mánudagur, apríl 27, 2009

"Settu brennivín í mjólkurglasið, vinan..."

...því að 6. maí kem ég heim. Sem þýðir að ég legg af stað héðan eftir nákvæmlega eina viku, 4. maí. Nú er ekkert eftir nema að nýta þessa viku til hins ítrasta. Ég skrapp til Valpo í gær í grillveislu hjá vini, hann var að "pagar el piso" sem þýðir "borga gólfið" og ég botnaði ekki neitt í neinu, þar sem hann var ekkert að skipta um gólf, en svo komst ég að því að þetta er hefð þar sem sá sem er nýkominn með vinnu þarf að bjóða vinunum í mat eða splæsa út að borða til að fagna. Þetta gerði hann, grillaði fyrir okkur öll og nautakjötið kostaði samtals 1200 krónur, fyrir sjö manns. Jamm og já. Sjálf er ég að skipuleggja grillveislu á laugardaginn, ætla að bjóða öllum heiminum og grilla hérna í hæðinni sem er hér í miðri borg, þar eru pikknikksvæði með grillum sem maður getur notað. Á fimmtudaginn kveð ég elsku börnin mín á heimilinu þar sem ég er núna búin að fara vikulega síðan í október. Vil ekki einu sinni hugsa um það. Sama dag fer ég á síðustu kóræfinguna í öðrum kórnum, sem verður ekkert auðvelt heldur. Föstudaginn átti ég að bóka fyrir hinn kórinn, barokkgrúppuna það er, ég hef ekki hugmynd um hvað þau ætla að gera við mig, veit bara að ég átti að taka frá allan daginn. Laugardagur grill, sunnudagur pakka, mánudagur og þriðjudagur þriggja heimsálfa maraþongrátur. Good times.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Have a safe trip back home.

Nafnlaus sagði...

ég er að leggja í hann, læt þig vita við hverju er að búast. góða ferð.

eva maría

Nafnlaus sagði...

Sæl, ég datt óvart inn á bloggið þitt leitandi að upplýsingum um Chile. Við fjölskyldan erum að undirbúa dvöl þar (vonandi) næsta vetur og langar að fræðast um eitt og annað. Mér þætti vænt um að komast í tölvupóstsamband við þig. Mitt netfang er johannar(at)hi.is.

Kv.,
Jóhanna Arnórsdóttir