Fólk áttar sig oftast ekki á því hvað maður er að bera líf sitt auðveldlega á borð fyrir allan heiminn að sjá þegar maður er á netinu. Til dæmis gremst það mömmu minni ofboðslega að nú er bein útsending úr hjónaherberginu á Engi daginn út og inn, því að litla systir mín var að fá WebCam og notar það öllum stundum, og heimilistölvan er einmitt staðsett í svefnherberginu hjá pabba og mömmu.
Svo áttar maður sig auðvitað alls ekkert á hvað það eru miklu fleiri en maður heldur sem lesa þetta rugl sem maður skrifar hérna....
Ég fann mér ungverska stelpu til að kenna mér smá ungversku, a.m.k. halda við því litla sem ég kann. Csütörtöken talalkozunk. (=við hittumst á fimmtudaginn) Í staðinn get ég kannski kennt henni smá íslensku.
Sniðugt á Íslandi.
miðvikudagur, október 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli