fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Kvennaskólinn is only pay lip service to womankind

Á eina svokallaða netsamfélaginu sem ég get ímyndað mér að tilheyra að einhverju örlitlu leyti var einhver kanadískur skógarhöggsmaður að forvitnast um bloggið mitt og til að glöggva sig á um hvað ég væri að skrifa skellti hann síðasta pósti inn í þýðingaforrit, sem snaraði honum yfir á engilsaxneska tungu. Hann sendi á mig útkomuna sem var þessi:

"Catholicism uni into Chile Begin to appear hast river misunderstanding because school board whom I is snuggle up to go into , here river síðunni and widely. Though name þess vegna Catholicism namesake is he not before Catholic while Kvennaskólinn is only pay lip service to womankind or Fósturskólinn edification pay lip service to foetus. Or snuggle up to everyone séu seductive river Seductive. Or ye understand. I fer anyway into March ;st) winter smack river into Chile and kem ca. into December , thus I fæ snuggle up to experience thirty winter samfleytt , þ.e. be einum vetrinum senior and wise while ella , is there not? Probably var not reckon with ;fn) stórreisum ;st) Lcelander fóru snuggle up to reckon time of life after accordingly what they höfðu litið poly- winter."

Ég gleðst í mínu litla hjarta yfir að tölvur skuli ekki ráða við þýðingar og muni aldrei geta komið í staðinn fyrir þýðendur - og held galvösk áfram í náminu mínu.

Eða hvernig á forritið að vita hvenær 'á' þýðir 'have' og hvenær 'river'? Eða hvenær 'halda' þýðir 'think' en ekki 'snuggle up to' (!)

(Þetta var vægast sagt endurunnið blogg, í bókstaflegri merkingu, enda ekki mikill tími aflögu í nýja pósta, allur aukatími minn fer í að þýða sápuóperuna 'Á vængjum ástarinnar' eða 'Por todo lo alto' sem er sýnd á Stöð tvö árdegis dag hvern.)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hot spring river this blog?

Orri sagði...

Við vorum að ræða þetta í skólanum...

Þegar þýðandi þýðir eitthvað þá setur hann þýðinguna í gagnagrunn og svo þegar það eru komnar ógeðslega margar þýðingar í gagnagrunninn þá getur þýðandinn tékkað hvort það sé búið að þýða einhverja hluta textans áður í öðrum þýðingum og fengið upp á stungur að þýðingu fyrir ýmis textabrot.

Með nógu stórum og nógu mikið notuðum gagnagrunn gæti slíkt þýðingakerfi orðið ansi fullkomið en þó líklegast væri það gagnlegra til að flýta fyrir þýðandanum heldur en fyrir fólk sem kann bara annað málið að fá þýðingu yfir á mál sem það kann.
(heyrði slíkt kerfi nefnt í sambandi við einvhverskonar skjala þýðingar um einhver evrópumál, þar sem eru líklega gerðar minni kröfur um samræmi í stíl þýðinga).

Það er því fjölbreytileiki tungumála sem munu verða ær og kýr þýðenda (þ.e. mennskra) seinna á tölvuöldinni. Því annars mun einn daginn vera komin þýðing á hverri einustu setningu í hverju einasta samhengi.

Þú hefur kannski heyrt um svona kerfi þar sem þú ert að sérhæfa þig í þýðingum?

Svanhvít sagði...

Já, allir nútíma skjalaþýðendur nota svona forrit, eins og Trados, en einmitt til að flýta fyrir, þá hafa kannski sumar setningar verið þýddar áður eða mjög líkar setningar, það flýtir fyrir þegar það eru kannski reglugerðir þar sem þarf bara að uppfæra eitthvað. Það er samt held ég ekki neinn sameiginlegur gagnagrunnur með þessum setningum, bara sem hver og einn þýðandi eða hvert fyrirtæki ræður yfir.

En tvíræðni og orðaleikir er eitthvað sem tölvur eiga mjög erfitt með, jafnvel þótt það sé búið að skilyrða þær endalaust, til dæmis kom einn kennarinn með þessa sögu, sem er erfitt fyrir tölvur að skilja.

Bóndi fór á markað og keypti sér hænu. Svo fór hann með hana í hænsnakofann til að gleðja hana.

Hana eða hana?

En tölvur munu held ég aldrei geta þýtt bókmenntatexta á skapandi hátt, það er í það minnsta óskandi...

Orri sagði...

Maður veit náttúrulega aldrei. Tölvur eru allavega farnar að geta skrifað ritgerðir og samið ljóð sem hljóma mjög sannfærandi.

http://www.gis.net/~jspower/random.html
http://www.elsewhere.org/pomo

Ég held að það sé samt allavega langt í að tölvur geti þýtt bókmenntatexta á skapandi hátt. En það styttist í að þær geti farið að þýða blogg sæmilega.

Nafnlaus sagði...

Thetta er meiri snilldin. Eg hef adur reynt ad tyda med svona forritum og eins og her ta verdur utkoman alltaf full af "snuggle" og "pay lip service" og virkar oftast eins og ljosblar texti.

Kv. fra Ameriku. Hakon.