föstudagur, september 21, 2007

Annað langafakvæði

Þetta kveður afi gamli til ömmu þegar vel liggur á honum.


Smekkur piparsveinsins

Sjái ég marga svanna fríða,
sálin alveg tekst á loft.
Ætti ég kannski enn að bíða?
Ég er að fyllast piparkvíða,
þetta skeður ekki oft.

En hvernig hún aðeins á að vera
ykkur skal ég greina frá;
Það er ætíð um að gera
að hún hafi til að bera
allt sem vekur ástarþrá.

Með permanett og póstólufætur,
pokabrjóst og mjaðmalaus.
Henni ég verð að gefa gætur
og greina sundur eðlisrætur,
því ekki er ég neinn asnahaus.

Varirnar eiga að vera nettar
vættar ögn í súpulit,
hrukka á enni og hendur þéttar,
herðarnar að ofan sléttar
í henni sé ekkert vit.

Og rauða kinn af rótarbréfi,
rangeygða með brúnastrik,
Kálfa mjóa og kartöflunefi,
kunni ekki að svara bréfi.
Hér er eflaust hægt um vik.

En þegar hún er í öllum skrúða
eins og rúllupylsa að sjá;
heitan kroppinn hún skal dúða,
huppaklemmu og lendapúða
og eitthvað svolítið aftan á.

Þá skal hún kunna graut að gera
grjónin þá að brenni við,
ösku og sorpið út að bera
úr því mun ég sjálfur skera
hvenær þarf að leggja lið.

Að prjóna sokka og peysu víða
poka bæta og gera skó
það vanda minna verður að bíða
vænum manni á að hlýða
gráðugt mun ég sækja sjó.

Þær sem hafa þessa kosti
þurfa ekki að kvíða neitt.
Æ, mig kvelur ástarþorsti,
einhver þarna til mín brosti
innan rifja er mér heitt.

miðvikudagur, september 19, 2007

Salsa


Það kom að því að Svanhvít spítukall færi á salsanámskeið. Enda ekki seinna vænna þegar styttist í Chileför. Mitt salsa er frekar 'chunky' eins og er. Vonum að það endi sem 'hot'.

mánudagur, september 17, 2007

Enda þótt Einstein

"menntun er hvaða leifar eftir á einn hefur forgotten allt hann lærður í skóli" Enda þótt Einstein*

Sá sem setti upp þessa síðu hefur aldeilis tekið þessi orð alvarlega. Hverjum er ekki sama um málfræði ef hann á þýðingaforrit? Þarna eru ýmislegt fyrir þýðendur eins og forritið 'Þýðandi Tappi Atvinnumaður & Gull ' (Translator Plugin Pro & Gold) sem býður upp á marga kosti eins og sést:

"This harkalegur auka okkar geta til bera fram þýða blaðsíða í- illgirni af margfeldi- vél bilun"

Ég held við ættum öll að gleyma því sem við lærðum í skóla eins og Enda þótt Einstein sagði, því það eru hvort sem er til forrit til að gera allt sem þarf að gera.

P.s. Takið eftir nýstárlegum mánaðaheitum til hægri.

*Hér hefur áhugaverð hljóðbreyting átt sér stað áður en orðið var þýtt. Nafnið 'Albert' hefur orðið að orðinu 'albeit' og því að sjálfsögðu þýtt sem 'enda þótt'.

fimmtudagur, september 13, 2007


Ég veit að maður á ekki að ýta undir hugmyndir um stereótýpur

en þegar fólk gengst svona fullkomlega upp í þeim...



þriðjudagur, september 11, 2007

Svo skal ég lofa að hætta að tala um þetta

Hér er brot úr bók sem heitir The Alchemy of Desire og er eftir indverska rithöfundinn Tarun J. Tejpal. Þar er aðeins önnur sýn á píkutalið hér fyrir neðan og ólíkt fallegri. Þarna er sagt frá manni sem er sjálfskipaður sérfræðingur í fagurfræði kynfæra kvenna, eða svo skilst mér, þótt ég hafi ekki lesið bókina. Ég þakka Stellu kærlega fyrir þetta textabrot.


„He most loved that last inch where the flesh was the softest and the thigh flared the final time before melding into the mysterious ridge where the hair grew. Sometimes he closed his eyes and felt that final spot with just the tips of his fingers and was transported. But what he cared for the most was the looking, the careful examination and analysis; and like an outstanding scholar he inspected his material patiently and with love, and with a photographic memory filed it away for future reference.
Many women were shamed by his frank gaze; others moved to exhibit themselves lasciviously. The study of women taught him that the great lord was an artist without limits: with creative flicks of his finger – a twist here, a curl there – he endlessly made the same thing different.
There were secret places that were set close to the skin, opening up like a wet cut in a tight tangerine; there were those with softly puffy ridges, lovely as a peach, the unseen image in every schoolboy´s imagination; there were those that were hooded like the cobra, flaring at the head, guarding all ingress; there were those that opened on the wings of eagles, ready to soar; there were those that hung low like the wattles of a turkey, demanding a suckling mouth; there were those that were set so far at the back that they were best approached from the rear; and there were those that were set so boldly upfront that they could be entered without the bending of a knee; there were those that were lush and tangled as Amazonian forests; and those that ran smooth as the desert sands of the Sahara; there were those with roots that stood out like flagstaffs, the muscle of their stems thick between the fingers; and those whose root continued to elude even after days of probing; there were those that yawned open in listless anticipation; and those that stayed tightly shut, waiting to be importuned; there were those whose depths could not be fully plumbed with the longest finger; and those that bottomed out at he insertion of the smallest; there were those that wept copiously all day with desire; and those that barely moistened even when laved with love; there were those that were a bazaar of alleys,
maddening in their subtleties, capable of endless charm...“

sunnudagur, september 09, 2007

Klósett

Mér er hjartanlega sama um allar Jesúauglýsingar, en takið út úr sjónvarpinu mínu allar auglýsingarnar þar sem konur eru að káfast ofan í klósettskálum. Það er ekki það allra besta í þynnkunni.

fimmtudagur, september 06, 2007

Píkustofnunin

Ég býst við að allir hafi einhvern tímann fengið typpastækkunartöfratilboð í tölvupósti. Ég veit að sjálfsögðu ekki hversu margir sem ég þekki hafa í raun tekið slíku tilboði og fjárfest í ég-veit-ekki-hverju sem á að stækka, lengja og þykkja eineygða skrímslið, en er nokkuð viss um að þeir eru ekki margir.

Ég veit heldur ekki um neina konu sem hefur farið í skapabarmaaðgerð, þar sem skapabarmar eru 'lagfærðir' og leggöng þrengd (eða svo er sagt) en hef þó heyrt um að slíkt færist í aukana. Rakst svo í dag á góða grein þar sem fjallað er um 'rannsóknarstofnunina' The Vagina Institute sem hefur það að markmiði að sannfæra konur um að þær séu óeðlilegar og ókvenlegar hafi þær ekki píku eins og tíu ára stelpa. Á þessari síðu eru tenglar yfir á síður þar sem er hægt að fá lausn 'vandamála sinna', eins og Vagina Enhancement og Labia Enhancement.

Það sem slær mig mest er hvað það er látið hljóma sem sjálfsagt að allar konur eigi að hafa áhyggjur af því að þær séu ekki nógu fínar að neðan og það sé sjálfsagður sannleikur að enginn karlmaður líti við konu með stóra háruga píku (!) Bent er á að fæstar konur hafa séð aðra píku en sína eigin (ef þá hana), sem er alveg rétt, en síðan er sú staðreynd nýtt til að láta konur halda að það sem þær héldu vera eðlilegt sé óeðlilegt og óaðlaðandi og þurfi að gera eitthvað í. Hér stendur það meira að segja berum orðum:

"Some women thought they had pretty vaginas, when in fact they had ugly vaginas."

Á sömu síðu er líka hægt að sjá myndir af 'eðlilegri' píku og 'ljótri'.

Eins og stendur í greininni um Píkustofnunina er því haldið fram að það sé vísindalega sannað að 'það sé meiri lykt af stórum píkum', sem er enn ein ástæðan fyrir að konur ættu að láta til skarar skríða og kaupa allar píkuminnkunarvörurnar og skrá sig á síðuna (kostar einhverja dollara) til að geta séð myndir af fullt af píkum, ljótum og fallegum. Því ef konur eiga að vita hvort þær séu með ljóta píku þurfa þær að komast að því hvað sé ljótt og hvað fallegt, ekki satt? Finnst einhverjum öðrum eins og það sé verið að búa eitthvað til sem ekki er þörf fyrir?

Nokkrar fleiri 'selvfölgeligheder' af þessum síðum:

"All women want to be pretty, tight and small down there!"


"No woman wants to be an oddity, and having a big vagina means that y
ou are no longer are normal, holding you back from fully experiencing life."

"...as we all know, size can be uncomfortable for any woman when it comes to her vagina, the usual tendency is big boobs, small tight pussy. So being “big down there” always turns out to be an embarrassment for all women. When you have a tight vagina, you no longer have to suffer from embarrassing size and you feel comfortable with your body."

"Let´s admit it, all women, regardless of age or ethnicity, want to have pretty genitals."


Þar höfum við það. Á meðan karlar eiga að stækka og stækka á sér typpið, eiga konur að verða þrengri og þrengri. Hamingjan hjálpi þeim karli og þeirri konu sem hafa farið í slíkar aðgerðir og lenda saman í rúminu!














Eitt af hávísindalegum gröfum Píkustofnunarinnar.

þriðjudagur, september 04, 2007

Mest ógnvekjandi barnabók í heimi

Ef þú þorir.

Það er Pete frændi og fáskiptinn faðir í lífi allra homma, eða var það ekki annars?

uppfært: Bókin heitir Alfie's home og er eftir Richard A. Cohen, þekktan bandarískan afhommara. Skyldi engan undra.

mánudagur, september 03, 2007

Halelúja!

Ég vissi það

tónskáldið var að springa úr hlátri allan tímann sem við fluttum verkið.

laugardagur, september 01, 2007

Í Bandaríkjunum er víst lenska að í hverjum háskóla sé minnst ein akapellagrúppa, oftast skipuð strákum. Þessar grúppur taka bæði hefðbundin barbershop-lög og svo ólíklegustu vinsæl lög og útsetja fyrir raddir eingöngu.

Ég er ofsalega svag fyrir svoleiðis tónlist, og finnst svona sönglúðar sexí.

Hérna er síða eins svona bandsins, Carleton Singing Knights.

Þessir piltar taka lög alls kyns listamanna og "gera að sínum", t.d. lög eftir Sufijan Stevens, Cure, Flaming Lips, Pink Floyd, Zero 7 og Daft Punk. Hlustið á Harder, Better, Faster, Stronger á mæspeisinu. Það er magnað.
-----
Ég er annars að syngja í ansi skemmtilegum kór sem heitir Hvönn, eða Angelica á útlensku, og hann er með tónleika á morgun (þá fyrstu og einu), á UNM (Ung Nordisk Musik)( í Neskirkju kl. 20).

Þar erum við að syngja verk eftir skandinavísk tónskáld (sem verða því miður öll á tónleikunum) og fáum svolítið að experímenta með hljóðin sem mannsröddin getur gefið frá sér. Í einu verkinu syngjum við á bullmáli og byrjum á að anda inn og út í átta röddum eftir ákveðnu taktmynstri og segjum svo sssssssss í ca hálfa mínútu. Svo tökum við til við að tala á innsoginu, gera urg eins og maður býr til í hálsinum og skrítin höggraddbandalokhljóð (ehh... eða eitthvað). Undir þessu öllu stynur fólk á snældu, og við bætast fugla- og geimhljóð. Þar á eftir kemur kafli þar sem maður ranghvolfir augunum við að telja út hvenær maður á að koma inn með næsta tón. Smart. Óþarft er að taka fram að þetta er frumflutningur, og tónskáldið viðurkenndi að hafa aldrei samið svona verk áður. Stundum held ég að þessi tónskáld séu bara að hafa mann að fífli, til að reyna að komast að því hvað þau komast langt í ósvífninni. Kannski er þetta bara eitt djók. Heilum kór eru gefnar voða fínar nótur með alls kyns búkhljóðum sem hann stendur sveittur við að æfa, og svo situr tónskáldið heima hjá sér og hlær. Svo dásamar fullur salur af tónleikagestum hversu frumlegt og flott þetta hafi verið.

Æ, þetta er samt alveg gaman...

Koma ekki allir á tónleika á morgun?