fimmtudagur, janúar 12, 2006

hún er iðin við kolann, það er hún..

Þann 9. janúar 1983 fæddist ég. Þá var brjálað veður og mikil verðbólga.

Þann 9. janúar 2006 fæddist þrjúhundruðþúsundasti Íslendingurinn. Halldór Ásgrímsson kom þegar barnið var dagsgamalt og stumraði yfir móður og barni og myndaðist við að brosa framan í myndavélar. Ofboðslega er ég fegin að hafa fæðst fyrir 23 árum en ekki í ár.


Tvífarar dagsins: Ingi Einar og Björn Ingi




Ingi gæti alveg farið í svört jakkaföt og mætt brosandi í viðtöl og farið að tala eins og framsóknarmaður og hann næði að blöffa mig held ég.. efast samt um að Björn Ingi næði að blöffa mig sem DJ á Kofanum eða gítarleikari í ókind...

Engin ummæli: