miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Fötin mín í sjónvarpinu

Þetta hlýtur að vera fyrirboði um eitthvað – fötin mín eru farin að spóka sig í sjónvarpinu, líklega að hita upp fyrir mig... ætli ég verði næsta stjarnan í einhverjum raunveruleikaþættinum?

Í síðustu viku var trefillinn minn í þættinum At, reyndar ekki í stóru hlutverki, og þó, það var verið að kynna Búðina, sem er forláta búð á Laugaveginum, og þá var einmitt sýndur í nærmynd trefillinn minn sem er búinn að sitja þarna uppi í hillu hjá þeim síðan fyrir jól að reyna að selja sig (vændistrefill). Hitt er verra að prjónatöskurnar mínar voru ekki sýndar, þær eru sönn völundarsmíð og bíða óðfúsar eftir kaupanda *blikk blikk*.

En ekki nóg með þetta, því á morgun, þ.e. annað kvöld verður jakkinn minn í aðalhlutverki. Og þetta er enginn venjulegur jakki, því þetta er Sgt. Pepper’s jakkinn minn. Hann verður þarna í góðum hópi Steina jakka og Þuru jakka. Þetta eru mjög gáfaðir jakkar, því þeir ætla að keppa í Gettu betur og leitast við að rústa MR-ingum. Og þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Fyrir þá sem þekkja örlítið til eru það fjólublái, bleiki og gullitaði jakkinn sem keppa, líklega á móti gráum og svörtum rúllukragabolum. Fyrir þá sem ekki þekkja eru hér myndir af jökkunum. Ég óska hýslum jakkanna góðs gengis á morgun, eða, ef allt fer illa, góðs flipps.





Að blogga er það síðasta sem ég ætti að vera að gera núna, kvöldið fyrir 50% próf.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Ég var að prjóna og hlusta á Metallica.

Steina fannst það fyndið.

Það er líka kannski soldið fyndið.



knit

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Gaman að sjá Halla mættan til leiks á ný.

Mæli með Flateyjargátunni. Fín í veikindum. Og nú er ég byrjuð á Öxinni og jörðinni. Sögulegar og menningarlegar skáldsögur eru málið núna.
Ég er lasin
Fór heim í sveitina í vikufríinu mínu bara til að ná mér í tannpínu, magaverk, eyrnaverk, höfuðverk, kvef og hálsbólgu. Fór í lokapróf í gær með tannpínu, magaverk, eyrnaverk, höfuðverk, kvef og hálsbólgu. Það var stuð. Hvað er þetta með veikindi í fríum?

Best að fara að sofa. (kl. 13.30)

En fyrst... þetta:
cute but psycho
you are the cute but psycho happy bunny. You
adorable, but a little out there. It's alright,
you might not have it all, but there are worse


which happy bunny are you?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Bætti við hlekkjum á þrjár myndarkonur í íslenskunni, þær Láru, Sigurrósu og TóTu.

Megi þær vel þrífast og blogga sem mest.

Tælenski maturinn var himneskur en ísinn og íssósan mikla í boði Andra gerðu útslagið, eins og sjá má hér

Keflavík er skrýtinn bær. Götunöfnin eru öll þau sömu og í Reykjavík, Sólvallagata, Hringbraut, Suðurgata, Túngata, Ránargata, Vesturgata, Klapparstígur... og nöfnin á sjoppunum eru hvert öðru meira lummó, dæmi Ungó, Ný-ung..
Svo veit maður ekki fyrr en maður er kominn í Njarðvík, nema þá fer að standa eitthvað eins og Njarðvíkingurinn á húsunum. Og þá snýr maður við og heldur áfram að leita að húsinu sem maður var að leita að, þ.e. kotinu hennar Rutar Ég þakka Rut í Koti kærlega hýlegar móttökur, og ólíkt skemmtilegra að kíkja þangað en að húka úti í Leifsstöð að bíða eftir tengdaforeldrum í seinkaðri flugvél. Heimsferðir eiga ekki mikið hrós skilið fyrir þessa ferð, á leiðinni út voru 72 pör af skíðum skilin eftir , eins og frægt er orðið, ("farþegar tóku bara of mikinn farangur með sér" En þetta var SKÍÐAferð!) og á leiðinni heim seinkaði vélinni um 2 tíma því Heimsferðir tímdu ekki að kaupa nema eitt tjekk-inn púlt, svo ein kona þurfti að tékka inn yfir hundrað manns og á meðan þurfti að láta heila vél bíða í 2 tíma. Þetta kalla ég að spara á vitlausum stöðum.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Fyrsta blogg úr Garðinum Árna:

Voðalega er fólk lítið að blogga þessa dagana, fleiri fleiri síður eru í lamasessi (hvað er það annars?) og virðist sem ekkert sé að gerast hjá fólki í kringum mig...

Í gær sá ég tvo menn bera á milli sín risastóra glerplötu yfir gangstétt. Svo hjólaði kona framhjá. Hvað ég hefði ekki gefið fyrir að sjá konuna hjóla í gegnum glerplötuna eins og í bíómyndunum..

Í kvöld verður eldaður tælenskur matur á Ásvallagötunni. Vitið þið um einhverja góða (eða slæma) tælenska tónlist til að hafa sem dinner?

Jæja, aftur inn í tíma til skríkjandi bókasafnsfræðinga.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Linkafyllerí:

bússi
"Ég er stríðsforseti."


Hver gerir svona?: With friends like these...


góð hæka:

If you can´t say it
in seventeen syllables
it ain´t worth saying

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Putting a piece of junk mail into the waste paper basket (dull, February 2)
I discovered a piece of junk mail on my door mat. I carried the item away from the front door and held it above the waste paper basket. I opened my hand, thereby allowing the piece of junk mail to fall into the basket.


... Ég vildi að ég væri svona skemmtilegur bloggari.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Ég er að fara þangað...LOKSINS

slóvenía



Þetta eru hinir frægu Karsk-dropasteinshellar í Slóveníu.Og eftir að hafa í 20 ár hlustað á mömmu tala um hvað þetta sé flottasti staður á jarðríki er ég ekki frá því að vera orðin soldið spennt að fara. Sérstaklega í ljósi þess að ég HEF komið í þessa hella, en man því miður ekkert eftir því, því þá var ég önnum kafin við að hafa það hlýt og notalegt í MAGA móður minnar. Þess vegna eru þessar lýsingar mömmu jafn vel enn þá sárari, ég hef komið á staðinn í hennar líkama en ekki séð neitt!

Nú skal ég sko fá að sjá þessa hella... (vonandi vonandi verð ég ekki fyrir vonbrigðum:)

Spurning dagsins (, og þessu hef ég pælt í lengi): Hvort hafa slöngur rosalega langan háls eða rosalega langan hala?

mánudagur, febrúar 02, 2004

Bókasafnsfræðingar mótmæla!

Ég lenti í því um daginn að vera stödd í tíma (málnotkun, þessi þar sem er fullt af "eldri" konum sem hlæja) en fyrir framan mig og vinkonur mínar sat einmitt hrúga af bókasafnsfræðinemum, allar nokkuð eldri en 30 ára og hlustuðu með stjörnur í augum á Harald kenna okkur um þágufallssýki. Ég komst fljótt að því af hverju þessar konur fóru í bókasafnsfræði. Þær hafa nefnilega gríðarlega viðkvæmar hljóðhimnur og hvert minnsta hljóð fer í þeirrar fínustu. Þá eru bókasöfn nú hentugur vinnustaður. Þær sneru sér a.m.k. oft við til að sussa á okkur smástelpurnar sem vorum svo óheppnar að missa óvart út úr okkur orð á sam tíma og kennarinn gerði sig tilbúinn til að opna munninn til að tala. Það er svo sem skiljanlegt að þær þurfi að æfa sig í að sussa, en mér finnst að þá ættu að vera sérstakir sussutímar, t.d. 05.45.39 Suss, þar sem allir bókasafnsfræðingarnir setjast í hring og þegja, og þegar einhver segir eitthvað er hann sussaður í kaf. Mér finnst þær ættu allavegana ekki að æfa susstækni sína á saklausum íslenskunemum.