Lost in time
Ég veit að það heitir 'jet lag' þegar maður verður dasaður eftir að hafa flogið í gegnum mörg tímabelti, en hvað heitir það þegar árið fer allt í rugl, með árstíðum og öllu, þegar maður fer úr einu heimskauti yfir í annað
Nú heyri ég af vinum og fjölskyldu á Íslandi í sundi, sumarbústöðum og sólbaði, búin að fylgjast með vorkomunni í gegnum skype og vefmiðla og facebook-statuslínur, en á meðan hef ég öslað haustlauf og þurft að fá mér regnhlíf út af haustskúrunum. Síðasta daginn minn á Íslandi fór ég í göngutúr í snjónum sem tók mér upp að hnjám (enda stutt til hnésins) en daginn eftir var ég að spóka mig í Flórída, þar á eftir lenti ég í síðsumarhitunum í Chile, í mars.
Þótt ég sé búin að vera hérna í bráðum fjóra mánuði ætla ég ekki að venjast því að tala um september sem vor og desember sem sumar, eða júlí sem hávetur. Haustpáskar voru líka spes. Hlakka til sumarjólanna.
Þetta er orðið það slæmt að ég er alveg hætt að tala um árstíðir, nefni bara mánuðinn, því annars segi ég alltaf einhverja bölvaða vitleysu. Þetta hefur eitthvað með melatónín og heilaköngulinn að gera, það hlýtur að vera til nafn yfir þetta... eins og allt. Ég virðist að minnsta kosti ekki ætla að ná þessu, og svo tekur það mig örugglega álíka langan tíma að jafna mig þegar ég kem heim. En þetta er nú lúxusvandamál, ekki satt?
föstudagur, júní 20, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jú þetta er lúxusvandamál, ekki spurning.
Þú gætir komið þér upp einhverskonar kerfi til að aðgreina á milli chile-vors og íslands-vors, t.d. í skrifuðu máli:
vor (vor) þar sem vor innan sviga er vor á íslandi og hitt í chile. Dæmi um notkun: "Í vetur (sumar) ætla ég að lenda í ævintýrum" skilurðu?
Og í töluðu máli gætirðu t.d. verið flámælt, talað með nefhljóði eða álíka þegar þú talar um íslenskar árstíðir, eins og sumar (semar)
Og þá skilja allir hvað þú meinar, alltaf ! (ég veit, menntunin mín þvílíkt að borga sig núna!!!)
Skrifa ummæli