fimmtudagur, desember 29, 2005

Ársins

Blogg er miðill listanna, þ.e. alls kyns plús og mínus, best of, topp
fimm, topp tíu lista, og hér kemur listinn með alls kyns "... ársins"
2005:

Tónleikar ársins: Carlinhos Brown í Madrid í júní
Leiksýning ársins: Salka Valka í Borgarleikhúsinu (aðallega af því ég sá
fátt annað)
Bók ársins: Íslensk tunga I-III.
Ógeð ársins: Barnagælur
Óvænt ársins: Sigga ólétt
Barn ársins: Geir
Gamlingi ársins: Pabbi
Engill ársins: Ángel
Afrek ársins: að hafa stigið niður fæti í 6 löndum á árinu..og lifað það af
Brandarakall ársins: Höskuldur Þ.
Land ársins: úff.. hmm... Ísland
Ófætt barn ársins: Mímir
(Ófætt barn næsta árs: Tinnuhrogn)
Drykkur ársins: Caipirinha
Bíómynd ársins: La marche de l'empereur
Heimsókn ársins: Þura í Alcalá
Þjófnaður ársins: Á Indalo, skírdag, tösku rænt af Þuru
Nemendafélag ársins: Mímir
Uppákoma ársins: Kraptakvöld Mímis
Vonbrigði ársins: ekkert Mímisblað....enn
Íbúð ársins: Faxaskjól 20, kj.
Meðleigjandi ársins: Sigurrós
Blogg ársins:totalyodd.blogspot.com
Bloggfærsla ársins: 16. apríl hjá Orra
Flækja ársins: þessi
Takk ársins: minningabókin frá vinum mínum áður en ég fór út til Spánar
Jólagjöf ársins: Stóra orðabókin um íslenska málnotkun
Útsýni ársins: út um stofugluggann
Þæfing ársins: Ipóðataska Óla

..og svo bætist kannski eitthvað við.. þetta var fyrsta atlaga.

sunnudagur, desember 25, 2005

Hvað gerir konu yndislega í augum karlmanna?
Brot úr Leiðarvísi í ástarmálum II - fyrir ungar konur (Leturbreytingar mínar)
REYKJAVÍK
BÓKAFÉLAGIÐ NÝJA
1922

*Það sem gerir konuna yndislegasta í augum karlmanna er blíða hennar og yndisþokki, háttprýði hennar í allri framkomu, bros hennar, augnatillit og málrómur, fótatak og allar hreyfingar, ást hennar og næmur skilningur á öllu því göfgasta í tilverunni, fórnfýsi hennar og sjálfsafneitun, sem glöggast kemur fram hjá mæðrum við börn þeirra. Alt þetta myndar einskonar geislabaug, er sumar konur bera svo sýnilega með sér og hefir göfgandi en um leið töfra-mikil áhrif á karlmennina, vermir hjörtu þeirra og opnar þeim nýja heima og nýtt útsýni yfir lönd ástarinnar.


*Þú ættir altaf að nota ofurlítið af góðu ilmvatni í föt þín--minsta kosti sparifötin--en gæta þess, að gera það í hófi. „Hóf er best í hverjum hlut.“ Einnig er gott að bera góð ilmefni (hárvötn) í hárið við og við og núa því inn í hársvörðinn.

Hvorttveggja þetta hefir sín áhrif á karlmennina, því að þeim fellur það illa, að finna eldhúslykt eða fúkkalykt úr fötum þeirrar konu, sem þeir eru með á opinberum stað, t. d. í leikhúsi eða veitingahúsi.

*Til þess að geta orðið yndisleg í augum karlmanna, verður þú að vanda klæðnað þinn og þrifnað, þvi að óþrifin kona er andstygð siðaðra manna.

Þú mátt aldrei vera í óhreinum fötum, þegar þú ert eigi við óhreinlega vinnu.--Óhreinir morgunkjólar og svuntur eru hvimleiðir og það er óþrifnaður að snúa óhreinni svuntu við, og nota hana úthverfa.

*Næsta krafa, sem karlmenn gera til fata þinna er sú, að þau fari vel; sé eigi of lítil né of stór, og pilsin eigi óþarflega stutt.

*Sú kona, sem hirðir illa hendur sínar og andlit, gengur í óhreinum fötum, með flókið og strýslegt hár, óhreinar og stórar neglur, kartneglur, vörtur, fílapensa og bólur--verður aldrei yndisleg í neins manns augum.

*Þú mátt aldrei biðja karlmann að gefa þér sælgæti.

Þú ættir aldrei að fara á lakari danssamkomur, að minsta kosti eigi nema í fylgd með kunnugum karlmanni. Og á öllum danssamkomum skaltu gæta hæversku í hverju einu og eigi hlaupa eftir hverju ástleitnu auga né orði, sem að þér kann að beinast.

Það er afarljótt, þegar konur reykja og neyta áfengis í samkvæmum eða á veitingahúsum og það ættir þú aldrei að gera.

Það er eigi viðeigandi að kona fari ein síns liðs á skemtun, veitingahús eða kvikmyndahús, og það gera engar siðprúðar konur.

Gift kona ætti aldrei að fara í veitingahús eða skemtisamkomu að kvöldi dags með öðrum en eiginmanni sínum, skyldmenni eða venslamanni. Það er einnig óviðeigandi að gift kona sé á rápi á kvöldin um göturnar með hinum og þessum stelpum.

Það sæmir eigi konum að kaupa tóbak í búðum og áfengi getur engin kona verið þekt fyrir að kaupa.


Rödd þín og orðaval á mikinn þátt í því, hvort þú ert yndisleg í augum karlmanna eða ekki. Þess vegna er þér áríðandi að temja vel rödd þína og vanda vel orðbragð þitt. Mild og hljómfögur rödd, samfara ástríkum og fallegum orðum, bræðir klaka hinnar köldustu sálar. Temdu þér mildan og blíðan málróm, en því fegurri sem málrómurinn er, því vandaðra verður orðbragð þitt að vera. Falleg rödd og ljót orð eiga ekki saman.

Mér finst ástæða til að vara þig sérstaklega við orðskrípum eins og þessum: hvað hann sé „sætur“, „pen“, „lekker“; þetta eða hitt sé „vemmilegt“, „kedelegt“, „svart“, „brogað“; hvað „fríseringin sé óklæðileg“; hvað þessi kjóll sé „himneskur“ og að hrópa „almáttugur“ í annari hverri setningu.

Hvernig á að velja sér mann:

*Veldu þér eigin mann úr þínum flokki, reglusaman mann, sem hefir vit og vilja á að bjarga sér; ábyggilegan og geðprúðan mann, sem eigi er eitt í dag og annað á morgun, eða þýtur upp á nef sér út af smáatriðum daglega lífsins.--Láttu fríðleikann liggja milli hluta, en mannkosti mannsins og sameiginlega ást ykkar beggja um það, hvern þú velur þér fyrir eiginmann.



Þetta er dæmi um hvernig kona á að vera, og ætla ég að temja mér þessa siðu á næsta ári.

Gleðileg jól.

föstudagur, desember 23, 2005

Kvikmynd lífs míns... leikstýrð af Woody Allen (hvers á ég að gjalda?)


QuizGalaxy.com!



Take this quiz at QuizGalaxy.com

mánudagur, desember 19, 2005

Hann beit mig og bauð mér svo að binda nema og drepa hann svo. Ég fór í burtu grátandi.

Sá sem getur áttað sig á mynstrinu fær ort um sig fornyrðislag.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Vel á vondan

búin að eyða ógnartíma í að ná í mörgæsamyndina á netinu...

...svo er hún döbbuð á rússnesku...

þriðjudagur, desember 13, 2005

Sagan af L

Gaman að mæta í skólann og sjá að háskólaballsplakötin eru komin aftur uppá vegg, L-stelpulaus! Nú er kominn flennistór L-límmiði sem hylur hálfnekt L-jólabeibsins, með stafnum L sem er ívið blóðrauðari að lit en félagi hans við hliðina á honum, sem minnisvarði um syndir þær sem hann hefur að geyma.

Jafnréttisfulltrúinn á hrós skilið fyrir þetta, það er ótrúlegt að auglýsa ball fyrir alla háskólanema landsins eða hér um bil með einhverri gæru klæddri í jólanærföt. Vorkenni þó í aðra röndina stúlkukindinni, kannski var það hennar æðsti draumur að verða einhvern tímann L-stelpa, svo er ekki seinna vænna en búið er að valta yfir hana með hundruðum L-límmiða.

Skráning heldur áfram í leppfélagið..

mánudagur, desember 12, 2005

Hver vill ganga í leppfélagið?

Fyrsta próf búið.

fimmtudagur, desember 08, 2005

miðvikudagur, desember 07, 2005

"Rauða nefið hennar bar við himin"
??Þráðu litla lambið!
Það var ekki hrint mér í leikfimi í dag.

þriðjudagur, desember 06, 2005

Þótt trén séu almennt stærri í Noregi en á Íslandi..


...þá eru setningafræðilegu trén í íslensku stærri...
Svitalykt

úff, það er megn svitalykt í tölvustofunni í Árnagarði

föstudagur, desember 02, 2005

Barnablogg

ótrúlega finnst mér hallærislegt þegar ungabörn eru látin verða málpípur mæðra sinna á Barnalandssíðum þegar þær eru pirraðar út í pabbann.. eitthvað eins og:

"pabbi kom og náði í mig í dag, en hann kom svo seint að ég og mamma þurftum að bíða og bíða, vonandi gerir hann þetta ekki aftur, mér finnst það svo leiðinlegt".
(uppspunnið dæmi, en hef þó séð þau nokkur svipuð).

Reyndar finnst mér yfir höfuð hallærislegt að leggja barninu sínu orð í munn á þennan hátt, "ég er rosaduglegur strákur, svaf í alla nótt án þess að vakna og pissa" - hver segir svona?

ojæja, sjáum til ef og þegar maður fer sjálfur að eignast börn, en þangað til má ég alveg pirra mig á þessu...




...p.s. ég er orðin ástfanginn. Hann er með ljóst hár, vel vaxinn, með blá augu, bústna vanga og pínulitla putta, heitir Geir og móðir hans heitir Sigríður. Þetta er hins vegar skrifunum hér að ofan algerlega óviðkomandi.

mánudagur, nóvember 28, 2005

Á barmi taugaáfalls í annarlok

Þú ert ljót, Litla ljót, við erum fríðar

dansa útúrflippað...fliflifliflippað

dæ ræ ræ....


laugardagur, nóvember 26, 2005

Dindirin dindirin dinridin danja dindirindin

Gaman í gær.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Nú veit ég af hverju þeir kalla þetta stórtónleika


-Bíddu eru þau komin á sviðið?
-Nei, þetta eru rótararnir.
-Af hverju eru allir að klappa núna?
-Af því hann var að fara úr jakkanum.
-Ahh ok.
-Hei, hver er að spila á þetta píanó? Hvað eru þau eiginlega mörg á sviðinu? Bíddu er þetta hann eða hún að syngja?


note to self: stúku næst

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

String Emil vinur okkar en ennþá 'i fullu fjöri, mæli með Naturpark seríunni

*helv. Arnagardstolvur, nu eru allir isl. stafir dottnir ut.*

En tad er longu kominn timi a ad baeta inn honum Helga fraenda og sambloggurum hans a listann hja mer

...og henni Nelli saetu..

miðvikudagur, nóvember 16, 2005


Gleðilegan dag íslenskrar tungu!

sunnudagur, nóvember 13, 2005


Hundraðkallinn 342 ára

Til hamingju allir Árngerðingar.
Í dag fyrir 342 árum fæddist Árni Magnússon, patrón Árnagarðs og stórmenni.

laugardagur, nóvember 12, 2005

Í gær, fimm mánuðum eftir að ég lauk öllum prófum úti á Spáni, barst mér loks bréf með einkunnum, vel stimplað og undirskrifað af henni Mercedes á Erasmus-skrifstofunni í Alcalá. Til að fá þetta bréf þurfti ég að hringja margt símtalið, senda margan póstinn, og var farin að hljóma ansi histerísk undir lokin í þessum skrifum mínum, enda orðið langt síðan ég átti að vera búin að fá námslánin fyrir síðustu önn. Ég vissi svosem að allt svona tæki aðeins lengri tíma þarna suðurfrá heldur en hér í norðrinu, en það sem ég varð mest hissa á var að ég var búin að fá flestar einkunninar viku eftir að ég kláraði hvert próf. (nema í einum kúrs, þar sem kennarinn bar því við að það væri svo heit úti að hann gæti ekki unnið).

En loksins eru þær komnar, einkunnirnar, og skemmtilega fjölbreyttar, allt frá 5 og upp í 10.. en allar saman hjálpa þær mér að fá námslánin mín hin langþráðu.......

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

life imitates art imitates life imitates art

Harpa og Sjöfn > Harpa Sjöfn hf > Flügger litir

Ég býst við að í upphafi hafi Stuðmenn skírt hina frægu persónu sína í höfuðið á málningarverskmiðjunum tveim, og þá var auðvitað tilvalið að sameina fyrirtækin, og ekkert nafn betra í heiminum en Harpa Sjöfn. Þess vegna finnst mér hálf glatað að nú sé eitthvað flugger kompaní úti í heimi búið að kaupa upp Hörpu Sjöfn, svo nú stendur á öllum skiltum: "Harpa Sjöfn heitir nú Flügger litir". Er til leiðinlegra nafn en Flügger litir?

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Helvítis velmegunin

Ég kom á BÍL í skólann því TÖLVAN mín var svo ÞUNG.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Skrifborð óskast ókeypis eða gefins

Má vera gamalt, og hafa verið í eigu mikils rithöfundar sem skrifaði á því ódauðleg listaverk. Má gjarnan vera úr gegnheilum dökkum við og ekki verra ef bólstraður leðurstóll í stíl fylgir.


(eða bara eitthvað skrifborð sem stendur á fjórum löppum og hægt er að læra við)

á sama stað óskast hlý vetrarkápa og gleraugu
s. 8682140.

miðvikudagur, október 26, 2005

Sniðugt í útlöndum III

týpísk samtöl í Alcalá feb-júl 2005:
ú=útlendingur
s=svanhvít

ú: ...Og svona segir maður 'mierda' á finnsku. Hvernig segir maður það á íslensku?
s: Skítur..
ú: Hahaha, ski-tour, svona eins og skíðaferð á ensku? Haha
s: ja, já eitthvað svoleiðis..

ú: Hvaðan ertu?
s: frá Íslandi
ú *blank*
s:..í norðri..
ú: já, á Norður-Spáni? (þetta var Spánverji)

ú: Hvernig virkar þetta með sólarhringinn hjá ykkur, ef það er ekki sól, hvernig getur þá verið dagur?
s: það er bara þannig, við förum eftir klukkunni, ekki ljósinu.
ú: Haha, þá getið þið ekki talað um að vinna myrkranna á milli, hahaha
annar ú: haha, djöfull væri það langur dagur á sumrin, haha.
s: já... ha... ha...

ps. á finnsku þýðir frasinn 'katso merda' 'horfðu á hafið'. Í ítölsku þýðir sami frasi eitthvað eins og typpakúkur.. (mjög vúlgar, eitthvað sem maður segir ef maður gerir eitthvað mjög slæmt óvart, eins og að klessa á bíl eða brjóta eitthvað.)

miðvikudagur, október 19, 2005

Miðannargyðjan

Verkefnavika, rannsóknarvika, kennsluhlé, æfingavika, "álagsvikan mikla", frí, það er sama hvað hún er kölluð, hún er kærkomin gyðja á miðri önn, og glæðir von í hjörtum íslenskunema og annarra sem eru svo heppnir að njóta hennar við.

Ég krýp á kné og drýp höfði í lotningu, heill þér, himneska gyðja.

þriðjudagur, október 18, 2005

Kúla á hausinn

Í dag fékk ég kúlu á hausinn. Ég var að smíða plasthús (já, hressilegt að hrista af sér skólaslenið með því að byggja eitt plasthús eða svo) og gekk svo snilldarlega á járnbita sem var einmitt þar sem hann átti ekki að vera, í hæð þar sem maður sér hann ekki. Ég var lengi á eftir svona eins og Tommi í Tomma og Jenna, þegar hann er laminn með svona risasleggju og sér gula fugla fljúga kringum hausinn á sér.

Þegar ég var búin að jafna mig var mér sagt að allir sem voru að vinna við þetta hús höfðu rekið sig þarna í, og hver og einn oftar en einu sinni. Þá var líka bundinn strigi í bitann svo það gerist örugglega ekki aftur.

En það var fínt að spjalla við gamla kallinn sem ég var að smíða með, hann notaði svona verkamannaorðatiltæki eins og "...nei þetta er ekkert mál, bara eins og að drekka hland með nefinu", og þegar hann lamdi með sleggju beint á þumalputtann kvartaði hann sko ekki heldur hélt áfram að vinna, á meðan blóðið flæddi um allt.
Ég gæti ekki verið smiður.

sunnudagur, október 16, 2005


Í gærmorgun vaknaði ég við það að köttur réðst á mig. Ég var svona milli svefns og vöku, og það var það sem varð mér til lífs, því ég náði að bera fyrir mig hendinni og kasta honum niður á gólf. En svipurinn á kvikindinu er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma, þegar ég í svefnrofunum sá hann stökkva á mig með hárbeittar klærnar út í loftið, eins og han hafi verið að bíða eftir að bráðin gæfi á sér færi. Nú er ég öskureið út í köttinn, og sýni héðan í frá enga vægð við að henda honum út úr íbúðinni þegar hann læðist inn.

ps. tók út af síðunni þetta blóm sem skaut víst upp kollinum í sumum tölvum, því var ofaukið.

þriðjudagur, október 11, 2005

Til að leiðrétta algengan misskilning síðustu daga þá er ég ekki dökkhærð. Það var lygi. Ég er hins vegar 197 sentimetrar á hæð og hefur tekist að fela það með eindæmum vel.

sunnudagur, október 09, 2005

Rok

FaxaSKJÓL er rangnefni

mánudagur, október 03, 2005

Sá sem skildi eftir kristal plús flösku í ísskápnum heima eftir innflutningspartíið 24. á skilinn hægan og kvalafullan dauðdaga, eða svo ég vitni í bloggið hennar Uglu laugardaginn 16. júlí (þar sem hún talar um hljómsveitina Hjaltalín):

"X má éta skít, hoppa ofan í drullupoll, gubba upp í munn félaga sinna með sama lundarfar, falla á mætingu, falla í lífsleikni, vera nafngreindur í útvarpi fyrir eigin skít og svínarí og að lokum verða útskúfaður úr samfélagi hinnar heilögu köngulóar."


Sú flaska innihélt nefnilega ekki vatn, heldur vodka eins og ég komst að þegar ég tók gúlsopa úr henni um daginn.


Takk fyrir.

þriðjudagur, september 27, 2005

Nú þarf ég víst að halda áfram með þennan sjálfhverfa leik sem gengur út á það að nefna fimm staðreyndir um sjálfa mig, en hann Orri ofur klukkaði mig.

1. Ég veit ekkert hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, og þetta er óhagganleg staðreynd, þar sem ég verð áreiðanlega aldrei stór. Mest langar mig að taka allt sem kennt er í Hugvísindadeild, en sé ekki að mér endist ævin eða námslánin til þess.

2. Ég borða ekki ennþá ólívur og drekk ekki kaffi, þrátt fyrir margvíslegar tilraunir og hálfs árs aðlögunartíma á Spáni, kaffidrykkju-og-ólívuétandi landi heimsins, skólavist í MH, kaffisvelgi sem foreldra og 4 ár í vinnu í Storð þar sem kaffi er lífsvökvinn.

3. Þegar ég fæddist var ég með naflastrenginn vafinn tvisvar utanum hálsinn, og hefði ég ekki haft svona góðan lækni og ljósmóður væri hvorki ég né þetta blogg til. Læknirinn man ennþá eftir mér og spyr mömmu reglulega um mig þegar hann hittir hana.

4. Ég er í alvörunni með svart hár, eyði þúsundum í hverjum mánuði í aflitun. (þetta vita ekki margir)

5. Ég þoli ekki rúsínur í kökum, uppgerðar-norðlenskan hreim, hljóðið í ísskápnum, að vera með skítugt hár, og fólk sem talar hátt.

ég klukka Sigurrósu.

fimmtudagur, september 15, 2005

ég erann í klukkleiknum. kemur bráðum-busy núna.

miðvikudagur, september 07, 2005

Er þetta ekki fagurt merki??

fimmtudagur, september 01, 2005

Ég sá rottur í körfubolta í Finnlandi.

laugardagur, ágúst 27, 2005

Kvedja frá Finnlandi. ég er ad upplifa baedi típískt og ekki svo típískt Finnland. Í gaer (fyrsta daginn)fórum vid í ekta allsbera saunu, alveg upp í 90 grádur, en thá vard ég líka ad halda fyrir vit mér og thegar ég andadi var thad eins og ad fá eld ofan í lungun. Ég fer örugglega aftur í saunu í kvöld og aetla ad standa mig betur.

I gaer fórum vid líka á mjög furdulegan skemmtistad sem heitir Eatz og er latino/sushi/ástralskur stadur... soldid mikid kitch og furdulegt andrúmsloft, en Niina er mikill salsadansari og thetta er sirka eini stadurinn thar sem haegt er ad dansa salsa vid alvöru latínógaura. Hún blómstradi alveg en vid hinar vorum eins og aular, tví thad er ekkert haegt ad dansa tharna ef madur kann ekki salsa. Svo vid neitudum hverjum sveitta latínófautanum á faetur ödrum um dans og tókum svo naeturstraetó heim, thar var mikid um ölvun, vaegast sagt. Thetta er bara alveg eins og heima, nema allir stadir loka klukkan 3! Thad fannst mér skrítid.

Jaeja, ég er a leidinni a utitonleika med Rasmus og fleirum.. Moi!

þriðjudagur, ágúst 23, 2005


Sniðugt í útlöndum:

FINNLAND
Eins og allir vita drekka Finnar mikið. Þeir drekka sterkt áfengi í tunnutali og það sér ekki á þeim fyrr en á ca. sjöundu tunnu. Þá fara þeir að tala sænsku og það er fyndið. Úti á Spáni kynntist ég fjórum Finnum, hverja ég ætla að fara að hitta á fimmtudaginn. Þessir Finnar sögðu mér frá ansi skemmtilegri hefð sem viðhefst í háskólum.

Allir háskólanemar eiga galla. Djammgalla. Og þá meina ég galla, í orðsins fyllstu merkingu , sbr samfesting, álíka og bifvélavirkjar nota við vinnu sína. Þessum göllum klæðast nemarnir þegar þeir fara á djammið, og geta þá drukkið og ælt og hellt niður á sig að vild, OG - sem er eiginlega betra - þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hverju þeir eiga að fara í á djammið. Eru þá oftast bara í joggingbuxum innanundir eða einvherju þægilegu.

Galla þessa skreyta þeir svo með barmmerkjum, bótum, fánum, límmiðum og þess háttar, og er markmiðið skilst mér að vera sem frumlegastur og dónalegastur í þessum merkingum. Hver háskóli hefur sinn lit, og svo þegar skólarnir hittast eru nemendurnir í öllum regnbogans litum.


Þetta finnst mér skemmtileg hefð.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Pistillinn Sniðugt í útlöndum eftir Svanhvíti Lilju Ingólfsdóttur

TÉKKLAND
Í Prag er mjög gamalt og skemmtilegt almenningssamgöngukerfi. Maður er frekar lengi að komast á milli staða, og þarf að skipta svona 3 sinnum á leiðinni í gegnum bæinn, og prófa strætó, sporvagn og metro í hverri ferð, en maður þarf aldrei að bíða lengi eftir hverjum vagni. (amk þegar ég fór með tékkneskri vinkonu minni sem kunni mjög vel á kerfið).

Þar eru miðar keyptir í sérstökum sjálfsölum, gulum kössum sem standa víða um bæinn, og þeir eru svolítið skemmtilegir. Þeir hafa persónuleika, eða það halda amk Tékkar, og finnst öruggara að styggja þá ekki, og strjúka þá blíðlega þegar þeir vilja ekki prenta út miðann eða gefa til baka. Þess vegna er gul málningin alveg máð af á stórum parti á kössunum. Ég hélt fyrst að vinkona mín væri að grínast þegar hún sagði mér þetta, en svona er þetta á öllum sjálfsölunum. Mér finnst þetta sæt hefð, miklu betra en að sparka og blóta.

Næst verður fjallað um Finnland og djammhefðir þar.















Almenningssamgöngur í Prag eru mjög fjölbreyttar.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Ég er greinilega orðin anime teiknimyndahetja - og bloggið ber tímabundið keim af því. Á þessari síðu er að finna ásamt Svanhvit Icebinder þau Gunnr Bryjelfr, Vigdis Brightblade og T'skaia Vorokoshiga'ar Ixtixtaaqitl't'chl'Vraihelt Ishkarat.

Ég er heví kúl svona með klær og vígtennur og vængi og risabrjóst og öll svona blá!

(blái liturinn hefur engar pólitískar skírskotanir)

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Svona á að gera þetta

Ég er að leita að húsgögnum, ísskáp, fataskáp, skrifborði, kommóðu og fleiru, og kíki á hverjum degi á smáauglýsingar á netinu (eins og þessa um málvísindanemann) og þar er ýmislegt sniðugt að finna, ákvað að hjálpa þessum aðeins í að auglýsa, þetta var á gefins.is

"Óska eftir gefins peningum
Mig vantar 1000, 2000 og 5000 króna seðla gefins.

Engar kröfur um að seðlarnir séu í góðu ástandi, svo lengi sem þeir virka.

Tek einnig við millifærslum
Hafðu samband við:
Arnór Heiðar
Sími:869 7252"

mánudagur, ágúst 15, 2005

Ugh! Ísbíllinn er fyrir utan, með ógeðslegu bjölluna sína.

Jæja, rak hann í burtu.
Sungið við "Eldgamla Ísafold)

Rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
það er gott að fá.
Rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
það er gott að fá.

Þetta var fyrsta vers
svo kemur annað vers
það er alveg eins.
Rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
rúgbrauð með rjóma á
það er gott að fá.

Þetta var annað vers
svo kemur þriðja vers
það er alveg eins
Rúgbrauð..osfrv.

Kann einhver fleiri svona "nonsense" lög?

ég man bara eftir einu sem einhverjir sungu í einhverju kórferðalaginu, en man bara byrjunina. Kann það einhver?

This is the song that never ends
it goes on on and on and on....

Koma svo!

sunnudagur, ágúst 07, 2005


Við rjúfum þessa útsendingu með fréttaskoti.
Í fréttum er þetta helst:


Frétt 1.
Eftir tæpan mánuð flyt ég í áttunda sinn frá því 1999. Ég held mig við "heimahagana" í Vesturbænum, eftir að hafa búið á Kvisthaganum, Ásvallagötunni og Reynimelnum flyt ég í Faxaskjól þar sem ég og Sigurrós ætlum að búa næsta ár eða svo. Við erum ekkert lítið spenntar, og í gær, eftir undirskrift leigusamninga töluðum við fjálglega með miklu handapati um allt það sem við ætluðum að baka, þæfa, elda, mála, drekka og föndra í litla hreiðrinu okkar. Systur minni fjórtán ára, sem kann ýmislegt fyrir sér í feng shui fræðum, fannst við orðnar heldur æstar og benti okkur á að við yrðum að passa okkur á að láta ekki yang-ið ná yfirhendinni yfir yin-inu, við yrðum að passa jafnvægið. Ég ætla að ráða hana til að innrétta íbúðina, hún getur sagt okkur í hvaða átt rúmin eigi að snúa og hvaða litir henti best fyrir svona skellibjöllur eins og við getum verið saman! en þá býst ég við að allt þurfi að vera grátt og hvítt til að róa okkur niður!!

Frétt 2.
Þeir sem hafa áhyggjur af því að ég hafi ekki ferðast nóg upp á síðkastið geta tekið gleði sína, því núna þann 26. ágúst fer ég í smá ferð til Finnlands, til að hitta vinkonur mínar þar, þær Pepi, Niinu og Kötju.

(Það vaaaar bara svo gott verð á ferðum þangað...ég varrrrð að fara)

Þar mun ég vonandi fara í saunu, fara að djamma eins og Finnum einum er lagið og borða lihapiirakka og pulla og fara á ströndina (já!?) Mér skilst á þessum vinkonum mínum að allir Finnar eigi sumarhús við vatn eða sjó, og þar er undantekningalaust sauna og bryggja og lítill bátur. Ég er boðin í tvö svona hús og ætla sko að þiggja það. En mest langar mig samt í Múmínland.... bíddu hvað er ég eiginlega gömul? Spurning hvort þær nenna nokkuð með mig þangað.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Þessa dagana hangi ég mikið á visir.is og mbl.is á smáauglýsingasíðunum í leit að íbúð fyrir veturinn, áðan rakst ég á þetta:

"27 ára gömlum málvísindanema vantar stúdíóíbúð/gott herbergi nálægt HÍ."

Ef maðurinn tekur fram sérstaklega að hann sé málvísindanemi hlýtur hann að vera að meina eitthvað með því að segja mér vantar í sömu setningu... eða hvað?

P.s. látið endilega vita ef þið fréttið af 3 herbergja íbúð í RVK sem er til leigu, ég og Sigurrós erum að verða desperaaaat..

mánudagur, ágúst 01, 2005


JEG HAR FUNDET ET NØDSTEDT PINDSVIN - HVAD GØR JEG NU?

Ég var bara að muna eftir tengli sem ég er víst með hérna á síðunni, http://www.pindsvin.dk/ . Þetta er stórskemmtileg síða og fróðleg, frá dönskum broddgaltavinum: Pindsvinevennerne i Danmark.

Og nú eru þeir búnir að auka þjónustuna, fást líka við héraunga! (hárkjúklinga)


"NYT NYT NYT ...... vi hjælper også harekillinger ...... NYT NYT NYT"

vonandi tekur svo enginn eftir hvað ég er sorgleg að vera að blogga á miðnætti á verslunarmannahelgarsunnudegi... um broddgelti! prittí paþettikk!

laugardagur, júlí 30, 2005

Hvar er Harry Potter?

Ég hef aldrei verið mikill verslunarmannahelgaraðdáandi. Venjulega hef ég reynt að vera í útlöndum (og tekist vel) þessa helgi til að þurfa ekki að ljóstra því upp að ég nenni bara ekki að standa í því að fara til Eyja, Akureyrar, á Eldborg, Kántríhátíð eða hvað þetta hefur heitið í gegnum árin. Ég hef aldrei farið á útihátíð, og hef ekki mikinn áhuga á því, þó ég búist við því að einhvern tímann verði ég nú að prófa það.

Í ár er ég ekki í útlöndum, og hafði hugsað mér að gera eitthvað með vinunum, en svo komst ég að því að vinir mínir eru annaðhvort að vinna, meira og minna uppteknir við annað, eða fyrir norðan taka í sundur bílvél... Svo ég ákvað að leita í annan vin, sem hefur aldrei brugðist, ég ákvað að kaupa mér nýju Harry Potter bókina og þá skipti ekki máli hvar ég væri, ef ég hefði bara Harry, Hermione, Ron, Snape, Voldemort og þá félaga... svo ég fór á Selfoss í gær í þeim eina tilgangi að kaupa bókina. Fór í Nóatún, þar sem er pínulítið Eymundsson horn, en ekki var bókin þar!Ég fór að spyrjast um, og komst að því að það er bara ekki hægt að kaupa Harry Potter á Selfossi!

Ég gafst ekki upp, og fór í Hveragerði, en ekki var það hægt þar heldur. Þá rann það upp fyrir mér að hvorki í Hveragerði né á Selfossi er ein einasta bókabúð! Er það ekki alveg óforskammað! Ég hef nú mikið verið á Selfossi í gegnum árin, og alltaf fundist eitthvað vanta, fyrst hélt ég að það væri kaffihús sem vantaði, en þegar það kom (Kaffi Krús) þá vantaði ennþá eitthvað, og nú veit ég hvað það er. Í bæ þar sem meira að segja er bíó, og örugglega hátt í tíu föndurbúðir, er engin bókabúð!

Kominn tími á harðort bréf, það er að segja ef ég vissi á hvernæ ég ætti að stíla það.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Í gær var ég að horfa á þriðja hluta Hringadróttinssögu með foreldrum mínum, og við komumst að því að dulinn boðskapur myndarinnar, ef ekki skáldverksins líka, er að það séu garðyrkjumennirnir sem standa uppi þegar allir aðrir gefast upp, það var Sámur sem þurfti að bera Fróða greyið til ad drösla honum upp fjallið svo hann gæti hent hringnum oní. Og það er einmitt þess vegna sem Fróði tók garðyrkjumanninn sinn í þessa hættulegustu ferð lífs síns. Það er Sám að þakka að Fróði nær að bjarga heiminum, en hann fær ekki heiðurinn af því.

mánudagur, júlí 25, 2005

Systirin komin frá Japan. Öll fjölskyldan er montin upp fyrir haus og niður fyrir tær að þrettán ára stelpan söng einsöng á opnunardegi Íslandsvikunnar á EXPO í borginni Chiryu, með ekki ómerkara fólki en Ragnhildi Gísladóttur og Stomu Yamash'ta en hann hefur einmitt unnið með ekki ómerkara fólki en Rolling Stones og David Bowie, (samdi tónlistina fyrir the man who fell to earth), en þessir menn þekkja ekki ómerkari menn en Bítlana. Og það er merkilegt!

mánudagur, júlí 18, 2005

Ég er svo stoltur/ að opinn er minn skoltur

Það væri örugglega hægt að setja saman magnaða galdravísu úr lélegu rími í dægurlögum, hún myndi hafa drápskraft!

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Ekki eru allar Svanhvítirnar eins

Það er alltaf gaman að gúggla nafnið sitt, og maður kemst fljótt að því að þessi spjöld sem maður getur keypt með nafninu sínu þar sem er sagt t.d. "Anna er tryggur vinur en á það til að vera skapstór ef eitthvað er gert á hennar hlut. Hún er falleg og heilsuhraust" eru bara rugl. Amk vil ég ekki líkjast í neinu manneskjunni sem skrifaði þetta og ber sama nafn og ég. (og ef hún gúgglar sitt nafn og finnur þetta má hún alveg vita það). Mér þykir vænt um nafnið mitt, af því það eru ekki svo margar sem heita það, og vil ekki saurga svanhvítarstofninn með svona eintaki:

"Á laugardaginn var reunion og var það mjög gaman. Ég var orðin dálítið full þegar ég kom niður í bæ og fór á Hressó og varð alveg æf og dansaði smávegis. Svo var einhver hóra sem rakst í mig meðan ég var að dansa og ég gaf henni olnbogaskot og hún reif þá í hárið á mér og þá snéri ég upp á vinstri geirvörtuna á henni og kýldi hana í fésið með hinni hendinni. Þoli ekki svona dópista- stelpur. Vona að hún hafi verið tekin ósmurð í rassgatið seinna um kvöldið- hún hefði svo átt það skilið. Eða þá að það hafi verið keyrt yfir hana- annað hvort.
Annars þá á Ísak Freyr barnaafmæli í dag. Hann er eins árs í dag litla dúllan. Til hamingju með daginn litli Ísak!"


smekklegt! :)

föstudagur, júlí 08, 2005


Loksins komin með mold undir neglurnar.

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Komin heim....


...í grillaða bleikju
...í Baugsmálið
...í vinnuna
...í frestun þungs nafnliðar
...í rigningu á ská - og á hlið og upp..
...í útilegupælingar
...í kókómjólk!
...í íslensk lög í útvarpinu
...í bæinn um helgina(!), hringið í mig 8682140 ef þið viljið hafa samband!!

Glæpaklanið amma, Svanhvít og Reynir var tekið í tollinum með hálft kíló af danskri spøgepølse, og Svanhvít (a.k.a. "Spøgelset") lenti í skýrslutöku hjá tollstjóra og bíður nú eftir símtali frá sýslumanni sem mun refsa henni með sekt sem hljóðar upp á 500 krónur íslenskar. Svanhvít bar illa söguna af vistinni á skrifstofu tollsins, þar var annað glæpakvendi í haldi (greinilega öllu reyndari í bransanum) sem sagði farir sínar ekki sléttar og neitaði að láta sitt spægipylsukíló af hendi nema sjá tollstjóra brenna það sjálfan, og fullvissaði aðra glæpamenn viðstadda að víst væri að starfsmenn tollsins skiptu spægipylsunni á milli sín og ætu hana. Hinir reyndu nú að malda í móinn, fannst bara frekar hart að sjá af spægipylsunni, og furðuðu sig á íslensku lögunum, eða eins og höfuðpaur glæpaklansins ógurlega "Amman" fullyrti: "Ég hef nú ekki komið til landsins ÁN spægipylsu í hálfa öld!" Þess má geta að Amman er dönsk.

mánudagur, júlí 04, 2005

Túristar í Köben

Við erum búin að krúsa Kaupmannahöfn síðustu daga, í dag aðallega umkringd af skítugum Íslendingum með armbönd. Í gær á Bakken (mitt fyrsta skipti, ótrúlegt nokk), hestaferð að skoða dádýr í skóginum, svo nautasteik á Jensens böfhus, í dag vandbussen (sigling í höfninni og inn í borgina í þröngum síkjum) og túristarútuferð. Hún var frekar fyndin, eða það er að segja sataníski rútubílstjórinn sem keyrði okkur. Hann var greinilega svolítið pirraður og þegar við vorum komin á Langelinie og rútan fyrir framan hann stoppaði lengur en honum líkaði hvæsti hann djöfullegri röddu "FOR SATAN!" "JESUS CRIST" og "FOR HELVEDE", og ég lýg því ekki að röddin var eins og hún kæmi úr iðrum jarðar, maður bjóst við að heyra næst eitthvað eins og "I AM THE LORD OF HELL FIRE" - en þegar rútan fyrir framan fór ekkert af stað öskraði hann í kallkerfið: FIVE MINUTES TO SEE THE LITTLE MERMAID!" og ég horfði á viðbrögðin hjá fólkinu í rútunni, það kipptust allir til, og hrökkluðust út, þorðu ekki annað en fara að sjá hafmeyjugreyið. Hann öskraði svo á eftir okkur "DO NOT FEED THE MERMAID". Svo hvæsti hann, "OG EF ÞIÐ ERUÐ EKKI KOMIN EFTIR FIMM MÍNÚTUR ÞÁ FER ÉG SAMT". Það sem eftir var af ferðinni öskraði hann af og til eitthvað eins og "GO OUT HERE TO SEE THE CHANGE OF THE QUEEN´S GUARDS" "ANYBODY WANTS TO TAKE A COFFEE WITH THE QUEEN?", og alltaf hrökk mannskapurinn í rútunni jafnmikið við. Svo heyrði ég hann tala "eðlilega" á eftir, þ.e. í samræðutón, en alltaf með sömu rödd, greinilegt að félaginn hefur drukkið of mikið öl og reykt for mange smøger i sit liv.

Bátsferðin var góð, svo ég segi ekki frá henni.

Í kvöld fórum við svo í Tívolí eins og tilheyrir Kaupmannahafnartúr. Þar vann Reynir bangsa sem hann gaf mér eftir að sýna glæsilega takta í körfuboltakasti, þetta var annar bangsinn sem hann vann á tveimur dögum, hinn í gær á Bakken í golfleik.

Amma var löngu búin að ákveða að bjóða okkur barnabörnunum fínt út að borða á Færgekroen (Ferjukrána)í Tívolí, en þar hefur hún farið reglulega örugglega a.m.k. síðustu hálfa öld og fengið sinn síldarplatta eða Mørbrad gryde, Pariserbøf og rødbeder og annan ekta danskan mat, og ætlaði aldeilis að sýna okkur hvað þetta væri nú gott. Svo ég hringdi til að panta borð, þeir sögðu mér að mæta bara, þeir væru með borð. Svo þegar við komum þurftum við nú samt að bíða í korter, og að okkur fór að læðast illur grunur, því nú var komin bruggverksmiðja þar sem áður voru borð fyrir gesti, og nú stóð á öllum skiltum "Færgekroens bryghus", og matseðillinn var eitt blað með 2 aðalréttum. Við hugsuðum að þegar okkur væri vísað til borðs þá fengjum við nú annan matseðil og allt yrði eðlilegt, en nei, það kom sami snepillinn, og þá varð amma gamla ekki kát. Það var búið að skipta út reykta álnum fyrir Osso buco og ekkert rauðkál að fá heldur rucola... Við fórum útt fussandi og sveiandi og lofuðum að koma aldrei aftur. Allt .arf nú að breytast, og við hlógum af því að við vorum nýbúnar að horfa á tvo síðustu þættina af Matador þar sem allar breytingar eru einmitt svo illa séðar, en óhjákvæmilegar, og einmitt frá þeim tíma þegar amma var ung. svo við enduðum á næsta stað, ekki mjög dönskum, reyndar austurrískum, hét Edelweiss og serveraði þessa fínu gryde með kalvekød og bratkartoffler, og við amma fengum okkur rauðvínsglas, sem gravøl fyrir Færgekroen.

laugardagur, júlí 02, 2005

"Estimada alumna: se me olvidaba decirte que te subo la nota hasta el 10, como a
algunos de tus compañeros, pues os lo merecéis. Salud, Emilio Sola."


Og hvað þýðir þetta? Jú, kennarinn minn var svo ánægður með greinina um Tyrkja-Guddu að hann ákvað að hækka einkunnina mína í Cervantes kúrsinum úr 8,5 í 10!

Annars er það að frétta af mér að ég er í Kaupmannahöfn núna, ein á voða fínu hóteli við hliðina á lestarstöðinni, Ég svaf á öðru hóteli í nótt, rétt hjá flugvellinum. Vélin lenti ekki fyrr en klukkan eitt í gærnótt, svo ég var orðin nokkuð þreytt og rugluð, svo rugluð að ég talaði einhverja furðulega blöndu af spænsku og dönsku við leigubílstjórann og mundi svo ekki hvernig ég átti að segja ´taska´ á dönsku! Strákurinn í hótelmóttökunni var voða góður, ég sagðist verða meget taknemlig ef ég fengi herbergi á þessari hæð, og hann horfði á allar fjórar töskurnar mínar, og gaf mér et dobbeltværelse... ég spurði hvenær ég þyrfti að vera farin út af herberginu, hann sagði klukkan 11. Ég reyndi að fela örvæntingarsvipinn en hann hlýtur að hafa séð hann því hann spurði hvort ég vildi frekar fara út klukkan tólf. Ég vildi það. Nú er ég búin að dröslast með allt mitt hafurtask á þetta líka fína hótel, þar sem ég steinsofnaði þegar ég var loksins komin. Ég ákvað að ég gæti alveg tekið lest með allt dótið mitt milli hótela, og fólk var mjög almennilegt og hjálpaði mér að bera 32 kílóa töskuna upp þrepin inn í lestina - en lestarvörðurinn sagði mér, og ég horfði á hann eitruði augnaráði: "Man skal ikke have mere med en man selv kan slæve". Ég hafði auðvitað þurft að borga yfirvigt á flugvellinum í Madrid, 6200 krónur takk. Seinna segi ég frá leigubílstjóranum sem keyrði mig á flugvöllinn í Madrid, sú ferð er efni í heila smásögu.

Nú er samt aðaláhyggjuefni mitt að ég á ingen penge. Ég þarf að fara út á flugvöll og ná í ömmu og Reyni núna á eftir, kannski þarf ég bara að labba út á Kastrup! Ég er samt svo heppin að það er ókeypis nettenging á hótelinu, svo ég get allavegana hangið á netinu! Hej hej!

fimmtudagur, júní 30, 2005

húff!

ég var ad enda vid ad senda grein á kennarann minn í Cervantes-kúrsinum, vona ad hún sé ekki stútfull af útlendingamálvillum! Málid er ad lokaprófid fólst í tví ad skýra út "hvernig ég hef unnid á onninni í thessu námskeidi", og thar sem ég hafdi sama sem ekkert gert, vard ég ad skálda upp eitthvad. Á sama tíma var ég ad lesa Reisubók Gudrídar Símonardóttur (Tyrkja-Guddu), og var búin ad laera um ad Cervantes var líka tekinn sem fangi og fluttur til Alsír, svo ég ákvad ad skrifa um `Tyrkja-Guddu á prófinu. Thad kom agaetlega út, ég fékk 8,5, en kennarinn spurdi hvort ég vildi skrifa grein um thessa konu til ad setja á vefsvaedi sem hann og fleiri halda uppi: www.archivodelafrontera.com . Svo ég er búin ad sitja sídustu daga med ordabókina í annari hendi og fartolvuna í kjoltunni og nú er greinin tilbúin, sjáum hvort hann skellir henni á netid!

Sídasti dagurinn minn í Alcalá í dag, mikid ad gera, nú er ég ad fara í hátídlega athofn hjá vinum mínum frá Chile: "Sídasti bjórinn" Their eru á sídasta hálfa ári búnir ad reisa háan turn af bjórdósum í stofunni, og thad eru their sem kynntu mig líka fyrir hinum frekar vidbjódslega drykk viskí í bjór.

úff, verd ad fara, heyrumst í danmorku!!

miðvikudagur, júní 29, 2005



create your own visited country map
or check our Venice travel guide

Nei, thetta er ekki listi yfir lond sem ég hef heimsótt, heldur lond thar sem ég thekki fólk núna! Ég er nú komin med fulla bók af símanúmerum og heimilisfongum og netfongum, svo thad verdur lítid mál ad finna gistingu ef ég skyldi vilja ferdast um evrópu eda sudur-ameríku. Tharna vantar grátlega einhvern frá Afríku, ekki margir Erasmus thadan. Enginn held ég.

úbbs thetta átti ad vera lengra, en nú loka their tolvustofunni!

laugardagur, júní 25, 2005

Carlinhos Brown!!!!

Fór á tónleika med Carlinhos Brown frá Brasilíu, thad var de puta madre!!! (gaman) fór med Ítolum, Spánverjum, brasilískum stelpum og strák frá Colombiu, sem tholdu oll hitann tharna mun betur en ég, allar 40 og eitthvad grádurnar... thad var oft naestum lidid yfir mig, sem hefdi ekki verid gott, tharna var milljón manns. Bókstaflega milljón, ekki bara til ad segja einhverja tolu! Carlonhos Brown er gedveikur, var í 26 metra longum trukk med heila hljómsveit og gógópíur dansandi á pallinum med honum, hann er kúl. Eins og sést á myndinni máludum vid okkur oll í framan vorum oll í hvítu og ég breytti Stenhus Kostkole bolnum mínum í brasilíska fánann.

Thegar ég kem heim aetla ég ad halda Caipirinha partí!

Rétt upp hond sem thekkir dásemdir Caipirinha!

dagarnir lída hjá í saelu og gledi thessa dagana, sundlaug og sól og ís á daginn og djamm og gaman á kvoldin, vakna alltof seint og fer of seint ad sofa, drekk of mikid, borda of mikid og hef thad bara of gott. Fátt naer ad slá ryki í augun á mér núna, en samt er ég ekkert fúl yfir ad vera á leidinni heim, og hlakka rosalega til thess. Ég aetla í svo margar útilegur og fjallgongur og og og ... og vinna eins og hestur.

Nú fer ég ad borda lasagna og tiramisú í ekta ítalskri veislu..

Ciao ciao!

fimmtudagur, júní 23, 2005

Aftur gerist thad, ég missi út fullkomna faerslu, og í thetta sinn ágaetis faerslu, langa og djúsí. Málid er ad ef madur er of lengi ad skrifa thá dettur madur út af blogger, tharf ad skrá sig inn aftur og thá er faerslan farin fjandans til.

Highlights frá faerslu daudans:

*ein fimma, ein 8 og 8,5.
*mexíkóskar sápuóperur - mitt nýja uppáhald
*ekkert ad gera nema fara í kvedjuveislur
*soldid trist ad fara í kvedjuveislur
*CARLINHOS BROWN!!!!
*heiiiiitttt! 43 grádur!
*grill í kvold - og kvedjuveisla
*strákar eru hálfvitar

Ef einhver hefur áhuga má hann reyna ad endurskrifa faersluna eftir eigin gedthótta med tví ad nota thessa punkta. Ekki nenni ég tví!

fimmtudagur, júní 16, 2005

Ef tré fellur í skógi og enginn nálægt til að heyra...

ohooo.... var búin ad skrifa einstaklega fraedilegt blogg og háskólanám á Spáni, en thad glatadist, og enginn recover post takki á thessum gomlu tolvum..

Pósturinn er glatadur ad eilífu, kannski eiga ordin eftir ad sveima um á oldum internetsins um ómunatíd, kannski eru thau einfaldlega horfin, ekkert eftir af theim nema óljós minning mín um hvernig ég hafdi radad theim. Hvernig get ég svosem vitad hvort ég skrifadi eitthvad yfirhofud? Var thad ekki Tolstoj sem skrifadi einu sinni um ad thegar hann vaeri ad thurrka rykid af húsgognunum í herberginu sínu (allir ad ímynda sér herbergi Tolstoj núna)og thegar hann var kominn hringinn mundi hann ekki hvort hann hafdi thurrkad af skrifbordinu eda ekki. Og engin leid fyrir hann ad muna thad, svo hversdagslegur er atburdurinn, og engin voru vitnin. Aldrei mun hann vita hvort hann hafi thurrkad af skrifbordinu eda ekki, aldrei mun ég geta skrifad thessi ord í somu rod, med somu tilfinningu og ádur, thetta eru onnur ord, skrifud á odrum tíma, einnig thessi ord eru ord andartaksins, ord ord ord....

....best ad fara heima ad fá mér síestu

þriðjudagur, júní 07, 2005

Er thad ekki furdulegt ad thegar ég hef tíma til ad kíkja á eina vefsídu og langar í fréttir frá Íslandi, thá fer ég frekar á Baggalút en á mbl.is? Og fae venjulega miklu áhugaverdari fréttir...

sunnudagur, júní 05, 2005

¡Tengo un calor que te cages!

Hitinn hérna og ég erum "ekki alveg ad dansa" eins og madurinn sagdi. Thegar hitamaelirinn sýnir 36-39 grádur á hverjum degi thá fer Svanhvít litla ad eiga bágt med sig. Nú er gott ad eiga blaevaeng, sem ég bregd nú oft á dag thegar ég fer ad svitna ad helvede til.

Reyndar er mesti thurrkur hér á svaedinu í 50 ár, svo mikill ad borgaryfirvold í Alcalá hafa bedid fólk um ad spara vatn, og thad voru birtar leidbeiningar um hvernig madur getur gert thad, t.d. fara frekar í sturtu en bad, thrífa badherbergid allt úr sama vatninu í sérstakri rod, vokva plontur ekki of mikid (erfitt í thurrkinum) og fleira. Íslendingurinn í mér á soldid erfitt med ad spara vatn, ekki von tví, en reyni thó eins og best ég get.

Annars er Alcalá furduleg borg, ég hef sagt mikid frá thessari Cervantes-maníu (um daginn tók ég thátt í ljósmyndamarathoni thar sem themad var Alcalá 400 árum eftir Cervantes, thad var mjog gaman), en um daginn vard ég eiginlega bara hraedd: klukkan var 5 á laugardagsmorgni, ég var steinsofandi og dreymandi eitthvad óskilgreint, thegar alltí einu byrjadi kór fólks ad kyrja í draumnum, Aaaaave María Madre Dios, Santa Marííía... Svo áttadi ég mig á ad mig var ekkert ad dreyma thetta, thá hélt ég án gríns í svona sekúndubrot ad ég vaeri komin til himnaríkis, en nei, ég fattadi ad ég var bara í rúminu mínu og ad songurinn kom inn um gluggann. Svo ég kíkti út og sá fullt af fólki á mjooog haegri gongu, og bíll med hátolurum á thakinu. Bíllinn stoppadi og thá byrjadi lestur úr biblíunni. Á medan stód fólkid og thagdi. Svo fór bíllinn aftur í gang og fólkid fór aftur ad kyrja. Eftir svona hundrad metra ad tví er mér heyrdist stoppadi bíllinn aftur og lesturinn hélt áfram. Og ekkert lágt sko! Svo komst ég ad tví ad thetta er gert á hverjum laugardegi, og thá mundi ég óraett einhverja drauma sem mig hafdi dreymt um furdulega sofnudi kyrjandi helgisongva ,thad voru thá bara Alcala-ellilífeyristhegar í Maríugongunni sinni.

Thad er allt of lítill tími eftir hérna, bara ´taepur mánudur!! ég (og allir hinir erassmussarnir) erum ordin soldid sentimental, ótrúlegt ad thurfa ad segja bara bless vid fólk sem madur er búinn ad vera med á naestum hverjum degi í 5 mánudi!

Á morgun er landafraedipróf, ég er búin ad laera allar hofudborgir í Sudur-Ameríku og langflestar í Midameríku (hver veit annars hvad hofudborgin í Hondúrass heitir). Svo aetla ég bara ad nota kommon sens. Vona ad ég hafi thad, kommon sens thad er ad segja...

mánudagur, maí 30, 2005

Ibiiiiiza.....

Já, Ibiza...

Ibiza er alveg eins og madur ímyndar sér Ibiza. Pálmatré, rándýrir kokteilar á rándýrum diskótekum, hvítar strendur fullar af túristum, steikjandi sól, fólk klaett eins og madur ímyndar sér ad fólk klaedi sig á Ibiza (stutt og flegid, helst engin fot) á kvoldin neonljós eins og í Las Vegas.

Ég var med theim finnsku allan tímann, og thad sem thaer vildu var ad liggja á strondinni ALLAN tímann. Thar sem ég og minn líkami erum ekki gerd fyrir slíkt skadbrann ég audvitad og var med órádi á fostudagskvoldid, skiptist á ad skjálfa úr kulda og steikjast úr hita, á medan allir adrir (nema thaer finnsku) fóru ad leika sér á rándýru diskótekunum. Eftir thad keyrdi ég stelpurnar á strendurnar sem thaer vildu fara á og fór svo sjálf og rúntadi um Ibiza... thad fannst mér gaman. Ég fór á "besta hippamarkad í Evrópu" sem heitir Las Dalias, ekta markadur med alvoru hippum. Thad var frekar dýrt thar, en ég fékk fullt af hugmyndum um hvad ég aetla ad thaefa og sauma thegar ég kem heim! Skór, toskur pils, leggid inn pantanir núna!

Ég veit ad ég hefdi ekki meikad mikid fleiri daga af thessum stad, og á medan allir grétu yfir ad vera á leidinni til Alcalá í gaernótt var ég bara nokkud fegin, sérstaklega af tví ad í dag er skýjad, meira ad segja smá rigningardropar sem gloddu mig ósegjanlega. Brunasárid á hokunni á mér fagnar líka ad sleppa vid sól. (ég fór í apótek á Ibiza og bad um krem eda eitthvad á brunann, konan sem vann thar hrópadi upp yfir sig, ¡Madre mía! Hvad gerdist fyrir thig?!)
Thad sem ég var hins vegar ekki ánaegd med var thegar ég lagdi frá mér toskuna mína á útidyratroppunum thegar ég kom heim í nótt kl hálf fjogur, thá brotnadi í henni raudvínsflaska sem ég geymdi thar og raudvín lak á allt dótid mitt. Ég tók símann minn uppúr og hellti mesta víninu úr toskunni og ákvad ad gleyma vandamálinu, verd ad takast á vid thad í dag.

Var ad kaupa mida til Koben, 1. júlí, thar aetla ég ad eyda nokkrum dogum med mínum kaera bródur ádur en ég held heim. Knus og kram.

mánudagur, maí 23, 2005

Úff, ég hef svo morgu frá ad segja ad ég veit ekki hvar ég á ad byrja og enn sídur hvar ég á ad enda!

Ferskustu fréttirnar eru thó thaer ad S. Lilja Ingólfsdóttir er á leidinni til Ibiza eftir 2 daga! Thetta kom í ljós fyrir u.th.b. hálftíma, thegar ég frétti ad ein af brasilísku stelpunum hefdi dottid út, og thad vaeri pláss fyrir mig. Sídan thá er ég búin ad borga og er ad detta inn í Ibiza gírinn, tharf núna bara ad fara ad kaupa mér bikini og fleira lífsnaudsynlegt! Ég aetladi alls alls alls ekki ad fara, en núna thegar ég veit ad naestum ALLIR sem ég thekki í Alcalá eru ad fara thá get ég ekki annad, sérstaklega tví ég hef ekkert ad gera á medan.

Já, aldrei hefdi ég trúad tví ad ég vaeri á leidinni í lastabaelid Ibiza thar sem epillur eru bruddar eins og brjóstsykur og syndin lúrir í hverju horni. Látum okkur sjá hversu spillt ég kem til baka...

en af odru, fór til Niinu og horfdi á Eurovision á laugardaginn, thad var nú meira hvad thad var slappt... thad sem átti hins vegar athygli mína alla á medan rassar voru skeknir í sjónvarpinu var ad Niina og sambýlingar hennar Fernandino og Gonzalo fottudu ad thad vantadi mat í ísskápinn. Fyrst tók ég thad nú ekki alvarlega, annad eins hefur nú gerst ad einhver haldi ad hann hafi átt eitthvad ad borda og ekki áttad sig á ad hann var búinn med thad, en thegar thau voru komin med langan lista af dóti sem vantadi haetti mér ad lítast á blikuna. Thad sem vantadi var m.a. pakki af ostsneidum, pakki af skinkusneidum, 2l af kóki, ferna af safa, bjór og morgunkorn, allt horfid eins og dogg fyrir sólu!
Niina og Fernandino reyndu ad skýra thetta med tví ad Gonzalo hefdi bordad thetta um nóttina thegar hann kom heim af fylleríi, en áttudu sig svo á ad hann hefdi líklega ekki stútad 16 ostsneidum og 10 af skinku, og ca. 5 lítrum af kóki, djús og bjór. Ekkert annad hafdi verid tekir úr íbúdinni, en thar voru m.a. myndavélar, fartolva, og svo allt hitt, sjónvarp, orbylgjuofn ofl. toluvert verdmaetara en ostur og skinka. Thegar vid svo fórum út á svalir til ad athuga hvernig haegt vaeri ad loka og laesa thar tryggilega sáum vid ljótan feitan ca. 15 ára ungling glápandi upp á svalirnar, og hann vard ansi skommustulegur thegar vid stordum á hann á móti med eitrudu augnarádi.
Thetta voru thá greinilega bara krakkafífl sem vantadi eitthvad ad gera og voru svong. En nóg til ad hraeda thau oll upp úr skónum, ekki thaegilegt ad vita ad einhver hafi nád ad brjótast inn á heimilid manns og verid ad dunda sér vid ad ná í mat í ísskápnum. En nú vonum vid ad their reyni thetta ekki aftur, fyrst vid hofum nú séd aulann sem reyndi thetta .... hann var meira ad segja med bjórinn í hendinni!!

Fleira aetla ég ekki ad segja núna, skrepp á markadinn ad kaupa badhandklaedi eda bikini eda eitthvad, ofundid mig por favor!!

fimmtudagur, maí 19, 2005

Fleiri skólar lifa vid fjársvelti en Háskóli Íslands. Hér í Alcalá á ad leggja nidur heimspekideildina.. eda innlima hana í eitthvad annad. Thá er ég ad tala um námsleidina Humanidades sem er haegt ad taka hér, thar sem madur laerir tungumál, landafraedi, sogu, málvísindi, félagsfraedi og fleira, allt sem vidkemur manninum. Nú á semsagt bara ad vera haegt ad laera eitt af thessu, og allir, jafnt kennarar sem nemendur eru brjáladir. Sídustu vikur hefur verid mótmaelt hástofum, nemendur hafa verid ótrúlega duglegir vid ad hengja upp plakot og risastór bordi med áletruninni: "Humanidades deyja, Cervantes kvelst" er strengdur utan á humanidades-bygginguna, (var sett upp 23. apríl, dánardaegur Cervantes og daginn sem Zapatero forsaetisrádherra og konungshjónin komu til Alcalá til ad veita verdlaun. Vid verdlaunaafhendinguna voru líka mótmaeli sem ég tók adeins thátt í). Thad hafa verid samdir kvaedabálkar, eins konar harmkvaedi, frí hafa verid gefin í tímum til ad fara og mótmaela í Madrid og í gaer thegar ég kom í skólann, thurfti ég ad ganga í gegnum risastórt forhengi (segir madur thad?) sem var fyrir dyrunum, í laginu eins og risastór dollarasedill til ad minna á ad thad er verid ad gera thetta tví "sam´félagid graedir ekki á hugvísindafólki". Thegar ég kom svo inn voru allir veggir fódradir med raudum pappír og á theim voru myndir af ollum helstu listamonnum, rithofundum og skáldum heimsins med tárin í augunum og dollarasedlar héngu úr loftinu. Í dag eru allir svartklaeddir og búid er ad hengja upp dánartilkynningar um Humanidades, listasogu, tónlistarsogu og fleira sem á alveg ad leggja nidur. Í dag er jardarforin á plaza Cervantes, ég aetla ad reyna ad ná henni.

Thetta eru mótmaeli í lagi! Svona hefur madur aldrei séd á Íslandi, hvorki í MH né (úff nei) hjá Stúdentarádi. Og thó ad kannski hafi thetta ekkert ad segja var ad minnsta kosti ekki haegt ad leggja nidur heila deild án thess ad fólk léti heyra í sér, og thad svakalega! Ég fer ad hugsa um thad ad ekki létum vid mikid í okkur heyra thegar fastrádnum kennurum í íslenskuskor (6 held ég) var sagt upp storfum og adeins 2 rádnir í stadinn. (Leidréttid mig ef ég fer med fleipur(hehe, fyndid ord, fleipur)).

Vid thurfum ad laera ad láta í okkur heyra!

En af ordu háskólatengdu, ég fór í snemmbúid lokapróf í morgun, skrifadi 5 bls um Cervantes vin minn, en tókst á soldid langsóttan hátt ad troda Gudrídi Símonardóttur inn í prófid, en ég held hann fíli thad, kennarinn, hann er svo ágaetur. En í midju prófi fór eldvarnarkerfid af stad, ég hélt audvitad ad thetta vaeri bara óvart, von tví ad kerfid faeri í gang oft á dag í MH og í grunnskóla, en thetta var víst brunaaefing, sú fyrsta sem ég fer í á aevinni, og hún var í midju lokaprófi. Thad var ekki vinsaelt. Thad komu menn inn í gulum endurskinsvestum og ráku okkur út hardri hendi, og vid thurftum ad bída thar í nokkrar mínútur af okkar dýrmaeta próftíma.
Jaeja, geografían bídur.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Jaeja, thad er gott ad vera komin heim, thó thad hafi verid gaman á íslandi. Hitti ádan ítolsku vinkonur mínar sem ég elska, thaer voru búnar ad gera glaesilegt lokaverkefni úr Cervantes-kúrsinum, og settu mitt nafn undir! ...og spurdu hvort ég hefdi nokkud á móti tví! Ég hélt nú ekki.

Ferdin í gaer gekk eins og í sogu, kannski af tví ég var ad lesa ferdasogu sem gerist á somu slódum, Reisubók Gudrídar Símonardóttur, sem ég kláradi naestum á einum degi, og komst ad tví ad hún kom til allra 4 landanna sem ég fór til í gaer, Íslands, Danmerkur, Hollands og Spánar. Thad fannst mér snidugt.

Nú fer ég ad laera undir lokaprófid sem er á morgun í Cervantes. Takk fyrir samveruna á íslandi, sjáumst fljótt.

þriðjudagur, maí 17, 2005

Hæ ho, eg er i Køben, hef litid ad gera thar sem eg er buin ad fa mer soft ice og pølse og labba Strikid tvert og endilangt og kaupa mer næstsidasta Matador-diskinn. Thad er agætt herna, skarra en ad drepa timann i Schiphol eins og eg tharf ad gera a eftir. Eg verd ekki komin heim til Alcala fyrr en upp ur midnætti byst eg vid...

...Thessi Islandsheimsokn var frabær, tho stutt væri, eg nadi ad hitta flesta, for i fullt af heimsoknum, eitt ferdalag og fermingu, nadi meira ad segja ad kikja a Kofann i sma alvoru tonlist, er ordin soldid leid a pikupoppinu tharna uti, thad er sama hvada stad madur fer a, alltaf er sama tonlistin spilud! Hun er fin til sins bruks, en agætis tilbreyting ad heyra sma Raggatonlist a Kofanum.

Nu verd eg aldeilis ad fara ad passa mig a blogginu, half fermingarveislan eda her um bil fekk veffangid ad sidunni svo ættmenni um allt land geta farid ad fylgjast med mer! Nei, svo mikla skandala er eg nu ekki ad gera ad their tharfnist ritskodunar...

Næstu 6 vikur ætla eg ad vinna i tvi ad (ju, taka prof) og na mer i sma brunku, thegar eg hitti folk sagdi thad: "hæ, en hvad thu ert sæt og br.....heyrdu thu ert bara ekkert brun!" Planid er ad fara til Mallorca i eins og eina viku, Pepi vinkona fer ad vinna thar a hoteli, vid getum fengid ad vera thar a hotelherberginu sem hun fær til afnota. Og thegar thad er buid styttist bara i ad eg komi heim! Thetta er nu ekki langur timi ef madur hugsar um thad!

Jæja, kominn timi til ad koma ser a Kastrup og byrja adra lotu, flug til Hollands, og thar a eftir thadan til Madrid... ja, hvad gerir madur ekki til ad spara, 3 flug a einum degi!

miðvikudagur, maí 11, 2005

"La cucaracha, la cucaracha, ya no puede caminar...."

Kakkalakki í íbúdinni í gaer!!!!

Hann skreid undan sjónvarpsskápnum og ég og franska kaerastan hans Vicente hniprudum okkur saman í kúlu, sá franski stokk til og drap hann med inniskónum sínum, thurfti reyndar margar atlogur, thessi kvikindi drepast ekki svo audveldlega...

svo nú er hreingerningaraedi í íbúdinni, ruslafotur thrifnar og oll skúmaskot sem kakkalokkum líkar sótthreinsud.

Ég ákvad bara ad flýja land, á morgun, eftir ca 25 tíma renn ég í hlad á Leifsstod, og vonast til ad geta leitad haelis í thann tíma sem kakkalakkahaettan stendur yfir... skelli mér í fermingu og vorferd mímis og svona í leidinni.

Vonandi geta svo vinir mínir stúdentarnir rifid nefid upp úr námsbókunum til ad fá sér thó ekki vaeri nema einn kaffibolla med mér. Og kannski verda einhverjir búnir thá, hafid samband, ég verd med venjulega númerid frá tví á morgun.
Kvedja, sjáumst í kuldanum,
Lilja

föstudagur, maí 06, 2005

Já, sumarid er komid og med tví rodnar húd og hár lýsist. Sólin hér er stórhaettuleg, ég fór út ad skokka ádan (já!), og brann á bara hálftíma í sólinni! Thó ég vaeri med sólarvorn. Leidin sem ég skokkadi er annars mjog falleg, medfram ánni, og hinumegin vid hana eru fjoll sem ég vaeri alveg til í ad klífa (...verst ad ég hef ekki ennthá fundid brú yfir ána...) Thetta var mjog rómantískt, ég heyrdi innan úr skóginum blokkflaututóna, sem komu frá ástfongnu pari sem sat á árbakkanum og spiladi á flautu. Svo gerdi ég magaaefingar og flýtti mér heim til ad brenna ekki meira.

Ferdin til Tékklands var svo frábaer ad ég er ekki viss um ad ég geti lýst henni nógu vel med ordum. Ég á myndir sem ég aetla ad taka med til Íslands thegar ég kem á fimmtudaginn, thaer segja miklu meira.

En eitthvad get ég nú sagt, ég var semsagt ad hitta vinkonur mínar sem ég kynntist í Ungverjalandi í ágúst, ein frá Prag, ein frá Sviss og ein frá Slóvakíu. Vid fórum í skodunarferd í Prag, (m.a. í H&M, madur verdur ad standa sig í ad heimsaekja H&M í hverju landi) og thad var mjog fallegt allt, en trodid af túristum. Ég hálfvorkenni íbúum Prag ad geta aldrei haft midbaeinn útaf fyrir sig, hann er ALLTAF fullur af túristum. En their eru víst naudsynlegir, their koma med peningana... En ég var semsagt med tékkneskri vinkonu sem fór med okkur fáfarnar styttri leidir og á litla saeta veitingastadi thar sem máltíd med ollu kostar 3 evrur.

En thad besta var samt thegar vid fórum á litla bílnum hennar Jonu vinkonu út fyrir Prag ad skoda Karlstejn kastalann, og fórum líka í svakalegan gongutúr í leit ad 3 manngerdum gljúfrum sem voru einu sinni námur: Litlu Ameríkum, Stóru Ameríku og Mexíkó. Thau voru ágaet, en fyrir íslendinginn voru thau svosem ekkert svo spes. Vid vorum 8 saman, tékkar og slóvakar og ungverji, slóvakarnir voru alltaf aftastir og reyktu og drukku raudvín úr gosflosku til ad svala thorstanum á gongunni. Raudvín var sirka thad sídasta sem mig langadi í í hitanum svo ég afthakkadi (já, nota bene, thá var óvenju heitt alla helgina, jafngott vedur og hér á Spáni!).

Eftir gonguna fórum vid stelpurnar svo í sumarbústad fjolskyldu hennar Jonu (sem er reyndar miklu flottari en íbúdin theirra í Prag) og kveiktum vardeld og eldudum tékkneskar pulsur sem eru svona stuttar og feitar pulsur sem madur sker í endana á til ad thaer krullist upp thegar madur grillar thaer yfir eldinum. (Ae, thad er ekki haegt ad lýsa tví.) Vid sátum vid eldinn med pabba Jonu og systur hennar sogdum brandara á 6 tungumálum og hlógum langt fram á nótt. Thetta kvold var einhver nornahátíd í Tékklandi svo thad voru kveikt bál út um allt og fólk setti upp maístengur. Daginn eftir sáum vid ad einhver hafdi málad ljód á gotuna, thad er thá víst hefd líka.

Morguninn eftir, ádur en vid thurftum ad leggja af stad til Prag, snaeddum vid morgunmat úti í gardi (jardarberjasulta og radísur beint úr gardinum theirra, Jana gaf mér eina krukku af sultu!) og svo roltum vid upp á haedina fyrir ofan húsid, thar er alveg frábaert útsýni yfir gul tún og graena skóga... soldid vaemid en thetta var alveg frábaert til ad hlada batteríin.

Sem var eins gott tví vid vorum búnar ad maela okkur mót vid vini okkar í almenningsgardi ad fara ad spila Petanque sem er eins og boccia nema ekki fyrir fatlada... ég var soldid hissa á ad sjá ad thetta er mjog vinsaelt tharna, thad voru 4 hópar á vellinum thar sem vid vorum ad spila. Thad var bara gaman, adallega af tví vid unnum... Svo nádi ég naestum ad breyta brúdkaupsferd vina minna frá tví ad fara til Nýfundnalands og Kanada yfir í ad fara til Íslands, honum til gledi en henni til hryllings! Annars er ég í vondum málum ef allt thetta fólk sem ég er búin ad bjóda í heimsókn kemur einhvern daginn!


Úff, thetta er ordid of langt og leidinlegt, og ég er ad fara ad hitta gódvin minn Angel, ég vaeri líka alveg til í eins og einn ís á Plaza Cervantes, thad er nýbúid ad opna ísbúd thar...

¡hasta pronto!

miðvikudagur, maí 04, 2005

Tvennt er mér mjog hugleikid í dag:
1) Hvernig á ég ad fara ad tví ad ná prófi í setningafraedi á spaensku thegar ég hef ekki verid í setningafraedi sídan í ísl 203 og skil ekki bofs í tímunum hérna. Núna er ég ad bogglast vid ad greina fyrstu málsgreinina í don Quijota setningafraedilega (já, thetta er týpískt Alcalá) og tharf ad grenja út lausnina hjá ítolsku vinkonum mínum sem eru búnar med verkefnid til ad fá thetta ekki í hausinn allt útatad í leidréttingum eins og sídasta verkefni.
Hjálp!!

og hitt:
2) Á ég ad fara til Ibiza? Ég var longu búin ad ákveda ad fara ekki, en í dag vard mér ljóst ad ALLAR vinkonur mínar hérna eru ad fara, svo ad ég verd ein í Alcalá á medan thaer eru ad skemmta sér í sólinni og á diskótekunum á Ibiza. Ferdin kostar med ollu ca 15.000 kall, 5 dagar, svo ég missi 2 daga úr skóla... Hvad á ég ad gera? Ég vil heidarleg svor.

Ferdasaga frá Prag kemur brátt, frábaer ferd, á morgun nae ég í ca 80 myndir sem ég er ad láta framkallast, 25 af theim frá Prag, thad verdur ekki leidinlegt ad sjá. Nú held ég áfram í atvikslidunum...

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Aetlar í alvorunni enginn ad nýta sér thetta kostabod ad heimsaekja mig í Madrid í júní fyrir adeins 24.000 kr? jaeja, thá leggid thid bara í púkk fyrir alla yfirvigtina sem ég verd ad borga thegar ég kem heim...


Hér hefur fólk grídarlegar áhyggjur af húdinni á mér, allir gefa mér gód rád um ad passa mig, setja á mig krem, hylja á mér hofudid, augun, handleggina, fótleggina, bakid, ég held ad ef fólkid hérna fengi ad ráda myndi thad loka mig inni. Hér er vedrid núna svona eins og heitustu sumardagar á Íslandi, og vid útlendingarnir komnir í sandala og pils, á medan Spánverjarnir ganga ennthá í sídum frokkum og úlpum. Í gaer sagdi gamall thjónn mér hryllingssogur af tví thegar sídasta sumar hitinn komst upp í 50 grádur á daginn og 40 á nóttunni.. líst ekkert á ef satt er. Hann gaf mér nákvaemar leidbeiningar um ad ég aetti ad´fá einhvern til ad bera á mig á hverjum morgni sólarvorn númer 90 (er thad nú til?) og ganga med hatt og drekka vatn og og og og... mjog hjálpsamur, en ég veit best sjálf ad ég tharf ad brenna smá fyrst ádur en ég get farid ad verda brún (brún er kannski of mikid sagt, minna hvít er kannski réttara), nennti thó ekki ad skýra thad út fyrir kappanum.

En hvad um thad, naest á dagskrá hjá mér er ad á morgun fer ég til Prag, ad upplifa vorid í gódra vinkvenna hópi (ein frá Prag, ein frá Kosice (Slóvakíu) og ein frá Sviss. Thar aetla ég ad eyda helginni, sný svo til Alcala á mánudaginn og verd thar 10 daga, svo thann 12 kem e´g í skreppitúr til íslands..

hasta entonces,

adios...

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Óvenju sumarlegt á Sumardaginn fyrsta

Þetta er í alvörunni fyrirsögn á mbl.is í dag. Sorglegt, ekki satt? En við erum líka að mínu viti eina þjóðin sem heldur upp á fyrsta sumardag og við gerum þad aaaalltof snemma.

Einhverjir taka kannski eftir því að þetta blogg inniheldur íslenska stafi, þad er af því að ég var ad finna hlekk á sniduga síðu sem breytir útlenskum stöfum í íslenska.

Aðrir kunna að taka eftir því að þetta er annað bloggið mitt í dag. Þad kemur til af því ad ég hef barasta ekkert ad gera og hangi því bara á netinu eins og auli. Tógapartí á Erasmusadiskóinu í kvöld, spurning hvort maður fari, held ég beili samt á tóganu, á ekkert hvítt lak.

Maðurinn við hliðina á mér er gamall og feitur og ofboðslega stoltur af syni sínum, sem er þyrluflugmaður einhvers staðar, hann sýndi mér stoltur mynd af honum í
þyrlunni og aðra mynd sem sonurinn hafði tekið úr þyrlunni af strönd Brasilíu. Spurði hvaðan ég væri, frá Íslandi sagði ég, hann varð voðalega ánægður ad kunna nafnið á einhverju héraði á Finnlandi, en eins og allir hérna hélt hann að ég væri þaðan.
Mér finnst alveg frábært þegar fólk hérna byrjar bara að spjalla upp úr þurru, í gær var ég til dæmis stoppuð úti á miðri götu af fólki sem sagði mér að þeim þættu Spánverjar ljótir, og sögðu að ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur, ég liti ekkert út eins og Spánverji. Þau voru frá Rúmeníu. Í gær hjálpaði ég líka konunni sem vinnur í kínversku búðinni á horninu með spænskuverkefnið sitt, hún var ein að vinna og vantaði hjálp.. Samt er fólkið hér á Madridarsvædinu sagt mjög kalt og lokað, það er miklu blóðheitara og ópnara fyrir sunnan, og ég tók líka eftir því að í Galissu (fyrir nordan) er fólkið mun almennilegra, fólk segir "verði þér að góðu" þegar það gengur fram hjá borðinu manns á veitingahúsi, og búðarkonurnar hreyta ekki bara framan í mann "Díme" (segðumér) (sem er reyndar alls ekki dónalegt, en það er soldið erfitt að venjast því).

Margir af Erasmus krökkunum eru hundleiðir á Alcalá og nenna ekkert að hanga hérna lengur. En mér finnst fínt hérna, finnst alveg nóg af fólki og ef maður vill meira þá er Madrid bara hálftíma í burtu, þar er alveg nóg af fólki.. ætli það sé ekki af því að ég er frá Íslandi þar sem ekki býr mikið af fólki..? Annars er ég alltaf hrifnari af litlum borgum en stórum, Reykjavík er til dæmis alveg fullkomin fyrir mig!

Jæja, ég ætla að reyna að leita uppi einhverja vini til að leika við í kvöld, ætli það verði ekki finnskurnar...
Papa Ratzinger = paparazzi

Bara kominn nýr páfamann.. varla talad um annad hérna, heyrdi hróp og koll sambýliskonu minnar thýsku thegar kardinálinn á svolunum sagdi "habemus papam". hún er ekkert smá stolt af tví ad landi hennar sé páfi. Mér líst ekkert á hann, thori samt lítid ad segja, fólk hérna lítur á thennan mann sem heilagan, thad heldur orugglega ad hann fari ekki á klósettid... thad eru orugglega ekki klósett í páfagardi tví hver getur ímyndad sér páfann á klóstinu? (Thá fer madur ad velta fyrir sér uppruna ordatiltaekisins "ad tefla vid páfann", hvernig kom thad nú til?)

Svona fer madur nú ad rugla thegar madur hefur ekki neinn til ad tala íslensku vid!


En eitt enn: hér med auglýsi ég eftir einhverjum sem vill koma og heimsaekja mig í lok júní/byrjun júlí, thad er verid ad auglýsa ódýra netsmelli beint til Madrid á icelandair.is, 24.000 kall. Thad vaeri frábaert ef einhvern langar ad kíkja á mig og hjálpa mér svo ad flytja allt dótid mitt til Íslands á heimleidinni. Einstakt tilbod sem býdst ekki á hverjum degi.

Hafid samband í síma 00 34 606695974 eda á sli@hi.is vegna dagsetninga og nánari upplýsinga.

Svo vil ég óska Thuru og Elínu alveg ótrúlega vel til hamingju med afmaelin sín, thaer eru nú ordnar 44 ára.

Og Halldór Laxness, Shakespeare og Cervantes fá geggjadar studkvedjur vegna sameiginlegs dánar/og-eda/afmaelisdags theirra 23. apríl.

(P.s. nú er allt ad tryllast hér í Alcalá út af Cervantes, risa bókamarkadur á Cervantes-torginu og búid ad setja upp trilljón fána og risamyndir (svona eins og á austurvelli í fyrra) Á diskótekunum eru Cervantes-fiestur og Cervantes matsedlar og tilbod á veitingahúsum og í búdum. Thetta er aedislegt. Meira ad segja á matnum sem madur kaupir úti í búd er stimpill vegna afmaelisársins, smjor, braud, djús, allt tileinkad Cervantes gamla.
Og á laugardaginn (23.) er verdlaunaafhending í háskólanum eins og á hverju ári, en óvenju vegleg í ár, konungshjónin maeta til ad afhenda verdlaunin og ég veit ekki hvad. Ég er ad spá í ad maeta, nú thegar ég er búin ad sjá forsaetisrádherrann verd ég ekki ad sjá konungshjónin?)


.
konungshjónin á gódri stund

mánudagur, apríl 18, 2005

Jaeja, loksins er ég komin aftur til Alcalá. Sjaldan hef ég farid í lélegra ferdalag, ég segi ekki annad. Fórum í fjogurra daga rigningarferd til Galissu, thar af fóru 2 heilir dagar í ad komast á stadinn og heim. Á prógramminu sem vid fengum stód ad vid kaemum á fyrsta stadinn sem vid áttum ad heimsaekja klukkan 13, vid vorum komin thangad klukkan 18.30. Thad var einn viti. Thar stoppudum vid í klukkutíma og héldum svo áfram á farfuglaheimilid thar sem vid gistum. Thangad komum vid klukkan 22 um kvoldid. Á farfuglaheimilinu var ísjokulkalt vid sváfum allar í fotunum med 2-3 teppi en vorum ad frjósa úr kulda allar naeturnar. Vid fórum til A Coruña, sem er orugglega mjog galleg borg thegar ekki rignir, Ferrol, sem er orugglega ekkert falleg thegar ekki rignir, og Santiago thar sem vid eyddum bara 3 tímum,... í rigningu. Nádum samt ad fara í messu í dómkirkjunni og sjá ofvoxnu reykelsiskrukkuna sem 7 prestar sveifludu til og frá svo hún snerti naestum loftid thegar mest lét.

Annars er ég ordin soldid leid á ad ferdast med Skandinovum sem gera ekki annad en ad kvarta og noldra og tala um ad thad sé nú miklu betra í Skandinavíu, meira pláss í rútunni, hreinni klósett, betri matur, saetari strákar og ég veit ekki hvad. Ég er ekki mikid fyrir ad noldra á medan ég er ad ferdast, reyni ad gera gott úr tví sem ég get, svo get ég daemt á eftir hvernig ferdin svo reynist vera. Ég held vid séum alltof gódu von, vid sem búum á Nordurlondunum, vid aettum adeins ad slaka á og reyna ad láta noldrid eiga sig.

Núna, daginn eftir, er ég fárveik og nádi rétt ad staulast hingad til ad komast á netid, allt regnid og kuldinn gaf mér svona fína flensu, ágaetis minjagrip frá Galissu.

Ég aetla ekkert ad fara í tímann sem byrjadi fyrir 20 mín. heldur heim ad horfa á einhverja góda bíómynd sem ég og Thura keyptum af gotusolum fyrir nokkrum vikum (Ray, Shrek 2 (já thura, hann virkar, og er meira ad segja á ensku), Million dollar baby, Aviator). Segi seinna frá gotusolunum, their eru kafli út af fyrir sig.

Kvedja frá Alcalá (loksins)

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Jess, ég fer í vorferd Mímis!

Hversu mikil tilviljun er thad, ad skreppa heim til Íslands og lenda beint í vorferd á slódir Eyrbyggju!

Annars gengur allt svona líka glimrandi hér í Alcalá, skólinn er svolítid ad leika á mig med adeins of morgum verkefnum á skildaga, en ég lifi af, tharf madur ekki bara ad NÁ til ad fá metid? Thá getur landafraedin og oll kortin sem ég tharf ad lita bara átt sig. Og línulega textagreiningin í textalegu málvísindunum.

Vid erasmusarnir erum soldid búin ad tala um thad hve erfitt thad er ad kynnast Spánverjum vel. Their eru voda almennilegir, heilsa manni med kossi og finnst ofbodslega gaman ad tala, en thad er einhvern veginn erfitt ad komast yfir thetta threp, ad kynnast theim almennilega. Thad hefur audvitad med tungumálid ad gera, en líka menninguna held ég.

Af hverju minnist ég á thetta, jú, af tví ad einn bassinn úr kórnum, sá sem hvad mest hefur spjallad vid mig, spurdi mig (í email) hvernig mér lidi í kórnum og hvort stelpurnar vaeru ekki gódar vid mig. Ég sagdi jú, allt gengur vel, en thad er alltaf soldid erfitt ad kynnast spánverjum. Og eitthvad svoleidis.

Í gaer fékk ég svo laaangan póst sem var titladur: Spánn og Spánverjarnir. Thar fór thessi blessadi Alberto mikinn um hvernig Spánverjar vaeru, lokadir í gard útlendinga og jafnvel innan kórsins vaeri erfitt ad kynnast nýju fólki. En u.th.b. helmingurinn af póstinum fór í thad ad segja: En ég, ég er ekki svona, ég er mjog vingjarnlegur, baedi vid útlendinga og adra, og finnst gaman ad koma vel fram vid fólk. thess vegna líkar kannski ekki ollum í kórnum vid mig. Og meira í thessum dúr. Alveg frábaert, hló lengi ad thessu med Christinu vinkonu minni.

Annars er ég ad paela í ad haetta í kórnum, vid erum bara ad aefa thessa einu óperettu um Don Quijote sem verdur ekki sýnd fyrr en í júlí, thegar ég verd farin, og thá er takmarkad gaman, sérstaklega thegar sá eini sem talar vid mig ad fyrra bragdi er thessi madur sem sendir email til ad auglýsa eigin kosti! ;)

Ég fer til Galiciu á fimmtudaginn, thad á víst ad rigna.. líst ekkert á thad. En eftir tví sem allir segja er thetta magnadur stadur, og mig hefur lengi langad til ad fara, thó ad peningar séu af skornum skammti eftir flugmidakaup. Thad verdur ad hafa thad, lifi bara á sameiginlegu hrísgrjónunum og pastanu (og ollu fáránlega ódýra graenmetinu, í gaer fór ég med Pepi vinkonu á markadinn sem er hérna rétt hjá á mánudagsmorgnum og vid keyptum okkur held ég 10 kíló af glaenýju graenmeti og ávoxtum)

Yfir og út

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Í dag er ég búin ad gera stórinnkaup á flugmidum. Frá Madrid til Kaupmannahafnar gegnum Holland, frá Koben til Ísalands og alla leid til baka. Thessi ferd verdur farin 12. til 17. maí, gerid ykkur tilbúin tví Svanhvítin er á leid í heimsókn! Adallega thó til ad verda vitni ad tví thegar hún María Sól litla systa verdur vígd í kristinna manna tolu á hvítasunnudag, en líka til ad fá ad knúsa adeins vini mína, kannski kíkja í heimsókn í ponnukokur á stoku stad og fylla á lakkrísbirgdir (nei Thura, ég er EKKI búin med drakúla og Tyrkisk peberinn)

Hin midainnkaupin voru frá Madrid til Prag, 28. apríl til 2. maí, thad aetla ég ad hitta vinkonur mínar Ivku (Slóvakía), Jonu(Tékkland) og Manuelu (Sviss). Ég held ad thetta verdi alveg aedisleg ferd, vid fáum ad gista heima hjá Jonu, skodum okkur um í Prag og forum í bíltúr ad skoda kastala.

En thangad til er reyndar ein ferd í vidbót í bígerd, aetli ég borgi hana ekki á eftir, hún er til Galiciu á Nordur-Spáni, vid forum á strondina og til Santiago de Compostela og fleiri stada, 14.-17. apríl, semsagt bara rétt brádum. Ég skal vinka frá strondinni, gáid hvort thid sjáid mig ekki! Ég verd alveg á horninu á Spáni...

Skriffinnskan hér á Spáni er reyndar alveg ad fara med okkur, amk okkur skandinavana, Niina vinkona gerdi sér ferd til Guadalajara (baerinn thar sem deildin hennar er, 50 km í burtu) til ad ná í háskólaskírteinid sitt (NB ég er ekki búin ad fá mitt og fae thad ekki fyrr en í júní). Hún var búin ad láta taka af sér mynd fyrir kortid og búin ad bída í thessar vikur sem thad tók ad búa thad til, svo thegar hún aetladi ad ná í thad var henni sagt ad, nei, thitt kort er ekki tilbúid, thú skiladir inn SVART/HVÍTRI mynd, hún á ad vera í LIT!

Ég veit ekki hvert Niina aetladi hún var svo pirrud...

Thad er líka alveg merkilegt hvad Spánverjar eru uppteknir ad passamyndum. Sídan ég kom hingad er ég búin ad láta frá mér hátt í 20 myndir af sjálfri mér í alls kyns plogg, kort og skírteini. Tharf madur nokkur ad skila inn nokkurri mynd thegar madur skráir sig í HÍ?
Hér tharf 3 myndir fyrir Erasmus skrifstofuna, 2 fyrir heimspekideildina, eina fyrir hvert einasta námskeid sem madur tekur, adra fyrir Erasmusskírteini, meira ad segja er ég med mynd af mér á kortinu í líkamsraektarstodinni.. Ég komst fljótt upp á lagid med ad láta litljósrita myndir af mér, thad er thad sem allir gera hérna.

Mest af thessu er bara skriffinnska, en konan sem vinnur á erasmusskrifstofunni í heimspekideildinni (hún er reyndar sú einasem kallar mig Svanhvíti) sagdi mér ad kennararnir notudu líka myndirnar til ad gefa einkunn, ef their kannast vid andlit sem maetti oft í tíma og spurdi mikid er líklegra ad sá hinn sami fái haerri einkunn. Hmm... spurning um ad fara ad sitja alltaf fremst?

Jaeja, thetta er nú komid nóg er thad ekki. Bid ad heilsa,

Svankvit

fimmtudagur, mars 31, 2005

Páskarnir ad baki, ekki af verra taginu í thetta skiptid. Thura var hjá mér í naestum heila viku og thrátt fyrir "smávaegilegt vandamál" (tosku stolid) og alveg hreint glatad vedur thá skemmtum vid okkur frábaerlega. Bordudum, sváfum, ferdudumst og djommudum. Mest gerdum vid thó af tví ad borda og sofa. Og tala. Ég hafdi ekki talad íslensku í 7 vikur svo ég taladi látlaust, thurfti audvitad ad segja Thuru frá ollum sem ég hafdi kynnst, ollum stodunum sem ég hafdi farid á og ollum furdulegu venjunum sem ég er ad venjast hérna. Vid fórum einn dag til Toledo med Cristinu og ítalska kaerastanum hennar, thad var daginn sem vid vorum gersamlega peningalausar (jú, vid áttum 10 evrur thegar vid vorum komnar til Toledo, thad kostadi 12 ad fara til baka!) En thad reddadist allt thegar ég hringdi í mommu gódu sem hjálpar manni alltaf thegar madur á bágt. Svo vid gátum farid ad eyda, og vorum bara nokkud duglegar, thó ég segi sjálf frá...

Sáum fullt af páskagongum, thad er sem sagt fólk í skrúdgongu klaett í svona skikkjur med hettur eins og Ku Klux Klan (no relation), sumir berfaettir, og menn sem bera risastóra vagna skreytta med blómum og kertum, med stóru líkneski af Maríu mey eda Jesú. Og lúdrasveit lék undir jardarfarartónlist, mikil stemning.

Ég veit ekki betri manneskju til ad ferdast med en Thuru, thad er svo audvelt ad lenda í aevintýrum med henni, madur bara gerir allt sem hún segir, en samt er hún svo skipulogd ad allt hefst á endanum. Svona eins og thegar vid gengum til Strawberry Fields, matarlausar og klósettthurfi, og gétum og hlógum í módursýkiskasti thegar vid loksins komum á stadinn. Takk fyrir ferdina, Thura.

Gabanna í kvold, thad er svokallad "umferdarljósakvold" thar sem madur á ad klaeda sig í rautt ef madur er á fostu, graent ef madur er á lausu og gult ef madur er á fostu en than má samt hosla mann... Held ég fari bara í raudu, thad virdist kalla á faesta sveitta gaura, their virdast allir flykkjast á Gabanna á fimmtudogum thegar thad eru erasmuskvold. Býst vid skemmtilegri helgi, og langri eins og venjulega (byrjar á fimmtudegi, endar á mánudegi kl 17. :)


Bestu kvedjur frá Alcalá - thar sem allt er ad tryllast núna út af hátídarholdum vegna Cervantes.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Bara ad láta vita af mér, hér er allt í thessu fína, ég er búin ad ákveda ad fara til Prag í lok apríl ad hitta vinkonur mínar sem ég kynntist í Ungverjalandi. Thad verdur sko ekki leidinlegt!

Fór til Valencia á laugardaginn, thad var thó vandkvaedum hád, og trassaskapur minn vard til thess ad ég naestum thví fór ekki. Í fyrsta lagi gleymdi ég ad skrá mig, og var thví aftast á bidlista, en sem betur fer var fjolgad allverulega um rútur svo ég komst ad og var súperkát. Thad átti ad leggja af stad klukkan 8 svo ég stillti vekjaraklukkuna á 7 til ad hafa gódan tíma. Vandamálid er bara ad kvoldid ádur fór ég med Niinu og Peppiinu ad dansa salsa (eda ég og Pepi ad horfa á hvad Niina er gód í ad dansa salsa) og vid fórum ekki ad sofa fyrr en 3. Svooo, einhvern veginn hef ég slokkt á vekjaraklukkunni tharna klukkan 7, og vaknadi ekki fyrr en ég fékk sms frá Niinu, thar sem hún spurdi mig hvar ég vaeri, hvort´ég vaeri í annari rútu. Thá var klukkan 8.25! Ég thaut af stad eins og elding, og á ótrúlegum methrada - 5 mínútum seinna var ég komin á Plaza Cervantes, thar sem vid áttum ad hittast. Thar var ein rúta í gangi med opna hurd, ég hljóp inn og var aldeilis ánaegd, en rútan var tóm fyrir utan bílstjórann sem sagdi mér ad rúturnar 4 hefdu allar farid fyrir 2 mínútum. Ég hringdi í Niinu og hljóp af stad í áttina sem bílstjórinn benti mér, í óskop veikri von um ad hlaupa rúturnar uppi. En sem betur fer voru thau ekki komin langt, svo einn erasmussgaurinn kom og nádi í mig hlaupandi, og thegar ég kom upp í rútuna var ég naer dauda en lífi af maedi.. 8 mín eftir ad hafa vaknad En ég var á leidinni til Valencia á Las Fallas, sem ég hafdi heyrt svo mikid um. Og ég vard sko ekki fyrir vonbrigdum, thad var frábaert!

Hér er sída um hátídina, og svo tók ég líka fullt af gódum myndum. Tharna var svona 10 metra há stytta af maríu mey, gerd úr nellikkum. thad var ekkert smá flott.

Og svo hitti ég Íslendinga - fyrstu íslendingana sem ég sé í 6 vikur. Thad var Einar, vinur hennar Ingunnar og kaerastan hans. Thad var soldid fyndid.

Rútan fór svo aftur til Alcalá klukkan 4.00 um nóttina, svolítid seint fyrir langflesta, nema nokkra spánverja sem vildu ekkert frekar en meiri fiestu í rútunni. Komum heim klukkan 9 um morguninn og ég svaf allan sunnudaginn.

Thura kemur á morgun.
Thad verdur frábaert, svo margt sem vid thurfum ad gera, drekka, borda, tala um...

Kvedjur,

Svanhvít á hlýrabol

fimmtudagur, mars 17, 2005

Hitt og thetta

Hér í Alcalá er komid sumar. +30ºC á hverjum degi og kirsuberjatrén sprungu út á tridjudaginn. Ég fór naestum tví ad gráta, thetta er thad sem mig hefur alltaf langad til ad sjá, ekta evrópskt vor, sem leysist ekki upp í einhvern andskota um páskana og hverfur, thangad til thad er komid haust aftur.

Ég var sammála Hlíf thegar hún sagdi ad madur hefdi thurft ad fara á námskeid í salsa og um Ísland. Ég lendi í somu spurningum, og líka, hvad eru margir háskólastúdentar á Íslandi?, hvad er landid margir kílómetrar á breidd, hvad eru margir kílómetrar frá Íslandi til Madrid? Thad tekur á, og enginn til ad spyrja, ég á ad heita upplýsinganáman um Ísland.

Ég aetlast ekki til mikils af fólki thegar kemur ad fródleik um Ísland, og ad sama skapi býst ég ekki vid tví ad fólk módgist thegar ég veit ekki eitthvad um einhverja eyju í Karíbahafinu. Ég hef ekkert hneykslast thegar Thjódverjarnir spyrja mig hvada tungumál sé talad á Íslandi, eda hvort Ísland sé í Evrópu, eda hvort ísland sé ekki hluti af Danmorku. En thegar kemur ad Donum, thá finnst mér nú ad ákvedinn lágmarksfródleikur sé naudsynlegur. Í fyrradag fór ég á írska pobbinn sem vid forum alltaf á á tridjudogum, og thar voru 3 danskar hnátur. Af tví mér finnst svo gaman ad tala donsku heilsadi ég theim, thaer spurdu mig hvadan ég vaeri, og sogdu mér svo, ad einmitt kvoldid ádur hafi thaer verid ad paela í tví hvort Ísland vaeri hluti af Danmorku. Og komust ad theirri nidurstodu ad svo vaeri. Mig langadi til ad oskra, en sagdi theim bara pent ad thad vaeri nú ekki, og ad thaer aettu nú ad vita betur, verandi danskar og svona. Sagdi svo pent farvel. En á eftir hneyksludum vid okkur lengi vel á thessu, ég og vinkonur mínar frá Finnlandi, sem bentu réttilega á ad thetta vaeri álíka og ef Svíi spyrdi thaer hvort Finnland tilheyrdi ekki Svíthjód.

Reyndar fannst mér svolítid fyndid ad einn Thjódverjinn hérna var alveg furdu lostinn thegar ég sagdist vera frá Íslandi, thad var eins og ég hefdi sagt honum ad ég kaemi frá annari stjornuthoku. Hann lét taka mynd af sér med mér til ad sýna vinum sínum heima íslendinginn sem hann hitti...

Erum vid svona sjaldgaef?

mánudagur, mars 14, 2005

Jaeja, sumarid er komid í Alcalá held ég bara. Nema thad komi páskahret, en ég held thad sé nú bara sérislenskt fyrirbaeri.. Um páskana kemur Thura. Thá verdur gaman, vid munum fara á Perro verde og fá okkur Caipiriñas og fara á Casa Antigua og Gabanna og og og og... Thad verdur svo gaman.

Salamanca er dásamleg, thetta var ekki misminni hjá mér. Og allir ferdafélagar mínir voru sammála. Eiginlega var thad ekkert vidalega gód hugmynd hjá Erasmus-skrifstofunni ad fara med okkur til Sala, tví vid udrum hundfúl ad thurfa ad fara aftur til Alcalá, ég og Cristina frá Ítalíu grétum saman thegar vid sáum háskólabygginguna sem vid hefdum verid í ef vid hefdum farid til Sala. Beint fyrir framan dómkirkjurnar (já thad eru tvaer) og rétt hjá plaza mayor.. En ég gat ekki farid til Salamanca, thad er ekki samningur vid máladeildina thar...

En Alcalá hefur líka sitt, og ég hlakka til ad sjá Plaza Cervantes í fullum skrúda. Thad er mikid líf hérna, um helgar fara fjolskyldurnar nidur í bae og kaupa blodrur handa krokkunum og saetabraud handa sér og eru langt fram á kvold, oll fjolskyldan saman á borunum og veitingahúsunum og úti á gotu, mjog saett alltsaman.

Annars er ég búin ad vera veik í viku meira og minna, en ákvad samt ad fara til Salamanca. Var svolítid slopp alla helgina og á fostudagskvoldid missti ég alveg roddina, thad var bara fyndid, sérstaklega á theim tímapunkti thar sem ég taladi alveg eins og Marge Simpson.

Í dag er reyndar stór dagur í lífi mínu, ég fékk mér linsur. Thad er ótrúlega thaegilegt, thó ég finni svolítid fyrir theim. En thad venst víst fljótt.

Jaeja, bestu kvedjur, yfir og út.

mánudagur, mars 07, 2005

Í gaer fór ég í menningar og skemmtiferd til Madríd med 2 ítolskum og 3 spaenskum stelpum. Vid fórum á Prado safnid og sáum myndir eins og El Coloso eda Risann eftir Goya og Las Meninas eftir Velázquez. Ég aetladi ekki ad trúa tví thegar ég stód fyrir framan las Meninas, mynd sem ég er búin ad dást ad í morg ár...

en thegar vid vorum búnar á Prado var hámenningarpartinum lokid og vid fórum í bíó, á El Escondite eda Hide & seek eins og hún heitir víst á frummálinu. En vid fórum líka sér ferd til ad skoda Windsor bygginguna (sem brann) sem er eins og daudur kottur midad vid hvernig hún var. Thad er ennthá fullt af fólki ad taka myndir ad turninum, thó thad séu lidnar 2 vikur sídan hann brann. Thetta var líka óvenju glaesilegur bruni (og af tví enginn dó er allt í lagi ad segja thad!) En furdulegt ad hugsa um allar tolvurnar, símana, ljósritunarvélarnar, blýantana, heftarana og moppurnar sem brunnu inni í thessari ofvoxnu skrifstofubyggingu (106 metrar).

Ég er komin med stalker. Hann virdist alltaf finna mig á djamminu, stendur svo vid hlidina á mér á dansgólfinu og passar ad adrir strákar dansi ekki vid mig, alveg thangad til ég ákved ad fara heim, thá eltir hann mig út og heimtar ad fylgja mér heim, svo heimtar hann ad koma inn. Hann faer thad ekki. Hann talar líka skrýtna spaensku sem skil ekki. Thegar hann talar, thad er ad segja, tví thetta virdist vera eini spánverjinn í heiminum sem ekki talar eins og hann fái borgad fyrir thad. En saetur er hann, verst hvad hann er leidinlegur.

Thad er ágaett ad fá alltaf fylgd heim ad dyrum á nóttunni, en thetta er farid ad verda leidinlegt...



(Salamanca um helgina...! Ó hvad ég hlakka til!!!)

miðvikudagur, mars 02, 2005

Thad er alveg ótrúlegt hvad Spánverjar reykja mikid! Ein vinkona mín asnadist til ad spyrja medleigjanda sinn hvort hann reykti, og hann leit á hana eins og hún hefdi spurt hann hvort hann bordadi eda andadi! Thad er ekki spurningin um ad reykja eda reykja ekki hérna, allir reykja. Á hárgreidslustofum, inni í búdum, á skrifstofum, inni í skólanum, meira ad segja konurnar á skrifstofunni í háskólanum sitja reykjandi vid skrifbordin. Og kaffistofan, eins og ég var farin ad hlakka til ad hreidra um mig thar eins og í honum Árna mínum, nei, thar er mest reykt af ollu, trátt fyrir flennistórt skilti sem bannar reykingar. Synd og skomm, tví annars er thetta ágaetis kaffistofa, og hrikalega ódýr, haegt ad fá sér kaffi og risasamloku á minna en hundradkall. En thad er varla ad ég geti verid thar inni, madur sér ekki handa sinna skil vegna reykskýsins.

Í gaer laesti ég mig úti, thad var ekki snidugt, thar sem ég var med fartolvuna og 4 thunga poka úr Champion (súpermarkadnum). Ég skrifadi Kathrin bréf og bad hana ad hringja thegar hún kaemi (vissi audvitad ekki ad hún var í Madrid) svo ég kaemist inn, fór svo á naesta bar og pantadi mér kók og fór ad spila Doktor Mario í tolvunni. Bordadi illa upphitadar patatas bravas sem fylgdu med(*) og fylgdist med fólkinu á barnum. Tveir karlar ad drekka kaffi sóló, kona í pels ad spjalla vid barthjóninn, gamall madur vid spilakassann. Tháttur um geimferdir og stjornuskodun í sjónvarpinu, stillt aaadeins og hátt. "Fjarlaegdin milli X og Z er 500 milljardir ljósára." Gamli madurinn í spilakassanum tautar, "ja, hérna, 500 milljardir ljósára, madre mía!" og vinnur stóra fúlgu í spilakassanum. Svo byrjar barnaefnid, stillt á sama styrk, ótholandi tuskubrúdur sem eiga ad kenna krokkum ensku. "This pen is BLUUUUUUEEE" "This is his MOOOOM" "He´s her SOOOOON" Svolítid yfirthyrmandi fyrir andrúmsloftid sem var tharna inni. Kannski var barthjónninn bara ad reyna ad reka mig út. Thad gekk ad lokum, ég fór í tíma í spaensku í kúrsinum fyrir útlendinga (skildi champion-pokana eftir fyrir utan dyrnar heima), thar laerdi ég EKKERT, en betra en ad sitja fyrir utan dyrnar heima med pokunum. Sídan á írskan bar thar sem er internacional kvold á tridjudogum. Kl hálf tíu um kvoldid hringdi Kathrin, komin heim frá Madrid. Ég fór heim gudslifandi fegin og skrifadi 7 póstkort...


(*)eftir smá tíma á Spáni verdur madur mjog vandfýsinn og vill fá sitt tapas thegar madur pantar sér drykk. Og ef thad er ekkert sem fylgir med verdur madur hundfúll og ákvedur ad fara aldrei á thann bar framar !

mánudagur, febrúar 28, 2005

¡Hola chic@s!

Thad er kominn mánudagur og í dag byrjar blessad spaenskunámskeidid fyrir Erasmus-nema. Thad verdur mánudaga til fimmtudaga frá 19.00 til 21.00 naestu fimm vikur. Púff, og thad versta er ad ég er á kóraefingum á sama ´tima tridjudaga og fimmtudaga. Jaeja, sjáum til.

Í dag fór ég í líkamsraektina thar sem er afsláttur f. Erassmusa, en svo gífurlega heppilega vill til ad hún er ekki meira en 100 skref frá húsinu mínu, sem gefur mér enga afsokun fyrir ad fara ekki alltaf thegar ég hef lausa stund. Thar var einkatjálfarinn David sem sýndi mér skrilljón taeki sem ég hef aldrei séd ádur, amk finnast tau ekki í litla salnum í hálskólaleikfiminni..

Ég skrifadi víst sídasta laugardagskvold ad á laugardogum vaeri madur ordinn of treyttur til ad djamma, tja, thad hindradi mig ekki í tví ad fara út klukkan 1 til kl 6.30 eftir ad ég skrifadi thetta, og ég sem hélt ad ég vaeri á leidinni heim ad sofa! Nei aldeilis ekki. En ég skal segja ykkur thad, thad er ekkert grín ad vera ljóshaerdur thegar madur fer á djammid hérna, Spánverjar hafa innbyggda einhverja mynd af ljóshaerdum stelpum, og ef ad their sjá ljóst hár halda their ad stelpan sé til í allt, m.a. ad gefa símanúmer haegri vinstri. Ég hef nú farid ad rádum Bjarkar minnar og passad mig á tví, en í eitt skiptid var thad frekar ómogulegt, thad var á laugardagskvoldid thegar thad hringdi í mig strákur og spurdi mig hvort ég thekkti einhvern Spánverja í Madrid, ég sagdi neei, hvort ég hefdi einhvern tímann verid med einhverjum strák í Madrid, ég sagdi nei, alls ekki, einhverjum strák frá Marocco kannski, sem heitir Dani, ég sagdi nei, alveg pottthétt ekki. Og thá sagdi hann mér ad hann skildi ekki alveg af hverju hann vaeri med númerid mitt inni í símanum hjá sér, hélt vid hefdum kannski einhvern tímann verid saman. Ég sagdi NEI! en thad er ennthá rádga´ta af hverju hann er med númerid mitt. Svo spurdi hann hvort ég vaeri ljóshaerd med blá augu, ég asnadist til ad segja já og honum fannst hann aldeilis hafa dottid í lukkupottinn ad vera fyrir einhverja tilviljun med í símanum sínum númer hjá ljóshaerdri bláeygri stúlku. Vildi endilega hitta mig, ég sagdi nei held ekki. Hann hringdi aftúr í gaer. Ég svaradi ekki.

Svo Spánverjar reyna líka ad hosla ljoshaerdar stelpur í gegnum síma... thad er eitthvad nýtt!

Jaeja, málfraeditími, morfemgreining og gledi.

Kvedjur,

Lilia

laugardagur, febrúar 26, 2005

Ég er alveg búin ad gefast upp á ad heita Svanhvít. Ég var búin ad ákveda ádur en ég kom ad láta fólk kalla mig Svanhvíti, thó thad sé erfitt, en ég sá thad strax ad thad er ekki nokkur leid. Í stadinn heiti ég Lilja, eins og venjulega thegar ég er í útlondum. Ég er meira ad segja farin ad skrifa thad 'Lilia' til haegdarauka. Éger reyndar búin ad heyra svo margar útgáfur af nafninu mínu sídustu 3 vikur ad ég er haett ad telja, Lilia, Lily, Lilian, Liliana, osfrv, og ég fékk email í gaer frá einum sem mundi fyrra nafnid mitt, (sem mér thykir frekar addáunarvert) og skrifadi thad svona: Swanfit.

Hér gengur lífid sinn gang, djamm alla daga vikunnar svo á laugardogum er madur ordinn daudtreyttur og getur ekki djammad.. verd ad koma mér upp tholi. Jaeja, tíminn uppurinn, Kvedja.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Ég hélt ad ég vaeri ordin ruglud thegar ég vaknadi í morgun og leit út um gluggann og sá thetta

Allt hvítt. Ég er sammála Hlíf, ég held ad vid hofum verid sendar á Svalbarda, thetta er mjog dularfullt! Fullt af kennurum og nemendum komust ekki í skólann í dag út af snjónum - sem á okkar maelikvarda er nú ekkert nema smá fonn sem madur skefur af bílnum med annari hendi. Hér er thad soldid annad!

Ég fór á sunnudaginn á tónleika med hljómsveitinni Kilopapa, funk-jazz spiladur af gomlum spaenskum hippum med sítt hár og tverflautu, mjog gaman. Í kvold fara Rassmusarnir út ad borda á Pollo de Alcalá, thar sem adeins er haegt ad fá pollo (kjúkling) Á morgun er víst onnur fiesta á sama stad hjá kórmedlimum, einn gaurinn thar var mjog áhugasamur um ad ég kaemi og fékk hjá mér email og síma, sjáum til.

Annars er thetta ord, fiesta, alveg frabaert. Thad er haegt ad nota thad um allar típur af gledskap, hvort sem thad er gotuhátíd, ball, partí, veisla, matarbod, skrúdganga eda eitthvad annad.

Ég aetla ad fara á margar fiestur naestu mánudi.

Búin ad skrá mig í ferd til Salamanca gomlu gódu, 11-13 mars. thad verdur gaman, ég aetla ad heimsaekja skólann minn, og alla hina stadina, og fá mér ís á Plaza Mayor, sama hvernig vedrar.

Svo er spurningin med Ibiza, thad er ferd thangad í maí. Púff, ekki viss um ad mig langi í thad lastabaeli...

Jaeja, nú aetla ég ad osla snjóinn á leidinni heim til mín. (ps regnhlífar er líka haegt ad nota sem snjóhlífar, thetta fattadi ég fyrst í dag, eitthvad sem á íslandi er frekar ómogulegt)

mánudagur, febrúar 21, 2005

¡Hola!

Ég er komin med nýtt símanúmer (spaenskt)

Thad er 00 34 606695974

Endilega hringid, thá tharf ég ekki ad borga ;)

Annars allt gott.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Haegt og haegt er ég ad breytast í evrópskan háskólastúdent (nei, thad er ekki thad sama og ad vera íslenskur háskólastúdent). Ég drekk kranavatn, elda med gasi, borda mozarella oná baguette, kyssi alltaf tvisvar, geng med kleenex-pakka á mér hvert sem ég fer og er meira ad segja farin ad snýta mér á almannafaeri (ónei, oll vígi fallin!) Brádum fae ég mér gat í nefid og lita hárid á mér í óskilgreindum raudum lit...

En sumt breytist tó ekki, ég fór í gaer í garnbúdina í húsinu vid hlidina og keypti mér garn og prjóna (med látbragdi, nú veit ég ad teir heita ujas) til ad prjóna mér vettlinga. Vettlingarnir voru nefnilega tad sídasta sem ég henti úr ferdatoskunni tegar ég var ad *hm* endurskipuleggja í toskuna mína sem var ordin heldur tung. En neydin kennir naktri konu ad spinna, tad er nefnilega skítkalt hérna, og ég er ekki med neitt of mikid af hlýjum fotum.
Ég er líka byrjud í háskólakórnum, tad er aefing í kvold, og eftir tad fiesta med hinum rassmusunum. Tetta er ágaetis kór, ég hlustadi á tau á sídustu aefingu, og eftir aefinguna komu bókstaflega allir bassarnir og tenórarnir og kysstu mig ad spaenskum sid, mjog gaman. Annars finnast mér allir tessir kossar soldid yfirthyrmandi, madur kyssir alla, líka tá sem madur tekkir ekki neitt, og tad tekur heví langan tíma tegar tad eru kannski 10 manns og allir turfa ad kyssa alla... tad eru, hvad, 100 kossar?

Nú kemst ég á netid úr skólatolvunum, tad er betra en helv. netkaffihúsid sem ég hef farid á hingad til, tetta er eiginlega frekar leikjasalur fyrir smástráka, og ordafordi teirra samanstendur held ég af tveimur ordum, 'joder' og 'coño'. Nú er ég laus vid tad. Ég var í tíma í Linguistica del texto, eda 'Málvísindum textans' og er á leidinni í 'Lengua española'. Ég er líka í kúrs sem heitir El tiempo de Cervantes, hann er mjog spennandi, eins konar stúdía á árunum 1548-1616, mér finnst tad líka eiginlega skylda ad taka kúrs um kallinn, fyrst madur er nú í tessum bae. Og líka af tví ég haetti vid ad taka Literatura española, adallega af tví ad tar tarf ad lesa 30 baekur, margar á fornspaensku, th.á.m Don Quijote, en líka af tví kennarinn býdur ekki af sér gódan thokka, talar á 270 km hrada og borar í eyrad á sér og bordar úr tví á medan hann heldur fyrirlestra. Frekar ógedslegt.

Jaeja, tettar er nóg í bili, hér er adressan mín ef einhver vill senda mér bréf eda kort, til daemis med kollum á naerbuxunum (Thura!)

Travesía del Val nº1, 4A
28804 Alcalá de Henares (Madrid)
España/Spánn