Vorið er komið í Santiago
Í dag var 26 stiga hiti. Það þykir merki um að vorið sé að koma, og þykir svona nokkuð notalegt. Mér fannst það bara frekar heitt.
Það er fallegt í Santiago núna ef maður lítur framhjá loftmenguninni, sem fær liðsauka á þessum árstíma, sem eru frjókornin. Þau gera ofnæmisgemsum mikinn grikk og jafnvel ég er farin að finna fyrir því, sem aldrei hef fengið frjókornaofnæmi. Hér hnerra því menn hver um annan þveran hér í húsinu og annars staðar. Þessu fylgir höfgur blómailmur í allri borginni sem er reyndar mjög indæll.
Ég var að koma úr tíma í tákfræði þar sem við tókum femínískan lestur á Silence of the Lambs, en kennarinn hélt því líka fram að Hannibal Lecter væri nasisti og benti á alls kyns dæmi úr myndinni því til stuðnings. Nú þarf ég að skrifa tíu blaðsíðna ritgerð um myndina Thelma & Loise, sem gengur í meginatriðum út á það að finna nákvæmlega hvað það er sem kennarinn er að fiska eftir, þ.e. hans óhagganlegu hugmyndir um myndina.
Myndin hér fyrir ofan er tekin í aðalkirkjugarðinum í Santiago. Myndirnar fyrir neðan líka. Þetta er risastór kirkjugarður og þar er að finna allar mögulegar tegundir af leiðum og grafhýsum og hólfum og hvelfingum. Ætla að fara með pabba og mömmu þangað ÞEGAR ÞAU KOMA Í NÓVEMBER! Ég er hrikalega spennt yfir því. Líka að Þura og meðreiðarsveinn hennar ætli að koma í október. Já og Eva María og hennar tríó í desember! Húrra!
þriðjudagur, september 16, 2008
föstudagur, september 12, 2008
11-S
Það er komið að löngu tímabærum pistli og vel við hæfi að hann sé skrifaður 11. september (sem er ekki enn liðinn þegar ég byrja að skrifa þetta, þótt hann sé það í Evrópu).
Í dag var mikið um mótmæli niðri í bæ og frí var gefið í öllum skólum og mörgum vinnustöðum seinnipart dags til að fólk kæmist öruggt heim til sín þar sem það er hættulegt að vera seint á ferð. Stórmarkaðurinn minn var meira að segja lokaður í dag. Það er mjög algengt að rafmagnið sé tekið af líka þennan dag til að stoppa mesta ofbeldið. Hér heima var búið að taka fram kerti og eldspýtur til öryggis en sem betur fer kom ekki til þess að við yrðum rafmagnslaus.
Í Chile er 11. september nefnilega jafnvel mikilvægari en í Bandaríkjunum. Þennan dag árið 1973, fyrir 35 árum, réðst hershöfðinginn Pinochet inn í Moneda-höllina með liði sínu og steypti sósíalistanum Salvador Allende forseta af stóli. Næstu sautján ár var Pinochet einræðisherra í landinu eða allt til 1989. Allende lést í átökunum þennan dag (ennþá er deilt um hvort hann framdi sjálfsmorð eða var tekinn af lífi) sem og fjölmargir stuðningsmenn hans, m.a. á leikvangi þar sem safnað var saman fjölda fólks sem síðan var tekið af lífi. Þennan dag hófust ofsóknir sem áttu eftir að draga þúsundir manna til dauða og margir sátu í fangelsi fyrir engar sakir og voru pyntaðir. Hundruð þúsunda vinstrimanna flúðu land, til annarra landa S-Ameríku eða Evrópu (t.d. eru um 40.000 manns ættaðir frá Chile í Svíþjóð).
Þegar ég kom hingað komst ég fljótt að því að fólk er ekki mikið fyrir að tala um einræðistímann, og hann kemur reyndar merkilega sjaldan upp í samræðum, miðað við að það eru rétt 19 ár liðin frá því að honum lauk. Fólk er skiljanlega langþreytt á umræðuefninu og vill líta fram á við frekar en til fortíðarinnar. Það er þreytandi fyrir Chilebúa að það eina sem útlendingar vita um landið sé þessi sorglega saga, því það hefur upp á svo margt annað að bjóða. Önnur ástæða fyrir því að fólk talar ekki um þennan tíma er að enn eru skiptar skoðanir og ógróin sár sem betra er að láta vera.
Áður en ég kom til Chile hafði ég lesið þó nokkuð um valdaránið og einræðistímann en það var allt mjög einhliða þar sem í Evrópu heyrir maður söguna aðeins frá sjónarhorni stuðningsmanna Allendes. Ég varð mjög hissa að heyra og sjá alla þá sem enn styðja Pinochet og líta mjög upp til hans. Daginn sem hann dó, árið 2006, var undarlegur dagur í Chile. Fólk skiptist í tvær fylkingar og ýmist fagnaði og skálaði í kampavíni eða syrgði og grét. Hér er myndband sem strákur sem ég kannast við tók þennan dag af fólki sem hyllir Pinochet. Takið eftir nasistakveðjunni.
Eins og allir vita þá er ekkert svart og hvítt í þessum heimi. Þetta segja flestir Chilebúar við mig þegar umræðuefnið ber á góma. Allende hafði hugmyndir sem erfitt var að ímynda sér í framkvæmd svo vel færi. Í landinu var gríðarleg misskipting auðs þegar hann tók við, nokkrar ríkar fjölskyldur áttu allar eignir og fátæku bændurnir sem á landareignum þeirra bjuggu áttu allt sitt undir þeim. Allende tók þessar eignir og úthlutaði þeim alveg upp á nýtt, eftir hugmyndum sósíalismans. Einnig ríkisvæddi hann fjölmörg fyrirtæki, sem og stærstu koparnámurnar (helsta auðlind Chile). Þetta fór eðlilega fyrir brjóstið á þeim sem áður höfðu átt allt. En eins og allt er þetta ekki svona einfalt. Hver hefur sína sögu að segja, eins og einn besti vinur minn hér, sem sagðist bera blendnar tilfinningar í garð Allendes og Pinochets og sagði mér söguna af afa sínum. Sem lítið barn var hann sendur bláfátækur út á götu þegar foreldrar hans dóu, og til að lifa af fór hann að búa til leikföng úr alls kyns spýtukubbum og drasli sem hann fann á götunni. Hann seldi leikföngin fyrir slikk, en þau urðu vinsælli og vinsælli og hann þurfti að gera út önnur börn til að selja þau og búa til. Framleiðslan vatt upp á sig og hann endaði með stóra leikfangaverksmiðju með fjölda manns í vinnu. Það var einmitt þá sem Allende kom og ríkisvæddi verksmiðjuna svo afrakstur erfiðisins fór ekki til afans og fjölskyldu hans. Því fagnaði fjölskyldan því þegar Pinochet kom og "frelsaði" þjóðina. Enginn vissi hins vegar að Pinochet hafði í huga að sitja slímusetur sem einræðisherra í landinu um ókomna tíð. Þetta er bara ein af mörgum slíkum sögum. Aðrir segja svo sögur af horfnum ættmennum sem líklega var dembt beina leið út í Kyrrahaf fyrir eitt að hafa verið sósíalistar.
Ekki má gleyma aðkomu Bandaríkjanna að því að hugmyndir Allendes tókust ekki betur en raun varð. Í Bandaríkjunum stóð stjórnvöldum stuggur af öllu sem hét sósíalismi eða kommúnismi og meint tengsl Allendes og Fidels Castro fengu hárin á Nixon og félögum til að rísa. Litið var á sósíalistastjórn Allendes sem eina mestu ógn sem steðjaði að heiminum á þessum tíma. (Koparnámurnar gróðasömu voru í eigu Bandaríkjamanna sem ætti líka að skýra hluta af andúðinni þar á bæ.) Í það minnsta eru til öruggar sannanir fyrir því að Bandaríkin hafi stuðlað meðvitað að því að veikja stjórn Allendes með viðskiptahömlum og fleiri leiðum, svo fólk leið mikinn matvæla-, vöru- og eldsneytisskort. Hægriflokkarnir sem voru á móti Allende-stjórninni fengu mikinn stuðning frá USA og verkföll sem þeir stóðu fyrir náðu að lama landið. Þannig var Pinochet gert auðveldara fyrir að ná völdum og njóta stuðnings fólksins.
Þetta var svona smá sögustund í tilefni dagsins, og auðvitað skylduskrif bloggara sem skrifar frá Chile. Það hefur verið mjög áhugavert að kynnast mismunandi fólki með mismunandi skoðanir en það hefur líka verið erfitt. Sérstaklega er erfitt að hlusta á einn félaga minn sem er mikill aðdáandi Pinochets og reynir að sannfæra mig um að hann hafi verið hetja en Allende einræðisherra. "Lestu sögu Chile!" segir hann, sem pirrar mig óstjórnlega, því það er sama hvað ég segi, hann getur alltaf sagt að ég viti ekki neitt því ég sé bara gringa sem komi til landsins með einhverjar rómantískar hugmyndir um "skíta-kommúnista", á meðan hann þekki þetta af eigin raun, því auðvitað er hann héðan en ekki ég. Hann getur þó að mínu mati lítið sagt þar sem hann viðurkenndi fyrir mér að hafa verið nýnasisti þegar hann var unglingur (enda afi hans þýskur nasisti sem flúði til Chile í seinna stríði þar sem hann hafði hylmt yfir með vini sínum sem var gyðingur). (Þessi suðurameríski nýnasismi er eitthvað sem ég fæ ómögulega skilið, þ.e. hvað þeim gengur til og hvað þeir þykjast eiginlega vera, sérstaklega þar sem flestir hér eru blanda af frumbyggjum og aðkomufólki, og því frekar langt frá því að vera aríarnir hans Hitlers. En það er önnur saga.)
Mér finnst ennþá erfitt að skilja viðhorf fólks til þessa atburðar sem er enn svo nálægur í sögunni, en ég skil það í það minnsta mun betur en áður en ég kom til landsins. Eftir að hafa heyrt mismunandi sögur fólks skil ég af hverju það vildi sjá breytingar en það er ekki hægt að kenna Allende einum um stöðuna sem upp var komin árið 1973.
Þegar allt kemur til alls eru það þessar fjölskyldusögur sem móta viðhorf hvers og eins, miklu frekar en einhver hægri-vinstri skali getur nokkurn tímann gert. Um þetta efni gæti ég skrifað margt og mikið í viðbót en nú er kominn 12. september og tími til að líta fram á við. Varð ekki vör við ein einustu mótmæli þar sem ég hélt mig fjarri öllum stöðum þar sem þau er vanalega að finna, og rafmagnið er ekki enn farið af, svo allt er líklega með kyrrum kjörum. Ég kveð því að sinni og skríð í bólið.
Það er komið að löngu tímabærum pistli og vel við hæfi að hann sé skrifaður 11. september (sem er ekki enn liðinn þegar ég byrja að skrifa þetta, þótt hann sé það í Evrópu).
Í dag var mikið um mótmæli niðri í bæ og frí var gefið í öllum skólum og mörgum vinnustöðum seinnipart dags til að fólk kæmist öruggt heim til sín þar sem það er hættulegt að vera seint á ferð. Stórmarkaðurinn minn var meira að segja lokaður í dag. Það er mjög algengt að rafmagnið sé tekið af líka þennan dag til að stoppa mesta ofbeldið. Hér heima var búið að taka fram kerti og eldspýtur til öryggis en sem betur fer kom ekki til þess að við yrðum rafmagnslaus.
Í Chile er 11. september nefnilega jafnvel mikilvægari en í Bandaríkjunum. Þennan dag árið 1973, fyrir 35 árum, réðst hershöfðinginn Pinochet inn í Moneda-höllina með liði sínu og steypti sósíalistanum Salvador Allende forseta af stóli. Næstu sautján ár var Pinochet einræðisherra í landinu eða allt til 1989. Allende lést í átökunum þennan dag (ennþá er deilt um hvort hann framdi sjálfsmorð eða var tekinn af lífi) sem og fjölmargir stuðningsmenn hans, m.a. á leikvangi þar sem safnað var saman fjölda fólks sem síðan var tekið af lífi. Þennan dag hófust ofsóknir sem áttu eftir að draga þúsundir manna til dauða og margir sátu í fangelsi fyrir engar sakir og voru pyntaðir. Hundruð þúsunda vinstrimanna flúðu land, til annarra landa S-Ameríku eða Evrópu (t.d. eru um 40.000 manns ættaðir frá Chile í Svíþjóð).
Þegar ég kom hingað komst ég fljótt að því að fólk er ekki mikið fyrir að tala um einræðistímann, og hann kemur reyndar merkilega sjaldan upp í samræðum, miðað við að það eru rétt 19 ár liðin frá því að honum lauk. Fólk er skiljanlega langþreytt á umræðuefninu og vill líta fram á við frekar en til fortíðarinnar. Það er þreytandi fyrir Chilebúa að það eina sem útlendingar vita um landið sé þessi sorglega saga, því það hefur upp á svo margt annað að bjóða. Önnur ástæða fyrir því að fólk talar ekki um þennan tíma er að enn eru skiptar skoðanir og ógróin sár sem betra er að láta vera.
Áður en ég kom til Chile hafði ég lesið þó nokkuð um valdaránið og einræðistímann en það var allt mjög einhliða þar sem í Evrópu heyrir maður söguna aðeins frá sjónarhorni stuðningsmanna Allendes. Ég varð mjög hissa að heyra og sjá alla þá sem enn styðja Pinochet og líta mjög upp til hans. Daginn sem hann dó, árið 2006, var undarlegur dagur í Chile. Fólk skiptist í tvær fylkingar og ýmist fagnaði og skálaði í kampavíni eða syrgði og grét. Hér er myndband sem strákur sem ég kannast við tók þennan dag af fólki sem hyllir Pinochet. Takið eftir nasistakveðjunni.
Eins og allir vita þá er ekkert svart og hvítt í þessum heimi. Þetta segja flestir Chilebúar við mig þegar umræðuefnið ber á góma. Allende hafði hugmyndir sem erfitt var að ímynda sér í framkvæmd svo vel færi. Í landinu var gríðarleg misskipting auðs þegar hann tók við, nokkrar ríkar fjölskyldur áttu allar eignir og fátæku bændurnir sem á landareignum þeirra bjuggu áttu allt sitt undir þeim. Allende tók þessar eignir og úthlutaði þeim alveg upp á nýtt, eftir hugmyndum sósíalismans. Einnig ríkisvæddi hann fjölmörg fyrirtæki, sem og stærstu koparnámurnar (helsta auðlind Chile). Þetta fór eðlilega fyrir brjóstið á þeim sem áður höfðu átt allt. En eins og allt er þetta ekki svona einfalt. Hver hefur sína sögu að segja, eins og einn besti vinur minn hér, sem sagðist bera blendnar tilfinningar í garð Allendes og Pinochets og sagði mér söguna af afa sínum. Sem lítið barn var hann sendur bláfátækur út á götu þegar foreldrar hans dóu, og til að lifa af fór hann að búa til leikföng úr alls kyns spýtukubbum og drasli sem hann fann á götunni. Hann seldi leikföngin fyrir slikk, en þau urðu vinsælli og vinsælli og hann þurfti að gera út önnur börn til að selja þau og búa til. Framleiðslan vatt upp á sig og hann endaði með stóra leikfangaverksmiðju með fjölda manns í vinnu. Það var einmitt þá sem Allende kom og ríkisvæddi verksmiðjuna svo afrakstur erfiðisins fór ekki til afans og fjölskyldu hans. Því fagnaði fjölskyldan því þegar Pinochet kom og "frelsaði" þjóðina. Enginn vissi hins vegar að Pinochet hafði í huga að sitja slímusetur sem einræðisherra í landinu um ókomna tíð. Þetta er bara ein af mörgum slíkum sögum. Aðrir segja svo sögur af horfnum ættmennum sem líklega var dembt beina leið út í Kyrrahaf fyrir eitt að hafa verið sósíalistar.
Ekki má gleyma aðkomu Bandaríkjanna að því að hugmyndir Allendes tókust ekki betur en raun varð. Í Bandaríkjunum stóð stjórnvöldum stuggur af öllu sem hét sósíalismi eða kommúnismi og meint tengsl Allendes og Fidels Castro fengu hárin á Nixon og félögum til að rísa. Litið var á sósíalistastjórn Allendes sem eina mestu ógn sem steðjaði að heiminum á þessum tíma. (Koparnámurnar gróðasömu voru í eigu Bandaríkjamanna sem ætti líka að skýra hluta af andúðinni þar á bæ.) Í það minnsta eru til öruggar sannanir fyrir því að Bandaríkin hafi stuðlað meðvitað að því að veikja stjórn Allendes með viðskiptahömlum og fleiri leiðum, svo fólk leið mikinn matvæla-, vöru- og eldsneytisskort. Hægriflokkarnir sem voru á móti Allende-stjórninni fengu mikinn stuðning frá USA og verkföll sem þeir stóðu fyrir náðu að lama landið. Þannig var Pinochet gert auðveldara fyrir að ná völdum og njóta stuðnings fólksins.
Þetta var svona smá sögustund í tilefni dagsins, og auðvitað skylduskrif bloggara sem skrifar frá Chile. Það hefur verið mjög áhugavert að kynnast mismunandi fólki með mismunandi skoðanir en það hefur líka verið erfitt. Sérstaklega er erfitt að hlusta á einn félaga minn sem er mikill aðdáandi Pinochets og reynir að sannfæra mig um að hann hafi verið hetja en Allende einræðisherra. "Lestu sögu Chile!" segir hann, sem pirrar mig óstjórnlega, því það er sama hvað ég segi, hann getur alltaf sagt að ég viti ekki neitt því ég sé bara gringa sem komi til landsins með einhverjar rómantískar hugmyndir um "skíta-kommúnista", á meðan hann þekki þetta af eigin raun, því auðvitað er hann héðan en ekki ég. Hann getur þó að mínu mati lítið sagt þar sem hann viðurkenndi fyrir mér að hafa verið nýnasisti þegar hann var unglingur (enda afi hans þýskur nasisti sem flúði til Chile í seinna stríði þar sem hann hafði hylmt yfir með vini sínum sem var gyðingur). (Þessi suðurameríski nýnasismi er eitthvað sem ég fæ ómögulega skilið, þ.e. hvað þeim gengur til og hvað þeir þykjast eiginlega vera, sérstaklega þar sem flestir hér eru blanda af frumbyggjum og aðkomufólki, og því frekar langt frá því að vera aríarnir hans Hitlers. En það er önnur saga.)
Mér finnst ennþá erfitt að skilja viðhorf fólks til þessa atburðar sem er enn svo nálægur í sögunni, en ég skil það í það minnsta mun betur en áður en ég kom til landsins. Eftir að hafa heyrt mismunandi sögur fólks skil ég af hverju það vildi sjá breytingar en það er ekki hægt að kenna Allende einum um stöðuna sem upp var komin árið 1973.
Þegar allt kemur til alls eru það þessar fjölskyldusögur sem móta viðhorf hvers og eins, miklu frekar en einhver hægri-vinstri skali getur nokkurn tímann gert. Um þetta efni gæti ég skrifað margt og mikið í viðbót en nú er kominn 12. september og tími til að líta fram á við. Varð ekki vör við ein einustu mótmæli þar sem ég hélt mig fjarri öllum stöðum þar sem þau er vanalega að finna, og rafmagnið er ekki enn farið af, svo allt er líklega með kyrrum kjörum. Ég kveð því að sinni og skríð í bólið.
miðvikudagur, september 10, 2008
Mina - Brava. 1965
Ég nenni ekki að blogga, en hér er eitursvalur frumflutningur ítölsku dívunnar Minu á laginu Brava.
Ég er öll að hressast og að taka upp þráðinn í öllum kórunum mínum. Það var gott að garga smá níundu sinfóníu áðan.
föstudagur, september 05, 2008
Lilja er lasin. Ég er búin að vera veik núna í fjóra daga og farið að leiðast þófið. Það er tíu stiga hiti úti og litlu heitara inni og ég get helst bara hangið undir sæng (þ.e. trilljón teppum, hér eru auðvitað engar sængur) með öll íslensku ullarfötin mín vafin utanum mig. Þetta er vorflensan sem allir fá, það er mikið um frjókorn, loftmengun og kulda í Santiagoborg á þessum tíma árs og þessi blanda sendir fólk í rúmið í hrönnum. Það er þó auðvitað hugsað mjög vel um mig (vinir mínir frá Chile, þ.e.a.s. Kanarnir kvarta bara og segja "eins gott fyrir þig að þú smitir mig ekki"). Ég fæ pillur og trefla og te og súpur og teppi og faðmlög.
Ég var að lesa nokkur blogg bandarískra stelpna í Chile og vona innilega að mitt hljómi ekki eins og hjá mörgum þeirra. Auðvitað getur verið fyndið í hófi að kvarta og kveina yfir því hvað allt er öðruvísi, en blogg þar sem rövl er uppistaðan, sama hvort það er um fréttir á mbl.is eða líf í framandi landi, er ekki nema takmarkað spennandi til lengdar, nema það sé þá þeim mun betur sett fram.
Hér er þó færsla hjá Söru, stelpu sem ég þekki, enskukennara frá USA í Santiago, sem ég hef lengi ætlað að skrifa sjálf, um hvernig maður verslar í Chile. Sá prósess inniheldur hlaup á milli búðarstarfsmanna með ótal litla miða, jafnvel þótt maður sé ekki að kaupa annað en eina ostsneið.
Ég var að lesa nokkur blogg bandarískra stelpna í Chile og vona innilega að mitt hljómi ekki eins og hjá mörgum þeirra. Auðvitað getur verið fyndið í hófi að kvarta og kveina yfir því hvað allt er öðruvísi, en blogg þar sem rövl er uppistaðan, sama hvort það er um fréttir á mbl.is eða líf í framandi landi, er ekki nema takmarkað spennandi til lengdar, nema það sé þá þeim mun betur sett fram.
Hér er þó færsla hjá Söru, stelpu sem ég þekki, enskukennara frá USA í Santiago, sem ég hef lengi ætlað að skrifa sjálf, um hvernig maður verslar í Chile. Sá prósess inniheldur hlaup á milli búðarstarfsmanna með ótal litla miða, jafnvel þótt maður sé ekki að kaupa annað en eina ostsneið.
mánudagur, september 01, 2008
Voðalega fer í taugarnar á mér að sjá fyrirsögnina "Búist við Gústav á næsta sólarhring" á mbl.is. Það er látið hljóma eins og fellibylurinn hafi EKKI drepið 85 manns nú þegar og valdið miklum skaða í löndum í Karíbahafinu. Alltaf þurfum við að taka allt beint upp eftir miðdepli jarðar, USA.
Ojæja.
Um helgina fór ég meðal annars í partí með Barbra Streisand og Judy Garland myndböndum, barokkóperuupptökum, tedrykkju og merkilega grófum hommabröndurum. Svo fór ég í grillveislu með eldriborgarakórnum. Næstu vikur verða líklega grillveislur annan hvern dag ef ekki á hverjum degi því að 18. september er þjóðhátíðardagurinn hérna og þá er grillað í heila viku, drukkið og dansað. Ég hef einsett mér að læra að dansa þjóðdansinn, cueca, og ætla að fá mér þar til gerðan vasaklút, því það er ekki hægt að dansa cueca án vasaklúts (eða tissjús, ef enginn er vasaklúturinn).
Á leiðinni í grillveisluna í gær lenti ég í metróvagni með klikkuðum fótboltabullum, sem er ekki lítið af hér í Santiago. Það var greinilega leikur þennan eftirmiðdag svo það var sungið og öskrað og hoppað upp og niður svo vagninn lék á reiðiskjálfi. Þá lætur maður lítið fara fyrir sér og vonar að enginn abbist upp á mann. Öllu verra er þegar þeir hertaka strætó. Þá fer stór hópur af gaurum saman upp í hvaða strætó sem er, segir bílstjóranum að keyra beint á völlinn, og hann hefur auðvitað ekkert val, svo farþegarnir sem eru fyrir í strætó verða bara að gera sér það að góðu, gera lítið úr sér og vona það besta, því það er algengt að þeir séu rændir. Bullurnar hlaða sér inn í strætó, hanga út um gluggana með fána eða sitja uppi á þaki, öskra og æpa og kasta steinum á þá sem halda með öðru liði og öskra á þá og kasta steinum á móti.
Jájá.
Eru ekki annars allir í stuði?
Ojæja.
Um helgina fór ég meðal annars í partí með Barbra Streisand og Judy Garland myndböndum, barokkóperuupptökum, tedrykkju og merkilega grófum hommabröndurum. Svo fór ég í grillveislu með eldriborgarakórnum. Næstu vikur verða líklega grillveislur annan hvern dag ef ekki á hverjum degi því að 18. september er þjóðhátíðardagurinn hérna og þá er grillað í heila viku, drukkið og dansað. Ég hef einsett mér að læra að dansa þjóðdansinn, cueca, og ætla að fá mér þar til gerðan vasaklút, því það er ekki hægt að dansa cueca án vasaklúts (eða tissjús, ef enginn er vasaklúturinn).
Á leiðinni í grillveisluna í gær lenti ég í metróvagni með klikkuðum fótboltabullum, sem er ekki lítið af hér í Santiago. Það var greinilega leikur þennan eftirmiðdag svo það var sungið og öskrað og hoppað upp og niður svo vagninn lék á reiðiskjálfi. Þá lætur maður lítið fara fyrir sér og vonar að enginn abbist upp á mann. Öllu verra er þegar þeir hertaka strætó. Þá fer stór hópur af gaurum saman upp í hvaða strætó sem er, segir bílstjóranum að keyra beint á völlinn, og hann hefur auðvitað ekkert val, svo farþegarnir sem eru fyrir í strætó verða bara að gera sér það að góðu, gera lítið úr sér og vona það besta, því það er algengt að þeir séu rændir. Bullurnar hlaða sér inn í strætó, hanga út um gluggana með fána eða sitja uppi á þaki, öskra og æpa og kasta steinum á þá sem halda með öðru liði og öskra á þá og kasta steinum á móti.
Jájá.
Eru ekki annars allir í stuði?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)