mánudagur, júní 23, 2008

Lost in translation

Þar sem ég tala allan daginn á spænsku og ensku (ensku af því að ég bý núna með þremur Könum og svissneskri stelpu sem talar enga spænsku) og enga íslensku nema þessar nokkrar mínútur á viku á Skæp (sem minnir mig á það: skype: svanhvit.lilja), vill það gerast að ég segi einhverja bölvaða vitleysu, eins og um daginn þegar upp úr mér vall líklega besta bakke snagvendt síðan "kokk og póp" og "bíta í lók". Ég var að biðja um popp og sagði óvart:
"Can I have some cop porn?"
Litla siðprúða og trúaða kanastelpan roðnaði öll og blánaði en við hin hlógum eins og vitleysingar þegar ég fattaði hvað ég hafði sagt.
Enskuna hef ég í gegnum árin aðallega notað til að gera mig skiljanlega en ekki sem fagurfræðilegt tæki, og án þess að hugsa neitt voðalega mikið um ensku sem tungumál per se, heldur einbeitt mér að öðrum málum. Það hefur ekki mikið breyst, en það er frústrerandi að vera svo nálægt því að tala eins og innfæddur en samt svo ofboðslega langt frá því. Enn sem komið er er þægilegra að tala ensku en spænsku en planið er að bæta spænskuna svo að hún verði betri en enskan.

(Hins vegar hef ég líka komist að því að ég hef skuggalega mikinn matarorðaforða í ensku og þarf oft að þýða matarorð úr spænsku yfir á ensku fyrir Bandaríkjamennina. Ég meina eiga þeir ekki að vita að blaðlaukur heitir "leek" á þeirra eigin tungumáli?)

Ég sýndi eðalnámsmannataktík í vikunni þegar ég sendi kennaranum mínum póst og spurði hvort hann "vildi ennþá að ég skilaði ritgerðinni sem ég skrifaði aldrei þegar ég lenti í slysinu", vitandi að þar sem hann er næs og þar sem ég orðaði spurninguna svona myndi hann sleppa mér við ritgerðina. Enda fékk ég svar áðan þar sem hann sagði að það væri nóg að ég hefði lesið bókina (sem ég og gerði). "Way to work it, Iceland" eins og Texasbúinn sem er nýfluttur inn sagði. Hann er skemmtilegur. Ég segi frá honum bráðum.

10 ummæli:

Unknown sagði...

Helga Litla hérna megin.

Rosalega er gaman að lesa bloggið þitt og bera það saman við reynslu mína hérna í Kína.

Var að lesa um innbrotshættuna hjá þér og þakka fyrir að Beijing er ein af öruggustu milljóna stórborgum í heimi. Mjög lítið um glæpi hérna enda refsingar kannski ekki alltaf í samræmi við alvarleika glæpsins. Held að ég sé öruggari hér heldur en í Árósum í DK. No kidding.

Ég vona að þú hafir það gott og að þessum skólaverkföllum fari að ljúka svo nemendur geti fengið menntun.

Láttu mig vita þegar þú ert komin með nafn á árstíðaruglingnum..

knús,
Helga

Regnhlif sagði...

haha, ég hef einmitt líka sagt "cop porn".

Nafnlaus sagði...

Vá, þetta minnti mig á skemmtilega comic strippu:

http://www.flashasylum.com/db/files/Comics/Rob/popcornplease.png

Nafnlaus sagði...

hlakka til að heyra frá Texas búanum :-)hljómar skemmtilegur á þessari einu tilvitnun!

Gunni sagði...

Cop porn!

Púllaðir þú ekki bara freudara?

Nafnlaus sagði...

Hahaha... á Íslandi er nóg af cop porn... "gas gas" heitir það víst.

hei... verður ekki örugglega sumar þarna þegar ég kem til þín um jólin?

Svanhvít sagði...

Þetta var örugglega góður freudari, ég er svo skotin í löggunum hérna, í fallegu grænu búningunum sínum... grænt alveg inn að holdi, það sagði vinur minn mér, bróðir hans er lögga.

Jú, Eva, það verður sko hásumar um jólin. Sem verður spes.

Kem með sjóðandi heitt blogg (vonandi) á morgun um atburði líðandi stundar, texasbúa og fleira.

Magnús sagði...

Löggubúningar eru kúl... fyrir konur og karla.

Tinnuli sagði...

og talandi um glæpaborgir, árósar eru örugglega hættulegasti staðurinn á jörðinni, hvergi annars staðar hefi ek verið rænd, amk, og það í heimahúsi!

Nafnlaus sagði...

top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]free casino[/url] check the latest [url=http://www.realcazinoz.com/]free casino games[/url] autonomous no deposit hand-out at the leading [url=http://www.baywatchcasino.com/]unshackle casino games
[/url].