mánudagur, maí 30, 2005

Ibiiiiiza.....

Já, Ibiza...

Ibiza er alveg eins og madur ímyndar sér Ibiza. Pálmatré, rándýrir kokteilar á rándýrum diskótekum, hvítar strendur fullar af túristum, steikjandi sól, fólk klaett eins og madur ímyndar sér ad fólk klaedi sig á Ibiza (stutt og flegid, helst engin fot) á kvoldin neonljós eins og í Las Vegas.

Ég var med theim finnsku allan tímann, og thad sem thaer vildu var ad liggja á strondinni ALLAN tímann. Thar sem ég og minn líkami erum ekki gerd fyrir slíkt skadbrann ég audvitad og var med órádi á fostudagskvoldid, skiptist á ad skjálfa úr kulda og steikjast úr hita, á medan allir adrir (nema thaer finnsku) fóru ad leika sér á rándýru diskótekunum. Eftir thad keyrdi ég stelpurnar á strendurnar sem thaer vildu fara á og fór svo sjálf og rúntadi um Ibiza... thad fannst mér gaman. Ég fór á "besta hippamarkad í Evrópu" sem heitir Las Dalias, ekta markadur med alvoru hippum. Thad var frekar dýrt thar, en ég fékk fullt af hugmyndum um hvad ég aetla ad thaefa og sauma thegar ég kem heim! Skór, toskur pils, leggid inn pantanir núna!

Ég veit ad ég hefdi ekki meikad mikid fleiri daga af thessum stad, og á medan allir grétu yfir ad vera á leidinni til Alcalá í gaernótt var ég bara nokkud fegin, sérstaklega af tví ad í dag er skýjad, meira ad segja smá rigningardropar sem gloddu mig ósegjanlega. Brunasárid á hokunni á mér fagnar líka ad sleppa vid sól. (ég fór í apótek á Ibiza og bad um krem eda eitthvad á brunann, konan sem vann thar hrópadi upp yfir sig, ¡Madre mía! Hvad gerdist fyrir thig?!)
Thad sem ég var hins vegar ekki ánaegd med var thegar ég lagdi frá mér toskuna mína á útidyratroppunum thegar ég kom heim í nótt kl hálf fjogur, thá brotnadi í henni raudvínsflaska sem ég geymdi thar og raudvín lak á allt dótid mitt. Ég tók símann minn uppúr og hellti mesta víninu úr toskunni og ákvad ad gleyma vandamálinu, verd ad takast á vid thad í dag.

Var ad kaupa mida til Koben, 1. júlí, thar aetla ég ad eyda nokkrum dogum med mínum kaera bródur ádur en ég held heim. Knus og kram.

mánudagur, maí 23, 2005

Úff, ég hef svo morgu frá ad segja ad ég veit ekki hvar ég á ad byrja og enn sídur hvar ég á ad enda!

Ferskustu fréttirnar eru thó thaer ad S. Lilja Ingólfsdóttir er á leidinni til Ibiza eftir 2 daga! Thetta kom í ljós fyrir u.th.b. hálftíma, thegar ég frétti ad ein af brasilísku stelpunum hefdi dottid út, og thad vaeri pláss fyrir mig. Sídan thá er ég búin ad borga og er ad detta inn í Ibiza gírinn, tharf núna bara ad fara ad kaupa mér bikini og fleira lífsnaudsynlegt! Ég aetladi alls alls alls ekki ad fara, en núna thegar ég veit ad naestum ALLIR sem ég thekki í Alcalá eru ad fara thá get ég ekki annad, sérstaklega tví ég hef ekkert ad gera á medan.

Já, aldrei hefdi ég trúad tví ad ég vaeri á leidinni í lastabaelid Ibiza thar sem epillur eru bruddar eins og brjóstsykur og syndin lúrir í hverju horni. Látum okkur sjá hversu spillt ég kem til baka...

en af odru, fór til Niinu og horfdi á Eurovision á laugardaginn, thad var nú meira hvad thad var slappt... thad sem átti hins vegar athygli mína alla á medan rassar voru skeknir í sjónvarpinu var ad Niina og sambýlingar hennar Fernandino og Gonzalo fottudu ad thad vantadi mat í ísskápinn. Fyrst tók ég thad nú ekki alvarlega, annad eins hefur nú gerst ad einhver haldi ad hann hafi átt eitthvad ad borda og ekki áttad sig á ad hann var búinn med thad, en thegar thau voru komin med langan lista af dóti sem vantadi haetti mér ad lítast á blikuna. Thad sem vantadi var m.a. pakki af ostsneidum, pakki af skinkusneidum, 2l af kóki, ferna af safa, bjór og morgunkorn, allt horfid eins og dogg fyrir sólu!
Niina og Fernandino reyndu ad skýra thetta med tví ad Gonzalo hefdi bordad thetta um nóttina thegar hann kom heim af fylleríi, en áttudu sig svo á ad hann hefdi líklega ekki stútad 16 ostsneidum og 10 af skinku, og ca. 5 lítrum af kóki, djús og bjór. Ekkert annad hafdi verid tekir úr íbúdinni, en thar voru m.a. myndavélar, fartolva, og svo allt hitt, sjónvarp, orbylgjuofn ofl. toluvert verdmaetara en ostur og skinka. Thegar vid svo fórum út á svalir til ad athuga hvernig haegt vaeri ad loka og laesa thar tryggilega sáum vid ljótan feitan ca. 15 ára ungling glápandi upp á svalirnar, og hann vard ansi skommustulegur thegar vid stordum á hann á móti med eitrudu augnarádi.
Thetta voru thá greinilega bara krakkafífl sem vantadi eitthvad ad gera og voru svong. En nóg til ad hraeda thau oll upp úr skónum, ekki thaegilegt ad vita ad einhver hafi nád ad brjótast inn á heimilid manns og verid ad dunda sér vid ad ná í mat í ísskápnum. En nú vonum vid ad their reyni thetta ekki aftur, fyrst vid hofum nú séd aulann sem reyndi thetta .... hann var meira ad segja med bjórinn í hendinni!!

Fleira aetla ég ekki ad segja núna, skrepp á markadinn ad kaupa badhandklaedi eda bikini eda eitthvad, ofundid mig por favor!!

fimmtudagur, maí 19, 2005

Fleiri skólar lifa vid fjársvelti en Háskóli Íslands. Hér í Alcalá á ad leggja nidur heimspekideildina.. eda innlima hana í eitthvad annad. Thá er ég ad tala um námsleidina Humanidades sem er haegt ad taka hér, thar sem madur laerir tungumál, landafraedi, sogu, málvísindi, félagsfraedi og fleira, allt sem vidkemur manninum. Nú á semsagt bara ad vera haegt ad laera eitt af thessu, og allir, jafnt kennarar sem nemendur eru brjáladir. Sídustu vikur hefur verid mótmaelt hástofum, nemendur hafa verid ótrúlega duglegir vid ad hengja upp plakot og risastór bordi med áletruninni: "Humanidades deyja, Cervantes kvelst" er strengdur utan á humanidades-bygginguna, (var sett upp 23. apríl, dánardaegur Cervantes og daginn sem Zapatero forsaetisrádherra og konungshjónin komu til Alcalá til ad veita verdlaun. Vid verdlaunaafhendinguna voru líka mótmaeli sem ég tók adeins thátt í). Thad hafa verid samdir kvaedabálkar, eins konar harmkvaedi, frí hafa verid gefin í tímum til ad fara og mótmaela í Madrid og í gaer thegar ég kom í skólann, thurfti ég ad ganga í gegnum risastórt forhengi (segir madur thad?) sem var fyrir dyrunum, í laginu eins og risastór dollarasedill til ad minna á ad thad er verid ad gera thetta tví "sam´félagid graedir ekki á hugvísindafólki". Thegar ég kom svo inn voru allir veggir fódradir med raudum pappír og á theim voru myndir af ollum helstu listamonnum, rithofundum og skáldum heimsins med tárin í augunum og dollarasedlar héngu úr loftinu. Í dag eru allir svartklaeddir og búid er ad hengja upp dánartilkynningar um Humanidades, listasogu, tónlistarsogu og fleira sem á alveg ad leggja nidur. Í dag er jardarforin á plaza Cervantes, ég aetla ad reyna ad ná henni.

Thetta eru mótmaeli í lagi! Svona hefur madur aldrei séd á Íslandi, hvorki í MH né (úff nei) hjá Stúdentarádi. Og thó ad kannski hafi thetta ekkert ad segja var ad minnsta kosti ekki haegt ad leggja nidur heila deild án thess ad fólk léti heyra í sér, og thad svakalega! Ég fer ad hugsa um thad ad ekki létum vid mikid í okkur heyra thegar fastrádnum kennurum í íslenskuskor (6 held ég) var sagt upp storfum og adeins 2 rádnir í stadinn. (Leidréttid mig ef ég fer med fleipur(hehe, fyndid ord, fleipur)).

Vid thurfum ad laera ad láta í okkur heyra!

En af ordu háskólatengdu, ég fór í snemmbúid lokapróf í morgun, skrifadi 5 bls um Cervantes vin minn, en tókst á soldid langsóttan hátt ad troda Gudrídi Símonardóttur inn í prófid, en ég held hann fíli thad, kennarinn, hann er svo ágaetur. En í midju prófi fór eldvarnarkerfid af stad, ég hélt audvitad ad thetta vaeri bara óvart, von tví ad kerfid faeri í gang oft á dag í MH og í grunnskóla, en thetta var víst brunaaefing, sú fyrsta sem ég fer í á aevinni, og hún var í midju lokaprófi. Thad var ekki vinsaelt. Thad komu menn inn í gulum endurskinsvestum og ráku okkur út hardri hendi, og vid thurftum ad bída thar í nokkrar mínútur af okkar dýrmaeta próftíma.
Jaeja, geografían bídur.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Jaeja, thad er gott ad vera komin heim, thó thad hafi verid gaman á íslandi. Hitti ádan ítolsku vinkonur mínar sem ég elska, thaer voru búnar ad gera glaesilegt lokaverkefni úr Cervantes-kúrsinum, og settu mitt nafn undir! ...og spurdu hvort ég hefdi nokkud á móti tví! Ég hélt nú ekki.

Ferdin í gaer gekk eins og í sogu, kannski af tví ég var ad lesa ferdasogu sem gerist á somu slódum, Reisubók Gudrídar Símonardóttur, sem ég kláradi naestum á einum degi, og komst ad tví ad hún kom til allra 4 landanna sem ég fór til í gaer, Íslands, Danmerkur, Hollands og Spánar. Thad fannst mér snidugt.

Nú fer ég ad laera undir lokaprófid sem er á morgun í Cervantes. Takk fyrir samveruna á íslandi, sjáumst fljótt.

þriðjudagur, maí 17, 2005

Hæ ho, eg er i Køben, hef litid ad gera thar sem eg er buin ad fa mer soft ice og pølse og labba Strikid tvert og endilangt og kaupa mer næstsidasta Matador-diskinn. Thad er agætt herna, skarra en ad drepa timann i Schiphol eins og eg tharf ad gera a eftir. Eg verd ekki komin heim til Alcala fyrr en upp ur midnætti byst eg vid...

...Thessi Islandsheimsokn var frabær, tho stutt væri, eg nadi ad hitta flesta, for i fullt af heimsoknum, eitt ferdalag og fermingu, nadi meira ad segja ad kikja a Kofann i sma alvoru tonlist, er ordin soldid leid a pikupoppinu tharna uti, thad er sama hvada stad madur fer a, alltaf er sama tonlistin spilud! Hun er fin til sins bruks, en agætis tilbreyting ad heyra sma Raggatonlist a Kofanum.

Nu verd eg aldeilis ad fara ad passa mig a blogginu, half fermingarveislan eda her um bil fekk veffangid ad sidunni svo ættmenni um allt land geta farid ad fylgjast med mer! Nei, svo mikla skandala er eg nu ekki ad gera ad their tharfnist ritskodunar...

Næstu 6 vikur ætla eg ad vinna i tvi ad (ju, taka prof) og na mer i sma brunku, thegar eg hitti folk sagdi thad: "hæ, en hvad thu ert sæt og br.....heyrdu thu ert bara ekkert brun!" Planid er ad fara til Mallorca i eins og eina viku, Pepi vinkona fer ad vinna thar a hoteli, vid getum fengid ad vera thar a hotelherberginu sem hun fær til afnota. Og thegar thad er buid styttist bara i ad eg komi heim! Thetta er nu ekki langur timi ef madur hugsar um thad!

Jæja, kominn timi til ad koma ser a Kastrup og byrja adra lotu, flug til Hollands, og thar a eftir thadan til Madrid... ja, hvad gerir madur ekki til ad spara, 3 flug a einum degi!

miðvikudagur, maí 11, 2005

"La cucaracha, la cucaracha, ya no puede caminar...."

Kakkalakki í íbúdinni í gaer!!!!

Hann skreid undan sjónvarpsskápnum og ég og franska kaerastan hans Vicente hniprudum okkur saman í kúlu, sá franski stokk til og drap hann med inniskónum sínum, thurfti reyndar margar atlogur, thessi kvikindi drepast ekki svo audveldlega...

svo nú er hreingerningaraedi í íbúdinni, ruslafotur thrifnar og oll skúmaskot sem kakkalokkum líkar sótthreinsud.

Ég ákvad bara ad flýja land, á morgun, eftir ca 25 tíma renn ég í hlad á Leifsstod, og vonast til ad geta leitad haelis í thann tíma sem kakkalakkahaettan stendur yfir... skelli mér í fermingu og vorferd mímis og svona í leidinni.

Vonandi geta svo vinir mínir stúdentarnir rifid nefid upp úr námsbókunum til ad fá sér thó ekki vaeri nema einn kaffibolla med mér. Og kannski verda einhverjir búnir thá, hafid samband, ég verd med venjulega númerid frá tví á morgun.
Kvedja, sjáumst í kuldanum,
Lilja

föstudagur, maí 06, 2005

Já, sumarid er komid og med tví rodnar húd og hár lýsist. Sólin hér er stórhaettuleg, ég fór út ad skokka ádan (já!), og brann á bara hálftíma í sólinni! Thó ég vaeri med sólarvorn. Leidin sem ég skokkadi er annars mjog falleg, medfram ánni, og hinumegin vid hana eru fjoll sem ég vaeri alveg til í ad klífa (...verst ad ég hef ekki ennthá fundid brú yfir ána...) Thetta var mjog rómantískt, ég heyrdi innan úr skóginum blokkflaututóna, sem komu frá ástfongnu pari sem sat á árbakkanum og spiladi á flautu. Svo gerdi ég magaaefingar og flýtti mér heim til ad brenna ekki meira.

Ferdin til Tékklands var svo frábaer ad ég er ekki viss um ad ég geti lýst henni nógu vel med ordum. Ég á myndir sem ég aetla ad taka med til Íslands thegar ég kem á fimmtudaginn, thaer segja miklu meira.

En eitthvad get ég nú sagt, ég var semsagt ad hitta vinkonur mínar sem ég kynntist í Ungverjalandi í ágúst, ein frá Prag, ein frá Sviss og ein frá Slóvakíu. Vid fórum í skodunarferd í Prag, (m.a. í H&M, madur verdur ad standa sig í ad heimsaekja H&M í hverju landi) og thad var mjog fallegt allt, en trodid af túristum. Ég hálfvorkenni íbúum Prag ad geta aldrei haft midbaeinn útaf fyrir sig, hann er ALLTAF fullur af túristum. En their eru víst naudsynlegir, their koma med peningana... En ég var semsagt med tékkneskri vinkonu sem fór med okkur fáfarnar styttri leidir og á litla saeta veitingastadi thar sem máltíd med ollu kostar 3 evrur.

En thad besta var samt thegar vid fórum á litla bílnum hennar Jonu vinkonu út fyrir Prag ad skoda Karlstejn kastalann, og fórum líka í svakalegan gongutúr í leit ad 3 manngerdum gljúfrum sem voru einu sinni námur: Litlu Ameríkum, Stóru Ameríku og Mexíkó. Thau voru ágaet, en fyrir íslendinginn voru thau svosem ekkert svo spes. Vid vorum 8 saman, tékkar og slóvakar og ungverji, slóvakarnir voru alltaf aftastir og reyktu og drukku raudvín úr gosflosku til ad svala thorstanum á gongunni. Raudvín var sirka thad sídasta sem mig langadi í í hitanum svo ég afthakkadi (já, nota bene, thá var óvenju heitt alla helgina, jafngott vedur og hér á Spáni!).

Eftir gonguna fórum vid stelpurnar svo í sumarbústad fjolskyldu hennar Jonu (sem er reyndar miklu flottari en íbúdin theirra í Prag) og kveiktum vardeld og eldudum tékkneskar pulsur sem eru svona stuttar og feitar pulsur sem madur sker í endana á til ad thaer krullist upp thegar madur grillar thaer yfir eldinum. (Ae, thad er ekki haegt ad lýsa tví.) Vid sátum vid eldinn med pabba Jonu og systur hennar sogdum brandara á 6 tungumálum og hlógum langt fram á nótt. Thetta kvold var einhver nornahátíd í Tékklandi svo thad voru kveikt bál út um allt og fólk setti upp maístengur. Daginn eftir sáum vid ad einhver hafdi málad ljód á gotuna, thad er thá víst hefd líka.

Morguninn eftir, ádur en vid thurftum ad leggja af stad til Prag, snaeddum vid morgunmat úti í gardi (jardarberjasulta og radísur beint úr gardinum theirra, Jana gaf mér eina krukku af sultu!) og svo roltum vid upp á haedina fyrir ofan húsid, thar er alveg frábaert útsýni yfir gul tún og graena skóga... soldid vaemid en thetta var alveg frábaert til ad hlada batteríin.

Sem var eins gott tví vid vorum búnar ad maela okkur mót vid vini okkar í almenningsgardi ad fara ad spila Petanque sem er eins og boccia nema ekki fyrir fatlada... ég var soldid hissa á ad sjá ad thetta er mjog vinsaelt tharna, thad voru 4 hópar á vellinum thar sem vid vorum ad spila. Thad var bara gaman, adallega af tví vid unnum... Svo nádi ég naestum ad breyta brúdkaupsferd vina minna frá tví ad fara til Nýfundnalands og Kanada yfir í ad fara til Íslands, honum til gledi en henni til hryllings! Annars er ég í vondum málum ef allt thetta fólk sem ég er búin ad bjóda í heimsókn kemur einhvern daginn!


Úff, thetta er ordid of langt og leidinlegt, og ég er ad fara ad hitta gódvin minn Angel, ég vaeri líka alveg til í eins og einn ís á Plaza Cervantes, thad er nýbúid ad opna ísbúd thar...

¡hasta pronto!

miðvikudagur, maí 04, 2005

Tvennt er mér mjog hugleikid í dag:
1) Hvernig á ég ad fara ad tví ad ná prófi í setningafraedi á spaensku thegar ég hef ekki verid í setningafraedi sídan í ísl 203 og skil ekki bofs í tímunum hérna. Núna er ég ad bogglast vid ad greina fyrstu málsgreinina í don Quijota setningafraedilega (já, thetta er týpískt Alcalá) og tharf ad grenja út lausnina hjá ítolsku vinkonum mínum sem eru búnar med verkefnid til ad fá thetta ekki í hausinn allt útatad í leidréttingum eins og sídasta verkefni.
Hjálp!!

og hitt:
2) Á ég ad fara til Ibiza? Ég var longu búin ad ákveda ad fara ekki, en í dag vard mér ljóst ad ALLAR vinkonur mínar hérna eru ad fara, svo ad ég verd ein í Alcalá á medan thaer eru ad skemmta sér í sólinni og á diskótekunum á Ibiza. Ferdin kostar med ollu ca 15.000 kall, 5 dagar, svo ég missi 2 daga úr skóla... Hvad á ég ad gera? Ég vil heidarleg svor.

Ferdasaga frá Prag kemur brátt, frábaer ferd, á morgun nae ég í ca 80 myndir sem ég er ad láta framkallast, 25 af theim frá Prag, thad verdur ekki leidinlegt ad sjá. Nú held ég áfram í atvikslidunum...