þriðjudagur, september 27, 2005

Nú þarf ég víst að halda áfram með þennan sjálfhverfa leik sem gengur út á það að nefna fimm staðreyndir um sjálfa mig, en hann Orri ofur klukkaði mig.

1. Ég veit ekkert hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, og þetta er óhagganleg staðreynd, þar sem ég verð áreiðanlega aldrei stór. Mest langar mig að taka allt sem kennt er í Hugvísindadeild, en sé ekki að mér endist ævin eða námslánin til þess.

2. Ég borða ekki ennþá ólívur og drekk ekki kaffi, þrátt fyrir margvíslegar tilraunir og hálfs árs aðlögunartíma á Spáni, kaffidrykkju-og-ólívuétandi landi heimsins, skólavist í MH, kaffisvelgi sem foreldra og 4 ár í vinnu í Storð þar sem kaffi er lífsvökvinn.

3. Þegar ég fæddist var ég með naflastrenginn vafinn tvisvar utanum hálsinn, og hefði ég ekki haft svona góðan lækni og ljósmóður væri hvorki ég né þetta blogg til. Læknirinn man ennþá eftir mér og spyr mömmu reglulega um mig þegar hann hittir hana.

4. Ég er í alvörunni með svart hár, eyði þúsundum í hverjum mánuði í aflitun. (þetta vita ekki margir)

5. Ég þoli ekki rúsínur í kökum, uppgerðar-norðlenskan hreim, hljóðið í ísskápnum, að vera með skítugt hár, og fólk sem talar hátt.

ég klukka Sigurrósu.

fimmtudagur, september 15, 2005

ég erann í klukkleiknum. kemur bráðum-busy núna.

miðvikudagur, september 07, 2005

Er þetta ekki fagurt merki??

fimmtudagur, september 01, 2005

Ég sá rottur í körfubolta í Finnlandi.