Vorið er komið í Santiago
Í dag var 26 stiga hiti. Það þykir merki um að vorið sé að koma, og þykir svona nokkuð notalegt. Mér fannst það bara frekar heitt.
Það er fallegt í Santiago núna ef maður lítur framhjá loftmenguninni, sem fær liðsauka á þessum árstíma, sem eru frjókornin. Þau gera ofnæmisgemsum mikinn grikk og jafnvel ég er farin að finna fyrir því, sem aldrei hef fengið frjókornaofnæmi. Hér hnerra því menn hver um annan þveran hér í húsinu og annars staðar. Þessu fylgir höfgur blómailmur í allri borginni sem er reyndar mjög indæll.
Ég var að koma úr tíma í tákfræði þar sem við tókum femínískan lestur á Silence of the Lambs, en kennarinn hélt því líka fram að Hannibal Lecter væri nasisti og benti á alls kyns dæmi úr myndinni því til stuðnings. Nú þarf ég að skrifa tíu blaðsíðna ritgerð um myndina Thelma & Loise, sem gengur í meginatriðum út á það að finna nákvæmlega hvað það er sem kennarinn er að fiska eftir, þ.e. hans óhagganlegu hugmyndir um myndina.
Myndin hér fyrir ofan er tekin í aðalkirkjugarðinum í Santiago. Myndirnar fyrir neðan líka. Þetta er risastór kirkjugarður og þar er að finna allar mögulegar tegundir af leiðum og grafhýsum og hólfum og hvelfingum. Ætla að fara með pabba og mömmu þangað ÞEGAR ÞAU KOMA Í NÓVEMBER! Ég er hrikalega spennt yfir því. Líka að Þura og meðreiðarsveinn hennar ætli að koma í október. Já og Eva María og hennar tríó í desember! Húrra!
þriðjudagur, september 16, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
12 ummæli:
Þetta er alveg æðisleg mynd af þér Svanhvít! Endilega ekkert byrja að fá ofnæmi núna, það er ekkert skemmtilegt. Til hamingju með allar heimsóknirnar, jibbí!
Jei, rosa líst mér vel á vorið hjá þér! :) Verður nógu heitt 9. okt til að fara á ströndina?
Hehe meðreiðarsveinn, það er betra en orðið sem ég nota ;)
Hlakka til að sjá þig, stórt knús!!!
Vantar þig eitthvað (ekki stórt) sem ég get komið með?
Yfir og út, stelpan sem er búin að pakka öllu lífi sínu niður í 3 litlar töskur
Takk Guðbjört:)
Jájá Þura, við getum vel farið á ströndina. Held það væri stuð að leigja bíl og keyra út að einhverri sætri strönd, fara svo til Valparaíso, eða fá vini mína þaðan til að fara með okkur (sem eru btw mjög spældir að þú átt kærasta. Alltaf gaman að fá nýja gringu).
Vantar... uhhh viltu koma með tyrkisk peber eða einhvern saltlakkrís eða sterkan brjóstsykur? Ég myndi biðja þig að koma með flauturnar mínar en þær eru stórar og heima í sveitinni.
Já og matarkex ;) ho ho ho.
Vá, kirkjugarðurinn er "aðeins" skrautlegri en kirkjugarðarnir á Íslandi:)
já, það væri ekki amalegt að láta grafa sig í þessum
Svanhvít getur örugglega reddað þessu fyrir þig gulli þegar þar að kemur. Hún er nú alltaf svo greiðvikin.
Jú, blessaður Gulli, leggðu bara inn á mig og ég skal ganga frá þessu, þetta ætti ekki að vera það mikið fé fyrir Íslending, jafnvel í kreppu - og það er mun ódýrara ef þú kýst að liggja bara þarna í nokkur ár. Svo færðu að þjóna vísindunum með því að láta læknanema krukka í beinin á þér þegar leigutíminn er liðinn.
Húrrrrrra!!!!!
Þetta er annars ekki ósvipað kirkjugörðunum á Grænlandi. Plastblóm?
Plastblóm eru víst það eina sem þrífst í gadfreðinni jörð. Hér eru þau meira svona upp á að gera þetta "líflegra", enda eru þetta flest barnaleiði.
Ég skal koma með glás af söltu nammi og fullt af matarkexi !
Ég get ekki beðið, já og ströndin er alveg möst! Hljómar eins og plan :)
Oh, ég vildi að ég gæti komið Á MORGUN.
Förum bara saman Tinna mín!!
Skrifa ummæli