fimmtudagur, desember 23, 2004

"Þorláksmessukvöld er hátíð út af fyrir sig/ forleikur að jólunum......"

Jólakveðjur Baggalúts eru í strangri keppni við jólakveðjur Ríkisútvarpsins þetta árið, að mínu mati að minnsta kosti. Hér má hlusta á þær.

Ég óska annars öllum gleðilegrar hátíðar í faðmi fjölskyldunnar.. eða einhvers annars...

miðvikudagur, desember 22, 2004

Afmælisbörn dagsins eru Benedikt Hákon Bjarnason (24) og Sveinn Eiríkur Ármannsson (21). Þar sem hvorugur þeirra gefur sig út fyrir að lesa blogg treysti ég á lesendur til að bera kveðjuna og kyssa þá í bak og fyrir ef þeir sjá tiltekna menn. Þeir eiga allt hið besta skilið.

mánudagur, desember 20, 2004

Hvar væri heimurinn án Roman Jakobson??

laugardagur, desember 18, 2004

Ég er að fara í próf eftir tæpan klukkutíma. Mér finnst ég þurfa að loka augunum og munninum, setja klemmu á nefið og puttana í eyrun, klemma rassinn og setja plástur á naflann svo lærdómurinn sleppi ekki út! Nei, þarna fór neitandi boðháttur fleirtölu í annari persónu í spænsku beint úr um annað eyrað!!!

Annars fann ég síðu sem sýnir öðrum betur geðveikina sem heltekur grannþjóð okkar í vestri á þessum tíma árs... Uglychristmaslights.com....já, þar eru sýndar myndir af viðbjóðslega ósmekklegum amerískum húsum, þar sem sjá má heilu herina af snjóköllum og jesúbörnum.

Gangi mér svo vel í prófinu!

fimmtudagur, desember 16, 2004

Svefngufurnar sem stíga upp úr bókmenntafræðiglósunum og bókunum eru að gera út af við mig, og þær eru búnar að smitast yfir í færeyskuglósurnar og keppast við að halda mér frá öllu sem heitir námsefni. Ég ætla að halda spænsku málfræðinni frá öllum færeysku- og bókmenntafræðibókum þar til fram yfir próf til að gufurnar nái ekki að komast þangað líka. Kannski ætti ég að fara að ganga með gasgrímu...

miðvikudagur, desember 15, 2004

Ég sofna ALLTAF þegar ég byrja að lesa bókmenntafræði!
Þetta er hræðilegt!

Hvað á ég að gera ??
(nei, ég ætla ekki að fara að drekka kaffi, mér finnst það vont)


Eitt er víst, að þessi próf verða ein þau slöppustu hjá mér nokkurn tímann. Afsakið svo leiðinlegt blogg, en ég er að nálgast það að vera orðin of stressuð til að vera skemmtileg :) Próf á föstudag, laugardag og mánudag og 2 afmælisveislur Benna óhaldnar á sama tíma.

.
(þessi mynd lýsir ástandi mínu þessa dagana mjög vel)

mánudagur, desember 13, 2004

Nú er hægt að sverta hvert einasta orð á síðunni og ýta á D - þá kemur upp gluggi sem sýnir hvað orðið þýðir á mörgum tungumálum og orðsifjar þess og dæmi um myndir fyrirtæki ofl sem innihalda orðið.

Þ.e. ef það er inni í Webster's, sem er alls ekki alltaf... Prófið t.d. OG og HUGMYND og fleiri orð. Það er gaman að þessu... Það er samt þar inni ef það er á ensku. Ég held að málvísindanördar (ég þekki nokkkra) gætu haft gaman að þessu!

Svo er Webster´s orðabókin komin inn líka, en hún er eitthvað skrömbluð í minni tölvu. Er hún það líka annars staðar?...og svo snúa þeir sér í hring

___


atsjú

laugardagur, desember 11, 2004

atómljóð á aðventu 2004

áfram
áfram
áfram bílstjóri

(endurtakist tvisvar sinnum með stigmagnandi áfergju)

og
gefðu

í
botn

(allarstelpurborðapoppallirstrákarpissíkopp)

föstudagur, desember 10, 2004

Nemini fidas, nisi cum quo prius multos modios salis absumpseris. (Cicero)

eða: Ekki treysta neinum nema þú hafir borðað mikið salt með honum.

Annars vil ég benda á hana Sigríði Geirsdóttur, sem hefur loks hafið vefskrif. Megi þau standa vel og lengi og verða okkur öllum til gleði og ánægju. Enda skyldi enginn efast um annað.
Henni hefur verið bætt hér til hliðar á listann með hinum íslenskunördunum.

Góðar stundir

miðvikudagur, desember 08, 2004

Gróðavon...loksins!

Ég var að fá hugmynd lífs míns. Ég stofna lánafyrirtæki einhvers konar og auglýsi 4,2% húsnæðislán á 100% vöxtum! Ég er viss um að einhver myndi bíta á agnið og þá dríf ég mig að láta hann skrifa undir áður en hann fattar svindlið. En af því ég hef gert allt löglegt er ég í góðum málum og get látið aulann borga mér á hundrað prósent vöxtum það sem eftir er..... (ég vil ekki heyra vankantana á þessu plani, fyrir mér er það fullkomið)

.....af hverju fór ég ekki í hagfræði?

þriðjudagur, desember 07, 2004

Nafnið mitt á ungversku væri Hattyufehérke.
'Hattyu' = svanur
'fehér' = hvítt
'ke' = eitthvað kvk viðskeyti

Ég komst að þessu þegar ég heyrði hvað Mjallhvít úr ævintýrinu (einmitt, frænka mín) heitir á ungversku. Hún heitir nefnilega Hófehérke og 'hó' þýðir snjór/mjöll.

Ég bjó til þetta nafn alveg sjálf. Efast samt um að ég myndi nota það í Ungverjalandi, það er kannski full væmið.

sunnudagur, desember 05, 2004

Hefur einhver tekið eftir að orðin samborgari og hamborgari eru lágmarkspar?

"Hann var ekki vel liðinn af hamborgurum sínum."
"Hún hámaði í sig einn samborgara og drakk stóra kók með."


föstudagur, desember 03, 2004

Helvítis skammdegið lætur mann gera ljót hluti. Eða að minnsta kosti næstum því. Ég var að labba heim úr skólanum eftir langa setu á bókhlöðunni og lítil afkost, það var kalt og dimmt, þó klukkan væri rétt rúmlega fimm. Ég gekk eftir Reynimelnum og sá fótbolta á jörðinni sem einhver hafði gleymt. Var í þannig skapi að ég ákvað að sparka eins fast og ég gæti í boltann. Var búin að munda fótinn, tilbúin með sparkið þegar ég sá að kúlan við fæturna á mér hreyfði sig. Þetta var þá ekki bolti heldur köttur sem ég var næstum búin að senda yfir á gangstéttina hinumegin. Ég rétt náði að stoppa mig og bæði kötturinn og ég vorum dauðslifandi fegin, ég að hafa ekki drepið hann og hann að vera á lífi. Ég klappaði honum aðeins í staðinn og skellti upp úr í móðursýkiskasti og hélt mína leið. Hvað varð um köttinn veit ég ekki.

miðvikudagur, desember 01, 2004

Orðræða nútímakonu

"Hugmyndaramma".


Datt einhverjum í hug "amma sem fær hugmynd"?
Það gerði ég.
Þetta orð var í grein sem ég var að lesa, og ég las orðið eitt og sér, úr samhengi. Auðvitað var verið að tala um "ramma utan um hugmynd", ég hef líklega verið þreytt.

Ég lærði líka nýtt orð í greininni: lo. "limhverfur". Það var verið að tala um "limhverfa orðræðu feðraveldisins". (já, greinin var um femínisma). Reyndar er orðið "orðræða" nýorðið hluti af virkum orðaforða mínum (hvað eru mörg "orð" í því?), og orðið "pómó" (sem stytting á póstmódernisma) finnst mér svo hallærislega kúl að ég verð eiginlega að nota það líka!

Er einhver sem hefur tekið eftir nýjum orðum í virkum orðaforða sínum þessa önnina? Ég heyri æ fleiri tala um "viðbótarlífeyrissparnað" og "séreignarlífeyrissjóði" eins og þeir séu gamalgrónir KB-bankamenn, en skilja menn almennilega hvað þeir eru að tala um?

"No, Davíð Oddsson no me gusta nada"
En talandi um orð og skilning, hversu óþolandi er það að vera í munnlegu prófi í spænsku og vera gefið þemað "política" og þurfa að babbla á spænsku barnamáli um kosti og galla kvótakerfisins, inngöngu í Evrópusambandið og Íraksstríðið? En ég fór fyrst í hnút þegar ég þurfti að þýða orðið "afturhaldskommatittsflokkur" á spænsku með litlum árangri. Það er ótrúlegt hvað manni finnst maður stundum vitlaus, þegar maður veit hvað maður ætlar að segja, en hefur ekki orðin yfir það. Þess vegna skil ég ekki af hverju ég er að læra öll þessi tungumál, í staðinn fyrir að einbeita mér að einhverju einu. Þetta er einhver bölvuð þrjóska... de puta madre...

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Jólalag Baggalúts klikkar aldrei, og er reyndar alveg frábært í ár... Það er hægt að ná í það hérna
. Allir að gera það núna.

Annars er ótrúlegt að það hafa ekki orðið til ný góð jólalög lengi, hvorki á Íslandi né í útlöndum sem ná vinsældum í útvarpi, það er eins og við séum dæmd til að hlusta á sama "gefðu mér gott í skóinn jólasveinninn kemur í kvöld við óskum þér góðra jóla" aftur og aftur. Af hverju semja pottþéttar hljómsveitir eins og Stuðmenn ekki eitthvað skemmtilegt jólalag sem gengur í landann? Síðasta íslenska jólalagið sem varð virkilega vinsælt hér á landi finnst mér eiginlega hafa verið Jólahjól, sem verður að viðurkennast að er orðið mjög þreytt, þó það hafi verið mjög gott á sínum tíma. Okkur vantar nýtt Jólahjól!!

Og það er sama hve oft textarnir á þessum amerísku poppjólalögum eru þýddir, og hvað margir popparar taka þau, þau eru bara orðin ofboðslega lúin og þreytt og eiga skilið nokkurra ára frí. Þá myndum við kannski læra að njóta þeirra á ný.

Kannski finnst fólki erfitt að semja ný jólalög því ef þau eiga ekki að fjalla einungis um gjafir og mat og stress eins og svo mörg íslensk jólalög frá 9. áratugnum, þá lendir maður í vandræðum, því hvað er þá eftir? Er í fullri einlægni hægt að semja lag um friðinn og rósemdina og helgina sem gagntekur mann um jólin á milli þess sem maður öslar slabbið dauðþreyttur rétt áður en búðirnar loka í leit að réttu perunni í jólaseríuna eða fullkomnu gjöfinni handa ömmusystur sinni? Kannski eru jólin ekki lengur mjög vænleg til að semja um, það er varla einu sinni hægt að syngja um hvíta jörð, því hvað gerist það oft á jólunum núna? Verða jólalög bara að fjalla um jólastress héðan í frá?

Má ég þá frekar biðja um "Kósíheit par exellans" með Baggalúti!

Góða aðventu!

mánudagur, nóvember 29, 2004

Fall er fararheill, ekki satt?

Ég byrjaði allavegana skóladaginn á því að hrynja út úr bílnum á bílastæðinu fyrir framan Aðalbyggingu. Ég steig út úr bílnum með skólatöskuna í annari hendi og íþróttatöskuna í hinni og rann einhvern veginn út úr bílnum, og eiginlega undir hann. Það er svolítið ósanngjarnt, því ég var búin að gæta ítrustu varkárni við aksturinn alla leiðina því ég er ekki á vetrardekkjum, og lendi svo í árekstri við eigin bíl. Ég hélt þetta myndi boða mér gæfu og gleði allan daginn, samkvæmt því sem segir um að fall sé fararheill, sérstaklega því ég átti að fá út úr spænskuprófi og 25% ritgerð. Ég sé ekki að það hafi hjálpað, jú jú, mér gekk ágætlega á prófinu en ritgerðin var óyfirfarin, svo ég fékk hana ekki.

En hér er svar við spurningu sem við hljótum öll að hafa spurt okkur að einhvern tímann: "Hvar er mamma?"
(Af Vísindavefnum)

"Þessi spurning barst okkur 2. mars 2002. Spurningunni fylgdu meðal annars þær upplýsingar að spyrjandi sé fæddur árið 2001. Ef það er rétt og við fengjum upplýsingar um fæðingardag gætum við gefið eitt einfalt svar við spurningunni. En ef þetta er innsláttarvilla þyrftum við í öllu falli að fá að vita rétt fæðingarár til þess að geta gefið þess konar svar. Við gerum ráð fyrir að lesendur okkar sjái þetta allt í hendi sér og rekjum það nánar sem hér segir:

* Ef spyrjandi er til dæmis 0-6 mánaða er líklegt að mamma hans sé með hann í fanginu eða hún sé hjá honum. Kannski er spyrjandi úti í vagni og mamma hans þá í kalltækissambandi við hann.
* Ef spyrjandi er til dæmis þriggja ára er líklegt að hann sé á barnaheimili þegar þetta er skrifað á föstudagsmorgni, og mamma hans í vinnunni.
* Ef spyrjandi er að minnsta kosti orðinn stálpaður er hann væntanlega í skóla eða vinnu og mamma hans í vinnunni.
* Ef við værum að svara þessu um miðnætti í kvöld mundum við segja að mamma spyrjandans sé sofandi í rúminu.
* En á milli 5 og 7 í gær var hún trúlega á líkamsræktarstöð.
Ef spyrjandi á í erfiðleikum í samskiptum við mömmu sína viljum við benda honum á svar Sigrúnar Júlíusdóttur við spurningunni Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar? En ef það gerist mjög oft að hann finnur ekki mömmu sína og þarf að spyrja þessarar spurningar, þá hlýtur önnur spurning að vakna, sem sé hvort hann ætti ekki að leita til barnaverndaryfirvalda eða til umboðsmanns barna. Um slík mál má finna nokkur svör hér á Vísindavefnum undir leitarorðum eins og "uppeldi", "börn" og svo framvegis."

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Ég er, án þess að ýkja nokkurn skapaðan hlut, alveg að fara að kasta upp yfir lyklaborðið, mér er virkilega óglatt. Ég var að lesa trúmálaumræðu Innherja og skil bara alls ekki viðhorfin sem koma þarna fram, það er of mikið þegar fólk fagnar glæsilegum sigri í Falluja og þakkar guði fyrir að Bush hafi verið endurvalinn. (sbr. þráðinn Bush er í sigurliðinu með Jesú)

Það er svo auðvelt að lokast inni í einhverjum trúarheimi og neita að taka við rökum á þeim forsendum að þeir sem flytja þau séu andsetnir af djöflinum. Þannig er hægt að afneita öllu sem sagt er, þannig getur fólk lifað í sínum eigin heimi, án þess að þurfa að taka mark á fólki sem segir að þessi "sigur" hafi ekki verið svo glæsilegur eftir sem áður, eða þá stríðið yfir höfuð. Til dæmis stóð í Fréttablaðinu í vikunni að nú sé talið að í Írak séu nú um 400.000 vannærð börn, eða helmingi fleiri en áður en Bandaríkjamenn réðust þar inn. Hvenær hættir fórnarkostnaður að vera fórnarkostnaður? Það er auðvelt að skipa sér í "sigurlið með Jesú" þegar maður neitar að horfast í augu við þessar staðreyndir.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Ég hljóp í burtu, þau voru ennþá á hælum mér og ég vissi að þetta var að verða vonlaust, bráðum myndu þau ná mér og stela af mér náttkjólnum sem myndi nýtast þeim í helgiathöfnina. Síðan var enginn vafi á að þau myndu drepa mig, þau gátu ekki hætt á að hafa mig á lífi, ég vissi þegar of mikið. Ég tók á rás inn í verslunarmiðstöðina, þar væri örugglega einhver sem gæti hjálpað mér, jafnvel lögregla, þó að ég hafi veigrað mér við að tala við hana fyrr vegna málsins, það hefði haft of mikla afskiptasemi í för með sér. En nú var ég tilbúin að gera hvað sem er til að halda lífi, en aðallega til að halda upplýsingunum frá óvininum.

Ég sá engan lögregluþjón, ekki einu sinni einn húsvörð. En hvað myndi það hjálpa mér, þau voru rétt fyrir aftan mig og gátu hæglega skotið mig með ofurhljóðdeyfðu skammbyssunni, jafnvel í miðri mannþröng. Ég var með símann í vasanum en hafði enn ekki haft færi á að hringja á lögreguna. Bara að ég kæmist einhvers staðar í var þar sem ég gæti hringt. Framundan var útfararstofa og ég ákvað að þar væri líklega hægt að fela sig í smá stund. Mér tókst að stinga þau nægilega lengi af til að þau sæu ekki að ég smeygði mér þangað inn. Ég hentist út í horn, sussaði á furðu lostna afgreiðslukonuna sem virtist ekki skilja alvöru málsins og tók upp símann. Ég sló inn númerið, 1-1-2, en fékk engan són. Auðvitað, þau voru búin að eiga við símann svo ég gat ekki hringt á lögregluna, ég hefði nú getað sagt mér það sjálf. Mér datt í hug að hringja í foreldra mína og biðja þau um hjálp, en var ekki búin að slá inn nema þrjá stafi þegar ég skynjaði nálægð þeirra. Ég sveipaði mig huliðsskikkjunni í skyndi og fylgdist með þegar þau stungu inn kollinum. Þau virtust ekki taka eftir mér, því þau lokuðu um leið. Ég nýtti tækifærið og um leið og ég hélt þau komin í örugga fjarlægð laumaði ég mér út og á nálægan veitingastað. Þar gæti ég ef til vill laumað mér inn í eldhús og út bakdyramegin. En mér féllust hendur þegar ég sá hvað mætti mér þar. Þau höfðu þá verið á undan mér, og sátu í mestu makindum við borð og horfðu á mig og glottu. Fljótt sá ég af hverju. Við hlið mér, í öllu sínu veldi var hann sjálfur kominn, Gísli Marteinn. Ég vissi vel af hverju hann hafði verið valinn til að neyða út úr mér upplýsingarnar. Hann sem var svo sjarmerandi og vissi hvaða spurninga þurfti að spyrja, hvernig hann gæti náð frá mér upplýsingunum. En þeim skjátlaðist. Aldrei, aldrei myndi ég láta þær af hendi, ekki eftir hremmingar síðasta sólarhrings. Ég hrækti framan í Gísla Martein af vanþóknun og tók á það ráð sem ég taldi eitt eftir. Ég vaknaði. Hremmingar næturinnar voru liðnar, ég hafði brugðist heiminum, því þó þau hefðu ekki náð upplýsingunum var ég sú eina sem gat afturkallað álögin, en það var um seinan. Átök morgundagsins litu dagsins ljós. Próf í spænskri málfræði eftir 25 mínútur.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Hríð

Ég get ekki lifað við eintóman ís
innst inni í hjörtum og lengst úti á töngum.
Kulsára hjartað mitt kólnar og frýs
í kuldanum sit ég í öngum
og leik mér við fallegar frostrósir löngum.

Það verður nú bráðum að vora hjá mér,
svo völlurinn iðgrænn við sólinni hlæi,
en stormurinn mig út á blágaddinn ber,
ó, bara ég götuna sæi
heim á gestrisna, góða bæi.

Á meðan ég sé hvorki sól eða bæ,
þá syng ég með veikum og klökkvandi rómi.
Ég veit, að ég aldrei til fullnustu fæ
að fara með ljóð mín í tómi.
Röddin bilar í rokviðra hljómi.

Ef að ég dey svo að aldrei ég sé
ylmildan himin og blómgaða grundu
og finn aldrei vesalings hjartanu hlé,
uns hrekkur mér stafur úr mundu,
þá þakka ég öllum, sem eitt sinn mig fundu.

Jóhann Gunnar Sigurðsson
1882-1906


Ég fer til Spánar í febrúar. Þá vorar hjá mér.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég er svo heppin að eiga litla systur sem er feng shui meistari, og nú hefur hún opnað bloggsíðu þar sem hún gefur hverjum sem vill ráð um hvernig best sé að byggja upp heimili sitt. Það er ótrúlegt hvað hún veit um þetta, og það er líka draumi líkast að koma inn í herbergið hennar þar sem fylgt er ströngustu feng shui reglum.

Nú hvet ég alla til að kíkja á síðuna hennar: http://yinogyang.blogspot.com , og leggja fram spurningar uir til dæmis í hvaða átt best sé að hafa rúmið sitt eða hvernig veggirnir eigi að vera á litinn, en líka um minni atriði, eins og í hvaða horni herbergisins fjölskyldumyndir eigi að hanga og hvar sé gott að hafa málm og hvar ekki. Ef einhver sefur illa á nóttunni getur hún ef til vill hjálpað... allt sem ykkur dettur í hug. Hún heitir María Sól og er þrettán ára, og hefur haft nægan tíma til að mennta sig í þessari fornu list í verkfallinu(sem tekur reyndar enda á morgun þegar hún þarf að mæta í skólann.) Það er því hægt að treysta á hana.

http://yinogyang.blogspot.com

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

<Á nú að taka af mér börnin líka??>

Já, það er margt skrítið í kýrhausnum, eins og konan sagði.
Það mætti halda að ég hafi sagt við sjálfa mig í morgun eins og hann Láki litli úr smábarnabókinni: Í dag ætla ég að vera reglulega vond, og gera aðeins það sem er ljótt. Þegar ég hugsa til baka stóð ég að minnsta kosti við það
Í dag:

-braut ég öll lög um löglega ljósritun

-skrópaði ég í latínu

-stalst ég til að nota orgelið í Skálholtskirkju

-svindlaði mér og 3 öðrum (varnarlausum útlendingum og fötluðum) inn á safnið í Skálholtskirkju.

-keyrði ég of hratt

-keyrði ég á mús (a.m.k. kom hún ekki undan bílnum hinumegin)

-keyrði bílinn hans Benna upp Kambana þannig að gírkassinn gaf sig alveg þegar við vorum komin upp. (það var reyndar ekki mér að kenna, en kom ekki vel út fyrir mig)

-sló ég Mögdu utanundir.

Það síðasta var nú líklega það versta, að ég sló mína kæru Mögdu, meðleigjandann minn! Ég hef aldrei slegið neinn viljandi áður, en það kom bara eitthvað yfir mig, hún sat þarna og kvartaði yfir að það væri henni að kenna að bíllin er bilaður... hún var ekki einu sinni með, og það var ég sem hafði verið að keyra! Hvernig GAT það verið henni að kenna? Ég var greinilega orðin meira pirruð en ég hélt, hendurnar tóku einhvern veginn af mér völdin og þær slógu Mögdu létt á kinnarnar, ekki fast, en málið er bara að ég missti algerlega stjórn á þeim. Aumingja Magda var auðvitað steinhissa, og svolítið reið, en ég er ekki frá því að hún hafi haft pínulítið gott af því, hún var í einhverju móðursýkiskasti, og það dregur mann svo mikið niður þegar einhver brýtur sjálfan sig svona niður. Hún er alveg búin að fyrirgefa mér það núna, henni finnst það aðallega bar fyndið núna. Ég ætla nú samt ekki að láta ofbeldi vera lausn á öllum mínum vandamálum héðan í frá - kannski bara sumum!

En það var líka sorglegt að keyra á mús.

En nú hef ég játað syndir mínar í einn dag, og ef lögreglan og dómsvald kemst á snoðir um þessa síðu fengi ég örugglega stærsta dóminn fyrir að hafa ljósritað ólöglega... að minnsta kosti er það örugglega metið sem verri verknaður en heimilisofbeldi, ef marka má nýjustu dóma um þau mál.

(p.s. Ég fékk svar frá háskólanum á Spáni í gær, 14. febrúar byrja ég í skóla í Alcalá de Henares, háskóla með 23.000 stúdentum. Hlakka til. )

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Bíómyndablogg

Það er eitt sem hefur alltaf angrað mig við amerískar bíómyndir, það er þegar virðulegir útlendir menn, t.d. soldánar í Arabíu eða afrískir ættbálkafeður eða evrópskir kóngar eða dætur soldánsins fara að tala ensku. Þegar þeir tala ensku tala þeir oftast með ROSALEGUM hreim, gera kannski eina eða tvær mjög einfaldar málfræðivillur, en vita allan FJANDANN af orðum og þurfa aldrei að hugsa sig um. Þessir menn hafa oftast búið í eyðimörkinni eða frumskóginum alla sína ævi og það er allt á huldu um hvernig þeir kunna ensku, en þeir geta notað orð sem ég hef aldrei heyrt, flest sem þeir segja byrjar á "My people are..." eitthvað, og svo fara þeir að tala um flugvélahreyfla eða hernaðarstrategíur eða geimréttarhagfræði eða guð veit hvað.. .

Þegar ég tala önnur mál en íslensku, og fyrir þessu finn ég mjög mikið núna á þessari önn, þá þarf ég alltaf að vera að hika og hugsa mig um, og oft kemur það fyrir að ég man bara alls ekki orðið eða hef ekki heyrt það. Það lætur mann kannski líta svolítið asnalega út, en það er nú bara svoleiðis þegar maður talar 'fremmedsprog' . Það væri aðeins raunverulegra að láta þessa menn hugsa sig pínulítið um áður en þeir fara að tala um 'liðveislu' og 'hernaðarútbúnað' og svoleiðis. Dæmi um svona myndir eru t.d. James Bond myndir og hin annars ágæta mynd Hidalgo.

En meira um bíómyndir.
Ég var að koma úr bíó, fór að sjá myndina Sky Captain and the World of Tomorrow. Hún leit út eins og mynd sem gæti verið sniðug, retro letur og einkar cheesy nafn, en góðir leikarar. Kannski þetta sé mynd sem hefur smá húmor fyrir sjálfri sér, hugsaði ég. Það hafði hún ekki.

EKKI sjá hana.

Ef þú samt ÆTLAR að sjá hana, ekki lesa lengra.

Ég hef séð margar margar vondar vondar myndir um ævina, (oftast viðloðandi heimilisfólkið á Vesturgötu 50a merkilegt nokk) og þessi mynd nær hátt á vondumyndaskalanum. Einhver hefur sagt, við skulum gera hittara, ævintýramynd, því fólk elskar ævintýri eins og LOTR, hafa eina gellu... Gwyneth Palthrow, já flott, nei betra, höfum TVÆR gellur - líka Angelinu Jolie! Og Jude Law sem góða gæjann! Og látum hana gerast í gamla daga. Hvenær...hmm...19...39? OK! Og höfum risavélmenni! og geimskip! og risaeðlur! og genabreytt vængjuð skrímsli! og drauga! og Örkina hans Nóa! og svona countdown....ten minutes to liftoff... Og svona heldur þetta áfram. Það vantaði bara risaköngulær... nei annars, voru ekki nokkrar? Og vondi kallinn hét Totenkopf! Hversu gott er það??

Jamm og já, og þetta eru ameríkanar að gera á meðan þeir kjósa hálfvita til að stjórna heiminum. Mér finnst að allur heimurinn ætti að fá að kjósa forseta Bandaríkjanna. Þá hefði eitthvað annað komið út úr kosningunum er ég hrædd um.

Góðar stundir.

laugardagur, október 30, 2004

Dauði og djöfull

Hefur einhver annar en ég verið að keyra og blikkað ljóslausan bíl, en fattað þegar maður er nýbúinn að því að maður var sjálfur ljóslaus?

Það er súper hallærislegt.

miðvikudagur, október 27, 2004

Fólk áttar sig oftast ekki á því hvað maður er að bera líf sitt auðveldlega á borð fyrir allan heiminn að sjá þegar maður er á netinu. Til dæmis gremst það mömmu minni ofboðslega að nú er bein útsending úr hjónaherberginu á Engi daginn út og inn, því að litla systir mín var að fá WebCam og notar það öllum stundum, og heimilistölvan er einmitt staðsett í svefnherberginu hjá pabba og mömmu.
Svo áttar maður sig auðvitað alls ekkert á hvað það eru miklu fleiri en maður heldur sem lesa þetta rugl sem maður skrifar hérna....

Ég fann mér ungverska stelpu til að kenna mér smá ungversku, a.m.k. halda við því litla sem ég kann. Csütörtöken talalkozunk. (=við hittumst á fimmtudaginn) Í staðinn get ég kannski kennt henni smá íslensku.

Sniðugt á Íslandi.

laugardagur, október 23, 2004

Nú er fokið í flest skjól í snörpum vindhviðum haustsins. Á leið í skólann í vikunni sá ég tvö börn sitjandi úti á gangstétt hérna á Reynimelnum, fyrir framan stórar hrúgur af visnum laufblöðum. Ég hélt þau væru kannski að hjálpa til með haustverkin og setja blöðin í poka, en í staðinn voru þau að leika sér að því að TELJA laufblöðin sem lágu á götunni! "48, 49, Ég er kominn með 50!!" Þetta er svona með mest óspennandi leikjum sem ég hef séð. Krakkarnir eiga nú ekki lengur í nein hús að venda, foreldrar löngu orðnir leiðir á að stjana við börnin sín og annara með trölladeigi og kókoskúlubakstri og henda þeim út í rokið að leika sér við laufblöðin. Sama hvað krakkarnir hafa verið ánægðir með að fá frí úr skólanum fyrstu dagana held ég að jafnvel jafnvel þeir lesblindustu og eineltustu séu farnir að grátbiðja um kennarana og bækurnar sínar aftur.

miðvikudagur, október 20, 2004

Ég er kelling!!

Ég er að leita að síðum um helk á internetinu - og það er til fullt af þeim! Ef einhver vill gerast samkelling eru nokkrar hér: http://www.google.com/search?hl=en&ie=ISO-8859-1&q=crochet

Þetta er nú að verða svolítið sorglegt. Ætli ég eigi eftir að daga uppi sem heklandi og prjónandi bitur piparjónka?

föstudagur, október 15, 2004

Hvað er betra en að hygge sig uppi í sófa með vinum sínum úr Matador þáttunum, Herr Schwann, Maude, Frk Friis, Ulrik, Regitze, Agnes og hinum, með malt og appelsín í glasi. Ekki margt, skal ég segja ykkur. Jacob var að koma frá Danmörku og kom með ekki tvo, heldur þrjá DVD diska með Matador!!! Nú á ég fimm af tólf, sem er næstum því helmingurinn. Svo ef einhver hefur löngun í að sjá þessa gömlu góðu þætti eru þeir lúppandi daginn út og inn á Reynimelnum þessa dagana.

fimmtudagur, október 14, 2004

Ísland - farsældar frón.

Það er margt sem minnir mann á Ísland, en þegar maður er á leiðinni heima frá flugvellinum og kemur inn í Garðabæ/Hafnarfj. og sér ofvöxnu Gunnars mayonnaise dolluna, þá ER maður kominn heim. Líka þegar maður heyrir fólk tala um tap í landsleik og heyrir menn í sjónvarpinu segja, "ja, þetta mark sem við skoruðum var nú mjög gott!".

miðvikudagur, október 06, 2004

"...What a healthy day"

Geta dagar verið heilsusamlegir? Ef svo er var dagurinn í dag fullkomið dæmi bæði fyrir líkama og sál. Ég byrjaði á því að útbúa mér skyr-og ávaxta smoothies (er ekki til eitthvað íslenskt og gott nafn fyrir þennan sniðuga drykk? Komið nú nýyrðasmiðir!), og fór svo í ræktina, þar sem ég hljóp og hjólaði og lyfti eins og en galning, síðan í Árnagarð þar sem ég fór í færeyskutíma og bókmenntafræðitíma og prjónaði næstum heilan vettling á meðan. Færeyskutíminn fór eins og venjulega í brandara Höskuldar um íslenskt og færeyskt mál, og bókmenntafræðin í að hlusta á kenningar löngu dauðra kalla sem ákveða hverjir eru hæfir til að lesa bækur og hverjir ekki*. Eftir skólann labbaði ég mér heim og át restina af fiskibollunum sem ég eldaði í gærkvöldi, og rölti niður í Óperu, þar sem Fjóla og Davíð elskurnar buðu mér á generalprufu á Sweeny Todd, splatteróperu. Þaðan var ég að koma núna, og næ mér ekki niður úr skýjunum, það var svo gaman! Ímyndaðu þér rakara sem drepur fólk í rakarastólnum og lætur líkin síga niður op, þar sem konan á neðri hæðinni bútar þau í sundur og eldar bökur úr þeim... ekki erfitt í mynd eftir t.d. Jean-Pierre Jeunet (Delicatessen) en aðeins furðulegra í óperu.... blóð, sprengingar, morð...og sungið um það alltsaman!

Já,

(róaðu þig niður Svanhvít)

En semsagt, dagurinn var nærandi bæði fyrir líkama og sál, og ég vona að ég nái fleiri svona dögum í mánuðinum sem er bara rétt að byrja.

(*Nördainnskot: ég vissi ekki að það væru til svona margar tegundir af lesendum, en það er eins og allir sem búa sér til bókmenntateoríu verði að búa sér til lesanda. Þannig hef ég lært um innbyggða lesandann (það eru reyndar til tveir), víðsýna lesandann (sem er ofboðslega menntaður í bókmenntafræðiteoríum), ofurlesandann (hann skilur öll tákn og myndir í textanum sem hann les, fullkomni lesandinn (vinur ofurlesandans) og svo er það lesandinn af holdi og blóði, s.s. ég, en jafnvel hann klofnar í fleiri en einn lesanda, (þetta skildi ég ekki alveg) lesandinn sem les er ekki sá sami og sá sem leggur frá sér bókina og stendur upp. Vill einhver gáfumaðurinn skýra þetta fyrir mér?(sem minnir mig á það, við ljóskurnar, Sigga, Sigurrós og ég erum víst ekki vel liðnar af bókmenntafræðinemunum sem sitja kúrsinn, því okkur varð það á að spyrja um það sem við skildum ekki, og það hneykslaði víst einhverja.... mér þætti gaman að sjá þá í hljóðkefisfræðitíma))

mánudagur, október 04, 2004

föstudagur, október 01, 2004

Hvað er það sem r´ettlætir það að þeir sem guðirnir elska deyi ungir? Getur einhver sagt m´er hvers konar guð það er sem tekur 17 ´ara str´ak burt fr´a fjölskyldu sinni og vinum? Maður reynir að hugsa j´akvætt en það er bara ekkert hægt að segja, það er ekkert j´akvætt við þetta. Elsku litli br´oðir minn er b´uinn að missa besta vin sinn sem hann hefur þekkt fr´a þv´i þeir voru litlir, þetta er fyrir honum alveg eins og ef Ella hefði d´aið ´i gær fyrir m'er.
Er eitthvað hægt að segja?

miðvikudagur, september 29, 2004

"Það er bara mjög gaman að ríða honum"

Greinilegt að einhverjir fréttamenn Ríkissjónvarpsins eru orðnir leiðir á að fjalla ekki um annað en kennaraverkfall, ég er að hlusta á fréttirnar í Sjónvarpinu rétt í þessu, og núna er verið að tala við eigendur stærsta hests á Íslandi. Þeir eru að vonum ánægðir með gripinn og lét konan sem á hann m.a. ofangrein ummæli falla. Þessi frétt tók svona 3 mínútur af fréttatímanum. Þetta sér maður held ég ekki í fréttatímum ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í öðrum löndum. En það er gott, það er þá ekki neitt slæmt að gerast á meðan...

p.s. Sá auglýst Low Carb súkkulaðikrem - á hvaða köku? Mér skildist að ef maður væri á low carb diet væru allar kökur á abbsölútt bannlista. Eða er þetta kannski svona eins og að fá sér hamborgara, franskar og kokkteilsósu og friða samviskuna með því að fá sér Diet Coke?

þriðjudagur, september 28, 2004

Klaufalegt
Tveir menn hafa líklega misst andlitið allvel oní kaffibollann ef þeir lásu Fréttablaðið i morgun, en það eru þeir Páll Baldvin Baldvinsson og Ari Páll Kristinsson (málfræðingur). Á bls 20 er þeim, sem og öllum öðrum tilkynnt það að þeir séu látnir, þ.e. nöfn þeirra standa undir dálkinum Andlát. Fyrir neðan kemur þó i ljos að þeir eru langtífrá dauðir, heldur er annar 51 árs i dag og hinn 44 ára. Það hlytur þó að vera svona smá sjokk að lesa nafnið sitt i andlátstilkynningunum, sér i lagi a afmælisdaginn.

Þetta minnir mig a stelpu sem eg þekki sem lenti i því fyrir nokkru að missa afa sinn, og skrifaði um hann minningargrein eins og tíðkast. Greinin birtist aldrei hjá afanum, heldur hja einhverjum allt öðrum gömlum manni! Það var svosem í lagi fyrir hana þegar hun loksins komst að þessu, en ólikt verra fyrir aðstandendur hins gamla mannsins, að sjá grein eftir eitthvað barnabarn sem enginn hefur séð eða heyrt um....! Óþægilegt svona á dánarbeðinu...

föstudagur, september 24, 2004Bíllausi dagurinn var í gær. Hmm... Ég haf›i ekki snert á bílnum mínum í heila viku, og svo flennan blessa›a dag flurfti ég hann meira en nokkru sinni, til a› skutlast út um allan bæ, ná í systur og flytja kassa... mér lei› eins og glæpamanni flegar ég snigla›ist í kringum fijó›arbókhlö›una í hasti á bensínháknum, leitandi a› stæ›i, vitandi a› ég var a› menga litlu birkihríslurnar kringum Hlö›una og gó›ri lei› me› a› gefa gæsunum lungnakrabba. (ekki fla› a› flær mengi ekki háskólasvæ›i› me› öllum skítnum... sammála?). En fla› lifna›i yfir mér í morgun flegar ég las a› fla› hef›i nú veri› óvenju lítil flátttaka í bíllausa deginum, fla› ger›i mig ekki seka, heldur frekar me›seka, en fla› besta var a› Magda (sú pólska sem ég b‡ me›) keypti sér bíl á bíllausa daginn! fiá lei› mér nú betur, ég var› a› smáglæpamanni í samanbur›i vi› fla›, ég meina hver kaupir bíl á bíllausa daginn? Annars ver› ég a› gefa skít í flessa evrópsku samgönguviku, flví fla› er bara erfitt, lei›inlegt og d‡rt a› fer›ast me› strætó í Reykjavík. Ég vildi a› ég gæti sagst vera á móti einkabílismanum í Reykjavík, en eins og er er kerfi› ekki fla› gott a› hægt sé a› stóla á fla›. Vonum a› fla› n‡ja ver›i betra. A›alástæ›an fyrir flví a› ég er a› fetta fingur út í Strætó akkúrat núna er a› í fyrradag, í mi›ri samgönguviku, voru Benni og Magda a› fara a› taka strætó, og bi›u í sk‡linu hér fyrir utan húsi›, og hann í hjólastól. Strætó kom.... og strætó bruna›i framhjá vi›stö›ulaust! Og konan sem keyr›i var a› tala í símann. Ég hringdi upp í Strætó og fla› var frekar stressa›ur ma›ur sem sag›ist myndu “eiga or›asta› vi› vi›komandi vagnstjóra” en hann var öskurei›ur yfir flví a› hún hafi veri› a› tala í símann. Ég var a›allega öskurei› yfir flví a› hún hafi ekki nennt a› taka hjólastólinn me›. Hennar svar, flegar kallinn tala›i vi› hana, var a› hún hélt a› flau ætlu›u ekki upp í, væru bara á göngu... fla› er skrítin ganga, a› standa kjurr inni í strætósk‡li!
Mér finnst fla› svona grundvallaratri›i fyrir flví a› ma›ur geti teki› strætó a› strætó stoppi fyrir manni, ekki satt?

Ég er gengin í vö›vaklúbbinn. Nú eru öll vígi fallin, flví Svanhvít er farin a› stunda gymmi› (hvernig í xxxx skrifar ma›ur fletta á “íslensku”?). fietta er nú reyndar bara háskólaleikfimishúsi›, engin brjálu› vö›vabúnt flar, sem betur fer, en fletta er samt svolíti› skr‡ti›, fla› eina sem ég veit er a› fla› er gott a› fara í saununa á eftir. Mér er sagt a› fletta sé besta sauna á Íslandi...

fimmtudagur, september 16, 2004

Þegar ég vaknaði í morgun eftir svefnlitla nótt í risherberginu mínu og gekk inn á baðherbergi áttaði ég mig á tveimur hlutum. Að ég hafði gleymt að setja niður klósettsetuna í gær, og að það var komið haust. Oní klósettinu, beint fyrir neðan gluggann var eitt stórt laufblað, af ösp ef mér skjöplast ekki. Herbergið mitt var líka fullt af laufblöðum sem höfðu fokið inn um gluggana. Jakob, sá danski sem deilir með mér risinu gat ekkert sofið í nótt fyrir veðurofsanum. Hann sagði að svona veður í Danmörku væri kallað fellibylur... Ég sagði honum bara að bíða eftir vetrinum, þá fengi hann að sjá alvöru veður.

Annars er búið að vera notalegt að sitja uppí sófa með teppi og te og prjóna lopapeysu svona síðustu daga, og horfa á ALLAN Lansann (Riget) sem Jakob á á DVD. Ekki leiðinlegt, en svo man ég stundum eftir því að ég er í skóla og þarf víst einstöku sinnum að læra líka, en það er nú allt í lágmarki hjá mér eins og er, það er bara svo miklu skemmtilegra að gera ekki neitt, er það ekki?

Nú er ég á leiðinni í grillveislu með fólkinu úr vinnunni í sumar... já, í þessu veðri.. það er kosturinn við að vinna í gróðurhúsi.. þar er hægt að vera í öllum veðrum. Það verður notalegt að naga á kótilettu á meðan regnið bylur á glerveggjunum. Jó étvágyot... bon appetit!

sunnudagur, september 05, 2004

Urrrrrr... Ég er að skrifa á iMac. Ég á eftir að nota þennan iMac í vetur, því hann er eina tölvan í nýja húsinu mínu. iMac er leiðinlegur og leyfir mér ekki að gera at-merki. HRRRMMPPPF. Húsið er ekki leiðinlegt. Húsið er gott. Sá sem vill gefa mér eða selja mér kjölturakka (laptop) ódýrt er líka góður. Benni er góður. Ís er góður. Mig langar í ís. Hjá Óla Frímanns. Óli Frímanns er góður?? Verður bara að vera það.


Skólinn byrjar á morgun. Ef nýja stundataflan mín verður eins og ég vil hafa hana er ég ekkert í skólanum á þriðjudögum og föstudögum... er það ekki eitthvað grunsamlegt...?

Það er gaman í IKEA. Ég mæli með góðum túr í IKEA á rigningardegi. Þar er alltaf hægt að finna eitthvað litríkt og skemmtilegt til að lífga upp á húsið sitt. Ég keypti teppi, handklæði, mæliskeiðar, mottu, rúmföt, geisladiskastand og glös í IKEA. Mest af því var rautt, Magda segir að ég kaupi rauða hluti af því að ég sé full af orku... ætli það sé ekki bara rétt hjá henni, ég er bara ansi orkumikil þessa dagana. Sem er eins gott þegar maður er að læra að skipta um bleyjur og baða og mata í fyrsta sinn einhvern sem er eldri en 2 ára.

Kveðjur af Reynimelnum, og verið velkomin í heimsókn, (nr 58, það stendur Benidikt H. Bjarnason á bjöllunni) ég á glös, og oftast eitthvað í þau líka :)

miðvikudagur, september 01, 2004

Jó napot kívanok. Hogy vagy? Én jó vagyok, köszönöm. Most Islandon vagyok, de vasárnap Budapesten voltok. Esik az esö islandon.

Verið þið sæl, nú er ég komin heim frá landinu unga, og þykist aldeilis hafa forframast. Það var vel tekið á móti mér þegar ég steig út úr flugvélinni, vindurinn feykti mér næstum því út af landganginum, og stelpan frá Kaliforníu sem hafði setið við hliðina á mér í vélinni æpti og öskraði, greyið var í sandölum og stuttermabol, og hafði vísast aldrei lent í öðru eins veðri. Aðeins hlýrri móttökur fékk ég frá mömmu þegar ég komst loksins í gegnum tollinn. Það var frábært að koma heim í sveitina og mamma gerði fiskibollur handa mér, uppáhalds mömmumatinn minn. Í dag liggur leiðin í bæinn, og líklega beint á Reynimelinn, þar sem ég mun búa og starfa næstu 5 mánuðina, með dönskum dreng, pólskri stúlku og íslenskum fötluðum dreng sem heitir Benni og við ætlum að aðstoða í vetur. Fyrir þremur mánuðum hefði ég ekki trúað því hefði einhver sagt mér að eitthvað þessu líkt myndi gerast... en skjótt skipast veður í lofti eins og sagt er, og þess vegna er ég að fara að flytja í dag, í 3 sinn á einu ári.. Kvisthagi, Ásvallagata, Kvisthagi, Reynimelur. (Og ef ég tek Ungverjaland með er það 4 sinnum.)

Ég hlakka til að hitta ykkur öll og djamma með ykkur, ég er laus um næstu helgi ef einhver býður sig fram, en líklega á það eftir að vera erfitt fyrir mig að kaupa bjór fullu verði á bar í Reykjavík, eftir að hafa borgað ca 70 kall fyrir bjór í heilan mánuð. Vinkona mín Iveta frá Slóvakíu er núna örugglega að drekka bjór fyrir 20 kall en það kostar bjórinn á þessum árstíma í bænum hennar.. hún trúði ekki að nokkur maður gæti keypt sér vín á Íslandi, hún sagði að fjölskyldan hennar gæti keypt mat fyrir heila viku fyrir þennan pening..

Ojá, svo byrjar skólinn á mánudaginn, það verður ekki leiðinlegt, því kúrsarnir sem ég ætla í eru allir frekar spennandi, Færeyska og íslenska, Latína f. byrjendur, Spænsk málnotkun og spænsk málfræði og Straumar og stefnur í bókmenntafræði (sem er samt víst kúrs dauðans). Svo verð ég að finna mér nýjan kór, ég þarf að kanna fleiri áður en ég kem mér fyrir, hvernig væri að prófa Langholtið núna?

En ekki hika við að hafa samband ef ÞÚ vilt hitta mig um helgina, ég er til....

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

(hér er póstur sem ég sendi á fjölskylduna, datt í hug ad henda honum hér inn líka:)

Hae hae!

Gott ad vita ad tad er líka heitt hjá ykkur á Íslandi, tví hitinn hérna er ad drepa
mig. En ég er líka ordin brúnni en nokkru sinni fyrr. Tid eigid ekki eftir
ad tekkja mig!
Annars er allt mjög fínt ad frétta hédan, ég eydi ekki krónu tví allir vinir mínir sem eru frá austurevrópu eiga engan pening og finnst allt svo dyrt hér, svo tad er ótaegilegt ad vera sá eini sem hefur efni á ad faraút ad borda, til daemis. Tad eru fyrirlestrar á hverjum degi eftir hádegien enginn fer á tá, (stundum 1-2) tví tad er svo margt annad ad gera. Isídustu viku fór ég á kajak og vid vorum naestum búin ad drepa okkur,óafvitandi... allavegana sagdi kallinn sem leigdi okkur kajakinn (100kr/klst) tad. En tad var aedislega gaman tó áin Tisza sé ógedslega skítug.Í gaer fórum vid í sund, eiginlega allur hópurinn, og tad var mjög heitt,svo flestir brunnu eitthvad, en ekki ég, ég er ordin svo brún, hehe.Maturinn á gistiheimilinu verdur alltaf verri og verri med hverjumdeginum, allt er djúpsteikt og frekar sveitt. Vid erum farin ad öskra á ferskt salat og hrísgrjón. A.m.k. er skrítid ad setjast nidur í 27 stigahita og borda gúllas og heita graenmetiskássu á hverjum degi. Vid vöknum á morgnana vid hanagal, og hér er líka hundur og köttur, og risastór blár páfagaukur. Stundum heyrum vid líka í svínum inn um gluggann, ég veit ekkihvar tau eru geymd...Nú langar mig t.d. ekkert ad fara ad borda tunga heita máltíd (ég veit adí kvöld fáum vid graskersstöppu...) svo ég er ad spá í ad bjóda Ivetu vinkonu minni frá Slóvakíu upp á pizzu, vona ad hún samtykki tad.

Tad er eins gott ad Tómas vinur minn talar ungversku (mamma hans er ungversk) ég get notad hann sem túlk, tví ENGINN talar ensku hérna, ekki einu sinni fólk á mínum aldri. Og fólk klaedir sig svofurdulega hérna, konurnar eru allar í tröngum stuttum flegnum kjólum medbrjóstin upp um allt og fólk er ekkert hraett vid ad syna ástaratlot úti ámidri götu. Tetta er víst eitthvad sérstakt vid Ungverjaland, t.d. er fólk ekki mjög trúad hér, tó tad sé fullt af kirkjum, ekki eins og er t.d. í fyrrverandi Tékkóslóvakíu..Ég kann eitt ord í slóvak/tékknesku: zmrzlina. Tad tydir ís. Og ungverskan er alltaf ad verda betri og betri, tó ég geti ekki skilid fólk úti á götu,bara ord og ord. En tad kemur, haegt og sígandi, svo tegar ég fer verd ég fyrst farin ad sjá árangur. Ég bid ykkur ad afsaka íslenskuna mína, ég hef ekki getad talad íslensku vid neinn, flestir hérna hafa einhvern til ad spjalla vid á sínu tungumáli, en ekki ég og svissneska stelpan. Á morgun aetlum vid öll ad grilla rétt fyrir utan Szeged, tetta er svona útivistarstadur hjá litlu vatni tad sem madur borgar 200 forintur til adkomast inn (c.a. 75 kr :) og svo getur madur grillad og synt í vatninu ofl. Tad verdur örugglega gaman. Svo er tjódhátídardagur Ungverja á föstudaginn og tá förum vid líka útfyrir Szeged í einhvern lítinn bae tar sem eitthvad verdur ad gerast.

Ps. Gudbjört, tú spurdir hvernig madur á ad segja Szeged, tad er mjög einfalt, Sz er borid fram eins og venjulegt, og restin er eins og í íslensku. En tad sem ruglar mig er ad A er borid fram eins og O, og Á er borid fram eins og A.

En nú verd ég ad standa upp ádur en ég límist föst vid stólinn af svita.... (púff)

Bestu kvedjur..


Svanhvít

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Sael og blessud öllsömul.


Ég er á internetcafé hér i Szeged, tad er ógedslega heitt og i gaer fékk ég vott af sólsting held ég, allavegana hausverk og ógledi! Ég er búin ad laera smá ungversku, og tad baetist hratt vid.. eg verd altalandi tegar eg kem heim, nei, annars, tetta er VIRKILEGA erfitt tungumál. Hvernig haldid tid ad teir segi "skál". Tad er ekkert einsatkvaedisord, tad er: "egedszségedrem". Tetta er núna uppáhaldsordid mitt i ungversku.


Eg er i herbergi med tveimur stelpum frá Slóvakiu,Vladimiru og Catarinu og tad búa allir á sama gistiheimilinu, svo tad er svolitill svona campus filingur. Tad eru lika nokkrir frá Japan, nokkrir Skandinavar, Tjódverji, Svisslendingur, einn frá Mexikó og svo adallega tekkar og slóvakar og pólverjar. Ég laet fólk bara kalla mig Lilju hérna, ég legg tad ekki á fólk ad segja Svanhvit...Tad er rosalega mikill skóli, frá 9-17.30, med hléum audvitad. Tad eru timar á morgnana til 1230, svo matarhlé til 14, tá er fyrirlestur á ensku um eitthvad sem tengist ungverjal. svo er language practise, tá hjálpar ungverskur háskólanemi okkur med tad sem vid laerdum um morguninn. tetta er meira og minna tad sem vid gerum, og bordum svo inn a milli. Tad er finn matur herna en svolitid mikid af tungum mat, tad er skritid ad borda svona tungar máltidir tvisvar á dag! I dag var langur fyrirlestur um tjódflutninga og tjódfélagshópa i mid-evrópu, og slóvakarnir og tékkarnir fóru ad rifast vid kennarann um skilgreiningar á landamaerum osfrv. Tad var áhugavert, en ekkert sérstaklega skemmtilegt..


Szeged er falleg borg, og tó hún sé mjög gömul hefur húsunum verid rústad svo oft ad tad eru eiginlega engin gömul hús herna, lika út af flódinu sem var 1879, og hér er alltaf talad um fyrir og eftir flód, tad er adal timamaelikvardinn. Sum húsin minna svolitid á Gaudi húsin i Barcelona, svona art deco eda hvad sem tad heitir.

Jaeja, kvedja frá Szeged,Lilja

föstudagur, júlí 30, 2004

Ekki leiðinlegt:

Budapest The Week Starting Fri Jul 30 2004

Friday Heavy rain Min 17C Max 22C

Saturday Light rain Min 17C Max 26C

Sunday Sunny Min 19C Max 27C

Monday Sunny Min 19C Max 29C

Tuesday Sunny Min 19C Max 29C

Hmm já, og hvenær kem ég til Búdapest, jú laugardagskvöld... svo virðist mér að það eigi að vera sól restina af mánuðinum... eða er það ekki annars?

Ég kveð, með síðasta bloggi mínu frá Íslandi í bili, læt svo heyra frá mér í landi hinna ungu verja. Bless bless, og gleðilega verslunarmannahelgi. Ekki nauðga!

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Ég ætla að stelast til að skrifa smá á meðan ég er að láta renna í bað.
Það er að koma að því. Eftir nokkra daga (laugardar) fer ég í sólina í Szeged, sem einnig hefur verið nefnd "The sunny city" af því þar eru uþb. 2100 sólskinsstundir á ári. Til gamans má nefna að í Reykjavík eru þær oft um hundrað. Reyndar finnst sumum að ég hafi fengið nóg af sól í bili, a.m.k. kemur fólk að mér og segir ýmist: "mikið rosalega ertu sólbrennd" eða "mikið rosalega ertu orðin brún".  Mér líkar nú betur að heyra það síðarnefnda, því ég er brúnni í sumar en ég hef nokkru sinni verið, þó brúnkan sú einskorðist við andlit handleggi, axlir og háls. Úr þessu verður ráðið í Ungverjalandi, þar sem ég verð líklega að ganga nakin nema í síðerma magabol og blæju til að jafna út litinn.

En ég hvet alla þá sem vilja að ég kaupi eitthvað fyrir sig í Ungverjalandi, (t.d. papriku eða salami,) eða þá sem vita um eitthvað í Ungverjalandi sem er alveg ómissandi að sjá, tja, líka þá sem gætu átt í fórum sínum ungverskar forintur sem safna ryki, eða bara þá sem vilja kveðja mig áður en ég fer burt í heilan mánuð (löng setning) til að hringja í mig eða skilja eftir skilaboð hér fyrir neðan.

Adios... baðið bíður.

sunnudagur, júlí 11, 2004

Já, svefnpokinn minn týndist í fluginu, það var viðbjóðsleg rigning og drulla allan tímann, vindsængin okkar var ónýt, David Bowie spilaði ekki og Slipknot spilaði í staðinn, ... það voru sterk öfl sem reyndu að skemma fyrir okkur Roskildeferðina, en það tókst ekki, því við skemmtum okkur bara konunglega. Ja, það er að segja ef kóngar sofa á jörðinni í skítakulda og teipa plastpoka á lappirnar á sér áður en þeir vaða út í hnéháa drulluna og drekka bara meiri bjór til að gleyma þjáningunum. Ég myndi amk alveg vilja hafa svoleiðis kóng. Ég held það sé öllum Íslendingum hollt að fara á Hróarskelduhátíð, sérstaklega í svona drullu og bleytu. Við þolum svo lítið, megum ekki kólna, þá setjum við alla ofna á fullt og skríðum undir dúnsæng, þrífum allt hátt og lágt og verðum þess vegna veik þegar við förum til útlanda þar sem hreinlætið er ekki svona öfgakennt, og við teljum það sjálfsagt mál að hafa alltaf rennandi vatn í nokkurra metra fjarlægð. Það var vissulega erfitt að fara ekki í sturtu í heila viku, en við komumst þó alltaf í ótakmarkað rennandi vatn (ef við nenntum að bíða í korters röð) og við áttum alltaf nógan pening til að fá okkur að borða (þó við þyrftum að vaða drullu í hálftíma til að komast í mat). Það eru margar milljónir manna sem hafa ekki einu sinni það.

Við hristum þó stundum hausinn á meðan við vorum þarna yfir því að við værum að BORGA fyrir þetta! Sérstaklega þegar maður vaknaði á nóttunni af kulda, fór í ÖLL fötin sín og skalf samt. Það var nú reyndar bara ég, því ég var með hörmungar svefnpoka. Og þá er komið að svefnpoka sögunni.

Það var nefnilega þannig að um nóttina þegar við komum á Kastrup og fórum að ná í farangurinn okkar þá fannst glænýi rándýri hagkaupssvefnpokinn minn (1.995 kr) bara alls ekki. Þar sem við vorum öll þreytt og langaði til að koma okkur á hátíðina sem fyrst var þetta nú ekki það skemmtilegasta til að lenda í, svo eftir að hafa gert skýrslu eins og lög gera ráð fyrir, þá fórum við að horfa löngunaraugum á fjólubláan svefnpoka sem fór hring eftir hring á bandinu. Allir aðrir úr fluginu voru farnir, og við búin að missa af flestum lestum til Roskilde. Þannig að það endaði þannig að við hentum pokanum á farangursgrindina og forðuðum okkur.
Þegar ég svo skreið upp í pokann seint um nóttina fannst mér hann heldur þunnur, og þó ég sé nú ekki löng, þá var hann þó heldur stuttur, jafnvel fyrir mig.
Þetta var greinilega barnasvefnpoki.
Ég hafði stolið svefnpoka af barni!

Það var skrýtin tilfinning, og samviskubitið nagaði mig á hverri nóttu. En ég var himinlifandi að finna gám sem tók við notuðum svefnpokum, til að hægt sé að ´gefa þá fátæku fólki. Það friðaði samviskuna pínulítið að henda pokanum í gáminn síðasta daginn.
En ég vorkenni aumingjans barninu sem fær þennan ömurlega svefnpoka!

Nú er ég heima í sveitinni, búin að baka rabbarbarapæ og skyrtertu og elda bleikju sem pabbi veiddi. í kvöld er sumarhátið í Laugarási, þar verður dansað í kringum maístöng, grillað, stígvélakast, vatnsblöðruslagur, pokahlaup, brenna... Gaman gaman.

sunnudagur, júní 27, 2004

Jæja, eftir langa og erfiða viku ætla ég að leggja af stað á Kelduna, og skemmta mér vel. Ég er búin að sauma Roskildebuxurnar 2004, úr skræpóttu bútasaumsefni, og í kvöld ætla ég að sauma bjórpoka, þ.e. poka sem passa akkúrat fyrir einn bjór til að hafa um hálsinn. Hér eru hljómsveitirnar sem ég ætla að sjá.

ÉG fór einmitt í Sorpu í fyrradag með flöskur, þar fann ég gamalkunna lykt, og hugsaði mér gott til glóðarinnar, blanda af ónýtum matarleifum, gömlum bjór, mannasaur og súru hlandi kallar á mig aftur. Ég hlakka til að vera skítugur skandinavi í eina viku!

Hej hej, Svanhvít

miðvikudagur, júní 23, 2004

Það sökkar að vera dömpað.

Þetta átti að vera besta sumar í heimi.

Hef ekki orku í að blogga.

miðvikudagur, júní 09, 2004

Sumarást

Nú er sumar og ég hef ekki farið í tölvuna í viku, svo ekki búast við miklu bloggi frá mér. Aftur á móti býð ég alla velkomna að heilsa upp á mig í vinnuna, gróðrarstöðina Storð, Dalvegi 30. Þar er ég alla daga í júní (þar til ég fer út) nema á föstudaginn og 17. júní. Á föstudaginn ætla ég að vera túristi í Reykjavík, labba um bæinn, ég hef heyrt að þar verði allt fullt af vitleysingum að spila á hljóðfæri og fremja gjörninga, en svo vill til að ég þekki einn af þessum vitleysingum frekar náið, og ætla að fara að sjá hvort hann sé ekki að vinna fyrir peningunum sínum (Reykjavíkurborgar) með nægum fíflalátum. Svo ef einhver vill hitta mig niðri í bæ á föstudaginn er það velkomið, og eins gott að grípa tækifærið, því það verða ekki margir svona dagar hjá mér.

Sumarbrennslan er byrjuð á fullu hjá mér. Ekki að ég sé að brenna fitu, ónei að það væri svo gott. Nei, það er blessuð sólin sem elskar allt sem er byrjuð árlega brúnkumeðferð á mér. Hún virkar svoleiðis að fyrst brenn ég, venjulega á höndum, öxlum og í andliti, svo ég lít alltaf út fyrir að vera nýkomin úr maraþonhlaupi, ég er svo rauð í framan, og því fylgir auðvitað alls kyns sólarolíu og aftersun klístur. Hárið fer líka að lýsast. Þegar ég er búin að vera eldrauð verð ég bara svona skemmtilega bleik, en fæ þó alltaf fleiri og fleiri freknur,(sem ég get alveg lifað við í dag, en man þegar ég reyndi einu sinni að skrapa þær af með sandpappír, það var búið að segja mér að það myndi ekki virka, en ég hélt það sakaði ekki að prófa. Það sakaði.) Í lok sumars er ég orðin það sem fólk kallar "útitekin", þ.e. bleik í framan með fullt af freknum og skjannahvítt hár með stuttermabolafar og ágætis framhandleggsvöðva eftir bakka- og pottaflutninga. Ég verð eiginlega á litinn eins og svona skólajógúrt með jarðarberjum og súkkulaði, ef það hjálpar einhverjum..

Jæja, meira aftersun.

Svanrauð

laugardagur, maí 29, 2004

Ég er komin heim. Góð ferð, og ferðasöguna má lesa á flestum bloggunum undir liðnum Slóveníufarar Hér er eitt málfræðinördakviss sem mér finns ÓGEÐSLEGA fyndið.. colorless green ideas sleep furiously...tíhí

Phonetics
PHONETICS: You are phonetics!! You are obsessed
with the stuff that flies from your mouth while
producing the voiced velar fricative!!


What's Your Linguistic Sub-Discipline?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, maí 18, 2004

Núna eru bara 4 tímar í að ég þurfi að vakna og koma mér af stað til útlanda. Það er samt meira en að segja það að ætla að fara að sofa vitandi að nokkrum klukkutímum seinna verður maður í 10.000 feta hæð að fljúga yfir Atlantshafið..

Mig er farið að gruna að sumir séu soldiðpínkusmá abbó, og þá út af slóvanska karlpeningnum. Og ekki að ástæðulausu, hérna fann ég nokkra (ýttu á "Free search"), kannski ég reyni að mæla mér mót við einhvern. Líst ansi vel á þennan Dark Mediterranean - Trenta..

En nú er ég farin að reyna að festa svefn, þeim sem vildu öfunda mig er bent á þessa síðu þar sem er hægt að lesa um ferðir Háskólakórsins næstu vikuna.

Hasta la vista - Svanhvít


mánudagur, maí 17, 2004

Vei vei!

Arts-inclined
You are Barbouille! You are visually inventive.
When you're creating new things, sometimes you
forget to eat. Intense!


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

Þar sem þetta er 100 pósturinn minn á þessu bloggi hef ég ákveðið að gefa þeim sem kemur með 100asta kommentið hér fyrir neðan eintak af hinum sérslóvenska HUMAN FISH sem ég hef ákveðið að smygla inn í landið.

Ég hef auðvitað ekki gefið mér tíma til að blogga lengi, ég hef verið of upptekin við að vera búin í prófum... það tekur sko tíma!

Á föstudaginn fór ég til ömmu (dönsku) og hún var búin að setja upp danska fánann og kaupa dönsku brúðkaupstertuna, svo horfðum við á brúðkaupið og skáluðum þegar turtildúfurnar settu upp hringana. Og þegar presturinn lýsti þau hjón. Og þegar þau kysstust. Það var gaman.

Síðan er ég búin að fara á Njáluslóðir, júróvisionpartí í blokkinni sem afi og amma áttu heima í þegar ég var pínkupons, fara á Felix og Hressó og brjóta gleraugun mín, týna treflinum mínum og eignast bíl (meira um það síðar), baka ofaní heilan kór, fara á aðalfund með kór og og og og... og á morgun ætla ég í klippingu.

Nú hlýtur búðarlokan að fara að koma heim úr vinnunni..

þriðjudagur, maí 11, 2004

Reiðiblogg

Ég fór í próf í gær. Það var alltof langt og erfitt, og fyrir utan það voru tvær spurningar úr köflunum í bókinni sem við áttum að sleppa! Flestar spurningar voru svo úr efni sem kennarinn hafði aldrei minnst á í tímum. Margir náðu bara að gera 2/3 af prófinu. Og í dag fengum við þetta skeyti frá kennaranum:

Af viðbrögðum að dæma virðist prófverkefnið hafa verið í lengra lagi. Ég skal reyna
að hafa það í huga við yfirferð.

Kveðjur

Kristján


Þetta er nú bara nákvæmlega það sem við héldum að myndi gerast, og hér vitna ég í Tótu í örvæntingarfullan tölvupóst sem ég fékk frá henni 8. maí, þ.e. 2 dögum FYRIR próf. Tóta, ég vona að það sé í lagi (ég efast um að hr. Kristján lesi bloggið mitt):

„Hins vegar hef ég lúmskan grun um að allir komi til með að fá
ágætiseinkunn sama hvernig þeim gengur. Prófið á nefnilega eftir að koma
illa út og það lítur illa út fyrir Kristján sem á eftir að hækka alla um
tvo heila svo það fattist ekki að hann er ekki búinn að kenna okkur rass.“

Mér sýnist að þetta sé það sem er að fara að gerast...


mánudagur, maí 10, 2004

Varúð! Prófablogg!

Löngu tímabær listi yfir kórlimi er kominn á síðuna. Um að gera að nýta tímann þegar maður á að vera að læra undir próf í eitthvað áríðandi. Ég er að fara í próf á eftir (Íslensk hljóðfræði og hljóðkerfisfræði) og get bara ekki fengið af mér að læra meira. Í gær lærði ég margt skemmtilegt annað en að læra, fór í sund í góða veðrinu, sat úti í sólbaði, hékk í tölvunni ca hálfan daginn og um kvöldið elduðum við Steini kindafille með rósmarín og svörtum pipar og kartöflum og rjómapiparsósu handa mömmu hans á mæðradaginn. Það var mjög ljúft og mér tókst alveg að gleyma prófinu. Nú þarf ég bara að horfast í augu við það í 2 klst. og get svo farið að læra fyrir það síðasta, og svo á í Vissuferð með íslenskunni á Njáluslóðir og svo til Ítalíu og Slóveníu!
[ieg vilti að það vai:ri haixt að ljouðrita au blogger, þau vai:ri þesi faistla ötl ljouðrituð]

Prófabloggi lokið

föstudagur, maí 07, 2004

Í dag er NO PANTS DAY. Til hamingju og megið þið vera í sem fæstum buxum.
Ég hef ekki staðið mig sem ofurbloggari síðustu daga, og égskýri það með því að ég hef ekki verið að læra nóg fyrir próf. Nú vænkast þó hagur því að tvö síðustu prófin nálgast og ég á örugglega eftir að lauma inn nokkrum fróðleiksmolum inn á milli, eins og þennan hér að ofan með buxnalausa daginn, sem ég las um hjá kórstúlku nokkurri.

Lesefni mitt þessa dagana er fjölbreytt, því ég er að lesa fyrir hljóðkerfisfræðipróf og miðaldabókmenntapróf, og mig langar að deila agnarögn af því með ykkur. Þetta er brot úr fornaldarsögunni Gríms saga loðinkinna og lýsir tröllkonu nokkurri sem að bjargar lífi Gríms þar sem hann lá í valnum eftir bardaga, en hann er í leit að heitkonu sinni, Lofthænu, sem hafði verið rænt:

„En er hann hafði eigi lengi legit, sá hann, hvar kona gekk, ef svá skyldi kalla. Hún var eigi hærri en sjau vetra gamlar stúlkur, en svá digur, at Grímr hugði, at hann mundi eigi geta feðmt um hana. Hún var langleit ok harðleit, bjúgnefjuð ok baröxluð, svartleit ok svipilkinnuð, fúlleit ok framsnoðin. Svört var hún bæði á hár ok á hörund. [...] Hún var í skörpum skinnstakki. Hann tók eigi lengra en á þjóhnappa hennar á bakit. Harðla ókyssilig þótti honum hún vera, því at hordingullinn hekk ofan fyrir hváftana á henni“

Þessi óskapnaður bað síðan Grím um að kyssa sig, en hann svarar: „Þat má ek engan veg gera, svo fjandsamlega sem mjer lízt á þik“ En hreinskilnin dugaði honum ekki langt, því að hún hótaði honum lífláti annars. Hann þorði auðvitað ekki annað, og var hissa þegar hann kyssti hana, því: „Eigi þótti honum hún svá ill viðkvámu sem hún var hrímuglig at sjá.“ Þá neyddi hún hann til að sofa hjá sér, sem hann og gerði, þó honum væri nú ekki mikið um það.

Það kom svo líka á daginn, að tröllkonan var í álögum og var í alvörunni heitkona Gríms, hún Lofthæna! Til að losa hana úr álögunum þurfti einhver að þiggja af henni líf, kyssa hana og sofa hjá henni.

Af þessu er hægt að draga þann lærdóm að maður á alltaf að láta ljótar konur bjarga lífi sínu ef maður getur. Og að þó þær séu með hor, eigi maður samt að kyssa þær.

Góðar stundir og gleðilegan buxnalausa dag, vinir mínir.

sunnudagur, maí 02, 2004

Ört er skrifað... og á annars kostnað

Í gær sá ég að lítil könguló var búin að gera sér vef á skrifborðinu mínu. Hún fetaði sig fótfrá borðsenda á milli og mér heyrðist hún vera að hlæja að mér. Ég tók þessu sem mjög góðri vísbendingu um að ég þurfi að vera duglegri að læra. A.m.k. við skrifborð. Það er orðið slæmt þegar næðið er orðið það mikið að kóngulær sjá sér hag í að stofna heimili á læriskrifborðinu manns.

Í dag verðu ekki meira bloggað á þessum bæ, ég lofa.

laugardagur, maí 01, 2004

Til að létta lund...

fakir

Í morgun gerði ég svolítið sem mig hefur dreymt um alla ævi. Ég fékk mér Seríjós með jarðarberjum út á. Ég hef horft á myndina utan á serjóspakkanum síðustu tuttugu árin og langað til að prófa, en jarðarber lágu sko ekki á klámbekk í minni sveit. En hér í sollinum er hægt að fá þau fyrir spottprís svo ég keypti mér box í gær til að japla á á meðan ég læsi bókmenntasöguna. Ég átti tvö eftir og setti þau út á serjósið í morgun. Það var ekki eins gott og mig hafði dreymt um. Það var bara frekar súrt. Svona fer oft um drauma mannsins,´maður verður fyrir vonbrigðum þegar maður loksins uppfyllir þá.

Heil og sæl að sinni.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Svanhvít: Ofurljóska í einn dag

(Svanhvít fer til ljósmyndara til að láta taka af sér passamyndir. Konan þarf að taka tvisvar myndir, því Svanhvíti tókst að blikka á annarri. Þegar Svanhvít fær myndirnar í hendurnar sér hún að konan gerir sig tilbúna að henda aukamyndunum tveimur. Hún hugsar að hún gæti nú spurt hvort hún mætti ekki eiga þær, þó þær væru nú ekkert ofboðslega góðar.)
Svanhvít Ofurljóska: Má ég kannski eiga þessar myndir?
Ljósmyndarakona: Ja, við erum nú vön að selja þær.
Svanhvít Ofurljóska: Ha? Til hvers?
Ljósmyndarakona (hissa): Ja... bara til að halda fyrirtækinu gangandi.....þetta eru dýrar filmur og svona...
Svanhvít Ofurljóska: Já en, ég meina, hvað á fólk eiginlega að gera við myndirnar?
Ljósmyndarakona (enn meira hissa): Ha??
Svanhvít Ofurljóska: Já, hver vill svosem kaupa einhverja lélega mynd af mér??
Ljósmyndarakona: Já nei, þú myndir þá kaupa hana....
Svanhvít Ofurljóska: (sekkur í gegnum gólfið af aulaskap sínum)

Ég var í stutta stund farin að ímynda mér menn sem koma og kaupa gamlar passamyndir af fólki og hengir þær upp á vegg í litlu herbergi... Nei Svanhvít, ekki vera svona glær!

Ég held þá bara áfram að blogga eftir fínar hvatningar í síðustu kommentum.. hvort sem ég hef eitthvað um að tala eða ekki..... og hvort sem ég fell á prófunum eða ekki!!!

P.s. ég stytti buxurnar kvöldið fyrir fíluprófið. Ég GAT bara ekki horft á þær svona hræðilega óstyttar. Síðan skammaðist ég mín allt kvöldið fyrir að hafa gert það :) En fílan fór vel, að ég held, "nú þarf ég aldrei aftur að vera í fílu"... eh.. ofnotaður brandari síðasta sólarhringinn..

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Einhver hefur kannski tekið eftir að ég blogga óvenju mikið þessa dagana, á meðan allir aðrir eru svo að segja í bloggpásu. En það er nú bara svo auðvelt að teygja sig í tölvuna og skrifa smá þegar maður á að vera að lesa um gagnrýna hugsun og spillingu tungumálsins. Þetta verður ekki svona slæmt í næstu prófum (ég er lítill heimspekingur), þegar ég byrja að takast á við beygingar-og orðmyndunarfræðina - namminamm. Það er svo ótalmargt sem mig langar að gera núna annað ena að lesa heimspeki, til dæmis að stytta nýju buxurnar mínar, finna flug í Búdapest fyrstu nóttina (fann loksins flug) og klára f**ing lopapeysuna hans Steina. Ég var að skoða síðuna sem ég pantaði flugið á núna áðan, og sá að ég má greinilega ekki prjóna í flugvélinni, hvað þá fá flís! (ég braut þetta nú þegar við fulgum á Roskilde 2002, þar prjónaði ég eins og óð í háloftunum)

En þetta er merkilegur listi:

At the airport – hand luggage

Airport security has increased and there are certain precautions we advise you take to ensure you comply with revised rules and regulations. It is important that you don't pack any of the following items in your hand luggage under any circumstances:s

Toy/replica guns (metal or plastic)

Catapults

Household cutlery

Knives with blades of any length

Razor blade

Tools

Scissors

Tweezers

Hypodermic needles (unless required for medical reasons)

Knitting needles

Darts

Sporting bats

Billboards or pool cues
Á morgun er próf hjá mér í fílunni. Fílan er ævafornt námskeið í heimspekideild sem hefur verið kennt lengur en elstu menn muna og það heitir upprunalega því virðulega nafni Heimspekileg forspjallsvísindi. Nú á ég að vera að læra fyrir fíluna. En í staðinn setti ég orðið "fílan" inn á google og komst að því að fílan er ekki bara fílan, fílan er líka Westlife-meðlimur... og ekki óhuggulegur:

fílan
Shane Filan er mikið gæðablóð. Í frítíma sínumfinnst honum gaman að bjarga munaðarlausum krákuungum og lesa heimspeki.

mánudagur, apríl 26, 2004

Þar sem ég er nú að fara að ferðast til 5 landa í sumar, ætla ég að reyna að setja eigið met í bloggi í öðrum löndum. Hingað til hef ég bara bloggað á Íslandi, þ.e. í Reykjavík og í Biskupstungum, en í sumar ætla ég að reyna að „taka aðeins í tölvu“ í London, Feneyjum, Ljubljana, Kaupmannahöfn, Roskilde, London aftur, Budapest og Szeged. Eða a.m.k. í sem flestum af þessum borgum. Eru einhverjar óskir um blogg til dæmis í Ljubljana? Eða London? Það gæti orðið gaman...

(Ég er að hugsa um að læra ekkert undir próf heldur horfa bara á þetta þar til 13. maí. => badgerbadgerbadger.com)

sunnudagur, apríl 25, 2004

Ég á svo ljóta vini! Að maður tali nú ekki um ljótan kærasta

Mér finnst að öll partí ættu að vera ljótufatapartí! Ragnheiður á þó heiðurinn í að hafa verið í ógeðslega MIKIÐ af ÓGEÐSLEGA ljótum fötum.

Gíslisæti
Gísli Marteinn sýndi enga viðleitni og mætti nakinn í ljótufatapartíið.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Er einhver sem getur reddað mér fari til Ungverjalands í byrjun ágúst? Og aftur til baka í lok ágúst? Köszönöm! (Takk á ungversku) Nei baara, það er svolítið erfitt að finna flug.. en ég kvarta ekki, þetta er það eina sem ég þarf að borga í ferðinni, styrkurinn sér víst um hitt, m.a.s. strætókort!

Ég vinn eins og maur á spítti þessa dagana í Storð (sem ég get ekki linkað á því það er ekki komin heimasíða ennþá. Svei því) Þess vegna er ég öll lurkum lamin og nenni ekki í strætó á aikidoæfingu þegar ég er nýkomin úr 50 mínútna strætóferð.Ungverskuhornið:
Hér eru nokkur mikilvæg orð í ungversku

magas = hávaxinn szép = fallegur beteg = veikur
fiatal = ungur kedves = næs okos = smart

Vagyok = ég er

Svona er hægt að setja saman setningar, t.d. ég er hávaxin/n : Magas vagyok.
Njótið vel.


Sæl að sinni.

Ps.:BOGI SPILAR Á MANDÓLÍN (Þetta er nú möst)

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Líf eftir bíl. 1. þáttur.

Ég fékk mér strætókortið hið gula í gær. Það er stórt skref. Þar með er ég búin að játa það að bíllinn er farinn og kemur ekki aftur

(reyndar er hann núna líklega orðinn að litlum járnkubbi sem pabbi segir að sé sendur með skipi til Nýja-Sjálands eða whatnot. En ég vil helst ekki hugsa um það).

Eitt get ég þó ekki gert ennþá, og það er að taka bíllykilinn af lyklakippunni. Það er laaangt í það.

(ég tók 7 strætóa í gær og 6 í dag. Á einhver bíl til að gefa mér?)

En ég fæ ekkert voðalega mikla vorkunn því ég yrði ekki mikið á landinu í sumar til að keyra bíl hvort eð er hefði ég einn slíkan!

Og já, þetta er skólinn sem ég ætla verð víst í allan ágústmánuð. Hann er í borginni Szeged sem ég kann ekki einu sinni að bera fram.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Óráðsíublogg

"Az adatokat folyamatosan töltjük fel, az esetleges hibák, hiányosságok megszűntetéséig szíves türelmüket kérjük!" - eftir sumarið get ég kannski sagt ykkur hvað þetta þýðir!

Hver hefði trúað þessu! Svanhvít er á leiðinni til UNGVERJALANDS

Tja, ég var bara að kíkja á póstinn minn áðan og sá þennan líka fína póst:

"Stirkir til Ungversku í Ungverjalandi.

Okkur í Félagi Ísland Ungverjaland höfum mikla ánægju af að tilkynna þér að þú hefur
verið valin úr hópi umsækjanda sem styrkþegi sumarið 2004 til að fara til
Ungverjalands."


Það borgar sig að lesa moggann... þar er alltaf verið að auglýsa eftir umsækjendum um styrki, maður sækir um, og svo fær maður styrk eða maður fær hann ekki... og í þetta skipti fékk ég hann! Nú er bara að finna skóla og ákveða hvort ég ætla að vera í 2 eða 4 vikur (all expenses paid+vasapeningur, ég þarf að borga flug). hvað á ég að gera. Ef ég fer í 4 vikur missi ég af brúðkaupinu hennar Fjólu, sem er hræðilegt, en ef ég er í 2 vikur læri ég nú ekki neitt voðalega mikið. Hjálpið mér nú!

En eitt er á hreinu, ég ætla að fara, og enginn getur stoppað mig.

Áfangastaðir mínir utanlands í sumar eru ss:

Slóvenía 19.-26.maí
Danmörk 28. júní -5 júlí
Ungverjaland x. ágúst -x- ágúst

=(Engir peningar í lok sumars + mögnuð lífsreynsla)

Stundum er gaman að lifa.


fimmtudagur, apríl 08, 2004

Ég vil þakka öllum hlý orð í garð Toyotunnar. Ég fékk kökk í hálsinn og táraðist við lesturinn. Þessa dagana er helst í fréttum að ég er á leiðinni á hátíð sem kennd er við Hróarskeldu. Með í för verður minn ektamaki, Grumpy old men og Þura. Skiljið eftir ykkur línu ef þið eruð fleiri þarna úti sem ætlið!!

[reiðiblogg hefst]
Amma mín móðgaði mig í gær. Það var alls ekki viljandi, en ég varð nú samt soldið fúl. Amma mín er nefnilega algjör Pollíanna og vill alltaf gera gott úr öllu. Til dæmis þegar hún þurfti að fara í nýrnauppskurð og ég heimsótti hana á spítalann þakkaði hún fyrir að hafa nú alltaf verið heilsuhraust hingað til. En ég fór í heimsókn til afa og ömmu í gær og var að rekja fyrir þeima harmsöguna með bílinn, og þá fer amma af stað: "Já en það var nú gott að það slasaðist enginn!" Já en það var gott það er nú að koma vor og svona" OG SVO: "Það var nú gott að hann Steini var að keyra þegar þetta gerðist, þú hefðir nú kannski ekki ráðið við þetta, þú ert nú ekki jafn vön kannski" (AAARRRRGGGGG) Í þetta eina sinn hef ég virkilega viljað öskra á ömmu. ÉG er búin að keyra bílinn í TVÖ ár, STEINI í EITT. ÉG er búin að vera með bílpróf MIKLU lengur og hún getur sko ekki sagt að hann sé VANARI BÍLSTJÓRI! En ég veit að hún meinti bara gott með þessu, og að þetta er bara í takt við hennar kynslóð að hugsa svona. Af því Steini er strákur þá á hann að vera betri og vanari bílstjóri! Ég veit alveg að Steini er ekkert lélegri bílstjóri en ég en hann er ekkert endilega betri af því hann er strákur!! Onei. En svona getur kynslóðabilið orðið heilt kynslóðaGAP. En þetta er nú allt að breytast, amma fékk til dæmis ekki bílpróf fyrr en hún varð fimmtug, núna fara stelpur helst á 17 ára afmælisdaginn í prófið.
[reiðibloggi lýkur]

Jæja, besta að lækka aðeins rostann í sér. Nú er ég að bíða eftir pabba, hann ætlar að ná í mig og flytja mig í sveitasæluna. Steini kemur svo á morgun, og mér skilst að okkar bíði tvö risa páskaegg!

Ég mæli með 101 Reykjavík í uppsetningu Stúdentaleikhússins! Magnaður skítur.

Gleðilega páska

uff

sunnudagur, apríl 04, 2004

Fyrstu dagarnir án Toyotunnar
Svolítið liðið frá síðasta bloggi, og ekki skrítið, enda margt sem hefur haldið mér frá tölvunni. Ég ætla ekki að tala um hvað tónleikarnir okkar voru frábærir, (sem þeir voru), aðrir hafa farið um þá mörgum orðum og er nóg um. Ég ætla ekki heldur að tala um Gettu betur (slæmt) eða Söngkeppnina (GOOTT). Allt þetta er hjóm miðað við áfallið sem ég varð fyrir á miðvikudagskvöldið.

Margir vita nú þegar hvað gerðist, eftir áratugalanga þjónustu í mannheimum hefur Toyotan okkar Steina sungið sitt síðasta og er horfin til betri staðar, þar sem gnótt er af rúðupissi, bílaþvottastöðvum og þar rignir smurolíu. Ég hef áveðið að takast á við missinn á heilbrigðan hátt og reyna að skrifa mig út úr sorginni. Sumir fara aðrar leiðir við að syrgja.

Hér var ég byrjuð á minningargrein, hún var hlaðin tilfinningum og hræðilega væmin. Ég ákvað að taka hana út, því ég held þið skynjið öll hvernig mér er innanbrjósts, það gera að minnsta kosti allir þeir sem einhvern tímann hafa á gamla druslu sem hefur dugað þeim í gegnum súrt og sætt en gefur svo upp öndina. Ég vissi að þetta gat gerst hvaða dag sem var, og þess vegna þakkaði ég fyror hvern dag sem hann fór í gang. En þó boddíið sé gamalt og ryðgað í sundur (dánarorsök) þá lifir minning hans í hjörtum okkar.

Minningarathöfn hefur farið fram, blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á kommakerfið hér fyrir neðan.

Að lokum vil ég minnast Toyotunnar okkar í ljóði eftir meistara Megas:

gamli skrjóðurinn
gengni móðurinn
geymir minning kæra

stíflað púströrið
stolið teinhjólið
stólgormar búkinn særa

gamli skrjóðurinn
gengni móðurinn
geymir hróðurinn

mánudagur, mars 29, 2004

úff. Þetta er farið að verða dúbíus... þriðji í þynnku! nei, það hlýtur að vera eitthvað annað í gangi..

Þessi hindberjabaka er ekki sem verst, ég tók yfir eldhúsið hjá Grími og "skellti í eina" - hún var bara nokkuð góð.

Tannkrem í kvöldmat er skemmtileg síða, soldið Hugleiks-leg.

Í gær sá ég engil. Og í kvöld mun ég aftur sjá engil. Hann er ellefu ára og heitir Ísak. Mig langar að eiga hann.
Hann syngur ekki bara eins og engill- hann er engill. Og þið getið öll fengið að sjá hann, á miðvikudaginn.

Mig dreymdi að ég hefði klesst á. Mig dreymir það reyndar nokkuð oft, og er svo ofboðslega fegin þegar ég vakna og minnist þess ekki að hafa klesst neitt á í alvörunni. En í nótt dreymdi mig semsagt að ég hefði klesst á og var búin að gera tjónaskýrslu og eigandinn að hinum bílnum var brjálaður eins og venjulega þegar mig dreymir svona, en svo vaknaði ég í draumnum og var ofboðslega fegin að þetta var bara draumur, en þá sagði Steini mér "nei, þú klesstir í alvörunni á". Svo þegar ég vaknaði í alvörunni tók það mig auðvitað smástund að átta mig á hvað hafði gerst og hvað ekki. Þetta er nú meira ruglið. Alltaf finnur maður nýjar leiðir til að skelfa sjálfan sig.


Þetta er nú frekar sundurlaus færsla, en ég er það nú líka einhvern veginn sjálf þessa dagana.

mánudagur, mars 22, 2004

Pindsvin (broddgöltur) er fyrsta orðið sem ég lærði í dönsku. Það lærði ég af ömmu minni danskri þegar ég var ennþá nógu lítil til . Nú ákvað ég að gá hvort til væri síðan pindsvin.dk. Og viti menn. hún er til!; PINDSVINEVENNERNE I DANMARK Hér getur maður lært hvað maður skal gera ef maður finnur broddgölt í neyð, hvernig á að veita honum fyrstu hjálp og hvernig á að gera garðinn sinn "pindsvinevenlig"

Mæli með henni

fimmtudagur, mars 18, 2004

"Es war ein wunderlicher Krieg"

Ég bjóst ekki við miklu af þessum degi. Ég vissi að í dag yrði ég tveimur jöxlum og tíuþúsund krónum fátækari. Og vissulega er það satt, og ég er að æfa mig í að mynda hljóð með þessu nýja plássi í munnholinu.. (hliðarhljóðin virðast vera erfiðust). En þegar ég tók að horfa á Gettu betur léttist lundin og mér tókst alveg að gleyma blóðinu sem flæddi úr opnum sárunum í munni mér og ég steig sigurdans þegar MR náði EKKI að svara síðustu spurningunni... litlu frænkur mínar tvær sem ég er að passa héldu að ég væri gengin af göflunum þegar ég hljóp þvoglumælt um fyrir framan sjónvarpið og fagnaði með Borghyltingum! Svo það rættist nú aldeilis úr deginum, og þó ég spýti ennþá blóði er það ekkert miðað við gleðina sem fylgir því að sjá MR detta út úr keppni. Þetta er gleðiblóð.

Litla frænka mín er fyndin. Hún hélt fyrir mig fyrirlestur um hreinleika búddismans. Hún er fimm ára og lærði þetta á leikskólanum. Ekki fékk ég að læra um hreinleika búddismans í leikskóla. Ekki einu sinni í grunnskóla eða menntaskóla og líklega ekki í háskóla heldur. Þetta er einmitt það sem mér finnst að krakkar eigi að læra, um önnur trúarbrögð og aðrar siðmenningar, til að auka umburðarlyndið í heiminum. Gæti komið í staðinn fyrir bölvaða kristinfræðina.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Ég er þreytt og nenni ekki að blogga eða gera neitt.

Maðurinn fyrir framan mig í strætó var með ógeðslega stóra vörtu í hnakkanum.

Góða nótt.

föstudagur, mars 12, 2004

Jæja, þetta kom virklega á óvart...

CWINDOWSDesktopPowerRangeres.jpg
Power Rangers Movie!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

sunnudagur, mars 07, 2004

Heimaverkefni dagsins: Hljóðangreining gómmæltra lokhljóða.

I´m not a fan.

föstudagur, mars 05, 2004

Fór á bókamarkaðinn í Perlunni og lenti í barnabókunum, þar fann ég gullmola eins og Skilaboðaskjóðuna og Láka litla, sem ég keypti, en sá líka fullt af bókum sem ég lét lesa fyrir mig ca tíu sinnum á kvöldi þegar ég var lítil, pabba, mömmu, afa og ömmu til ómældrar ánægju, Tótu tætubusku, Tralla, Stubb, Bláu könnuna, Græna hattinn, "En hvað það var skrýtið" og fleiri góðar. En ekki fann ég Elíasarbækurnar eftir Auði Haralds. Auglýsi eftir þeim, vildi gjarnan kaupa þær, þar sem þær eru einn af hornsteinum barnabókmennta að mínu mati.

En alltaf finnst mér jafn skrýtið að fyrstu hæðina í Perlunni sé ekki hægt að nota undir annað en einhverja markaði, það var nú bragarbót þegar sett var safn í einn tankinn, en það hlýtur eitthvað að vera hægt að gera við þessa aumingjans fyrstu hæð, svona markaðir væru venjulega í einhverri vöruskemmu en ekki í risastóru róterandi glerhúsi með goshver innanhúss sem byggt var fyrir almannafé til að ónefndur maður gæti montað sig við erlenda þjóðhöfðingja.

En ísinn er góður þarna. En dýr.

Fróðleiksmoli dagsins; Af hægðum og viðrekstri
Líkaminn getur ekki melt og tekið upp sumar tegundir kolvetna í smáþörmum vegna skorts á réttum meltingarensímum. Þessi ómelta fæða berst frá smáþörmum í ristilinn. Þar eru náttúrulegar og skaðlausar bakteríur sem sundra fæðunni og mynda um leið lofttegundirnar vetni og koltvíoxíð. Í um þriðjungi manna myndast einnig metan. Þessar lofttegundir berast að lokum út um endaþarmsopið.

Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á hvers vegna sumir mynda metan en aðrir ekki, en þeir sem mynda metan losa ekki endilega meiri vind en aðrir eða hafa önnur einkenni. Hægðir þeirra sem mynda metan fljóta í vatni. (Vísindavefurinn, leturbreyting mín, SLI)

Nú ætla ég að vera með smá könnun, eins og er svo vinsælt, í dag, hverjir mynda metan og hverjir ekki af lesendum? Ég býst nú kannski ekki við súperþátttöku, kannski kærir fólk sig ekkert um að uppfræða heiminn um eðlisfræði hægða sinna, en það má nú reyna..

mánudagur, mars 01, 2004


uff

Einhver ljótur karl reynir við Mínu mús

Það var grímupartý hjá kórnum á laugardaginn, og ég ákvað auðvitað að fara þvert á ráðleggingar annarra sem sögðu þetta vonlaust verkefni, og vera myndlistarkonan mexíkóska
Frida Kahlo. Það tókst ekkert svo illa,að mínu mati þó ég sé vissulega ekki með svart hár, en því má redda með öðrum ráðum, t.d. góðum augabrúnum og yfirvaraskeggi... hér má sjá afraksturinn:


Frida

Það er eitthvað skrítið að gerast, ég var búin að blogga fullt meira, en það datt út og í staðinn kom eitthvað furðulegt, eins og einhver annar hafi verið að blogga á mína síðu. Þetta er of furðulegt fyrir mig, og nú nenni ég ekkert að skrifa allt sem ég var búin að skrifa aftur! Bömmer!

Fer bara að sauma árshátíðarkjólinn...

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Fötin mín í sjónvarpinu

Þetta hlýtur að vera fyrirboði um eitthvað – fötin mín eru farin að spóka sig í sjónvarpinu, líklega að hita upp fyrir mig... ætli ég verði næsta stjarnan í einhverjum raunveruleikaþættinum?

Í síðustu viku var trefillinn minn í þættinum At, reyndar ekki í stóru hlutverki, og þó, það var verið að kynna Búðina, sem er forláta búð á Laugaveginum, og þá var einmitt sýndur í nærmynd trefillinn minn sem er búinn að sitja þarna uppi í hillu hjá þeim síðan fyrir jól að reyna að selja sig (vændistrefill). Hitt er verra að prjónatöskurnar mínar voru ekki sýndar, þær eru sönn völundarsmíð og bíða óðfúsar eftir kaupanda *blikk blikk*.

En ekki nóg með þetta, því á morgun, þ.e. annað kvöld verður jakkinn minn í aðalhlutverki. Og þetta er enginn venjulegur jakki, því þetta er Sgt. Pepper’s jakkinn minn. Hann verður þarna í góðum hópi Steina jakka og Þuru jakka. Þetta eru mjög gáfaðir jakkar, því þeir ætla að keppa í Gettu betur og leitast við að rústa MR-ingum. Og þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Fyrir þá sem þekkja örlítið til eru það fjólublái, bleiki og gullitaði jakkinn sem keppa, líklega á móti gráum og svörtum rúllukragabolum. Fyrir þá sem ekki þekkja eru hér myndir af jökkunum. Ég óska hýslum jakkanna góðs gengis á morgun, eða, ef allt fer illa, góðs flipps.

Að blogga er það síðasta sem ég ætti að vera að gera núna, kvöldið fyrir 50% próf.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Ég var að prjóna og hlusta á Metallica.

Steina fannst það fyndið.

Það er líka kannski soldið fyndið.knit

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Gaman að sjá Halla mættan til leiks á ný.

Mæli með Flateyjargátunni. Fín í veikindum. Og nú er ég byrjuð á Öxinni og jörðinni. Sögulegar og menningarlegar skáldsögur eru málið núna.
Ég er lasin
Fór heim í sveitina í vikufríinu mínu bara til að ná mér í tannpínu, magaverk, eyrnaverk, höfuðverk, kvef og hálsbólgu. Fór í lokapróf í gær með tannpínu, magaverk, eyrnaverk, höfuðverk, kvef og hálsbólgu. Það var stuð. Hvað er þetta með veikindi í fríum?

Best að fara að sofa. (kl. 13.30)

En fyrst... þetta:
cute but psycho
you are the cute but psycho happy bunny. You
adorable, but a little out there. It's alright,
you might not have it all, but there are worse


which happy bunny are you?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Bætti við hlekkjum á þrjár myndarkonur í íslenskunni, þær Láru, Sigurrósu og TóTu.

Megi þær vel þrífast og blogga sem mest.

Tælenski maturinn var himneskur en ísinn og íssósan mikla í boði Andra gerðu útslagið, eins og sjá má hér

Keflavík er skrýtinn bær. Götunöfnin eru öll þau sömu og í Reykjavík, Sólvallagata, Hringbraut, Suðurgata, Túngata, Ránargata, Vesturgata, Klapparstígur... og nöfnin á sjoppunum eru hvert öðru meira lummó, dæmi Ungó, Ný-ung..
Svo veit maður ekki fyrr en maður er kominn í Njarðvík, nema þá fer að standa eitthvað eins og Njarðvíkingurinn á húsunum. Og þá snýr maður við og heldur áfram að leita að húsinu sem maður var að leita að, þ.e. kotinu hennar Rutar Ég þakka Rut í Koti kærlega hýlegar móttökur, og ólíkt skemmtilegra að kíkja þangað en að húka úti í Leifsstöð að bíða eftir tengdaforeldrum í seinkaðri flugvél. Heimsferðir eiga ekki mikið hrós skilið fyrir þessa ferð, á leiðinni út voru 72 pör af skíðum skilin eftir , eins og frægt er orðið, ("farþegar tóku bara of mikinn farangur með sér" En þetta var SKÍÐAferð!) og á leiðinni heim seinkaði vélinni um 2 tíma því Heimsferðir tímdu ekki að kaupa nema eitt tjekk-inn púlt, svo ein kona þurfti að tékka inn yfir hundrað manns og á meðan þurfti að láta heila vél bíða í 2 tíma. Þetta kalla ég að spara á vitlausum stöðum.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Fyrsta blogg úr Garðinum Árna:

Voðalega er fólk lítið að blogga þessa dagana, fleiri fleiri síður eru í lamasessi (hvað er það annars?) og virðist sem ekkert sé að gerast hjá fólki í kringum mig...

Í gær sá ég tvo menn bera á milli sín risastóra glerplötu yfir gangstétt. Svo hjólaði kona framhjá. Hvað ég hefði ekki gefið fyrir að sjá konuna hjóla í gegnum glerplötuna eins og í bíómyndunum..

Í kvöld verður eldaður tælenskur matur á Ásvallagötunni. Vitið þið um einhverja góða (eða slæma) tælenska tónlist til að hafa sem dinner?

Jæja, aftur inn í tíma til skríkjandi bókasafnsfræðinga.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Linkafyllerí:

bússi
"Ég er stríðsforseti."


Hver gerir svona?: With friends like these...


góð hæka:

If you can´t say it
in seventeen syllables
it ain´t worth saying

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Putting a piece of junk mail into the waste paper basket (dull, February 2)
I discovered a piece of junk mail on my door mat. I carried the item away from the front door and held it above the waste paper basket. I opened my hand, thereby allowing the piece of junk mail to fall into the basket.


... Ég vildi að ég væri svona skemmtilegur bloggari.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Ég er að fara þangað...LOKSINS

slóveníaÞetta eru hinir frægu Karsk-dropasteinshellar í Slóveníu.Og eftir að hafa í 20 ár hlustað á mömmu tala um hvað þetta sé flottasti staður á jarðríki er ég ekki frá því að vera orðin soldið spennt að fara. Sérstaklega í ljósi þess að ég HEF komið í þessa hella, en man því miður ekkert eftir því, því þá var ég önnum kafin við að hafa það hlýt og notalegt í MAGA móður minnar. Þess vegna eru þessar lýsingar mömmu jafn vel enn þá sárari, ég hef komið á staðinn í hennar líkama en ekki séð neitt!

Nú skal ég sko fá að sjá þessa hella... (vonandi vonandi verð ég ekki fyrir vonbrigðum:)

Spurning dagsins (, og þessu hef ég pælt í lengi): Hvort hafa slöngur rosalega langan háls eða rosalega langan hala?

mánudagur, febrúar 02, 2004

Bókasafnsfræðingar mótmæla!

Ég lenti í því um daginn að vera stödd í tíma (málnotkun, þessi þar sem er fullt af "eldri" konum sem hlæja) en fyrir framan mig og vinkonur mínar sat einmitt hrúga af bókasafnsfræðinemum, allar nokkuð eldri en 30 ára og hlustuðu með stjörnur í augum á Harald kenna okkur um þágufallssýki. Ég komst fljótt að því af hverju þessar konur fóru í bókasafnsfræði. Þær hafa nefnilega gríðarlega viðkvæmar hljóðhimnur og hvert minnsta hljóð fer í þeirrar fínustu. Þá eru bókasöfn nú hentugur vinnustaður. Þær sneru sér a.m.k. oft við til að sussa á okkur smástelpurnar sem vorum svo óheppnar að missa óvart út úr okkur orð á sam tíma og kennarinn gerði sig tilbúinn til að opna munninn til að tala. Það er svo sem skiljanlegt að þær þurfi að æfa sig í að sussa, en mér finnst að þá ættu að vera sérstakir sussutímar, t.d. 05.45.39 Suss, þar sem allir bókasafnsfræðingarnir setjast í hring og þegja, og þegar einhver segir eitthvað er hann sussaður í kaf. Mér finnst þær ættu allavegana ekki að æfa susstækni sína á saklausum íslenskunemum.

mánudagur, janúar 26, 2004

Samkvæmt systur minni er þetta álfanafnið mitt: Fëawen Faelivrin
Og þetta hobbitanafnið mitt: Peony Proudfoot of Standelf.

Flott, ha

Hobbitanafnið hans Steina er þó ennþá flottara: Mungo Chubb ! Og álfanafnið er Finrod Melwasúl

Ég hef ákveðið að starta nýjum dálk á þessari síðu. Hann á að heita sparnaðartippi námsmannsins (tippi dregið af tips, tip=ráð). Endilega komið með tillögur, þær mega alveg vera siðferðilega á mörkunum, eins og að nota 12-18 ára strætómiða fram eftir öllum aldri eða að skipta um verðmiða á flíkum í búðum, en einnig bara hefðbundin sparnaðarráð, þó ekki leiðinleg ráð eins og: hættu að fara í bíó og borðaðu lifur og hrísgrjón í öll mál. Það hjálpar engum. Svo þegar ég er komin með nóg af tippum get ég kannski gefið þau út og selt og grætt og... (hugsar sér gott til glóðarinnar)... já, pening já....... En hér er fyrsta tippið:


Sparnaðartippi námsmannsins #1:
ef þarf að prenta margar blaðsíður af glósum, farið í properties og stillið á booklet, þá prentast út handhægur bæklingur, prentarinn segir manni meira að segja hvar maður á að snúa blöðunum! (amk þessi prentari:) Þar með prentaði ég á 3 blöð í stað 10!

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Það sem mér finnst fyndið í dag:

- Allar konurnar sem eru með mér í málnotkunarkúrsinum sem tísta eins og smástelpur þegar Haraldur kennari segir eitthvað sem er næstum því fyndið (bókasafnsfræðingar og grunnskólakennarar aðallega).

- Haraldur kennari sem er líkastur Hábeini heppna í útliti.

- Götuheiti við Melaskóla sem einhver sniðugur krakki hafði breytt í „Hórumelur“. (Það fannst mér GEÐVEIKT fyndið)

- Bíll sem ég keyrði á eftir í dag, með einkanúmerið SÆKÓ. Gerði mig talsvert óörugga í umferðinni að keyra á eftir einhverjum sem kallar sig sækó en sannfærði mig um að hér væri bara um misheppnað fyrirtækjaheiti að ræða (sbr BYKO).

- Kýrin sem át 1722 demanta á Indlandi

Takk fyrir.

sunnudagur, janúar 18, 2004

Þetta blogg er til heiðurs Toyotu Corollu 1984 út um allan heim

Toyota Corolla 1984 eru frábærir bílar. Sérstaklega einn, minn bíll. Fyrir þá sem vita það ekki lítur hann svona út:
corolla84


Þetta er reyndar ekki hann en hann er alveg eins. Í tilefni dagsins fórum við skötuhjúin með hann á bílaþvottastöð. Það var okkur mjög framandi og er ekki laust við að við höfum orðið pínuhrædd... Þetta ERU nú ekkert smá tæki og bíllinn ER nú orðinn 20 ára - enda fór smá málning af á stöku stað... ekkert alvarlegt þó.


carwashPs. Ég mæli með síðunni www.lisaiundralandi.com og sérstaklega gestabókinni þar sem Helga Rafns-grúppíur keppast við að hylla hann ;) Er ekki búin að fara á sýninguna en heimasíðan er nógu flott, ég þarf ekkert að fara...

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Þetta er nýjasta uppáhaldsbloggið mitt. Hreintungufasismi eins og hann gerist bestur. Hér er brot:

The Return Of The King opnaði vestanhafs. Maður getur opnað dyr, opnað dós o.s.frv. en mynd getur ekki opnað neitt. Kvikmynd er frumsýnd.
• Myndin þénaði 34,1 milljón dollara. Ónei. Maður getur þénað eitthvað til dæmis á vinnu sinni en mynd getur ekki þénað neitt. Kvikmyndafyrirtækið þénar á myndinni.
• The Two Towers tók inn 26,2 milljónir. Rangt. Maður getur tekið inn vítamín eða verkjatöflur. Mynd getur fært framleiðendum sínum peninga, þeir geta grætt svo og svo mikið á sýningu myndarinnar.
• Þetta er þriðji stærsti opnunardagur allra tíma. Voðaleg bölvuð vitleysa er þetta! Vera kann að um sé að ræða frumsýningardag sem er í þriðja sæti eða að einungis frumsýning tveggja annarra mynda hafi gefið meira af sér.

o.s.fr.v....

Það er alltaf jafn gaman þegar menn nenna að leita logandi ljósi að málvillum í illa prófarkarlesnum blöðum (þetta dæmi er úr Undirtónum sem er reyndar frægt fyrir fádæma lélega íslensku). Maður fær samt einhvern veginn í magann að hugsa: er ÉG svona snobbuð? Ég er allavegana á góðri leið með að verða það miðað við námið sem ég er í á hverjum degi!! Vei mér fasistanum.

P.s. þetta er einmitt maðurinn sem gerði BA ritgerð um bjúgnaorð í íslensku. Þau eru þrjú. Og getið nú hvaða orð það eru!
P.p.s. að skrifa BA ritgerð um bjúgnaorð í íslensku er eins og beint út úr smásögu eftir Þórarinn Eldjárn...

mánudagur, janúar 12, 2004

Alt eða ekkert

Ég fór í inntökupróf í kór í gær. Það var inn í kórinn sem kenndur er við Háskólann. (vil forðast að nefna nafn kórsins svo hann komi ekki alltaf umm þegar einhver slær því inn á google). Ég söng einhverja fimmundaskala fyrir kórstjórann og fannst mér ganga svona þrusuvel... en þá segir hann: „já, það er einhver truflun í röddinni...já, og þú ert áreiðanlega EKKI ALT.“ Já. Þetta sagði hann! Hann vildi samt ekki láta mig syngja hátt uppi „sjálfrar mín vegna“. Ég stóð á gati og kom varla upp hljóði. Hann sagðist þó vilja fá mig í kórinn, en „aðallega út af músíkbakgrunninum...“. Og viti menn, ég fékk email í morgun sem bar titilinn: "Velkomin í kórinn". Nú er bara spurning hvaða rödd ég verð látin syngja, alt eða sópran (glætan) eða hvort það verður búin til ný rödd fyrir mig, raddleysingjann.. þá fer ég fram á að hin nýja rödd verði nefnd perineum. Myndi það ekki hljóma vel?: "Nýtt kórverk fyrir sópran, perineum, alt, tenór og bassa".

Öðlingarnir í Ókind báðust reyndar til að lemja kórstjórann fyrir mig. Ég ætla samt að eiga það inni og láta aðeins reyna á kallinn.

laugardagur, janúar 10, 2004

Er nú ekki kominn tími á blogg? Ástæðan fyrir því að ég hefi ekkert blogað er ekki sú að ekkert hafi gerst, ég hef bara ekkert verið í tölvunni nema í einstaka havaríi að athuga hvort kennaragreyin hafi nokkuð laumað inn einkunnunum mínum úr jólaprófunum. En hvað sem því líður, nú er hafin ný önn með tilheyrandi tölvunotkun, og má því búast við að þessi síð verði ögn líflegri en yfir hátíðirnar. Í gær átti ég afmæli og mér finnst mjög gaman að eiga afmæli. Þetta vita vinir mínir og gerðu allt til að gera daginn frábæran. Sem hann var fyrir utan þegar græni kjóllinn minn eyðilagðist. Ég var búin að vera að sauma hann frá því á síðasta ári (ok gamlársdag) og hugsaði mér gott til glóðarinnar að vígja hann á afmælisdaginn. Þetta er vandaðasta flík sem ég hef nokkurn tímann saumað, rennilásinn haganlega felldur inn í þunnt siffonefnið og fóðrinu óaðfinnanlega komið fyrir, allir saumar eins beinir og best verður á kosið. En þegar til kastanna kom og ég og Steini vorum að setjast við borð á veitingastaðnum Ban-Thai sprakk rennilásinn minn fíni og ég var með stórt gat á bakinu. Sem betur fer var ég með sjal til að fela ósköpin en ég gat ómögulega rennt lásnum aftur niður, svo með dyggri hjálp Steina tókst mér loks þegar heim var komið að troða mér í gegn um gatið á bakinu og fór að reyna að laga rennilásinn. Þá vildi ekki betur til en að ég rykkti rennilásnum af og nú er kjóllin eftir því sem ég best veit ónýtur, vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að setja í nýjan rennilás en ég veit ekki hvort ég legg í það, þvílík var vinnan í fyrra skiptið. Besta lausnin kom nú frá Þuru sem bauðst til að sauma utan á mig kjólinn fyrir kvöldið og í lok þess gæti ég svo klippt hann af mér.

En nóg um kjólinn, því margt skemmtilegra gerðist í gær, ég og Ella fórum í sund og ég vil óska henni til hammara með að hafa yfirstigið þann djöful að vera hrædd við blóðsugur í formi hjúkrunarkvenna. Steini kom mér á óvart á margan hátt og þakka ég honum fyrir. Ég fékk frábærar gjafir, grunsamlega margar sem hvöttu til sauma og prjónaskapar, þ.á.m. saumavélanálar, dýrindis kínverskt silki, sikkerhedsnælur og saumaskæri. Svo fékk ég meðal annars tvær bækur, ilmvatn og æðislega peysu sem mamma mín þæfði. Takk fyrir gjafirnar allir.

Og loksins fékk ég langþráðan meter af bjór á Kaffi Vín. Mæli með honum. Ekki meira í bili, bæ.

föstudagur, janúar 02, 2004

jæja bara nýtt ár og læti... Ég hef ákveðið að gera það að hefð að fara í klippingu annan janúar. Ég hef gert það núna í tvö ár og þá er það hefð, eða það segir Nanna a.m.k. Ég semsagt fékk mér nýjan hárkött, ekki svo ósvipaðan hinum gamla en með smá toppi. Þeir sem taka eftir því fá plús.

Ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera þessa næstu einskis nýtu daga sem þykjast vera jóladagar en eru í raun bara venjulegir dagar í dularbúningi... ég sé í gegnum þá. Það breytir því ekki að ég byrja ekki í skólanum fyrr en 7. janúar og hef ekkert að gera fyrr en þá. Ekki að ég kvarti...