sunnudagur, apríl 02, 2006

Svandís

Nú er hafið tímabil í lífi mínu þar sem allir kalla mig Svandísi. Ég efast ekki um að það er út af borgarstjóraefni vinstri grænna sem ég fæ alla tölvupósta, símtöl og bréf frá fólki sem ég þekki ekki mjög mikið stíluð á nafnið Svandísi. Ég hef þá kenningu að fólk ráði ekki við nema eitt Svan-nafn í einu, á tímabili var ég alltaf kölluð Svanhildur út af henni Konráðsdóttur. Það er kannski ekki svo skrítið að fólk eigi erfitt með að muna öll þessi svananöfn, en ég hef aðeins einu sinni verið kölluð Svarthvít. Það var fyndið.

Engin ummæli: