mánudagur, febrúar 27, 2006

*andvarp*törnin búin... í bili


Annars er í gangi mikil umræða um passíusálmana, gaman að skoða hana, sérstaklega þegar Megas og hans skoðanir á sálmunum blandast inn í, það skondna er að ég var í þessu viðtali þegar hann mælti þetta allt (reyndar var allt sem ég sagði klippt út..) og trúleysinginn ég verð eiginlega að vera sammála honum.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Tvennt um íslensku í fjölmiðlum í dag

Þetta er frábær grein og lýsir mjög vel þeim vanda sem við eigum við að etja í íslenskunni. Og hana nú.

Hins vegar má sjá í Birtu eina mestu vitleysu sem ég hef séð. Hún er um hlutfall hinna ýmsu stjörnumerkja í íslenskum fræðum. Bull.
Kykvendi

Þessa dagana er gott að geta brugðið sér í allra kykvenda líki.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Nýtt húnsæði

Stundum er fyndið að prófarkalesa

laugardagur, febrúar 18, 2006

Sá sem ekki fer í gott skap af því að sjá þetta hlýtur að hafa steinhjarta.

Kveðja úr próförkinni á Fréttablaðinu,
Svanhvít

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Úff


Fátt annað hægt að segja á svona dögum. Eina ráðið er að horfa á nógu mikið af Matador og borða nógu mikinn ís. (og drekka nógu mikinn bjór myndi Þura segja)

Nú er ég að missa af einstöku tækifæri til að hlusta á dóttur Che Guevara segja frá ævi sinni og starfi á Kúbu og Rómönsku Ameríku. Hún er á Grand Hótel akkúrat núna og ég sit hér í Árnagarði og er svo uppgefin að ég meika varla að standa upp og fara heim. Það er ekkert grín að vera svín skal ég segja ykkur.

Annars er helst í fréttum að miðasala á tónleika ársins, Megas og Píslarbandið í Hallgrímskirkju 25 .feb. er hafin. Stúdentar og aðrir aumingjar fá miðann á 1500 en hafið samband ef þið viljið vera í miðasölu eða dyraverðir (þarf 4 slíka!), og þá fáið þið að sjálfsögðu frítt. Æ fokkitt, farin heim.


Af hverju gerir maður ekki eins og Maude Varnæs og går i seng alltaf þegar eitthvað bjátar á?

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Heiðingi!! Heiðingi!!


Helst í fréttum af mér er að í gær skráði ég mig úr þjóðkirkjunni, og gæti ekki verið sáttari manneskja! Það er svo mikið frelsi að vera ekki háður neinu trúfélagi, og mér finnst ég geta nálgast þetta bákn alltsaman aðeins utanfrá, og líður eiginlega miklu betur að skipuleggja þessa passíusálmatónleika núna, þó einhverjum finnist það kannski hræsni.

Ég hef verið mjög tengd kirkjunni, og þá aðallega Skálholtskirkju, í gegnum tónlistina, og ég er langt í frá hætt að syngja sálma í kirkjum þó ég sé ekki lengur í þjóðkirkjunni. Það er gríðarlega sterk hefð á Íslandi fyrir trúarlegri tónlist, og það er að sjálfsögðu að miklu leyti kirkjunni að þakka að hljóðfæri voru fyrst flutt inn til landsins á 17. öld, og það er mikið til af dásamlegri trúarlegri tónlist, íslenskri og erlendri, sem unun er að hlusta á og flytja. Þessa tónlist hef ég alltaf getað flutt án þess að þurfa að lifa mig inn í textana og TRÚA því sem þar stendur, því hvar væri maður staddur ef maður ætti að trúa hverjum einasta texta sem maður syngur. Nú finnst mér ég geta sungið þessa texta án tvískinnungsins að EIGA að skilja þá og skynja sem eitthvað sérstakt sem snertir mig persónulega, en gera það ekki. Nú get ég sungið og lesið Passíusálma Hallgríms Péturssonar með arfleifð Íslendinga í huga, einlægar og fallegar lýsingar hans á trú sinni, frumlegt og snjallt myndmál og góð ráð til fólks á öllum tímum, sem ekki einskorðast við kristin gildi.

Ég hafði oft hugsað um að skrá mig úr þjóðkirkjunni, og vera utan trúfélaga, en í síðustu viku sauð uppúr og ég ákvað að láta verða af því. Og viti menn, þegar ég svo á mánudagsmorguninn kom út úr setningafræðitíma og labbaði mér niður á kaffistofu mættu mér, innan um öll kosningaáróðursborðin, tveir menn með plakat sem á stóð: Skráðu þig úr þjóðkirkjunni hér og nú! Ég gat að sjálfsögðu ekki tekið þessu öðruvísi en sem tákni, ekki aðeins vísbendingu, heldur skipun um að láta slag standa. Svo ég krotaði nafnið mitt á blað og afhenti mönnunum, og er nú utan trúfélaga, og sóknargjöldin mín fara í Háskólann, þar sem þeim verður vonandi vel varið.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Sverige

Ég heyrði hjá honum karli föður mínum svolítið skemmtilega skýringu á hinu furðulega landaheiti Svíþjóð.

Svo var því háttað að mikið var um næpurækt í því landi, þá brenndu menn sinu á stóru svæði og sáðu í það næpum, en sá jarðvegur var einmitt mjög hentugur fyrir næpurækt. Í löndunum í kring þótti þetta hallærislegt, þar þurfti ekki að svíða landið til að rækta, og kölluðu Noregur og Finnlandi landið furðulega Svið-þjóð... og þaðan ku* nafnið vera komið!

Ekki veit ég hvort þetta er alþýðuskýring sem enginn tekur mark á, en skemmtileg er hún, hvað sem hver segir.


*sá sem getur frætt mig um sögu sagnarinnar 'ku' má gjarnan gera það.