mánudagur, maí 30, 2005

Ibiiiiiza.....

Já, Ibiza...

Ibiza er alveg eins og madur ímyndar sér Ibiza. Pálmatré, rándýrir kokteilar á rándýrum diskótekum, hvítar strendur fullar af túristum, steikjandi sól, fólk klaett eins og madur ímyndar sér ad fólk klaedi sig á Ibiza (stutt og flegid, helst engin fot) á kvoldin neonljós eins og í Las Vegas.

Ég var med theim finnsku allan tímann, og thad sem thaer vildu var ad liggja á strondinni ALLAN tímann. Thar sem ég og minn líkami erum ekki gerd fyrir slíkt skadbrann ég audvitad og var med órádi á fostudagskvoldid, skiptist á ad skjálfa úr kulda og steikjast úr hita, á medan allir adrir (nema thaer finnsku) fóru ad leika sér á rándýru diskótekunum. Eftir thad keyrdi ég stelpurnar á strendurnar sem thaer vildu fara á og fór svo sjálf og rúntadi um Ibiza... thad fannst mér gaman. Ég fór á "besta hippamarkad í Evrópu" sem heitir Las Dalias, ekta markadur med alvoru hippum. Thad var frekar dýrt thar, en ég fékk fullt af hugmyndum um hvad ég aetla ad thaefa og sauma thegar ég kem heim! Skór, toskur pils, leggid inn pantanir núna!

Ég veit ad ég hefdi ekki meikad mikid fleiri daga af thessum stad, og á medan allir grétu yfir ad vera á leidinni til Alcalá í gaernótt var ég bara nokkud fegin, sérstaklega af tví ad í dag er skýjad, meira ad segja smá rigningardropar sem gloddu mig ósegjanlega. Brunasárid á hokunni á mér fagnar líka ad sleppa vid sól. (ég fór í apótek á Ibiza og bad um krem eda eitthvad á brunann, konan sem vann thar hrópadi upp yfir sig, ¡Madre mía! Hvad gerdist fyrir thig?!)
Thad sem ég var hins vegar ekki ánaegd med var thegar ég lagdi frá mér toskuna mína á útidyratroppunum thegar ég kom heim í nótt kl hálf fjogur, thá brotnadi í henni raudvínsflaska sem ég geymdi thar og raudvín lak á allt dótid mitt. Ég tók símann minn uppúr og hellti mesta víninu úr toskunni og ákvad ad gleyma vandamálinu, verd ad takast á vid thad í dag.

Var ad kaupa mida til Koben, 1. júlí, thar aetla ég ad eyda nokkrum dogum med mínum kaera bródur ádur en ég held heim. Knus og kram.

Engin ummæli: