laugardagur, október 23, 2004
Nú er fokið í flest skjól í snörpum vindhviðum haustsins. Á leið í skólann í vikunni sá ég tvö börn sitjandi úti á gangstétt hérna á Reynimelnum, fyrir framan stórar hrúgur af visnum laufblöðum. Ég hélt þau væru kannski að hjálpa til með haustverkin og setja blöðin í poka, en í staðinn voru þau að leika sér að því að TELJA laufblöðin sem lágu á götunni! "48, 49, Ég er kominn með 50!!" Þetta er svona með mest óspennandi leikjum sem ég hef séð. Krakkarnir eiga nú ekki lengur í nein hús að venda, foreldrar löngu orðnir leiðir á að stjana við börnin sín og annara með trölladeigi og kókoskúlubakstri og henda þeim út í rokið að leika sér við laufblöðin. Sama hvað krakkarnir hafa verið ánægðir með að fá frí úr skólanum fyrstu dagana held ég að jafnvel jafnvel þeir lesblindustu og eineltustu séu farnir að grátbiðja um kennarana og bækurnar sínar aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli