Amma mín móðgaði mig í gær. Það var alls ekki viljandi, en ég varð nú samt soldið fúl. Amma mín er nefnilega algjör Pollíanna og vill alltaf gera gott úr öllu. Til dæmis þegar hún þurfti að fara í nýrnauppskurð og ég heimsótti hana á spítalann þakkaði hún fyrir að hafa nú alltaf verið heilsuhraust hingað til. En ég fór í heimsókn til afa og ömmu í gær og var að rekja fyrir þeima harmsöguna með bílinn, og þá fer amma af stað: "Já en það var nú gott að það slasaðist enginn!" Já en það var gott það er nú að koma vor og svona" OG SVO: "Það var nú gott að hann Steini var að keyra þegar þetta gerðist, þú hefðir nú kannski ekki ráðið við þetta, þú ert nú ekki jafn vön kannski" (AAARRRRGGGGG) Í þetta eina sinn hef ég virkilega viljað öskra á ömmu. ÉG er búin að keyra bílinn í TVÖ ár, STEINI í EITT. ÉG er búin að vera með bílpróf MIKLU lengur og hún getur sko ekki sagt að hann sé VANARI BÍLSTJÓRI! En ég veit að hún meinti bara gott með þessu, og að þetta er bara í takt við hennar kynslóð að hugsa svona. Af því Steini er strákur þá á hann að vera betri og vanari bílstjóri! Ég veit alveg að Steini er ekkert lélegri bílstjóri en ég en hann er ekkert endilega betri af því hann er strákur!! Onei. En svona getur kynslóðabilið orðið heilt kynslóðaGAP. En þetta er nú allt að breytast, amma fékk til dæmis ekki bílpróf fyrr en hún varð fimmtug, núna fara stelpur helst á 17 ára afmælisdaginn í prófið.
[reiðibloggi lýkur]

Jæja, besta að lækka aðeins rostann í sér. Nú er ég að bíða eftir pabba, hann ætlar að ná í mig og flytja mig í sveitasæluna. Steini kemur svo á morgun, og mér skilst að okkar bíði tvö risa páskaegg!

Ég mæli með 101 Reykjavík í uppsetningu Stúdentaleikhússins! Magnaður skítur.

Gleðilega páska

uff

sunnudagur, apríl 04, 2004

Fyrstu dagarnir án Toyotunnar
Svolítið liðið frá síðasta bloggi, og ekki skrítið, enda margt sem hefur haldið mér frá tölvunni. Ég ætla ekki að tala um hvað tónleikarnir okkar voru frábærir, (sem þeir voru), aðrir hafa farið um þá mörgum orðum og er nóg um. Ég ætla ekki heldur að tala um Gettu betur (slæmt) eða Söngkeppnina (GOOTT). Allt þetta er hjóm miðað við áfallið sem ég varð fyrir á miðvikudagskvöldið.

Margir vita nú þegar hvað gerðist, eftir áratugalanga þjónustu í mannheimum hefur Toyotan okkar Steina sungið sitt síðasta og er horfin til betri staðar, þar sem gnótt er af rúðupissi, bílaþvottastöðvum og þar rignir smurolíu. Ég hef áveðið að takast á við missinn á heilbrigðan hátt og reyna að skrifa mig út úr sorginni. Sumir fara aðrar leiðir við að syrgja.

Hér var ég byrjuð á minningargrein, hún var hlaðin tilfinningum og hræðilega væmin. Ég ákvað að taka hana út, því ég held þið skynjið öll hvernig mér er innanbrjósts, það gera að minnsta kosti allir þeir sem einhvern tímann hafa á gamla druslu sem hefur dugað þeim í gegnum súrt og sætt en gefur svo upp öndina. Ég vissi að þetta gat gerst hvaða dag sem var, og þess vegna þakkaði ég fyror hvern dag sem hann fór í gang. En þó boddíið sé gamalt og ryðgað í sundur (dánarorsök) þá lifir minning hans í hjörtum okkar.

Minningarathöfn hefur farið fram, blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á kommakerfið hér fyrir neðan.

Að lokum vil ég minnast Toyotunnar okkar í ljóði eftir meistara Megas:

gamli skrjóðurinn
gengni móðurinn
geymir minning kæra

stíflað púströrið
stolið teinhjólið
stólgormar búkinn særa

gamli skrjóðurinn
gengni móðurinn
geymir hróðurinn