miðvikudagur, júlí 09, 2008

Buenos y Malos Aires

Nú sit ég og bíð eftir að kominn sé tími til að fara út á flugvöll og skella sér til Buenos Aires. Ég er reyndar með einhverja bölvaða beinverki og illt í maganum, við skulum vona að það sé nú bara eitthvert létt grín.

Rodrigo, sem alltaf passar svo vel upp á okkur, er mjög ánægður með fylgdarsveina mína, hann veit að þeir eiga eftir að passa mig eins og sjáaldur augna sinna. Hann sagði þegar ég kvaddi hann: "Come mucho chocolate y mucha carne" (borðaðu mikið af súkkulaði og kjöti), og svo hvíslaði hann "y comete un argentino también" sem þeir skilja sem vilja.

Eitt er það sem ég er alveg að verða brjáluð á: langflestir Bandaríkjamennirnir hérna. Þeim þykja þeir svo merkilegir að vera í útlöndum, hafa kannski farið til Evrópu, kannski ekki, lært mannfræði eða félagsfræði eða eitthvað, en finnst þeir að minnsta kosti geta dæmt Chile og öll önnur lönd út frá norminu, sem er auðvitað the US of A. Sama hvað þeir eru með margar gráður í mannfræði og "veraldarvanir" þarf alltaf að bera allt saman við Bandaríkin og þannig ákveða hvort það sé "normal" eða ekki. Ég sem hélt að mannfræði snerist að einhverju leyti um að það væri fleiri en ein menning sem væri "normal" og þótt fólk notaði sinnep eða mæjónes eða eitthvað allt annað á frönskurnar en tómatsósu væri það ekki endilega "so weird" heldur bara "öðruvísi en ég er vanur/vön". Þetta er orðið frekar þreytandi.

Ég bý semsagt núna bara með enskumælandi, þ.e. könunum tveimur og þeirri svissnesku, og svo Ro og Cesari sem er hérna upp á hvern dag. Það verður gott að komast út úr enskunni í smástund, ég er komin með ögn leið á henni.

Mig dreymdi í nótt að í lítilli matvörubúð á horninu sæi ég allt í einu hálfslítradollu af skyr.is með vanillubragði. Búðareigandinn sagði með fýlusvip að birgirinn hefði látið hann fá þetta til að prófa en hann byggist ekki við að selja þetta nokkrum manni. Ég lofaði honum að ég skyldi kaupa það allt saman. Svo var draumurinn búinn.

En þá er það land silfurs, nautakjöts, fallegustu karlmanna í heimi og Evítu:

5 ummæli:

Unknown sagði...

Ég kann nú ekki spænsku, en ég skít á „ogsvo argentínubúa að ríða“.

Eða, svosem, „elska“.

Unknown sagði...

Æi, þú verður að vera góð við grey Bandaríkjamennina. Eins og oft þegar við Árni segjumst vera frá Íslandi..."Oh yeah-I've been to Europe!" Svo hafa þeir kannski bara farið til Ítalíu...ehehehehhehe. Málið er bara að þegar maður býr hér, þá eru engar fréttir nema bara úr USA og svo Írak, því USA hermenn eru í Írak. Það er bara ekkert annað....Ég giska svo á að hann hafi sagt þér að snæða girnilega karlmenn í Argentínu líka (tala heldur ekki spænsku). Gaman að fá blogg!

Nafnlaus sagði...

Bíddu já eru fallegustu karlmennirnir þarna? Þú tékkar endilega á þessu fyrir mig, fínt uppá að áætla hversu lengi ég ætla að dvelja í hverju landi ;)

Nafnlaus sagði...

Have a good time in Argentina, my Friend:)!
I´m going home in September:), can´t wait:)!!!

Svanhvít sagði...

Doddi, Guðbjört: "Snæða" er rétta orðið, sem má svo aftur túlka eins og maður vill... eða raunar bara á einn hátt.

Og já Eva, ég er ekki frá því að þarna sé að finna þá allra fallegustu. Óvenju vel heppnuð blanda þarna á ferð. Mátt alveg reikna með góðum tíma í Silfurlandinu. Vorum líka á mjög fínu hosteli í Buenos Aires sem ég mæli með.

Jújú, ég er voða góð við kanana, það er bara svo fyndið að rugla í þeim stundum:

Kani: "11. september er nefnilega svo mikilvægur dagur fyrir Bandaríkin því að þá voru árásirnar á tvíburaturnana og..."

Ég: "Já, hvað segirðu, þetta er merkilegt. Segðu mér hvað gerðist..."

Kani: "Þú ert vond."

Magda: going back? Send me an email about this!