fimmtudagur, september 06, 2007

Píkustofnunin

Ég býst við að allir hafi einhvern tímann fengið typpastækkunartöfratilboð í tölvupósti. Ég veit að sjálfsögðu ekki hversu margir sem ég þekki hafa í raun tekið slíku tilboði og fjárfest í ég-veit-ekki-hverju sem á að stækka, lengja og þykkja eineygða skrímslið, en er nokkuð viss um að þeir eru ekki margir.

Ég veit heldur ekki um neina konu sem hefur farið í skapabarmaaðgerð, þar sem skapabarmar eru 'lagfærðir' og leggöng þrengd (eða svo er sagt) en hef þó heyrt um að slíkt færist í aukana. Rakst svo í dag á góða grein þar sem fjallað er um 'rannsóknarstofnunina' The Vagina Institute sem hefur það að markmiði að sannfæra konur um að þær séu óeðlilegar og ókvenlegar hafi þær ekki píku eins og tíu ára stelpa. Á þessari síðu eru tenglar yfir á síður þar sem er hægt að fá lausn 'vandamála sinna', eins og Vagina Enhancement og Labia Enhancement.

Það sem slær mig mest er hvað það er látið hljóma sem sjálfsagt að allar konur eigi að hafa áhyggjur af því að þær séu ekki nógu fínar að neðan og það sé sjálfsagður sannleikur að enginn karlmaður líti við konu með stóra háruga píku (!) Bent er á að fæstar konur hafa séð aðra píku en sína eigin (ef þá hana), sem er alveg rétt, en síðan er sú staðreynd nýtt til að láta konur halda að það sem þær héldu vera eðlilegt sé óeðlilegt og óaðlaðandi og þurfi að gera eitthvað í. Hér stendur það meira að segja berum orðum:

"Some women thought they had pretty vaginas, when in fact they had ugly vaginas."

Á sömu síðu er líka hægt að sjá myndir af 'eðlilegri' píku og 'ljótri'.

Eins og stendur í greininni um Píkustofnunina er því haldið fram að það sé vísindalega sannað að 'það sé meiri lykt af stórum píkum', sem er enn ein ástæðan fyrir að konur ættu að láta til skarar skríða og kaupa allar píkuminnkunarvörurnar og skrá sig á síðuna (kostar einhverja dollara) til að geta séð myndir af fullt af píkum, ljótum og fallegum. Því ef konur eiga að vita hvort þær séu með ljóta píku þurfa þær að komast að því hvað sé ljótt og hvað fallegt, ekki satt? Finnst einhverjum öðrum eins og það sé verið að búa eitthvað til sem ekki er þörf fyrir?

Nokkrar fleiri 'selvfölgeligheder' af þessum síðum:

"All women want to be pretty, tight and small down there!"


"No woman wants to be an oddity, and having a big vagina means that y
ou are no longer are normal, holding you back from fully experiencing life."

"...as we all know, size can be uncomfortable for any woman when it comes to her vagina, the usual tendency is big boobs, small tight pussy. So being “big down there” always turns out to be an embarrassment for all women. When you have a tight vagina, you no longer have to suffer from embarrassing size and you feel comfortable with your body."

"Let´s admit it, all women, regardless of age or ethnicity, want to have pretty genitals."


Þar höfum við það. Á meðan karlar eiga að stækka og stækka á sér typpið, eiga konur að verða þrengri og þrengri. Hamingjan hjálpi þeim karli og þeirri konu sem hafa farið í slíkar aðgerðir og lenda saman í rúminu!














Eitt af hávísindalegum gröfum Píkustofnunarinnar.

12 ummæli:

Orri sagði...

Það skiptir ekki máli hvernig píkur líta út heldur hvernig þær eru notaðar...

Tóta sagði...

Úff ég er bara orðlaus hérna. Og hvernig er það eru þá til einhver ákveðin innanmál til að styðjast við vilji maður vita hvort píkan er of stór eða lítil. Hef satt að segja ekki spáð mikið í þetta svo það getur verið að ég hafi lifað með ljóta píku allt mitt líf án þess að átta mig á því. Kannski við ættum að hittast og bera saman bækur okkar. Mæla píkurnar okkar og gera viðeigandi ráðstafanir séu þær of stórar.

Svanhvít sagði...

Já, það eru nefnilega frekar nákvæmir staðlar og þú getur tekið píkuprófið á síðunni þar sem þú ert spurð hvað vinkonan sé margir millimetrar í þvermál og hversu löng. Svo er bananaprófið, til að athuga hversu sterkir vöðvarnir eru, þá á maður að gá hvort maður geti klipið banana í tvennt án þess að nota hendurnar..... :S

Tóta sagði...

Ha ha ha ... Klipið banana í tvennt með píkunni þá? Er það hægt! Úff þetta er svo fáránlegt að það liggur við að mig langi til að prófa.

Hann á væntanlega ekki að vera í hýðinu?... og og líklega er betra að hann sé vel þroskaður...

Svanhvít sagði...

Nei, ekki í hýði;) En hvernig nær maður svo restinni út? Mmm... bananamauk.

Tinnuli sagði...

Þetta er nú sú mesta vitleysa sem ég hef á ævi minni heyrt, og hef ég nú heyrt margt misjafnt um dagana! Hér með mun markmið mitt verða það að vera með eins stóra píku og hægt er, sem enginn kemst inn eða út úr, nema fuglinn fljúgandi!

Unknown sagði...

Já, þetta er alveg glatað. En ég hef oft lesið óljósar tilvísanir í þessa átt í bókum og tímaritum, að konur eigi að passa sig á hinu og þessu, til að halda innanmálinu sem minnstu. Samt aldrei neitt svona klikkað. En svo er ein hlið á þessu: Ef e-r ætlar í lýtaaðgerð á annað borð, þá er þetta örugglega ekki fyrsta lýtaaðgerðin á dagskrá. Svo hver ætli sé meðalfjöldi fyrri lýtaaðgerða þeirra sem fara í svona aðgerð?.....

Bastarður Víkinga sagði...

Þetta er allt til þess að horfa framhjá/misnota hinn sorglega sannleika að kynfæri eru bæði hundljót og með eindæmum spaugileg. Hver sem hefur séð nakinn karlmann hlaupa eða sleikt píku veit að það er satt.

Fabúljus virkni, hroðaleg fagurfræði.

Svanhvít sagði...

Já, meðalfjöldinn er eflaust hár, og vonandi ekki margar sem gleypa við þessu sisona.

Og..

"Hver sem hefur séð nakinn karlmann hlaupa eða sleikt píku veit að það er satt."

Ég ætla ekki að taka þig trúanlegan enda hef ég hvorugt gert, en bíddu bara, því á morgun set ég inn undurfagran texta um píkur, þarf bara að fá nánari bókfræðilegar upplýsingar um hann fyrst.

Bastarður Víkinga sagði...

Hefurðu aldrei séð nakinn mann hlaupa?

Það er skandall því það er sko glæsilegt!

Nafnlaus sagði...

tekið skemmtilega á þessari vitleysu hérna www.maurildi.blogspot.com þar sést fáránleikinn svart á hvítu og skemmtilega sett fram.

Felix the cat

Nafnlaus sagði...

Jeminn, ég er líka orðlaus. Þetta hljómar eins og Nígeríu-mennirnir sem senda fax og segja frá skrilljónum sem maður fær ef maður bla bla bla. Er þetta ekki eitthvað svoleiðis?