laugardagur, nóvember 12, 2005

Í gær, fimm mánuðum eftir að ég lauk öllum prófum úti á Spáni, barst mér loks bréf með einkunnum, vel stimplað og undirskrifað af henni Mercedes á Erasmus-skrifstofunni í Alcalá. Til að fá þetta bréf þurfti ég að hringja margt símtalið, senda margan póstinn, og var farin að hljóma ansi histerísk undir lokin í þessum skrifum mínum, enda orðið langt síðan ég átti að vera búin að fá námslánin fyrir síðustu önn. Ég vissi svosem að allt svona tæki aðeins lengri tíma þarna suðurfrá heldur en hér í norðrinu, en það sem ég varð mest hissa á var að ég var búin að fá flestar einkunninar viku eftir að ég kláraði hvert próf. (nema í einum kúrs, þar sem kennarinn bar því við að það væri svo heit úti að hann gæti ekki unnið).

En loksins eru þær komnar, einkunnirnar, og skemmtilega fjölbreyttar, allt frá 5 og upp í 10.. en allar saman hjálpa þær mér að fá námslánin mín hin langþráðu.......

Engin ummæli: