Útrás - rasað út
Það er pínu farið að styttast í að ég fari út, og það líður ekki sá dagur að ég fái ekki í magann yfir því. Ég semsagt flýg til Flórída 25. febrúar og svo til Chile 29. feb. og eins og einhver sagði þá græði ég dag í Flórída úr af hlaupári. Það er ekki svo slæmt að græða dag með Guðbjörtu sinni.
Nú er ég bólusett, komin inn í skólann og meira að segja komin með íbúð, og ég verð aðeins að segja frá henni. Það eru nefnilega svo margar tilviljanir í þessu lífi, eins og til dæmis að fyrrverandi tengdamóðir mín hún Laufey sagði mér þegar ég fór í kaffi til hennar fyrir jól að hún hefði verið skólafélagi og vinur rektorsins í háskólanum mínum, Universidad Católica de Chile þegar þau lærðu í Bandaríkjunum. Hún á líka annan mjög góðan vin sem er prófessor í háskólanum mínum.
En það er nefnilega önnur tilviljun í kringum þessa ferð, því þegar ég var búin að leita á tveimur mismunandi íbúðamiðlunarsíðum og velja úr hundruðum íbúða sýni ég chileskum vini mínum eina á MSN, sem ég er mjög ánægð með. Hann fer að hlæja og útskýrir svo að þegar sameiginleg vinkona okkar (við öll Erasmusar úr Alcalá), Nadine frá Sviss, kom til Santiago fyrir um ári síðan bjó hún í nákvæmlega sömu íbúð í tvo mánuði. Ég meinaða.
Svo ég sendi henni póst og hún sagði að þetta væri æðisleg íbúð og Rodrigo sem byggi þar væri mjög amable. Þess vegna festi ég mér hana eins og skot, enda ekki slæmt að hafa vitnisburð frá fyrstu hendi. Ég er búin að lesa um svo margar íbúðir og eigendur þeirra og lesa á milli línanna um "afslappað andrúmsloft" (séð fyrir mér allt í drasli) eða "mjög skipulagður og alvarlegur maður" (séð fyrir mér leiðindapúka) eða "finnst allt í lagi að þú haldir partí" (er alltaf með partí sjálfur) o.s.frv. Þetta gæti því varla verið betra.
Íbúðin er á besta stað, miðsvæðis, nokkrar metróstöðvar frá skólanum og út um gluggann sér maður Bustamante-garðinn (sem er gott, því það er ekki lítil mengun í borginni).
Fyrir herlegheitin borga ég svo átján þúsund krónur á mánuði, sem er frekar dýrt fyrir Chile-búa, en útlendingar eru rukkaðir um miklu meira en þeir. Ég get samt borgað hálft ár í þessari íbúð fyrir einn mánuð í þeirri sem ég er í núna.
Jiminn eini hvað ég verð spennt af því að skrifa þetta.
Já og svo er partí.
8. eða 15. feb?
sunnudagur, janúar 06, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Svanhvít mín, tilviljanir eru ekki til!
Hæhæ elsku Svanhvít mín!
Ég fékk alveg í magann mig langar svo með þér í heimsókn til Guðbjartar þegar ég las færsluna þína. Og svo væri ekki verra að skella sér til þín í heimsókn líka! Úff. Myndirnar eru flottar :)
Hlakka til að fylgjast með þér á nýja árinu :) (ef að mér tekst að opna bloggið þitt oftar..eitthvað vésen með þetta hérna úti..kemst oft ekki inn á síðuna þína).
Svo bið ég innilega vel að heilsa Elínu ef þú rekst á hana :)
Gleðilegt nýtt ár :)
luv frá beijing,
Helga Belga
Hljómar tryllt (dansandi mjólk), 95% sammála Tinnu um tilviljarnir.
Hei, hversu löngu áður en maður leggur af stað til Chile þarf maður að fara í sprautur og hvaða sprautur þarf maður og hvað kosta þær ?
Þetta er Þura sem talar frá Lundúnum
Æ tilviljanir, ég get ekki gert þetta upp við mig. Þær gera allavega lífið skemmtilegra.
Helga, internetið er æði, þannig getum við fylgst hvor með annarri þótt allur heimurinn sé á milli okkar.
Bólusetningar 2 mán fyrir, svo er víst líka til skyndimeðferð, þá eru það 3 eða 4 vikur.
Þetta er rúmur 20 þús. kall ef maður tekur lifrarbólgu B líka, annars minna. annars er það viðbót við barnasprauturnar, lifrarbólga A og taugaveikiiiiii... úúú...
Sjitt hvað þetta er skemmtilegt! Fæ alveg fiðring hérna með þér sko. Hlakka ekkert smá til að koma í heimsókn, þó að það sé frekar langt í það hmmm
Skrifa ummæli