Ljóðahornið
Þetta ljóð er eftir Heinrich Heine, þýtt af Jónasi Hallgrímssyni. Hvað ætli þeim Heine og Hallgrímssyni þætti um æðibunuganginn í fólki nú til dags? Þetta var þó bara á 19. öld, fyrir tíma bíla og síma og tölva og örbylgjurétta og kjarnorkuvopna. (Ég fattaði samt aldrei þetta með fíflúlpurnar þegar við sungum þetta í MH-kórnum. Getur einhver ráðið í þær fyrir mig?)
ÞEKKASTA STJARNAN MÍN
Fegin í fangi mínu
felur þú augun þín.
Þinn er ég himinn, og þú ert
þekkasta stjarnan mín.
Djúpt undir okkur iðar
ósnotur manna her,
aggast og æðir og blótar
og allt hefur rétt fyrir sér.
Í fíflúlpum þeir flaksast
og finnast, og allt í einu
hlaupast á eins og hrútar,
svo höfuðin verða ekki að neinu.
Sæl erum við í sóla-
sali þeim látum fjær.
Þú hylur í himni þínum
höfuð þitt, stjarnan mín kær!
Hér er ljóðið á þýsku:
Du liegst mir so gerne im Arme,
du liegst mir am Herzen so gern!
Ich bin dein ganzer Himmel,
du bist mein liebster Stern.
Tief unter uns da wimmelt
das närrische Menschengeschlecht;
sie schreien und wüten und schelten,
und haben alle Recht.
Sie klingeln mit ihren Kappen
und zanken ohne Grund;
mit ihren Kolben schlagen
sie sich die Köpfe wund.
Wie glücklich sind wir beide,
daß wir von ihnen so fern.
Du birgst in deinem Himmel
das Haupt, mein liebster Stern!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli