Ég hef aldrei verið mikið fyrir tölur, og enn síður háar tölur, en núna ætla ég að halda smá töludagbók, því málið er, að blessað barnið mitt, BA-ritgerðin, hefur stækkað úr hófi fram og nálgast ört tólfþúsund orðin, bara í meginmáli, en má aðeins vera 9-10.000 orð og þá er allt talið... heimildaskrá, efnisyfirlit og allt. Í gærkvöld var hún 10.012 orð, en nú stefnir hún hraðbyri í einhverjar tölur sem ég vissi ekki að væru til, og til að ég hafi einhverja ástæðu til að koma inn á þessa síðu fram að skiladegi, mun ég pósta hingað orðafjölda þegar tækifæri gefst, og þá verður hægt að sjá hver þróunin verður. Þegar ég næ að minnka hana niður í 9.999 gef ég öllum sem skrifa í kommakerfið bjór. Og ég meina það. Og hefst þá talnalesturinn:
------
26. apríl kl 19.14:
11.722 orð
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli