mánudagur, september 17, 2007

Enda þótt Einstein

"menntun er hvaða leifar eftir á einn hefur forgotten allt hann lærður í skóli" Enda þótt Einstein*

Sá sem setti upp þessa síðu hefur aldeilis tekið þessi orð alvarlega. Hverjum er ekki sama um málfræði ef hann á þýðingaforrit? Þarna eru ýmislegt fyrir þýðendur eins og forritið 'Þýðandi Tappi Atvinnumaður & Gull ' (Translator Plugin Pro & Gold) sem býður upp á marga kosti eins og sést:

"This harkalegur auka okkar geta til bera fram þýða blaðsíða í- illgirni af margfeldi- vél bilun"

Ég held við ættum öll að gleyma því sem við lærðum í skóla eins og Enda þótt Einstein sagði, því það eru hvort sem er til forrit til að gera allt sem þarf að gera.

P.s. Takið eftir nýstárlegum mánaðaheitum til hægri.

*Hér hefur áhugaverð hljóðbreyting átt sér stað áður en orðið var þýtt. Nafnið 'Albert' hefur orðið að orðinu 'albeit' og því að sjálfsögðu þýtt sem 'enda þótt'.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff, mann svimar nú bara við að lesa þetta rugl...

Dagga sagði...

AHHAHAHAHA TIGNARLEGUR 2006!! OG MEGA! (smá slef því Dagga hlær svo mikið)


Ahhh þessi fer í FAVORITES! :D