föstudagur, mars 02, 2007

Færsla númer 365

Fór í Bónus í gær í tilefni af lækkun, enda orðið tómlegt í skápum í Faxaskjólinu eftir veikindi. Keypti tvo fulla poka af mat, kostaði mig 3.664 kr. Eftir að hafa skoðað strimilinn reiknaðist mér svo að ég hefði þarna sparað 145 krónur. Er það ekki rétt hjá mér að þá hafi verðið á matarkörfunni minni lækkað um 3,8 prósent? (hef ekki þurft að reikna prósent síðan í stæ 202) Var ekki talað um tíu prósenta lækkun einhvern tímann? Jæja, maður á víst ekki að kvarta þegar dúsunni er stungið upp í mann, kannski á maður eftir að finna betur fyrir þessu með tímanum, rétt áður en allt verður komið í sama farið aftur. Ég hefði til dæmis getað keypt annan poka af eplum fyrir þessar 145 krónur!

Svo ég segi, eins og í heilsíðuauglýsingu frá Skífunni í Fréttablaðinu í dag: Til hamingju neitendur!

1 ummæli:

Þura sagði...

hahaha, ég er neitandi... og tek þessum auglýsingum því mjög persónulega.