föstudagur, desember 02, 2005

Barnablogg

ótrúlega finnst mér hallærislegt þegar ungabörn eru látin verða málpípur mæðra sinna á Barnalandssíðum þegar þær eru pirraðar út í pabbann.. eitthvað eins og:

"pabbi kom og náði í mig í dag, en hann kom svo seint að ég og mamma þurftum að bíða og bíða, vonandi gerir hann þetta ekki aftur, mér finnst það svo leiðinlegt".
(uppspunnið dæmi, en hef þó séð þau nokkur svipuð).

Reyndar finnst mér yfir höfuð hallærislegt að leggja barninu sínu orð í munn á þennan hátt, "ég er rosaduglegur strákur, svaf í alla nótt án þess að vakna og pissa" - hver segir svona?

ojæja, sjáum til ef og þegar maður fer sjálfur að eignast börn, en þangað til má ég alveg pirra mig á þessu...




...p.s. ég er orðin ástfanginn. Hann er með ljóst hár, vel vaxinn, með blá augu, bústna vanga og pínulitla putta, heitir Geir og móðir hans heitir Sigríður. Þetta er hins vegar skrifunum hér að ofan algerlega óviðkomandi.

Engin ummæli: