fimmtudagur, október 18, 2007

Misjafnt er mannanna gaman
Þegar ég fór um Heathrow-flugvöll um daginn varð ég mjög hrifin af
auglýsingaherferð frá HSBC banka sem samanstóð af flennistórum veggspjöldum með mismunandi myndum af ólíkum áhugamálum og lífsstíl fólks til að minna mann á að við erum ekki öll eins og það sem einum þykir frábært finnst öðrum ömurlegt.














Mér datt þessi herferð í hug þegar ég fann í gær á netinu útvarpsstöðina Recorder-Radio (Der Radiosender, der Ihnen die Musik der Blockflöte und ihrer Verwandten präsentiert) þar sem er spiluð blokkflaututónlist tuttugu og fjóra tíma sólarhringsins. Himnaríki fyrir mig... en það er eins og mig gruni að svo sé ekki um alla. Tilvalið mótvægi væri til dæmis rás þar sem fótboltaleikjum er lýst allan sólarhringinn.

ps. Blogger leyfir mér ekki að hafa allt í sama letri. Eins og mér sé ekki sama...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ langaði bara að segja takk fyrir heimsóknina í gær það var rosalega gaman að sjá þig.

Love ya

Fjóla