Strákarnir okkar™ og stelpurnar okkar
Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að nokkrir ráðherrar íslenska lýðveldisins séu staddir í Þýskalandi til að "styðja við bakið á" Strákunum okkar™. Svo eru ráðherrarnir taldir upp, og það eru Þorgerður Katrín, Jónína Bjartmarz, Valgerður Bjarna, og Siv ætlaði líka en komst ekki. Ef mér skjátlast ekki eru þetta allt konur. Nú má vera að (a.m.k. á Íslandi) höfði handbolti meira til kvenna en t.d. fótbolti, en eru ENGIR karlkyns ráðherrar mættir? Eða er þetta svona frúarferð af Alþingi, skreppitúr af því það er svo voða lítið að gera á þingi? Er ekkert um að tala eftir allt málþófið? Og hvernig ætla þær að styðja við bakið á blessuðum Strákunum okkar™? Með því að sitja og horfa? Hversu magnað augnaráð hafa þær eiginlega?
Svo er gott gengi Strákanna okkar™ kannski allt Þorgerði Katrínu að þakka, þar sem hún er búin að sitja þarna síðustu leiki og horfa, hvað veit ég? Was weiss ich? ¿Yo qué sé?
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli