föstudagur, nóvember 14, 2008

Örljóð um ástandið í anda stórskáldsins Orra Tómassonar




Ást - andið










Til hughreystingar hræddri þjóð eru hér nokkrar stemmningsmyndir úr borginni La Serena og Elqui-dal, sem við Þura og fylgisveinn könnuðum í október. Þar drýpur pisco (þjóðardrykkurinn) af hverju strái, höfugur blómailmur liggur í loftinu og trén svigna af papaya, fíkjum og avókadó. Þarna eru kjöraðstæður fyrir stjörnuskoðun og mikil kosmísk orka svo dalurinn er fullur af hippum og samyrkjubúum.





Copihue, þjóðarblóm Chile












Hér sér fólk kanínuna í tunglinu en ekki karlinn í tunglinu. Hún sést ágætlega á þessari mynd. Tekið í stjörnuskoðunarferð, hin myndin er tekin í gegnum sjónauka.

2 ummæli:

Þura sagði...

Úh myndirnar koma ekkert smá vel út :)

Nafnlaus sagði...

Hæ Frænka mig vantar heimilisfangið þitt prontó ;)

kv Fjóla fjola@isl.is