fimmtudagur, mars 31, 2005

Páskarnir ad baki, ekki af verra taginu í thetta skiptid. Thura var hjá mér í naestum heila viku og thrátt fyrir "smávaegilegt vandamál" (tosku stolid) og alveg hreint glatad vedur thá skemmtum vid okkur frábaerlega. Bordudum, sváfum, ferdudumst og djommudum. Mest gerdum vid thó af tví ad borda og sofa. Og tala. Ég hafdi ekki talad íslensku í 7 vikur svo ég taladi látlaust, thurfti audvitad ad segja Thuru frá ollum sem ég hafdi kynnst, ollum stodunum sem ég hafdi farid á og ollum furdulegu venjunum sem ég er ad venjast hérna. Vid fórum einn dag til Toledo med Cristinu og ítalska kaerastanum hennar, thad var daginn sem vid vorum gersamlega peningalausar (jú, vid áttum 10 evrur thegar vid vorum komnar til Toledo, thad kostadi 12 ad fara til baka!) En thad reddadist allt thegar ég hringdi í mommu gódu sem hjálpar manni alltaf thegar madur á bágt. Svo vid gátum farid ad eyda, og vorum bara nokkud duglegar, thó ég segi sjálf frá...

Sáum fullt af páskagongum, thad er sem sagt fólk í skrúdgongu klaett í svona skikkjur med hettur eins og Ku Klux Klan (no relation), sumir berfaettir, og menn sem bera risastóra vagna skreytta med blómum og kertum, med stóru líkneski af Maríu mey eda Jesú. Og lúdrasveit lék undir jardarfarartónlist, mikil stemning.

Ég veit ekki betri manneskju til ad ferdast med en Thuru, thad er svo audvelt ad lenda í aevintýrum med henni, madur bara gerir allt sem hún segir, en samt er hún svo skipulogd ad allt hefst á endanum. Svona eins og thegar vid gengum til Strawberry Fields, matarlausar og klósettthurfi, og gétum og hlógum í módursýkiskasti thegar vid loksins komum á stadinn. Takk fyrir ferdina, Thura.

Gabanna í kvold, thad er svokallad "umferdarljósakvold" thar sem madur á ad klaeda sig í rautt ef madur er á fostu, graent ef madur er á lausu og gult ef madur er á fostu en than má samt hosla mann... Held ég fari bara í raudu, thad virdist kalla á faesta sveitta gaura, their virdast allir flykkjast á Gabanna á fimmtudogum thegar thad eru erasmuskvold. Býst vid skemmtilegri helgi, og langri eins og venjulega (byrjar á fimmtudegi, endar á mánudegi kl 17. :)


Bestu kvedjur frá Alcalá - thar sem allt er ad tryllast núna út af hátídarholdum vegna Cervantes.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Bara ad láta vita af mér, hér er allt í thessu fína, ég er búin ad ákveda ad fara til Prag í lok apríl ad hitta vinkonur mínar sem ég kynntist í Ungverjalandi. Thad verdur sko ekki leidinlegt!

Fór til Valencia á laugardaginn, thad var thó vandkvaedum hád, og trassaskapur minn vard til thess ad ég naestum thví fór ekki. Í fyrsta lagi gleymdi ég ad skrá mig, og var thví aftast á bidlista, en sem betur fer var fjolgad allverulega um rútur svo ég komst ad og var súperkát. Thad átti ad leggja af stad klukkan 8 svo ég stillti vekjaraklukkuna á 7 til ad hafa gódan tíma. Vandamálid er bara ad kvoldid ádur fór ég med Niinu og Peppiinu ad dansa salsa (eda ég og Pepi ad horfa á hvad Niina er gód í ad dansa salsa) og vid fórum ekki ad sofa fyrr en 3. Svooo, einhvern veginn hef ég slokkt á vekjaraklukkunni tharna klukkan 7, og vaknadi ekki fyrr en ég fékk sms frá Niinu, thar sem hún spurdi mig hvar ég vaeri, hvort´ég vaeri í annari rútu. Thá var klukkan 8.25! Ég thaut af stad eins og elding, og á ótrúlegum methrada - 5 mínútum seinna var ég komin á Plaza Cervantes, thar sem vid áttum ad hittast. Thar var ein rúta í gangi med opna hurd, ég hljóp inn og var aldeilis ánaegd, en rútan var tóm fyrir utan bílstjórann sem sagdi mér ad rúturnar 4 hefdu allar farid fyrir 2 mínútum. Ég hringdi í Niinu og hljóp af stad í áttina sem bílstjórinn benti mér, í óskop veikri von um ad hlaupa rúturnar uppi. En sem betur fer voru thau ekki komin langt, svo einn erasmussgaurinn kom og nádi í mig hlaupandi, og thegar ég kom upp í rútuna var ég naer dauda en lífi af maedi.. 8 mín eftir ad hafa vaknad En ég var á leidinni til Valencia á Las Fallas, sem ég hafdi heyrt svo mikid um. Og ég vard sko ekki fyrir vonbrigdum, thad var frábaert!

Hér er sída um hátídina, og svo tók ég líka fullt af gódum myndum. Tharna var svona 10 metra há stytta af maríu mey, gerd úr nellikkum. thad var ekkert smá flott.

Og svo hitti ég Íslendinga - fyrstu íslendingana sem ég sé í 6 vikur. Thad var Einar, vinur hennar Ingunnar og kaerastan hans. Thad var soldid fyndid.

Rútan fór svo aftur til Alcalá klukkan 4.00 um nóttina, svolítid seint fyrir langflesta, nema nokkra spánverja sem vildu ekkert frekar en meiri fiestu í rútunni. Komum heim klukkan 9 um morguninn og ég svaf allan sunnudaginn.

Thura kemur á morgun.
Thad verdur frábaert, svo margt sem vid thurfum ad gera, drekka, borda, tala um...

Kvedjur,

Svanhvít á hlýrabol

fimmtudagur, mars 17, 2005

Hitt og thetta

Hér í Alcalá er komid sumar. +30ºC á hverjum degi og kirsuberjatrén sprungu út á tridjudaginn. Ég fór naestum tví ad gráta, thetta er thad sem mig hefur alltaf langad til ad sjá, ekta evrópskt vor, sem leysist ekki upp í einhvern andskota um páskana og hverfur, thangad til thad er komid haust aftur.

Ég var sammála Hlíf thegar hún sagdi ad madur hefdi thurft ad fara á námskeid í salsa og um Ísland. Ég lendi í somu spurningum, og líka, hvad eru margir háskólastúdentar á Íslandi?, hvad er landid margir kílómetrar á breidd, hvad eru margir kílómetrar frá Íslandi til Madrid? Thad tekur á, og enginn til ad spyrja, ég á ad heita upplýsinganáman um Ísland.

Ég aetlast ekki til mikils af fólki thegar kemur ad fródleik um Ísland, og ad sama skapi býst ég ekki vid tví ad fólk módgist thegar ég veit ekki eitthvad um einhverja eyju í Karíbahafinu. Ég hef ekkert hneykslast thegar Thjódverjarnir spyrja mig hvada tungumál sé talad á Íslandi, eda hvort Ísland sé í Evrópu, eda hvort ísland sé ekki hluti af Danmorku. En thegar kemur ad Donum, thá finnst mér nú ad ákvedinn lágmarksfródleikur sé naudsynlegur. Í fyrradag fór ég á írska pobbinn sem vid forum alltaf á á tridjudogum, og thar voru 3 danskar hnátur. Af tví mér finnst svo gaman ad tala donsku heilsadi ég theim, thaer spurdu mig hvadan ég vaeri, og sogdu mér svo, ad einmitt kvoldid ádur hafi thaer verid ad paela í tví hvort Ísland vaeri hluti af Danmorku. Og komust ad theirri nidurstodu ad svo vaeri. Mig langadi til ad oskra, en sagdi theim bara pent ad thad vaeri nú ekki, og ad thaer aettu nú ad vita betur, verandi danskar og svona. Sagdi svo pent farvel. En á eftir hneyksludum vid okkur lengi vel á thessu, ég og vinkonur mínar frá Finnlandi, sem bentu réttilega á ad thetta vaeri álíka og ef Svíi spyrdi thaer hvort Finnland tilheyrdi ekki Svíthjód.

Reyndar fannst mér svolítid fyndid ad einn Thjódverjinn hérna var alveg furdu lostinn thegar ég sagdist vera frá Íslandi, thad var eins og ég hefdi sagt honum ad ég kaemi frá annari stjornuthoku. Hann lét taka mynd af sér med mér til ad sýna vinum sínum heima íslendinginn sem hann hitti...

Erum vid svona sjaldgaef?

mánudagur, mars 14, 2005

Jaeja, sumarid er komid í Alcalá held ég bara. Nema thad komi páskahret, en ég held thad sé nú bara sérislenskt fyrirbaeri.. Um páskana kemur Thura. Thá verdur gaman, vid munum fara á Perro verde og fá okkur Caipiriñas og fara á Casa Antigua og Gabanna og og og og... Thad verdur svo gaman.

Salamanca er dásamleg, thetta var ekki misminni hjá mér. Og allir ferdafélagar mínir voru sammála. Eiginlega var thad ekkert vidalega gód hugmynd hjá Erasmus-skrifstofunni ad fara med okkur til Sala, tví vid udrum hundfúl ad thurfa ad fara aftur til Alcalá, ég og Cristina frá Ítalíu grétum saman thegar vid sáum háskólabygginguna sem vid hefdum verid í ef vid hefdum farid til Sala. Beint fyrir framan dómkirkjurnar (já thad eru tvaer) og rétt hjá plaza mayor.. En ég gat ekki farid til Salamanca, thad er ekki samningur vid máladeildina thar...

En Alcalá hefur líka sitt, og ég hlakka til ad sjá Plaza Cervantes í fullum skrúda. Thad er mikid líf hérna, um helgar fara fjolskyldurnar nidur í bae og kaupa blodrur handa krokkunum og saetabraud handa sér og eru langt fram á kvold, oll fjolskyldan saman á borunum og veitingahúsunum og úti á gotu, mjog saett alltsaman.

Annars er ég búin ad vera veik í viku meira og minna, en ákvad samt ad fara til Salamanca. Var svolítid slopp alla helgina og á fostudagskvoldid missti ég alveg roddina, thad var bara fyndid, sérstaklega á theim tímapunkti thar sem ég taladi alveg eins og Marge Simpson.

Í dag er reyndar stór dagur í lífi mínu, ég fékk mér linsur. Thad er ótrúlega thaegilegt, thó ég finni svolítid fyrir theim. En thad venst víst fljótt.

Jaeja, bestu kvedjur, yfir og út.

mánudagur, mars 07, 2005

Í gaer fór ég í menningar og skemmtiferd til Madríd med 2 ítolskum og 3 spaenskum stelpum. Vid fórum á Prado safnid og sáum myndir eins og El Coloso eda Risann eftir Goya og Las Meninas eftir Velázquez. Ég aetladi ekki ad trúa tví thegar ég stód fyrir framan las Meninas, mynd sem ég er búin ad dást ad í morg ár...

en thegar vid vorum búnar á Prado var hámenningarpartinum lokid og vid fórum í bíó, á El Escondite eda Hide & seek eins og hún heitir víst á frummálinu. En vid fórum líka sér ferd til ad skoda Windsor bygginguna (sem brann) sem er eins og daudur kottur midad vid hvernig hún var. Thad er ennthá fullt af fólki ad taka myndir ad turninum, thó thad séu lidnar 2 vikur sídan hann brann. Thetta var líka óvenju glaesilegur bruni (og af tví enginn dó er allt í lagi ad segja thad!) En furdulegt ad hugsa um allar tolvurnar, símana, ljósritunarvélarnar, blýantana, heftarana og moppurnar sem brunnu inni í thessari ofvoxnu skrifstofubyggingu (106 metrar).

Ég er komin med stalker. Hann virdist alltaf finna mig á djamminu, stendur svo vid hlidina á mér á dansgólfinu og passar ad adrir strákar dansi ekki vid mig, alveg thangad til ég ákved ad fara heim, thá eltir hann mig út og heimtar ad fylgja mér heim, svo heimtar hann ad koma inn. Hann faer thad ekki. Hann talar líka skrýtna spaensku sem skil ekki. Thegar hann talar, thad er ad segja, tví thetta virdist vera eini spánverjinn í heiminum sem ekki talar eins og hann fái borgad fyrir thad. En saetur er hann, verst hvad hann er leidinlegur.

Thad er ágaett ad fá alltaf fylgd heim ad dyrum á nóttunni, en thetta er farid ad verda leidinlegt...(Salamanca um helgina...! Ó hvad ég hlakka til!!!)

miðvikudagur, mars 02, 2005

Thad er alveg ótrúlegt hvad Spánverjar reykja mikid! Ein vinkona mín asnadist til ad spyrja medleigjanda sinn hvort hann reykti, og hann leit á hana eins og hún hefdi spurt hann hvort hann bordadi eda andadi! Thad er ekki spurningin um ad reykja eda reykja ekki hérna, allir reykja. Á hárgreidslustofum, inni í búdum, á skrifstofum, inni í skólanum, meira ad segja konurnar á skrifstofunni í háskólanum sitja reykjandi vid skrifbordin. Og kaffistofan, eins og ég var farin ad hlakka til ad hreidra um mig thar eins og í honum Árna mínum, nei, thar er mest reykt af ollu, trátt fyrir flennistórt skilti sem bannar reykingar. Synd og skomm, tví annars er thetta ágaetis kaffistofa, og hrikalega ódýr, haegt ad fá sér kaffi og risasamloku á minna en hundradkall. En thad er varla ad ég geti verid thar inni, madur sér ekki handa sinna skil vegna reykskýsins.

Í gaer laesti ég mig úti, thad var ekki snidugt, thar sem ég var med fartolvuna og 4 thunga poka úr Champion (súpermarkadnum). Ég skrifadi Kathrin bréf og bad hana ad hringja thegar hún kaemi (vissi audvitad ekki ad hún var í Madrid) svo ég kaemist inn, fór svo á naesta bar og pantadi mér kók og fór ad spila Doktor Mario í tolvunni. Bordadi illa upphitadar patatas bravas sem fylgdu med(*) og fylgdist med fólkinu á barnum. Tveir karlar ad drekka kaffi sóló, kona í pels ad spjalla vid barthjóninn, gamall madur vid spilakassann. Tháttur um geimferdir og stjornuskodun í sjónvarpinu, stillt aaadeins og hátt. "Fjarlaegdin milli X og Z er 500 milljardir ljósára." Gamli madurinn í spilakassanum tautar, "ja, hérna, 500 milljardir ljósára, madre mía!" og vinnur stóra fúlgu í spilakassanum. Svo byrjar barnaefnid, stillt á sama styrk, ótholandi tuskubrúdur sem eiga ad kenna krokkum ensku. "This pen is BLUUUUUUEEE" "This is his MOOOOM" "He´s her SOOOOON" Svolítid yfirthyrmandi fyrir andrúmsloftid sem var tharna inni. Kannski var barthjónninn bara ad reyna ad reka mig út. Thad gekk ad lokum, ég fór í tíma í spaensku í kúrsinum fyrir útlendinga (skildi champion-pokana eftir fyrir utan dyrnar heima), thar laerdi ég EKKERT, en betra en ad sitja fyrir utan dyrnar heima med pokunum. Sídan á írskan bar thar sem er internacional kvold á tridjudogum. Kl hálf tíu um kvoldid hringdi Kathrin, komin heim frá Madrid. Ég fór heim gudslifandi fegin og skrifadi 7 póstkort...


(*)eftir smá tíma á Spáni verdur madur mjog vandfýsinn og vill fá sitt tapas thegar madur pantar sér drykk. Og ef thad er ekkert sem fylgir med verdur madur hundfúll og ákvedur ad fara aldrei á thann bar framar !