Forvitnin drap köttinn
Í allan vetur hef ég fengið - með mjög óreglulegu millibili - nokkrar hringingar í gsm-símann minn úr númeri sem ég þekki ekki. Reyndar er númerið svona 20 tölustafir og hefst á númerinu +967. Ég þekkti ekki þetta númer og velti mér ekkert upp úr þessu lengi vel, enda stóðu hringingarnar svo stutt að ég náði aldrei að svara, og ekki fannst mér við hæfi að hringja til baka, ekki vitandi hvað væri á hinum enda línunnar eða yfirleitt í hvaða landi. Nú í síðustu viku fékk ég aftur svona símtal og var þá orðin svo forvitin að vita að minnsta kosti hvaða landi þetta +967 tilheyrir. Ég fann það ekki í símaskránni, svo ég hringdi í upplýsinganúmer símans fyrir útlönd, og þar sagði kona mér hvaðan hafði verið hringt í mig.
...frá Yemen.
Nú auglýsi ég eftir einhverjum sem þekkir einhvern frá Yemen, eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern frá Yemen, eða veit um einhvern sem er í Yemen, eða einhvern sem veit yfirhöfuð eitthvað um Yemen!
Ég SKAL ná þessu símtali næst, og ég á örugglega eftir að hringja til baka einhvern tímann, bara til að leysa úr þessari ráðgátu. Helvítis forvitni.
mánudagur, maí 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli