fimmtudagur, janúar 25, 2007

'A B C D F E G' eða 'um rétta skipan stafa í stafrófi'

Mér hefur alltaf fundist að F ætti að koma á undan E í stafrófinu. Ég ímyndaði mér þegar ég var lítil að hver stafur hefði persónuleika og F ÁTTI bara að koma á undan, en hann var svo feiminn að hann þorði ekki að troða sér. Þetta er örugglega einhver tegund af synaesthesiu og hefur d0fnað mjög með árunum. Ég nota þennan hæfileika (ef hæfileika skal kalla) samt oft, þ.e. að gefa stöfum, nótum eða tölum persónuleika, t.d. þegar ég læri undir próf. Mjög hentugt.

En hvað um það, nú legg ég til að F verði fært á undan E í stafrófinu. Þá er bara að framfylgja því, hver er með?

(eina er að þá stuðlar stafrófslagið ekki jafn vel)

1 ummæli:

Regnhlif sagði...

Mér fannst alltaf að n ætti að koma á undan m. Það er alveg augljóst.